Morgunblaðið - 08.10.2006, Síða 46

Morgunblaðið - 08.10.2006, Síða 46
46 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ SER Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík · Sími: 591 9000 www.terranova.is · Akureyri sími: 461 1099 Hafnarfjörður sími: 510 9500 Tallinn í október Frá kr. 29.990 Helgartilboð 18. og 26. okt. Tilboð á vikuferð 22. okt. Frá kr. 29.990 – Helgartilboð M.v. 2 í herbergi í 4 nætur á Hotel Domina Inn Ilmarine **** með morgunverði, 18. október (3 nætur 26. október). Netverð á mann. Frá kr. 44.990 – Vikutilboð 22. okt. M.v. 2 í herbergi í 7 nætur á Hotel Meriton með morgunverði, 18. október. Netverð á mann. Frá kr. 39.990 – Tónleikatilboð 29. okt. Flug, skattar, gisting í tvíbýli í 4 nætur á Hotel Meriton með morgunverði og miðar á tónleikana. Netverð á mann. E N N E M M / S IA / N M 23 84 6 Terra Nova býður einstakt tækifæri til að njóta haustsins við góðan aðbúnað í þessari skemmtilegu borg á frábærum kjörum. Tallinn býður allt það helsta sem fólk sækist eftir í borgarferð; fallegar byggingar, óteljandi veitingastaði, fjörugt næturlíf, úrval verslana og mjög gott verðlag. Fjölbreytt gisting í boði. Bjóðum glæsilegar helgarferðir 18. og 26. október, vikuferð á hreint frábæru verði 22. október og síðast en ekki síst spennandi ferð á tónleika með tónlistarkonunni Pink 29. október, en tónleikarnir eru 31. október í Saku Arena í Tallinn. PINK TÓNLEIKAFERÐ 29. OKT. Bókaðu á www.terranova.is SÍÐUSTU SÆTIN! grunnskóli - framhaldsskóli - háskóli NÁMSAÐSTOÐ íslenska - stærðfræði - enska - danska franska - eðlisfræði - efnafræði - tölfræði þýska - spænska - lestur - stafsetning o.fl. greining á lestrarerfiðleikum Nemendaþjónustan sf. Sími 557 9233 • www.namsadstod.is Undanfarin misseri hafa samgöngur milli lands og Eyja verið alfa og ómega umræðunnar í Vestmannaeyj- um. Margvíslegar hugmyndir hafa lit- ið dagsins ljós í þeirri umræðu. Jarð- göng, ferjulægi, loftbelgur, Hoover-- kraft loftpúðaskip, flotgöng og jafnvel brú eru meðal hugmynda sem ræddar hafa verið. Hugmyndirnar eru fjöl- breytilegar og má segja ef hugmynd um innrásarpramma lægi fyrir væri flóran nánast tæmd en slíkir pramm- ar reyndust afar vel í sandi í síðari heimsstyrjöldinni. Allar eiga þessar hugmyndir það sammerkt að vera leit að lausn í samgöngumálum Vest- mannaeyja – þó óvíst sé hvort og þá hverjar eru framkvæmanlegar eða fjárhagslega mögulegar. Öllum er ljóst að engin þessara hugmynda verður að veruleika fyrr en í fyrsta lagi eftir 5–10 ár, ef þær verða það þá nokkurn tíma. Tíminn mun leiða það í ljós. Það er mikilvægt að menn setji fram hugmyndir enda er umræðan forsenda framfara. Okkar skoðun er sú að ekki sé hægt að bíða lengur með aðgerðir. Vestmannaeyingum hefur ekki auðnast að sameinast um eina lausn í samgöngumálum. Niðurstaðan er sú að ef ekkert ger- ist – í reynd erum við gíslar eigin hug- mynda og ágreinings. Sjálfheldan sem málið er í veldur stórskaða. Það getur og mun hafa alvarlegar afleið- ingar í för með sér. Við óbreytt ástand verður ekki lengur unað. Tíminn og tækifærin Vestmannaeyjar eiga ógrynni tækifæra. Með sjávarútveg sem grunn liggja sóknarfæri í frekari upp- byggingu ferðaþjónustu. Fólki hefur verið að fækka í Eyjum undanfarin ár – meira en víðast hvar annars staðar. Þó tækifæri séu til staðar verða þau tæpast nýtt nema nauðsynlegar úr- bætur náist fram í samgöngumálum og ráðist verði í nauðsynlegar endur- bætur á höfninni. Verði ekki breyt- ingar á höfninni er hættan sú að hún geti ekki tekið við næstu kynslóð fragtskipa. Tíminn er verðmætur. Ýmsir hafa sett fram hugmyndir um byggingu stórskipahafnar. Bygging hennar er forsenda þess að höfnin geti þróast í takt við tímann. Margir hafa skoðað þessi mál. Hugmynd um stórskipahöfn og nýja innsiglingu gegnum Eiðið er að okkar mati ódýr- asta og besta hugmyndin sem komið hefur fram. Tilurð hugmyndarinnar má rekja til umræðna og hugleiðinga í gosinu, en þá höfðu menn áhyggjur af því að höfnin kynni að lokast. Hug- myndin byggist á því að opna Eiðið með 100–120 metra breiðri og u.þ.b. 250 metra langri innsiglingarrennu. Þá er gert ráð fyrir því að núverandi innsiglingu að austanverðu verði lok- að. Með því að stytta hafnargarðinn norðanmegin geta skip allt að 240 metrum snúið í höfninni, en snúnings- rýmið í Klettsvík yrði um 350 metrar. Stærri skip gætu auðveldlega lagst í rennuna. Þar með væri komin lausn fyrir þau skemmtiferðaskip sem vildu sækja Vestmannaeyjar heim, en í dag er talið að yfir 100 þús. farþegar á skemmtiferðaskipum sigli framhjá Eyjum á hverju ári, án þess að koma við. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þau áhrif sem það hefði á atvinnulíf í Eyjum. Í dag getur höfnin tekið á móti skipum sem eru u.þ.b. 130–140 metrar að lengd. Það dugar ekki til að geta tekið á móti næstu kynslóð fragtskipa. Hvað yrði um Vestmannaeyjar ef höfnin – lífæðin – gæti ekki tekið á móti þessum skip- um? Svarið liggur í augum uppi. Kostnaður við gerð rennunnar og lok- un hafnarinnar að austanverðu er áætlaður 850–1000 milljónir króna – að bestu manna yfirsýn. Þær tölur gætu þó breyst eitthvað en aldrei mikið. Kostnaður við gerð viðlegu- kants í vestanverðri rennunni er ekki inni í þeirri tölu, en hann er áætlaður um 250 milljónir króna. Fram- kvæmdatími yrði ekki langur, 4–5 mánuðir. Þessar breytingar gerðu það að verkum að höfnin gæti tekið á móti skemmtiferðaskipum, auk þess sem næsta kynslóð flutningaskipa ætti ekki í nokkrum vanda með að sigla til Eyja. Þá má ætla að endur- heimta megi allt að 60–70% af því landi sem tapast við gerð rennunnar, með því að flytja efni úr henni norður fyrir Eiðið. Sú hugmynd sem hér er sett fram yrði aðeins fyrsta skrefið í endurbótum hafnarinnar. Síðar mætti byggja garð að vestan- og norðanverðu við rennuna og gera við- legukant á norðanverðu Eiðinu. Það yrðu því miklir möguleikar til staðar en erfitt er að sjá þá alla fyrir í dag. Ný ferja Herjólfur uppfyllir ekki lengur þær kröfur um hraða og flutningsgetu sem gerðar eru til samgangna í dag. Ferjan er tæpa þrjá tíma að sigla milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja. Ferjan er fjórtán ára gömul og því eðlilega barn síns tíma. Þróun í smíði og hönnun hraðskreiðra ferja hefur verið ör frá þeim tíma sem Herjólfur var tekinn í notkun árið 1992. Herj- ólfur er barn síns tíma. Undanfarin ár hefur landsbyggðin átt undir högg að sækja, ef mælikvarði fólksfjölgunar er notaður sem viðmið um viðgang og vöxt byggða. Lykilatriðið í því að þessar byggðir fái áfram vaxið og dafnað er að þeim verði sköpuð um- gjörð, að þær geti keppt um fólk, fyr- irtæki. Þar skipta samgöngur meg- inmáli. Ljóst er að núverandi samgöngur við Vestmannaeyjar upp- fylla ekki þær kröfur sem fólk gerir til samgangna. Það er því enginn vafi í mínum huga að nú þegar verður að leita leiða til að fá nýtt/eldra skip til að leysa núverandi Herjólf af hólmi. Ný- verið tóku Færeyingar í notkun ferju sem gengur 21 mílu. Slík lúxusferja yrði um 1,40 klst. milli Vestmanna- eyja og Þorlákshafnar eftir að breyt- ingar hafa verið gerðar á innsigling- unni. Það er ekki ástæða til að gera minni kröfur til nýs skips. Slík ferja ætti að sigla að lágmarki þrisvar á dag og taka mun fleiri farþega og bíla en Herjólfur gerir. Ferðatími til Reykjavíkur frá Vest- mannaeyjum með slíkri ferju og akstri frá Þorlákshöfn yrði u.þ.b. tvær og hálf klukkustund. Sá ferða- tími er samkeppnishæfur við þann tíma sem tæki að sigla í Bakkafjöru og aka þaðan til Reykjavíkur. Mun- urinn á hugmyndunum er á hinn bóg- inn sá að þessi kæmi mun fyrr til framkvæmda og enginn vafi er á því að þessi er framkvæmanleg. Það skiptir miklu máli. Ef takast á að stöðva blæðingu samfélagsins má að okkar mati engan tíma missa. Niðurlag. Við höfum rætt þessa hugmynd við marga einstaklinga sem best þekkja til í hafnargerð. Það er ekkert að van- búnaði að hefja þegar leit að nýju skipi, og vinna nauðsynlega rann- sóknarvinnu vegna breytinga á höfn- inni. Það er því mikilvægt að Alþingi og ríkisstjórn bregðist hratt við og tryggi framgang málsins. Þingsálykt- unartillaga þessa efnis liggur fyrir Al- þingi. Framkvæmdir við höfnina og smíði/leiga á nýju skipi sem hæfi sigl- ingar þegar á næsta ári þurfa ekki að hafa áhrif á aðrar hugmyndir sem verið er að vinna að um varanlegar samgöngubætur. Kostnaður vegna framkvæmda við höfnina og ef ráðist yrði í smíði nýrrar ferju (verð Færeyja-ferjunnar Smyr- ils er til hliðsjónar) væri nálægt fjór- um milljörðum. Í þetta verkefni má ráðast strax, sem er nauðsynlegt, ef hefja á nýja framfarasókn í Eyjum. Höfnin er lífæð Vestmannaeyja Ný ferja og innsiglingarrenna gegnum Eiðið – lykill að framtíð Lúðvík Bergvinsson er alþm., Sigmund Jóhannsson er teiknari Morgunblaðsins og Friðrik Ásmundsson er fyrrv. skóla- stjóri stýrimannaskólans í Vestm. Eftir Lúðvík Bergvinsson, Sig- mund Jóhannsson og Friðrik Ásmundsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.