Morgunblaðið - 08.10.2006, Síða 54

Morgunblaðið - 08.10.2006, Síða 54
54 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ eru gríðarlegu forréttindi að geta ferðast heiman frá sér til út- landa, án þess að þurfa að fara fyrst lengst út á land – til Keflavíkur. Und- irritaður nýtti sér þann munað að fara á Egilsstaðaflugvöll og setjast þar upp í flugvél til Kaupmannahafn- ar. Það er frábært að eiga þess kost, að fara frá „heimavelli“ beint utan. Það eitt, sem sló á fölskvalausa gleðina með þessar ferðir til Kaup- mannahafnar, var heimkoman. Í þrí- gang var komið í notalegu flugi með flugfélaginu Aurela. En það að koma að færibandinu í flugstöðinni á al- þjóðaflugvellinum á Egilsstöðum, var hreint út sagt ótrúleg lífsreynsla. Vandræðagangurinn Færibandið, u.þ.b. sjö metra stubbur, virkar sæmilega þegar um fimmtíu manns eru að ná í farangur sinn í innanlandsflugi, gjarnan eina tösku. En að taka við farangri þar sem samakomnir voru um hundrað og tuttugu farþegar frá útlöndum var hrein og klár martröð. Töskurnar flæddu inn og duttu fram af færi- bandinu og hrúguðust upp við end- ann. Þeir sem voru svo „heppnir“ að hafa komið sér tímanlega að bandinu og voru búnir að ná í sitt, áttu eftir þá raun að troðast í gegnum þvögu þeirra sem biðu og að lokum að klöngrast yfir hrúgu af töskum við endann á færibandinu. Þetta er að sjálfsögðu ástand, sem er, hreint út sagt, óvið- unandi. Úti eru bílastæðin enn ófrágengin og ekki hefur fengist fjármagn til að ljúka þeim né hefur Vegagerð ríkisins séð sóma sinn í að koma upp átta ljósastaurum, til að lýsa upp veg númer 941 að flugstöðinni. Um þenn- an veg fara árlega um 200.000 manns, 120.000 flugfarþegar auk þeirra sem fylgja vini eða ætt- ingja í flug. Skorið við nögl Fyrir nokkru var við höfnina á Seyðisfirði tekið í notkun þjónustu- hús til að sinna farþegum og aðstand- endum þeirra, sem ferðast með far- þegaskipum, m.a. Norrænu. Á Seyðisfirði er önnur mesta innkoma ferðamanna til Íslands. Strax í upp- hafi var ljóst að þessi kofi var ekki í stakk búinn að takast á við það verk- efni sem honum var ætlað. Þrátt fyrir kröftug mótmæli heimamanna var fjárveitingavaldinu ekki þokað. Húsið var reist og strax á fyrstu dögum eftir vígslu þess kom í ljós að það var of lít- ið. Á Egilsstaðaflugvelli er fyrirhugað að byggja við flugstöðina, löngu tíma- bæra viðbót, vegna fjölgunar farþega, sem koma og fara um flugvöllinn. Því miður er í uppsigl- ingu annað klúður. Fyrirliggjandi drög að viðbyggingu sýna of litla byggingu sem þar að auki er alveg hörmulega ljót og passar illa við vel heppnaða breytingu á flugstöðinni. Núver- andi flugstöð fellur vel að umferðinni inn- anlands, en hentar ekki lengur vegna hertra krafna um flugvernd og aðskilnað farþega í millilanda- og innanlandsflugi. 101 skrifstofugengið Það er eitt að koma með stór verk- efni inn í fjórðung, eins og Austur- land, og annað að standa að því eins og menn, að gera það framkvæm- anlegt. Það er orðið deginum ljósara að þorri fólks í skrifstofugenginu, sem hefur starfsstöðvar í 101 Reykja- vík og aðliggjandi hjáleigum, skilur ekki um hvað málið snýst. Þetta gengi tyggur hvert ofan í annað, að það sé búið að leggja svo og svo mikið fjármagn í fjórðunginn og nú sé kom- ið að íbúum hans að þakka pent fyrir sig og halda sig til hlés. Það er lítill skilningur á því að vanbúin sjúkra- skýli geti ekki tekið við þeim aukna fjölda, sem kemur inn á svæðið sam- fara byggingu á stóriðju og raf- orkuveri. Vegakerfið er komið að fót- um fram með einbreiðar brýr, þar sem þungaflutningar fara um. Skól- arnir eru löngu búnir að sprengja ut- an af sér. Flugstöðin á Egilsstöðum er of lítil og svona mætti áfram lengi telja. Ríkiskassinn En auðvitað þarf að spara, sér- staklega til þess að eiga fyrir út- gjöldum í glæsibyggingu við höfnina í Reykjavík. Sauðsvörtum almúganum úti á landi er gert að sýna áfram bið- lund, til þess að synir og dætur höf- uðborgarinnar geti fljótt og vel notið menningar og lista í hinu mikla menningarmusteri við höfnina. Gler- höll ráðamanna þjóðarinnar – þeirra sem leggja sig alveg sérstaklega í framkróka við að sýna föðurlega um- hyggju, ráðdeildarsemi og aðhald þegar kemur að því að greiða götur sjúkra, öryrkja og aldraðra. Á meðan er flugstöðin á Egilsstöðum í gíslingu skrifstofugengisins í 101 Reykjavík. Egilsstaðaflugvöllur – Flugstöð í gíslingu Benedikt V. Warén fjallar um Egilsstaðaflugvöll » Sauðsvörtum almúg-anum úti á landi er gert að sýna áfram bið- lund, til þess að synir og dætur höfuðborg- arinnar geti fljótt og vel notið menningar og lista í hinu mikla menningar- musteri við höfnina. Benedikt V. Warén Höfundur er rafeindavirki og einkaflugmaður. Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 • Fax 533 4041 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.isDan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali ÍBÚÐARHÓTEL - GLÆSIÍBÚÐIR Íbúðirnar, sem eru alls fimm, eru staðsettar í góðu steinhúsi í miðborginni. Heildarstærð er 565,8 fm. Glæsilega innréttaðar íbúðir með öllum húsbúnaði. Vaxandi rekstur. Miklir möguleikar. NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITA DAN V.S. WIIUM, s. 896 4013, OG KRISTINN WIIUM, s. 896 6913. jöreign ehf Traust og örugg þjónusta í 30 ár Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is KAPLAHRAUN - HF. KAPLAHRAUN - HF. KAPLAHRAUN - HF. MELABRAUT - HF. - ATVINNUHÚSNÆÐI Nýkomið í sölu mikið endurnýjað og glæsilegt 182 fm atvinnuhúsnæði, endabil, auk ca 50 fm millilofts með góðum gluggum. Skrifstofur, kaffistof- ur o.fl., samtals 230 fm. Verslunar- gluggi - innkeyrsludyr 4x4 metrar. Góð staðsetning og aðkoma. Laus strax. V. 27,5 millj. MELABRAUT - HF. - ATVINNUHÚSNÆÐI Nýkomið í sölu gott 360 fm atvinnu- húsnæði. Góð lofthæð og innkeyrslu- dyr 4x4 metrar. Byggingarréttur, rúm- góð lóð. Góð staðsetning. Verðtilboð. EYRARTRÖÐ HF. ATVINNUHÚSNÆÐI Magnús Emilsson, löggiltur fasteignasali Höfum fengið í einkasölu mjög gott 408 fm atvinnuhúsnæði við Kaplahraun í Hf. (öll eignin). Eignin er á hornlóð og eru góð bílastæði að norðan- og vestan- verðu. Eigninni er auðveldlega hægt að skipta upp í 3 góð bil með stórum inn- keyrsludyrum. Mjög góð eign í góðu ástandi. V. 62 millj. 162 fm atvinnuhúsnæði. Skipting eign- ar: Neðri hæð 120 fm, efri hæð 44 fm. Um er að ræða rúmgóðan vinnslusal á 1. hæð með góðri innkeyrsluhurð auk búningsklefa og salernis. Skrifstofa, kaffistofu og lager á 2. hæð. Nánari upplýsingar á skrifstofu Hraunhamars. Nýkomið í einkasölu sérlega gott 120 fm atvinnuhúsn. með innkeyrsludyrum. Sérlega góð staðsetning og óvenju rúmgóð lóð. Laust strax. V. 18,5 millj. Nýkomið sérlega gott atvinnuhúsnæði m/góðri lofthæð og innkeyrsludyrum, 158,3 fm endabil. Góð staðsetning, tilvalin eign fyrir fiskvinnslu, léttan iðnað, íbúð o.fl. V. 21,5 millj. HRAFNHÓLAR - LÍTIÐ FJÖLBÝLI Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Góð 4ra herbergja íbúð á efstu hæð með sól- ríkum svölu í litlu fjöl- býlishúsi (3ja hæða) sem verið er að taka í gegn að utan og laga svalir á. Eignin skiptist í hol, eldhús, stofu, þrjú herbergi og bað- herbergi. Verið er að standsetja húsið að utan og greiðir seljandi þann kostnað. V. 19,3 m. 5796
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.