Morgunblaðið - 08.10.2006, Side 55

Morgunblaðið - 08.10.2006, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 55 STEINUNN Sigurðardóttir skorar á alla að spyrja sjálfa sig hvað þeir geti gert til að sporna við umhverfisslysi á Ís- landi í höndum óör- uggra manna. Til að varðveita örlítið lengur það sem eftir er af sameigninni okkar Ís- lendinga, svokallaðri. Og þess vegna heims- ins alls. Já, hvað get ég? Ég tek undir með Ómari. Gerum Kára- hnjúkastíflu að minn- ismerki. Auschwitz, Dachau, Terezin og fleiri slíkar stórræðavirkjanir standa nú sem betur fer tómar og laða að fleiri ferðamenn, hugsuði og lífsáhugamenn en þær virkjuðu hér áður. Sú iðja stóð sem betur fer stutt en þó allt of lengi. Mér sýnist við eiga nú þessa tvo kosti: Virkja, brenna, bræða, brjóta, drekkja og kæfa. Eða varðveita, skrá, geyma og jafnvel fela – eins og Íslendinga var siður, til dæmis með handritin forð- um, sérstaklega áður en helvískir víkingarnir ruddust hér öskrandi að. Og má ég ekki fá að velja milli þessara tveggja kosta rétt eins og hver annar? Er ég ekki jafnrétthá og einhver annar hér? Einhver hver? Einhver sá annar sem ég aldrei fæ að sjá. Fæ aldrei að mæta eða kjósa, aldrei að taka í höndina á né átta mig á hver er og hvaða mann hefur að geyma. Sem bara planar og framkvæmir í einskis nafni. En talar aldrei. Því böðlar tala aldrei, og ef þeir tala, þá tala þeir stofnanamál. Er þá kannski sá hinn sami ekki tilbú- inn að gera við mig skriflegan eigna- skiptasamning sem ég verð þá bara að sætta mig við að geyma og fela í mínum kistlum fyrir aflifendur mína? Þar má standa: Guðrún Snæfríð- ur Gísladóttir, Íslendingur með skatta og skyldur, og Einhver Hver, Íslendingur (eða hvað?) með skatta (er það ekki öruggt?) og (óljósar) skyldur, gera með sér svo- hljóðandi samning: Í hlut Íslendingsins Guðrúnar skulu falla land, vatn, loft, gróður, sjór, rok og rigning í réttu hlutfalli við íbúafjölda Íslands, og með þessi gögn og gæði má Einhver Hver ekki ráðskast nema í fullu samráði við og með afdráttarlausu leyfi Guðrúnar. Og Einhver Hver má aldrei beita Guðrúnu valdi til að hafa af henni neitt af hennar hlut. Og slíkan samning hvet ég sem flesta Íslendinga til að gera áður en það verður of seint. Því ef ég byggi til dæmis í Bras- ilíu og væri að drepast úr þorsta en ætti ekki pening og laumaðist út að nóttu til með vatnsglas til að fylla það af rigningarvatni, þá væri mér stungið í steininn. Því það er maður sem á rigninguna í Brasilíu. Og þetta er heilagur sannleikur – ég segi þetta ekki af tómri athygl- issýki. Beittu mig ekki valdi Guðrún S. Gísladóttir skrifar hugleiðingar um umhverfisslys, skyldur og sameign Íslendinga »Ég tek undir meðÓmari. Gerum Kára- hnjúkastíflu að minn- ismerki. Guðrún Gísladóttir Höfundur er leikkona. TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA Sími 533 4040 jöreign ehf Opið mán.–fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9–17.Dan V.S. Wiium hdl., SUNNUVEGUR - RVÍK Glæsileg efri sérhæð í tví- býlishúsi, innbyggður bíl- skúr. Stærð alls 221,4 fm. Rúmgóð stofa með arni. Sérlega fallegur garður með timburverönd. Góðar svalir með fallegu útsýni yfir Laug- ardalinn. Mjög gott ástand á húsi og íbúð. Frábær stað- setning. Verð 56,5 millj. lögg. fasteignasali Kristinn Valur Wiium sölum., s. 896 6913 - Ólafur Guðmundsson sölustjóri, s. 896 4090 Ármúla 21 • Reykjavík • kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is STÓRIHJALLI Mjög gott endaraðhús á tveimur hæðum með inn- byggðum, rúmgóðum bíl- skúr og stúdíóíbúð á jarð- hæð. Gróinn garður, stór timburverönd með heitum potti. Mikið útsýni. STÆRÐ 275,9 FM. VERÐ 45,7 MILLJ. KAMBASEL Gott og vel innréttað raðhús á tveimur hæðum ásamt óinnréttuðu risi ca 45 fm og innbyggðum bílskúr. Góð staðsetning og hús í góðu viðhaldi. Stærð 179 fm. Verð 40,0 millj. DALTÚN - KÓPAV. Sérlega vel staðsett eign á skjólsælum stað neðst í Fossvogsdalnum. Stærð 304,4 fm, hæð, rishæð og kjallari. Sérbyggður bílskúr. Séríbúð í kjallara. Fallegur gróinn garður, sólskáli, hiti í stéttum. Frábært fjölskyldu- vænt hús innst í lokaðri götu. Verð 59,8 millj. VÍÐIBERG - HAFNARFIRÐI Nýlegt einnar hæðar einbýl- ishús með innbyggðum bíl- skúr. Stærð 190,0 fm. Hellulögð innkeyrsla með snjóbræðslu. Vandaðar inn- réttingar og gólfefni. Gróinn garður. MJÖG FALLEGT OG GOTT HÚS Á GÓÐUM STAÐ. Verð 51,0 millj. HRÍSHOLT - GARÐABÆ MIKIÐ ÚTSÝNI. Gott hús á tveimur hæðum með innb., tvöföldum bíl- skúr. Stærð 280,4 fm. Húsið stendur ofan við götu með frábæru útsýni. Sérlega góð staðsetning. Fallegur gróinn garður. Afgirt timbur- verönd með heitum potti. Verð 65,0 millj. Sölusýning sunnudaginn 8. október milli kl. 16 og 17 í Holtsbúð 3, Garðabæ. Albert Björn Lúðvígsson sölumaður, s. 840 4048 Guðrún Árnadóttir lögg. fasteignasali Fjölskylduhús við Holtsbúðina í Garðabæ. Rúmgott og fallegt 166 fm, 5-6 herbergja vel viðhaldið raðhús á þessum vinsæla stað. Innbyggður bílskúr fylgir með góðri lofthæð en innkeyrsluhurð er einnig með fullri lofthæð. Fyrir framan húsið er steypt plan með snjóbræðslu. Snyrtilegur garður með verönd snýr til suðurs. Íbúðir Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.