Morgunblaðið - 08.10.2006, Page 56

Morgunblaðið - 08.10.2006, Page 56
56 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í FYRRI grein minni um óyggj- andi vísbendingar um veðurfars- breytingar gerði ég að umtalsefni minnkandi hafísútbreiðslu í Norð- ur-Íshafinu. Aðrar skýrar breytingar í svipaða veru eru mælingar á styrk og hitastigi Norður- Atlantshafsstraums- ins (Golfstraumsins) í þeirri höfuðkvísl straumsins sem belj- ar norður eftir á milli Hjaltlands og Fær- eyja. Í erindi Boga Hansen frá Færeysku hafrannsóknastofn- uninni hér á landi í liðnum mánuði kom fram að mælingar sýndu merkjanlega hlýnun í straumnum við Færeyjar síðustu 30 árin. Einnig hefur seltan auk- ist, sérstaklega allra síðustu árin. Mælingar á hraða straumsins ná yfir styttra tímabil og þær eru að auki ekki nægjanlega nákvæmar til þess að hægt sé að slá nokkru föstu um það hvort styrkur meg- inkvísla Norður-Atlantssjávarins hafi verið að breytast. Það má þó slá því föstu að ekki hefur dregið úr innstreymi hlýsjávar norður- eftir þessi síðustu ár. Golfstraum- urinn er því við hestaheilsu um þessar mundir þrátt fyrir ýmsar vangaveltur og jafnvel hrakspár um annað. Dramatískar kenningar um ísöld Kenningin um stöðvun Golf- straumsins vegna mikillar hlýn- unar andrúmslofts á norðurslóðum heyrist oft nefnd þegar veðurfars- breytingar ber á góma. Hún geng- ur í stuttu máli út á það að sam- fara mikilli hlýnun bráðni verulegur hluti Grænlandsíssins. Gríðarmikið ferskvatn frá bráðn- andi ísnum hefur þá áhrif á lag- skiptingu sjávar og hægði á eða stöðvaði hita- og seltuhringrásina sem knýr „hitaveitu“ sjáv- arins norður undir Svalbarða. Ef hring- rásin stöðvaðist bær- ist ekki hlýsjór hing- að norðureftir, ísmyndun í seltuminni sjónum mundi þá aukast hröðum skref- um og ísöld væri því vart umflúin. Mér sjálfum hefur ætíð þótt þessar kenningar heldur dramatískar og bent á móti á að þótt ferskvatnsbirgðir Grænlands- jökuls séu gríðarmiklar mundu þær bráðna á áratugum eða frekar öldum og ná að blandast saman við heimshöfin á löngum tíma. Mikil og óvenjuleg útbreiðsla í norðurhöfum á lítt söltum sjó í þunnu lagi ofan á þeim selturíkari er það ástand sem getur breytt því jafnvægisástandi sem nú ríkir. Yfirgnæfandi líkur eru á því að slíkur fersksjór komi norðan úr Íshafi í nægjanlega miklum mæli frekar en sem bráðnandi ís frá Grænlandsjökli. Aukið rennsli ferskvatns til N-Íshafsins Í nýrri grein bandarískra vís- indamanna sem birtist í Science í ágúst sl. eru færð fyrir því rök að á síðustu árum hafi orðið upp- söfnun á ferskvatni í Norður- Íshafinu. Stórfljót í Rússlandi og Síberíu renna til Norður-Íshafsins og eins frá Kanada. Eins munar um þá úrkomu sem fellur til sjáv- ar í Íshafinu, því uppgufun á móti er þar með minnsta móti. Með hlýnandi veðri á norðurslóðum hefur úrkoma aukist og rennsli stórfljótanna af þessum sökum um 10% undangengin ár. Útstreymi ferskvatns úr Íshafinu er nær ein- göngu um Framsund á milli Sval- barða og Grænlands. Hinn svell- kaldi Austur-Grænlandsstraumur gegnir þessu hlutverki yfirfalls N- Íshafsins og heilmikill hafís ásamt seltulitlum sjó berst suður á bóg- inn með strönd Grænlands. Þessi ferskvatnsflutningur úr N- Íshafinu er 10–15 sinnum meiri í magni talið en það vatn sem bráðnun Grænlandsíssins að aust- anverðu kann að leggja til. Síð- ustu árin hefur seltuminnsti hluti sjávar N-Íshafsins borist í minna mæli suður á bóginn en venja er til. Því ráða ríkjandi vindar og rek íssins umfram annað. Fyrr en síð- ar mun þessi seltulitli sjór berast til útfalls Framsundsins. Banda- ríkjamennirnir álíta að það muni gerast næst þegar hin svokallaða norðuratlantshafssveifla (NAO) verði öflug og með jákvæðum for- merkjum líkt og var um og fyrir 1990. Norðuratlantshafssveiflan gefur einfaldlega til kynna stöðu ríkjandi hæða og lægða og þar með algengustu vindáttir. Slíkt út- streymi eða yfirfall þarf ekki að þýða breytingar á lagskiptingu sjávar í norðurhöfum svo fremi að lítt salti sjórinn ásamt hafísnum haldi sig í mjórri lænu suður með Grænlandsströnd. NA- og A-áttir halda Austur-Grænlands- Veðurbreytingar á norðurslóð- um og tengsl við Golfstrauminn Einar Sveinbjörnsson fjallar um veðurfarsbreytingar » Það er því ekkibráðnun Grænlands- jökuls sem mögulega hægir á Golfstraumn- um, heldur miklu frekar ferskvatnsfrávik úr N-Íshafinu sem mögulega fer á flakk yfir á slóðir hlýsjávarins en aðeins ef vindar verða afbrigðilegir í vikur eða mánuði. Einar Sveinbjörnsson FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13 SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali. VESTURBERG 90 - MILLIRAÐHÚS SAFAMÝRI 83 - EFRI SÉRHÆÐ Góð 148 fm efri sérhæð auk 30 fm bílskúrs, samtals 178 fm, á þessum eftirsótta stað í austurbæ Reykjavíkur. 3-4 svefnherbergi og 2-3 stórar og bjartar stofur. Fallegar innréttingar. Baðherbergi nýl. standsett á fallegan hátt. Góð staðsetning við opið svæði. Verð 40,9 millj. Arndís sýnir eignina í dag, sunnudag, kl. 14:00-16:00. www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Fallegt og vel viðhaldið 160 fm milliraðhús á einni hæð með 31 fm bílskúr (íbúð 128 fm og bílskúr 31 fm). 3-4 svefnherbergi. Stór og björt stofa og borðstofa. Útg. í suð- urgarð úr stofu. Stórt sjónvarpsherbergi með arni. Nýl. uppgerðar innréttingar og nýl. tæki í eldhúsi. Glæsilegur viðhaldslítill garður. Bílskúr fullbúinn, góð lofthæð. Verð 33,5 millj. Sigurdís og Aðalsteinn sýna eignina í dag, sunnudag, kl. 14:00-16:00. FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. Mjög fallegt 185 fm einbýli á frábærum útsýnisstað. Neðst í botnlanga í rólegri götu. 50 fm tréverönd. Parket og flísar á gólfum. Nýlega málað með góðri upphi- taðri innkeyrslu og plani. VERÐ 46,5 millj. Upplýsingar gefur Ingvar Ragnarsson, sölufulltrúi Akkurat, s. 822 7300. STARARIMI - 112 RVK LAUST VIÐ SAMNING! GÓÐ HÚSEIGN Í MIÐBÆ AKUREYRAR BYGGINGARRÉTTUR Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Hér er um að ræða stein- steypt hús á tveimur hæð- um sem skiptist í 4ra her- bergja íbúð á efri hæð og verslunarpláss á neðri hæð. Húsið er 99 fm að grunnfleti eða samtals 198 fm að stærð sem skiptist í 76,3 fm verslun og 121,7 fm íbúð. Stækka má jarð- hæðina um 100 fm til austurs auk þess sem reisa má tvær hæðir ofan á húsið, eða samtals sem nemur um 300 fm. Stækkun jarðhæðar myndi jafnframt auka nýtingarmöguleika íbúðarinnar á 2. hæð til muna. Skemmtilegar tillöguteikningar liggja fyrir að viðbyggingu hússins. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.