Morgunblaðið - 08.10.2006, Side 58

Morgunblaðið - 08.10.2006, Side 58
58 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN STRÆTÓ hefur verið mitt annað heimili allt frá því að ég reyndi að setjast á „bungurnar“ til að ná nið- ur. Út um glugga strætó kynntist ég mannlífi Reykjavíkurborgar allt frá ystu jöðrum í Árbæ niður í miðbæ þar sem leið lá í tónskólann. Ferðum fjölgaði með aldrinum og við bættust ferðir í skól- ann. Fyrst innan hverfis og svo í MH, þúsundir ferða. Reynslan af strætó gat verið skraut- leg. En ég væri, í orðsins fyllstu merkingu, á öðr- um stað í lífinu ef ekki væri fyrir strætó. Það sem veldur því að ég tek mér nú penna í hönd er neikvæð umræða og við- horf til strætó. Efn- ishyggja okkar og kröf- ur um þægindi hafa farið með okkur sem aftur hefur víðtækar afleiðingar. Strætó er ekki lengur þáttur í uppeldi eða hluti af okkar daglega lífi. „Góð- ærið“ hefur það í för með sér að á landinu eru fleiri bílar en íbúar með bílpróf og mörgu hefur verið stungið undir stól sem varðar það sem er í raun gott fyrir samfélag í heild og umhverfi. Síðastliðinn vetur voru gerðar breytingar á skipulagi strætókerf- isins. Stofnleiðir voru settar á með mikilli tíðni ferða. Óánægja heyrðist í kjölfarið. Í Árbæ með að leið 10 hefði verið tekin út og langt væri að ganga á stoppistöðvar. Óánægju- raddir eru hærri en jákvæðar. Breytingarnar voru til batnaðar fyr- ir fjölskyldu mína. Ferðatími í skóla styttist. Langir skóladagar urðu léttari þegar hægt var að komast heim í eyðum í stundatöflu, hvíla sig, fá sér að borða, fara í sturtu eða læra. Erfitt er að kenna gömlum hundi að sitja og líka fólki að meta þessar breyt- ingar. Fólki sem hafði lifað við hitt strætókerfið í mörg ár, hvað þá fólki sem hafði aldrei gefið strætó tækifæri e.t.v. vegna þess sem betur hafði mátt fara en nú var búið að laga. Eftir að leið 19 fyllti í gatið sem myndast hafði eftir brotthvarf leiðar 10 voru íbúar Árbæjar komnir á gott ról. En ekki lengi. Stofnleið 5 var lögð niður og klippt á að- altengiæð Árbæinga við sjö stóra skóla og marga stóra vinnustaði borgarinnar. „Vegna slæms reynslu- tímabils.“ Það reynslutímabil var sumarleyfistíminn. Í vor voru níu strætóferðir á hverri klukkustund á annatíma úr Árbæjarhverfi en í haust voru þær þrjár. Á morgnana halda allir sem leið eiga í háskólana þrjá, HÍ, HR og KHÍ, og í fram- haldsskólana MR, MH, Versló og Kvennó saman í strætó. Allir þessir skólar byrja upp úr kl. átta. Í Ártúni hitta allir Árbæingarnir alla Graf- arvogsbúa á sömu leið. Þá troða allir úr Árbæ sér inn í tvo fulla stræt- isvagna á leið úr Grafarvogi. Ef þeir fyllast svo mikið að ekki er hægt að loka dyrunum verða þeir eftir sem ekki komast með og bíða í 20 mín- útur. Þar fóru þægindin svo ekki sé talað um öryggið. Hvað, ef ekki strætó? Eftir 13 ár í strætókerfinu gafst ég upp. Eftir að leið 5 var lögð niður hefur hjólið skilað mér betur og fyrr heim en strætó. En ég er heppin að vera ennþá ung stelpa og sé mér það fært. Síðan þá hef ég hjólað milli vinnustaða og heimilis. Að keyra í ís- lenskri umferð er ekkert grín, en að hjóla er enn verra. Ekki er gert ráð fyrir hjólreiðamönnum í umferðinni. Hvorki af öðrum vegfarendum né veðrum eða vindum. Þá virðist besta Hvað er þetta strætó? Halla Ólafsdóttir skrifar um strætó »Kostir góðs almenn-ingskerfis hafa gleymst. Halla Ólafsdóttir Dóra Hjálmarsdóttir: Áhættu- mati fyrir Kárahnjúkavirkjun er ekki ábótavant. Oddur Benediktsson: Áhættu- mati fyrir Kárahnjúkavirkjun er ábótavant Páll Jóhann Einarsson skrifar um trú og vísindi. Gunnar Jóhannesson skrifar um trú og vísindi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Falleg ca 100 fm efri sér- hæð í fjórbýlishúsi. Íbúðin er mikið endurnýjuð. Góðar vestursvalir. Gott útsýni yfir borgina. Parket og flísar á gólfum. Geymsluris er yfir íbúðinni. Íbúðin er laus fljótlega. V. 24 m. 7469 FROSTAFOLD 179 OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 14 OG 16 Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Sími 533 4800 – Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! – Höfum fengið til sölu tvo glæsilega veitingastaði í hjarta borgarinnar. Annar á Laugavegi og hinn við Austurvöll. Staðirnir eru báðir mjög vel búnir innréttingum og tækjum. Mikil velta. Frábært tækifæri til að eignast veitingastaði með mikla möguleika. 7927. Nánari upplýsingar á skrifstofu Miðborgar í síma 533 4800. Til sölu veitingastaðir í hjarta borgarinnar FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Glæsileg 109 fm 4ra herb. íbúð á 5. hæð í góðu lyftuhúsi í miðborginni. Íbúðin skiptist í forstofu með góðu skápaplássi, stórar og bjartar stofur, eldhús með innréttingu úr hlyni og mahóný, 2 góð herbergi og baðher- bergi, flísalagt í gólf og veggi. Tvennar svalir til suðurs og vesturs og sérstæði í bílageymslu. Sameiginleg þvottaherbergi á hæðinni. Hús ný- lega málað að utan. Verð 34,9 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16. Íbúð merkt 0501, s. 561-3013. Verið velkomin. Klapparstígur 1 Glæsileg 4ra herb. íbúð m. tvennum svölum Opið hús frá kl. 14-16 SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. VIÐSKIPTATÆKIFÆRI - GJAFAVÖRUVERSLUNIN “AF HJARTANS LIST“ Erum með til sölu hina geysivinsælu gjafavöruverslun AF HJARTANS LIST sem er staðsett í Brautarholti. Verslunin er rómuð fyrir fallegar vörur og mjög fjölbreytt vöruúrval, en þar er að finna gjafavörur frá; Ítalíu, Tyrklandi, USA, Hollandi, Canada og víðar. Um er að ræða smávörur frá ilmkertum og allt upp í vandaðari vörur s.s kristals ljósakrónur og myndir frá Ítalíu. Tilvalið viðskiptatækifæri fyrir aðila sem er áhugasamur um falle- gar og vandaðar vörur. Möguleiki er fyrir langtímaleigusamning á húsnæði eða kaupum á því. Verslunarhúsnæðið er alls 240 fm. og skiptist í:Verslunarrými, lager, skrifstofu, kaffiaðstöðu og salerni. Að sögn eigenda er búið að skipta um glugga og gler í eigninni, hitalagnir og rafmagn í góðu lagi, nýlegt skólp og hús að utan almennt í góðu ástandi. Þak tekið í gegn fyrir 3 árum. Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteign.is. Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Sími 533 4800 211,2 fm raðhús með innbyggðum bílskúr á rólegum og góðum stað við Réttarbakka í Reykjavík. Húsið skiptist í anddyri, stofu, eldhús, 3 svefnherbergi, baðherbergi, gestasnyrtingu, þvottahús og kalda geymslu. Fallegur garður. Hiti í stétt í innkeyrslu. Möguleiki er á að hafa 5 svefnherbergi í húsinu. Stutt er í alla þjónustu, leikskóla og skóla. Réttarbakki 15 Opið hús í dag milli kl. 13 og 14 – Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! – www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Skúlagata 40 – Fyrir 50 ára og eldri Falleg íbúð á 7. hæð með bílskýli/bílskúr Í einkasölu falleg, vel skipulögð 99,5 fm íbúð + 22 fm í bílsk., samt. 121,5 fm á 7. hæð í vönduðu nýl. lyftuhúsi á frábærum stað í miðbæ Reykjavíkur. Íbúðin er með parketi á gólfum. Baðherbergi flísa- lagt. Góðar suðursvalir með flottu útsýni til Hall- grímskirkju og víðar. Mjög góð mikil sameiginleg aðstaða. Stæði í góðu bílskýli /bílskúr fylgir íbúðinni. Íbúðin er laus til afhendingar mjög fljótlega . Nýl. samþykkt húsfélags leyfir sölu til 50 ára og eldri!! Mjög gott verð 29,9 millj. Upplýsingar um eignina gefur Þórarinn í s. 899 1882. Sími 588 4477 Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.