Morgunblaðið - 08.10.2006, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 08.10.2006, Qupperneq 59
lausnin að vera í bíl með miðstöðina á fullu. En er það lausn? Er lausn að bæta í bílaflauminn sem situr fastur á hverjum morgni? Er það breyting til batnaðar í lífi einstaklingsins? Að sitja fastur í umferðarteppu á leið í vinnu/skóla og úr vinnu/skóla? Er það leiðin til að byrja daginn og enda? Og láta mengunina eftir sig liggja. Er maður þá ekki betur sett- ur í strætó? Geta horft á hringiðuna og vita að maður er að hlífa um- hverfinu og um leið sjálfum sér frá hægfara umferðarteppu? Þar sem lausnin liggur Lausnin er einföld en það er erfitt að fá fólk til að meðtaka hana. Hún felst í breyttu viðhorfi. Vandamálið er fordómar sem aftur stafa af þekk- ingarleysi. Kostir góðs almennings- kerfis hafa gleymst. Gleymst bæði á borði borgarstjórnar og á flestum eldhúsborðum íslenskra heimila. Gróðinn af strætó felst ekki í þeim 250 kr. sem hver einstaklingur setur í kassann hjá strætóbílstjóranum. Gróðinn yrði eflaust meiri ef sá kassi fengi að fjúka. Gróðinn af rekstri strætó liggur í því sem strætó gerir fyrir samfélagið. Minni bílaeign, færri nagladekk á götunum. Millj- óna/milljarða króna sparnaður í vegaframkvæmdir og viðgerðir. Hægt væri að nýta svæði sem fara undir bílastæði og sleppa því að búa til ný. Það gleymist að horfa á al- menningssamgöngur í samhengi við samfélag. Að strætó gæti verið góð leið til að fá barn til að opna augun fyrir umhverfi sínu. Að strætó gæti verið skemmtileg leið til að sjá margbreytileika annarra samfélags- þegna. Engum finnst skrítið að taka strætó í útlöndum. Hvers vegna er þá svona skrítið að taka strætó á Ís- landi? Jú, því íslenska strætókerfið er ekki aðgengilegt og það fer versnandi. Því skora ég á þá sem hafa völdin að bæta strætókerfið. Um leið skora ég á alla hina að hugsa sig um tvisvar áður en þeir setjast upp í bíl til að aka borgina á enda. Hvað eru þægindi? Meðvit- und? Lærdómur? Fordómar? Fram- tíðin? Strætó er öllum til hagnaðar. Höfundur er nemi. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 59 Sagt var: Helmingur þeirra sem sótti um, höfðu réttindi. BETRA VÆRI: Helmingur þeirra sem sóttu um, hafði réttindi. Gætum tungunnar Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali FANNARFELL 2 OG 4 Til sölu íbúðir í þessum tveimurstigagöngum. Eignirnar eru allar í góðu ástandi og hefur ver- ið vel viðhaldið. Um er að ræða eignir sem verið hafa í útleigu á vegurBorgarinnar og eru þær nú til sölu. Um er að ræða tveggja og þriggjaherbergja íbúðir. Verð íbúðanna er frá 11,5 millj. Verð íbúðanna erfrá 11,5 millj. 6098 ÞORLÁKSGEISLI - GLÆSILEG Stórglæsileg 4ra-5 herbergja íbúð á 3. hæð í fallegu fjölbýlishúsi í Grafarholti auk stæðis í bílageymslu. Eignin skiptist í forstofu, þv.- hús, hol, borðstofu, stofu, eldhús, baðher- bergi og þrjú herbergi. Sérstæði í bíla- geymslu, hjólageymsla og sérgeymsla í kjallara. Eikarinnréttingar. Mustang flísar og parket úr hlyn. Sérinng. og sérþvottahús í íbúð. Frábær staðsetning. V. 28,9 m. 6072 KÁRASTÍGUR - AUKAÍBÚÐ Vel staðsett parhús í hjarta miðbæjarins. Húsið er bárujárnsklætt timburhús, byggt árið 1916. Húsið skiptist í 3 hæðir og er stúdíóíbúð á jarðhæð. Húsið hefur verið klætt að nýju á framgafli og hlið. Miðhæðin skiptist í stofur, eldhús og bað. Risið er í dag 3 svefnherbergi og svo er stúdíóíbúð á jarðhæðinni. V. 33,0 m. 6060 GRANDAVEGUR - ÍBÚÐ Á TVEIMUR HÆÐUM Glæsileg íbúð á tveimur hæðum. Á neðri hæð er hol, baðherbergi, stofa, borðstofa, herbergi og eldhús. Í risi er stórt herbergi (baðstofa) sem er opið niður í stofuna en fallegur límtréstigi er upp í það rými. V. 22,0 m. 5834 BOÐAHLEIN - MEÐ BÍLSKÚR Gott 107,3 fm endaraðhús við Boðahlein í Hafnarfirði ásamt sérstæðum bílskúr sem er 22,4 fm af heildarstærð hússins. Húsið er hluti af byggðarkjarna DAS á svæði Hrafn- istu og er sérstaklega ætlar eldri borgurum. Húsið er á einni hæð og skiptist í anddyri, þvottahús/ geymslu, baðherbergi, svefnher- bergi, dagstofu, borðstofu, sólstofu og eld- hús. Bílskúr fylgir eigninni. Tilboð óskast 6085 GNÍPUHEIÐI - SÉRINNGANGUR Falleg 114 fm efri sérhæð í suðurhlíðum Kópavogs með stórglæsilegur útsýni. Íbúð- in skiptist í forstofu, hol, stóra stofu/borð- stofu, eldhús, þvottahús, 3 herbergi og baðherbergi. Út af stofunni eru mjög stórar svalir til suðurs. Hiti er í öllum stéttum að bílaplani. Húsið var málað í september 2006. V. 32,5 m. 5983 ÞÓRÐARSVEIGUR - STÆÐI Í BÍLAGEYMSLU 4ra herbergja falleg og ný 113 fm íbúð á 3. hæð með sérinngangi af svölum og stæði í lokaðri bílageymslu. Fallegt útsýni. V. 25,9 m. 6130 RJÚPNASALIR - GLÆSILEG Glæsileg 120 fm, 4ra herb. íbúð á 2. hæð á frábærum stað í Salahverfi. Íbúðin skiptist m.a. í hol, þvottahús, gang, baðherbergi, þrjú góð herbergi, stofu og eldhús. Parket á gólfum. Stórar svalir bæði útaf eldhúsi og stofu. Íbúðin er öll hin vandaðasta. V. 27,9 m. 5939 FUNALIND - GLÆSILEG Glæsileg 102 fm rúmgóð 3ja herbergjaíbúð á jarðhæð auk 25,4 fm bílskúr í eftirsóttu húsi í Lindarhverfi.Húsið er sérlega fallegt og allt klætt að utan með innbrenndu lituðuáli. Þre- fallt gler er í gluggum. Bílskúr er fullbúinn og meðsjálfv.opnara. Íbúðin skiptist í hol, stofu, tvö herbergi, eldhús ogbaðherbergi auk þvottahúss. Á jarðhæð er sérgeymsla og hjólageymsla.Hellulögð afgirt verönd út af eld- húsi/stofu. V. 29,5 m. 6122 Iðnaðarhúsnæði í Þorlákshöfn. Um er að ræða verksmiðjusal, mjölgeymslu, og hráefnisrými. Að auki starfsmannaaðstöðu, geymslu og skrifstofu. Samtals rúmlega 3.300 m2. Eign sem býður upp á ýmsa möguleika í nýtingu. Hentar t.d. mjög vel undir ýmiskonar iðnað eða geymslur. Húsið ber mikla sögu og kallar fram ýmsar góðar minningar í hugum fólks sem í Þorlákshöfn hefur búið eða starfað en hér var ein mesta fiskvinnsla landsins um langa tíð. Eignin stendur á sjávarlóð sem er u.þ.b. 7.500 m2 á besta stað við höfnina í Þorlákshöfn. Fasteignasalan Bakki Sími 482-4000 www.bakki.com bakki@bakki.com Þröstur Árnason Sigurður Sveinsson lögg.fasteignasali hdl.lögg.fasteignasali 899-5466 861-74 35 Hafnarskeið Þorlákshöfn Fréttir í tölvupósti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.