Morgunblaðið - 08.10.2006, Page 61

Morgunblaðið - 08.10.2006, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 61 SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. OPIÐ HÚS Í DAG BLÁHAMRAR 2 - BJALLA 244 Erum með í sölu fallega 65 fm 2ja herbergja íbúð á 4. hæð í fallegu lyftuhúsi ásamt stæði í bíla- geymslu. Íbúðin skiptist í: And- dyri, baðherbergi með hvítri inn- réttingu, hjónaherbergi með skápum, eldhús með hvít/beyki innréttingu og stofa með útg. út á sa-svalir með frábæru útsýni. Íbúðinni fylgir sér merkt stæði í lokaðri bílageymslu. V. 15,9 m. Svavar sýnir eignina á milli kl. 14 og 16 í dag, sunnudag. Kringlan - Endaraðhús Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Vandað 174 fm endaraðhús á eftir- sóttum stað. Húsinu fylgir auk þess 26 fm stæði í bílageymslu. Húsið skiptist m.a. í rúmgóðar stofur með fallegum arni, stórt eldhús og þrjú rúm- góð svefnherbergi. Úr stofum er gengið út í garð. Stórar suðursvalir eru útaf efri hæð hússins. Mikil lofthæð er á efri hæð. Parket og flísar á gólfum. Vandaðar innréttingar. V. 47,8 m. 5754 Kári Fanndal Guðbrandsson, Sigrún Sigurpálsdóttir, lögg. fasteignasali. ● Vilt þú hafa heimilið og gæðingana á sama stað, geta lagt á og reið- stígar og reiðvegir liggja til allra átta? ● Vilt þú hafa heimilið og vinnustofuna á sama stað og nóg rými fyrir hug og hönd? ● Vilt þú ala upp börnin við frjálsræði sveitalífsins en njóta jafnframt allr- ar þjónustu, t.d. skóla, heilsugæslu, íþrótta og menningar, til jafns við þéttbýlið? ● Vilt þú komast úr skarkala borgarlífsins og njóta seinnihluta æviskeiðs- ins við t.d. fuglaskoðun, renna fyrir fiski eða stunda golf? Allt þetta og mikið meira til er hægt að gera í Tjarnabyggð sem er búgarðabyggð 4 km frá Selfossi í átt að Eyrabakka. Búgarðabyggðin er nýjung í íslensku skipulagi sem tryggir þér heimild til húsdýrahalds, ræktunar og til léttrar atvinnustarfsemi. Lóðirnar eru eign- arlóðir, ca 1,0 - 6,0 ha að stærð. Það má byggja einbýlishús, hesthús, reiðskemmu, listagallerí, gistiheimili eða hvað annað sem þér dettur í hug, allt að samtals 1.500 fm. Hitaveita. Verð frá 4,6 millj. Seljandi lánar allt að 80%. Ath. gatnagerðargjöld eru innifalin í verði. Fasteignasalan Garður • Skipholti 5 • Símar 562 1200 og 862 3311 SÖLUSÝNING í dag sunnudag kl. 13-17 NÝTT Á ÍSLANDI! Búgarðabyggð! – TJARNABYGGÐ Í ÁRBORG – Búgarður - Listamannahús - Garðyrkja Hver er draumurinn? Sölufólk hjá Fasteignasölunni Garði ásamt landeigendum verða á staðn- um og veita allar nánari upplýsingar um lóðirnar. Einnig má fá upplýsingar í símum 562 1200 og 862 3311 eða senda tölvupóst á gard@centrum.is ÞEGAR nýr meirihluti Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks tók við, var það fyrsta verk þeirra að ákveða að gera úttekt á fjár- málum borgarinnar, eins og það var orðað. Samið var beint við KPMG um úttektina sem Björn Ingi Hrafnsson og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson kynntu á blaðamanna- fundi á fimmtudag. Út- tektin er núna komin fram og helstu tíðindin að þar kemur ekkert nýtt fram. Hins vegar hafa pólitískir fulltrúar meirihlutans ákveðið að brydda upp á þeirri nýjung að sleppa hluta af föstum tekjum borg- arinnar, alls 8,4 millj- örðum, þegar rætt er um tekjur og gjöld. Leiðtogarnir tveir kynntu alvöruþrungnir á svip þau „tíðindi“ að tekjur dugi ekki fyrir gjöldum, en þá eru bara ekki allar tekjur taldar með. Reykjavík hefur lögbundna tekjustofna s.s. útsvar, fasteignaskatta, ábyrgðartekjur frá Landsvirkjun og Orkuveitunni og arð frá fyrirtækjunum. Allt í einu teljast bara sumar tekjur vera tekjur borgarinnar en aðrar ekki. Á tímabilinu 2002 – 2006 eru þetta 8,4 milljarðar. Hér er um að ræða við- varandi tekjur sem alltaf eru teknar með í tekjum borgarinnar líkt og aðrar viðvarandi tekjur af eignum, t.d. af lóðaleigu. Að velja það að taka bara sumar tekjur með en aðr- ar ekki er útúrsnúningur. Villandi samanburður Í framsetningu Björns Inga og Vilhjálms vekur það einnig athygli að allur samanburður fjárhagsáætl- ana er byggður á 3 ára áætlunum. Þriggja ára áætlanir eru stefnu- markandi áætlanir í eðli sínu – þær eru ekki fjárhagsáætlanir hvers árs, Aðalatriði er að bera saman fjár- hagsáætlun hvers árs og útkomu - þegar það er skoðað hjá Reykjavík- urborg eru frávikin innan skekkju- marka. Fjárhagsáætlun er sett og hún stendur – ólíkt hjá ríkinu þar sem menn keyra fram úr fjárlögum aftur og aftur. Þar er framúrskeyrslan slík að ríkisendurskoðun gerir ítrekað at- hugasemdir. Til að skýra betur hve vill- andi samanburður þetta er skal hér tekið dæmi af 3 ára áætl- un sem gerð er 2004 fyrir árin 2005 – 2007. Á árinu 2004 var t.d. ekki séð fyrir að kjara- samningar við lægst launaða hópinn hjá borginni myndi kosta um 2 milljarða sem kæmu til á árunum 2005 – 2007. Þess vegna ef borin er saman út- koma 2005 og 3 ára áætlun kemur auðvitað skekkja. Ef skoðuð er hins vegar fjárhagsáætlun 2005 og út- komu eru kjarasamningar komnir inn og áætlanir standast. Sterk staða borgarinnar Það dylst engum hversu sterkt Reykjavík stendur. Okkur bjóðast bestu kjör á lánamarkaði, erum með 40% eiginfjárhlutfall sem telst afar gott, hvort sem er á markaði eða hjá opinberum aðila og Reykjavík- urborg hefur verið hrósað á síðustu árum fyrir hversu vel fjárhagsáætl- anir standa. Þegar menn hins vegar leika sér með forsendur og villa um með hálfsannleik er hægt að láta hvítt virðast vera svart. Þannig búa Björn Ingi og Vilhjálmur sér til sín- ar eigin forsendur þegar þeir nefna t.d. breytingu á peningalegri stöðu án þess að líta á eignamyndunina sem er mjög óeðlilegt. Það er í raun hægt að taka flest allt í þessari framsetningu og hrekja það, það bíður betri tíma og þá geta menn lagt hið raunverulega rétta mat á að borgin stendur firna sterk fjárhags- lega. Um fjárlög borgarinnar Steinunn Valdís Óskarsdóttir fjallar um fjárlög borgarinnar »Hins vegar hafa póli-tískir fulltrúar meirihlutans ákveðið að brydda upp á þeirri nýj- ung að sleppa hluta af föstum tekjum borg- arinnar, alls 8,4 millj- örðum, þegar rætt er um tekjur og gjöld. Steinunn Valdís Óskarsdóttir Höfundur er fyrrverand i borgarstjóri. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.