Morgunblaðið - 08.10.2006, Page 71

Morgunblaðið - 08.10.2006, Page 71
Fréttir á SMS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 71 menning Ert þú með sveppi í tánöglum? Óskað er eftir sjálfboðaliðum á aldrinum 18-65 ára til þátttöku í klínískri rannsókn á albaconazole við naglasveppasýkingu. Rannsóknin hefur fengið leyfi Vísindasiðanefndar, Persónuverndar og Lyfjastofnunar. Rannsóknin verður framkvæmd á Húðlæknastöðinni, Smáratorgi 1, Kópavogi, og aðalrannsakandi er Bárður Sigurgeirsson, sérfræðingur í húðlækningum. Megintilgangur rannsóknarinnar er að athuga öryggi og lyfjahvörf albaconazole lyfjasamsetningar. Mismunandi skammtar af lyfinu verða bornir saman við lyfleysu. Um 72 einstaklingar með naglasvepp munu taka þátt í rannsókninni, en hún tekur yfir 52 vikna tímabil og gert er ráð fyrir 16 heimsóknum á rannsóknarsetur. Þátttakendur sem ljúka rannsókninni munu fá greiddar 48.000 kr. Áhætta af þátttöku felst í mögulegum aukaverkunum af notkun rannsóknarlyfsins, bæði þekktum og ófyrirséðum. Ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur fái bata af meðferð með rannsóknarlyfinu en niðurstöður rannsóknarinnar geta leitt til framfara í meðferð á naglasvepp. Ef þú hefur áhuga á að fá frekari upplýsingar, vinsamlega hafðu samband bréflega, með því að senda tölvupóst á rannsoknir@hudlaeknastodin.is, eða með því að hringja í hjúkrunarfræðing rannsóknarinnar í síma 520 4413. Tekið skal fram að þeir sem svara auglýsingunni hafa á engan hátt skuldbundið sig til að taka þátt í rannsókninni. Taki þeir þátt, geta þeir dregið sig út úr rannsókninni hvenær sem er, án þess að gefa sérstaka ástæðu fyrir ákvörðun sinni. 4411. STUNDUM er sagt að ef maður vill- ist í skóginum á Íslandi sé nóg að standa upp. Og ef veðrið sé vont þurfi ekki annað en að bíða í fimm- tán mínútur. Bandaríkjamaður sem kom til Íslands til að ræna tveimur börnum af íslenskri móður fyrir rúmum áratug, og var settur í stein- inn fyrir vikið, mun sömuleiðis hafa látið hafa eftir sér að ef maður lenti í fangelsi á Íslandi væri nóg að ganga út. Það gerði hann að minnsta kosti, þótt hann næðist aftur síðar. Mér datt þetta í hug á sýningu kvikmyndarinnar Fjalla-Eyvindar, eða Bjerg-Eyvind och hans husfru, sem sýnd var í Tjarnarbíói á mið- vikudagskvöldið. Þar sat Fjalla- Eyvindur í íslensku fangelsi, og hann þurfti ekki annað en að sveigja rimlana sem vörðu fangelsisglugg- ann, og hann var kominn út í frelsið. Ólíkt barnaræningjanum banda- ríska náðist hann ekki aftur, heldur hélt á endanum upp á fjöll ásamt konu sinni, og átti um hríð ham- ingjuríkt líf. Á sýningu myndarinnar, sem var frá árinu 1917 og var gerð af Victor Sjöström eftir leikriti Jóhanns Sig- urjónssonar, var frumflutt tónlist eftir Benedikt H. Hermannsson og var hún leikin af hljómsveit hans, Benna Hemm Hemm. Tónlistin var einstaklega heillandi, hún var blátt áfram og hæfilega fjölbreytileg og náði prýðilega að undirstrika and- rúmsloftið í þessu meistaraverki kvikmyndasögunnar. Sumt í tónlist- inni var vissulega fyndið og minnti á músík í gömlum vestrum, en húm- orinn fór þó aldrei yfir strikið. Og þar sem átakanlegri hlutar mynd- arinnar voru jafnframt ágætlega út- færðir af hljómsveitinni var heild- arsvipur tónlistar og kvikmyndar sterkur og sannfærandi. Útkoman var ágæt skemmtun þótt enn betra hefði verið að hafa smáræðis eft- irspil í lokin, sem hefði rímað við áberandi forleikinn í upphafi og sett verkið í meira samhengi við nú- tímann. Engu að síður: Bravó Benni! Fjalla-Eyvindur í Villta vestrinu KVIKMYNDIR RIFF 2006: Tjarnarbíó Leikstjórn: Victor Sjöström. Svíþjóð 1917. Tónlist eftir Benedikt H. Her- mannsson og flutt af Benna Hemm Hemm. Fjalla-Eyvindur  Jónas Sen Morgunblaðið/Eggert Bravó Benni! Jónas Sen gefur undirleik Benna Hemm Hemm við Fjalla-Eyvind fjórar stjörnur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.