Morgunblaðið - 08.10.2006, Qupperneq 81

Morgunblaðið - 08.10.2006, Qupperneq 81
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 81 dægradvöl 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. Be3 Rf6 7. Dd2 Bb4 8. Rdb5 Db8 9. f3 a6 10. Rd4 d5 11. a3 Bd6 12. exd5 exd5 13. O-O-O O-O 14. Kb1 Hd8 15. g4 Be5 16. g5 Rh5 17. Df2 g6 18. Rce2 He8 19. Rc3 Hd8 20. Bg2 Rf4 21. h4 Ra5 22. h5 Rxg2 23. Dxg2 Rc4 24. Bc1 Dd6 25. hxg6 hxg6 26. f4 Bg7 27. Hd3 Kf8 28. Hhd1 Be6 29. f5 gxf5 30. g6 Re5 31. Bf4 De7 32. gxf7 Bxf7 33. He3 Dd6 Staðan kom upp í spænsku deildar- keppninni sem fram fór fyrir skömmu. Stórmeistarinn Sergei Movsesjan (2637) hafði hvítt gegn svissneska kollega sínum Yannick Pelletier (2583). 34. Dxg7+! Kxg7 og svartur gafst upp um leið enda verður hann óumflýjanlega miklu liði undir eftir 35. Rxf5+. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Illur ásetningur. Norður ♠KG93 ♥64 ♦DG85 ♣Á103 Vestur Austur ♠5 ♠Ád2 ♥DG103 ♥Á872 ♦107432 ♦9 ♣D86 ♣G9742 Suður ♠108764 ♥K95 ♦ÁK6 ♣K5 Suður spilar 4♠ og fær út hjarta- drottningu. Lítum fyrst til austurs. Hann á þrjá örugga slagi og sér möguleika á þeim fjórða með tígulstungu. En þá þarf vest- ur að eiga innkomu á réttum tíma. Aust- ur gefur því sagnhafa fyrsta slaginn á hjartakóng og hyggst svo skipta yfir í tígul um leið og hann kemst inn á tromp. Ef sambandið er enn opið í hjartalitnum mun stungan skila sér. – Þetta er góð áætlun, sem heppnast ef suður fer strax í trompið, eins og flestir myndu gera. Það þarf tortrygginn mann til að staldra við og hugsa: Hvers vegna dúkkar aust- ur fyrsta slaginn? Hefur hann eitthvað illt í hyggju? Ef sagnhafi býst við hinu versta ætti hann að baktryggja sig með því að spila hjarta um hæl í öðrum slag. Þannig rýfur hann samganginn og kem- ur í veg fyrir stunguna. Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Krossgáta Lárétt | 1 samþykk, 4 uppgerðarveiki, 7 sjúga, 8 suð, 9 eyktamark, 11 eyðimörk, 13 vaxa, 14 kynið, 15 hryggð, 17 fisk- urinn, 20 bókstafur, 22 hnappur, 23 spottum, 24 skilja eftir, 25 með- vindur. Lóðrétt | 1 ætlast á um, 2 ástríki, 3 spilið, 4 bráð- um, 5 tölur, 6 falla í drop- um, 10 mannsnafn, 12 fljót að læra, 13 hávaða, 15 gistihús, 16 hundur, 18 regnýra, 19 góðgæti, 20 hlífa, 21 þrábeiðni. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 frekjudós, 8 álfur, 9 græða, 10 aða, 11 mælir, 13 reist, 15 brons, 18 skart, 21 nýt, 22 renna, 23 artin, 24 gróðafíkn. Lóðrétt: 2 ræfil, 3 kórar, 4 ungar, 5 ókæti, 6 sálm, 7 hatt, 12 inn, 14 eik, 15 bara, 16 ofnar, 17 snauð, 18 starf, 19 aftók, 20 tonn. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 1 Hægrimaðurinn Fredrik Rein-feldt er tekinn við sem forsætis- ráðherra Svía og er yngsti forsætis- ráðherrann í 80 ár. Hvað er hann gamall? 2 Félagar í Karlakórnum Fóst-bræðrum frumfluttu nýtt verk eftir Atla Heimi, Hvað heitir verkið? 3 Hverjir skipa dómnefnd í sjón-varpsþættinum X-faktor? 4 Hvaða íslenskur handknattleiks-maður skoraði 16 mörk fyrir lið sitt í leik í Evrópukeppninni á dög- unum? Spurt er … dagbok@mbl.is Svör við spurningum gærdagsins: 1. Alþjóðleg barátta er hafin gegn botn- vörpuveiðum á úthöfunum. Fræg kvik- myndaleikkona kom fram á blaðamanna- fundi á vegum umhverfissamtaka og ríkja sem leggjast gegn þessum veiðum. Hver er hún? Sigourney Weaver. 2. Hver hreppti verðlaun Tómasar Guðmundssonar í ár? Ingunn Snædal. 3. Þjálfarar í efstu deild í knattspyrnu karla vilja fjölga liðum um tvö í deildinni. Hvað leika mörg lið í efstu deild, Landsbankadeildinni? Tíu. 4. Hvaða leikkona leikur Elísabetu Bretadrottningu í myndinni The Queen? Helen Mirren.    BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Nýlega fórfram upp- boð á gömlum kjólum og bún- ingum úr safni Cher. Hæst var boðið í saman- saumuð klæði úr fiskneti, gervi- demöntum og efnisbútum en þau fóru á 204.000 dollara. Cher lét bjóða upp 700 hluti úr safni sínu og sagði að hún væri undrandi yfir því hvað fólk væri tilbúið til að borga fyrir þá. Upp- boðið stóð yfir í tvo daga og alls seld- ust munir fyrir 3,5 milljónir dollara en hluti af ágóðanum rennur til ým- issa góðgerðarstofnana. Tískugyðjan ogfyrrum Kryddstúlkan Victoria Beck- ham segir að í Japan sé maður sinn, fótboltahetj- an David Beck- ham, tilbeðinn sem guð. Þar sé meira að segja hof með styttu af hon- um og þangað mæti hinir heittrúuðu og tilbiðji goðið. „Ég veit að þetta hljómar fáránlega, en þetta er dag- satt,“ sagði Victoria í viðtali við Har- per’s Bazaar. Vinsældir Davids í Japan hafa vaxið hratt síðan HM í knattspyrnu fór þar fram 2002. Árið eftir, er Beckham-hjónin voru í Japan, fylgdi þeim múgur og margmenni hvar sem þau fóru. Á eynni Awajishima í Vest- ur-Japan hefur verið reist brons- stytta á vellinum þar sem David og enska landsliðið æfðu á HM. En Japan er ekki eina landið í Austur-Asíu þar sem David er tilbeð- inn. Í Búdda-hofi í Taílandi er gull- stytta af honum, sem reist var 1998, og stendur hún við hliðina á styttum af Búdda og Siddhartha Gautama, upphafsmanni búddismans. Frá því að David gekk til liðs við Real Madrid hafa vinsældir spænska liðsins einnig aukist í Austur-Asíu, og félagið hagnast um margar millj- ónir á sölu á treyjum.    Fólk folk@mbl.is Kvikmyndin Deep Throat, semhefur verið sögð vera arðbær- asta klámmynd sögunnar, er á lista yfir 100 kvikmyndir sem sagðar eru hafa markað þáttaskil í kvikmynda- sögunni. Tímaritið Radio Times seg- ir að Deep Throat sé „verst þeirra kvikmynda sem hafa haft víðtæk áhrif“, en tímaritið segir að myndin hafi fært „klámið úr bakherbergjum og inn í bíósalina“, að því er segir á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Kvikmyndin var gerð árið 1972 og hún er fyrsta klámmyndin sem margir sáu í kvikmyndahúsi, en hún halaði inn yfir 600 milljónir dala. Á lista Radio Times er einnig að finna „hefðbundnari“ kvikmyndir á borð við Citizen Kane, Psycho, Pulp Fiction og Shrek. Umfjöllun The Radio Times varð- andi Deep Throat er á þessa leið: „Hún er ómerkileg á glaðværan hátt, kjánaleg á heillandi hátt. Hún var fyrirbæri síns tíma, merki þess að kynlífsbyltingin væri í fullum blóma.“ Myndin var bönnuð í 23 ríkjum Bandaríkjanna og það var ekki fyrr en árið 2000 sem hún var sýnd í óklipptri útgáfu í Bretlandi. Teiknimyndin Shrek og ástar- sagan Brokeback Mountain eru einu kvikmyndirnar frá þessari öld sem komust á listann.    Leikkonan Maggie Gyllenhaal ogunnusti hennar, Peter Sarsga- ard, eignuðust dóttur síðasta þriðju- dag. Dóttirin, sem er þeirra fyrsta barn, hlaut nafnið Ramona. Hún fæddist um tveimur vikum fyrir tím- ann en í tilkynningu frá hinum ný- bökuðu foreldrum kemur fram að öllum heilsist vel. Gyllenhaal og Sarsgaard hafa ver- ið saman í næstum því fjögur ár en þau kynntust við tökur á mynd Ste- vens Sodberghs, In God’s Hands.    Eigandi einka-þotuleigu, Jeffrey Borer, og starfsmaður hans, Arvel Jett Reeves, játuðu að hafa tek- ið Micheal Jackson upp á myndband þar sem hann ferð- aðist í einkaþotu frá fyrirtækinu á milli Las Vegas og Santa Barbara til að vera við réttarhöld vegna barna- níðingsmáls árið 2003. Borer var dæmdur í sex mánaða stofufangelsi og til að greiða bætur upp á 10.000 dollara fyrir þetta atvik, en Reeves þarf að dúsa í fangelsi í átta mánuði. Borer ætlaði að selja þessar upp- tökur til fjölmiðla fyrir háa fjár- upphæð en þær áætlanir fóru út um þúfur því ekkert hljóð heyrðist á myndbandinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.