Morgunblaðið - 08.12.2006, Page 10

Morgunblaðið - 08.12.2006, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI Síðasti þingfundurinn fyrir jól á morgun STEFNT er að því að síðasti þing- fundurinn fyrir jól verði haldinn á morgun, laugardag, samkvæmt sam- komulagi sem náðst hefur milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Sam- komulagið náðist seint í fyrrinótt samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, eftir mikil fundarhöld milli m. a. formanna þingflokka og forseta þingsins. Einnig komu að samkomu- laginu formenn flokkanna. Samkvæmt samkomulaginu verð- ur afgreiðslu frumvarpsins um Rík- isútvarpið ohf. frestað fram yfir ára- mót, eða þar til þing kemur saman að nýju hinn 15. janúar nk. Þinginu verður þar með flýtt um einn dag, en skv. starfsáætlun átti það að koma saman að nýju 16. janúar. Samið var um að klára aðra um- ræðu um Ríkisútvarpið í gær, en því verður vísað til þriðju og síðustu um- ræðu í dag. Í samkomulaginu felst einnig að frumvörp ríkisstjórnarinn- ar um m.a. almannatryggingar, mat- arskatt og kaup ríkisins á eignar- hlutum í Landsvirkjun verði afgreidd fyrir jól. Samkomulag um þinghlé náðist seint í fyrrinótt Morgunblaðið/Kristinn Þinghlé Stefnt er að því að þingfundum verði frestað á morgun fram yfir áramót. Þingnefndir munu þó starfa í millitíðinni. NÁKVÆMUR kostnaður við tvöföld- un Suðurlandsvegar liggur ekki fyrir ef marka má umræður í upphafi þing- fundar á Alþingi í gær. Þar voru nefndar tölur á bilinu 6 til 12 millj- arðar. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra sagði í samtali við Morgun- blaðið í vikunni að áætlað væri að kostnaður við breikkun vegarins milli Rauðavatns og Selfoss væri á bilinu fimm til sjö milljarðar; það færi eftir ýmsu, t.d. hve mörg mislæg gatnamót yrðu. Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokks, benti hins vegar á að vegamálastjóri, Jón Rögnvaldsson, hefði nýlega sagt að kostnaðurinn gæti numið allt að 12 milljörðum. Fyrir ári hefði hann hins vegar talað um 7 til 8 milljarða í bréfi til Sam- bands sunnlenskra sveitarfélaga. Ráðherra svaraði því m.a. til að tvö- földun vegarins væri mjög umfangs- mikil og flókin. Kostnaður gæti leikið á mjög stóru bili, eftir því hvernig staðið yrði að verkinu. „Stóri kostn- aðarþátturinn þarna sem leiðir til þessara breytilegu upphæða liggur í því hvort við förum í hringtorg eða mislæg gatnamót. Það mun vera svo að yfir 70 gatnamót liggja á Suður- landsvegi, ef við tökum hann sem dæmi, austur á Selfoss.“ Fleiri þingmenn blönduðu sér í um- ræðuna. Drífa Hjartardóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokks, sagði m.a. að Vegagerðin ætti að hætta við und- irbúning svonefnds 2 + 1 vegar og byrja að undirbúa tvöföldun vegarins. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði m.a. að ef ákvörðun yrði tekin á Alþingi um að tvöfalda Suðurlandsveg myndi Vega- gerðin vinna samviskusamlega að því. Óvissa um kostnað við tvöföldun SAUTJÁN einstaklingar sóttu um hæli á Íslandi fyrstu sex mánuði þessa árs. Þar af voru fjögur börn undir 16 ára aldri, öll í fylgd foreldra. Þetta kemur fram í skriflegu svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Álfheiðar Ingadóttur, varaþing- manns Vinstri grænna. Einn af þess- um hælisleitendum hefur horfið, að því er fram kemur í svarinu. Í svarinu segir að enginn umsækj- endanna í ár hafi verið talinn flótta- maður í skilningi flóttamannasamn- ings Sameinuðu þjóðanna. Enginn þeirra hafi því fengið hæli hér á landi. Sömu sögu er að segja um um- sækjendur síðustu fimm árin, að því er fram kemur í svarinu. Í svarinu segir að vitað sé um tvo hælisleitendur sem eignast hafi barn hér á landi á undanförnum árum. Annað barnið fæddist í nóvember 2003 og hið síðara í maí á þessu ári. Enginn fengið hæli ÖNNUR umræða um Ríkisútvarpið ohf. fór fram á Alþingi í allan gærdag og stóð langt fram á kvöld. Frum- varpinu verður vísað til þriðju og síð- ustu umræðu í dag og er gert ráð fyrir því að það fari aftur til umfjöll- unar í menntamálanefnd þingsins. Samkomulag náðist um það í fyrri- nótt milli stjórnar og stjórnarand- stöðu að klára aðra umræðu um frumvarpið fyrir jól, en fresta síð- ustu umræðu og þar með afgreiðslu frumvarpsins þar til eftir áramót. Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði í samtali við blaðamann í gær að hún væri sátt við samkomulagið. „Ég er sátt við það að við klárum aðra umræðu, en í henni er alltaf mikill þungi. Síðan byrjum við strax eftir áramót, fyrr heldur en gert var ráð fyrir, til að klára Ríkisútvarpið.“ Vilja vísa frumvarpinu frá Mörður Árnason, Samfylkingu, mælti fyrir minnihlutaáliti mennta- málanefndar, en í því er lagt til að frumvarpinu verði vísað frá og næsta mál verði tekið á dagskrá. Greidd verða atkvæði um þá tillögu í dag, en að henni stendur öll stjórnarand- staðan. Í minnihlutaáliti mennta- málanefndar segir m.a. að með frum- varpinu sé ekki skapaður sá starfsrammi sem Ríkisútvarpinu hæfi og þar með ekki sá starfsfriður sem RÚV sé nauðsynlegur. Sigurður Kári Kristjánsson, for- maður menntamálanefndar, mælti fyrir nefndaráliti meirihlutans, en í því eru lagðar til nokkrar breytingar á frumvarpinu, m.a. að Ríkisútvarp- inu verði óheimilt að selja auglýsing- ar til birtingar á Netinu, eins og greint hefur verið frá í Morgun- blaðinu. Að lokinni framsögu Sigurð- ar Kára innti Össur Skarphéðinsson, Samfylkingu, þingmanninn eftir áliti hans um umsögn Samkeppniseftir- litsins. Stofnunin hefði komist að þeirri niðurstöðu að afgreiðsla frum- varpsins myndi hafa í för með sér samkeppnislega mismunun. Sigurður Kári svaraði því m.a. til að þar sem ríkið tæki þátt í sam- keppni, þar ríkti einhvers konar mis- munun. „Leikurinn verður alltaf ójafn þegar ríkið er þátttakandi.“ Hann ítrekaði ennfremur að ekki væri pólitísk samstaða um það innan þingsins að taka RÚV af auglýsinga- markaði, eins og Samkeppniseftirlit- ið legði m.a. til. Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri grænum, sagði m.a. að sú ákvörðun að gera RÚV að opinberu hlutafélagi jafngilti í hennar huga ákvörðun um einkavæðingu. Dagný Jónsdóttir, Framsóknarflokki, sagði hins vegar að vilji beggja stjórnarflokkanna væri skýr; það stæði ekki til að selja RÚV. Einar Már Sigurðarson, Sam- fylkingu, spurði Dagnýju m.a. út í ummæli Björns Inga Hrafnssonar, borgarfulltrúa Framsóknar, um að meirihluti framsóknarmanna væri á móti hlutafélagavæðingu RÚV. Dagný kvaðst ekki geta svarað fyrir Björn Inga en sagði að á síðasta miðstjórnarfundi hefði einn fundar- manna talað um að álykta gegn RÚV-frumvarpinu. Enginn hefði hins vegar tekið undir það. Þar með gæti grasrótin ekki verið á móti mál- inu. Guðjón Ó. Jónsson, Framsóknar- flokki, sagði síðar í umræðunni að Framsóknarflokkurinn væri búinn að beygja Sjálfstæðisflokkinn af einkavæðingarstefnu RÚV. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, Samfylk- ingu, kom þá upp og sagði þetta merkilega yfirlýsingu. Ræddu um RÚV í allan gærdag Afgreiðslu RÚV-frumvarps frestað Eftir Örnu Schram arna@mbl.is SKRÁNING lögheimilis í húsnæði í frístundabyggð verður óheimil nái frumvarp félagsmálaráðherra þess efnis fram að ganga. Félagsmála- nefnd þingsins hefur fjallað um frumvarpið og leggur til að það verði samþykkt með smávægileg- um breytingum. Tilurð frumvarps- ins er dómur Hæstaréttar Íslands um að sveitarfélaginu Bláskóga- byggð hafi ekki verið heimilt að synja fjölskyldu um skráningu lög- heimilis í sumarhúsi. Í fylgiskjölum frumvarpsins kem- ur fram að í kjölfar dómsins hafi ráðuneytinu borist erindi frá sveit- arfélögum og samtökum þeirra þar sem m.a. var skorað á ráðherra að beita sér fyrir því að lög verði end- urskoðuð með það í huga að komið verði í veg fyrir að hægt sé að skrá lögheimili í skipulagðri frístunda- byggð. Vísað var til þess að ef lögin stæðu óhögguð myndi það kalla á verulega aukna þjónustu og kostn- að fyrir sveitarfélögin. Algert frjálsræði í vali á búsetu innan sveitarfélags gæti ekki aðeins graf- ið undan forræði sveitarfélaga í skipulagsmálum heldur gæti það einnig haft áhrif á rekstrargrund- völl þeirra. Skv. frumvarpinu verð- ur þó ekki útilokað að fá samþykki fyrir lögheimilisskráningu í frí- stundabyggð ef viðkomandi hefur þar fasta búsetu. Morgunblaðið/ÞÖK Skráning lögheimilis í frístundabyggð óheimil

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.