Morgunblaðið - 08.12.2006, Side 36
Banfi Summus 2001 er ansi sérstök blanda
úr þrúgunum Brunello (Sangiovese), Caber-
net Sauvignon og Syrah. Þetta er eitt af vín-
unum sem stundum eru flokkuð sem „Súp-
er“-Toskana vín þar sem að þau eru í
úrvalsdeildinni en falla ekki að ítölsku vínlög-
gjöfinni. Summus 2001 er fínlegt, allt að því
kvenlegt með svörtum kirsu- og sólberjum,
ögn af beisku súkkulaði og eik samofið við
fínleg tannín og nokkra sýru sem
gefur víninu svolítið Bordeaux-lega
uppbyggingu. Þetta vín er fáanlegt í
fríhöfninni í Keflavík og kostar þar
2.990 krónur. 19/20
Banfi Chianti Classico Riserva
2003 stíft, mjög þurrt og klassískt
með áberandi kirsjuberjum, fjólum
og sýru. Hefði gott af 1–2 árum
af þroska til viðbótar eða klukku-
tíma í karöflu fyrir neyslu. 1.290
krónur í Fríhöfninni. 17/20
Falesco Vitiano 2004 er rauð-
vín frá einum þekktasta vín-
framleiðanda Úmbríu. Bjartur,
þykkur, sætur og aðlaðandi
ávöxtur í nefi. Kirsuber í súkku-
laði og rifsberjahlaup. 1.490
krónur. 17/20
Að lokum suður-franskt rauð-
vín frá Fitou sem er svæði innan
héraðsins Languedoc-Rousillon.
Ekkert slor heldur einn besti framleiðandi
svæðisins. Chateau des Erles Fitou 2003 er
dökkt og djúpt á lit og ilmmikið, þarna er
vanilla, plómur og sveskjur með svörtu
súkkulaði. Vel uppbyggt og aðgengilegt, mild
tannín, nokkuð kryddað og þægilegt. Ynd-
islegt núna en mun batna og batna á næstu
árum. Gott með t.d. hreindýri eða rósm-
arínkrydduðu lambakjöti. 3.690 krónur. 19/
20
Byrjum á hvítvíni og rauðvíni frá ein-um af betri vínhúsum Suður-Afríku, Le Bonheur í Stellenbosch.Þetta er ein af gömlu tignarlegu
landareignunum á þessu svæði og fellur und-
ir skilgreininguna Estate sem er nokkurn
veginn sama hugtak og Chateau í Frakk-
landi.
Le Bonheur Chardonnay er skarpt og fók-
userað hvítvín með mikilli og hreinni eik sem
verður þó ekki þung og yfirþyrmandi. Undir
viðnum og í bland við hann ferskur og sætur
ávöxtur, límóna og ananas. Góð sýra heldur
víninu lifandi og léttu. 1.590 krónur. 17/90
Le Bonheur Merlot-Cabernet Sauvignon
er vel gert og athyglisvert rauðvín. Byrjar
með mikilli angan af sólberjum og krækiberj-
um, það er eins og hellt hafi verið Ribena-
safa í glasið. Fljótlega bætist þó meira við,
vanilla og viður, súkkulaði og púðursykur.
Uppbygging öll góð, lengd yfir meðallagi.
1.790 krónur. 18/20
Tökum þá næst tvennu frá Chile, nánar til-
tekið frá Apalta-svæðinu í Colchagua-dalnum.
Þar hefur Lapostolle-fjölskyldan franska
(sem oft er kennd við Grand Marnier) fjár-
fest í glæsilegri víngerð og haft einn þekkt-
asta vínráðgjafa veraldar, Michel Rolland,
sér til halds og trausts.
Casa Lapostolle Sauvignon Blanc 2005 er
kröftugt hvítvín, angan af perum, hvítum
ávöxtum og marsipandeigi, langt og ferskt.
1.490 krónur 17/20
Casa Lapostolle Merlot Cuvée Alexander
Apalta Vineyard 2003 er vín með heitt og
kryddað yfirbragð, þungur allt að því sultu-
kenndur berjailmur með mikilli eik, sætri og
brenndri. Þarna er líka kaffi og píputóbak, í
munni heitt og feitt. 2.490 krónur. 18/20
Að lokum yfir til Evrópu og Ítalíu og þrjú
rauðvín þaðan.
Vín frá þremur heimsálfum
vín
36 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
2300.- 995.- 2500.-
2900.-
1900.-
1500.-
2300.-
1800.-
1800.-
1800.-
995.-
Klapparstíg 44
Sími 562 3614
SÆNSKAR JÓLAVÖRUR
Laugavegi 40
Sími 561 1690
Pottþétt jólagjöf
opið virka daga 11-18, laug. 11-18
og sunnud. 11-17
RALPH LAUREN
Laugavegi 51, sími 552 2201
Kjólar
Töskur
Hárskraut
j l
Skólavörðustíg 7, Rvík, sími 551 5814
Mesta hanskaúrval landsins
Til jólagjafa
Hanskar frá kr. 2.200
Einnig mikið úrval af
• Töskum
• Seðlaveskjum
• Skjalatöskum
• Ferðatöskum
LANGUR LAUGARDAGUR Í MIÐBORGINNI
HJÁLMAR fækka ekki höfuðáverkum meðal
hjólafólks. Þetta er niðurstaða ástralskrar
rannsóknar sem styðst við reynslu af hjálm-
notkun í ólíkum löndum.
Áströlsku vísindamennirnir komast að
þeirri niðurstöðu að hjólreiðamenn taki frek-
ar áhættu séu þeir með hjálm sem fjölgar
slysum, að því er Jyllandsposten greinir frá.
Áður hefur gagn reiðhjólahjálma verið mælt
með því að bera saman höfuðáverka hjól-
reiðamanna eftir því hvort þeir hafa verið
með hjálm eða ekki. Þessar rannsóknir hafa
sýnt að þeir sem nota hjálm fái færri áverka.
Hins vegar hafa rannsóknirnar ekki tekið til-
lit til þess hvort þeir hegði sér eins við hjól-
reiðarnar með og án hjálms.
Fleira hefur þarna neikvæð áhrif. Til dæm-
is virðast ökumenn taka síður tillit til hjól-
reiðamanna sem eru með hjálm. Þá eru þeir
til sem beinlínis hætta að hjóla þegar skylda
er að nota hjálm, líkt og í Ástralíu.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Slys Áverkum fækkar ekki með hjálmum.
Hjálmar fækka
ekki slysum
heilsa