Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is TIL AÐ aðgreina betur fjármögnun sjúkrahúsa og starfsemi sjálfstætt starfandi augnlækna hefur heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytið ákveðið að frá og með sl. ára- mótum eigi allur undirbúningur og eftirskoðanir vegna augasteins- og glákuaðgerða að fara fram á því sjúkrahúsi sem framkvæmir að- gerðirnar. Héðan í frá verður óheimilt að senda Tryggingastofnun ríkisins reikninga vegna þessara verka og þau tekin út af gjaldskrá sjálfstætt starfandi augnlækna. Þetta kemur fram í bréfi sem Jón Sæmundur Sigurjónsson, formaður samninganefndar ráðuneytisins, hefur sent Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi (LSH), Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri (FSA) og St. Jósefsspítala fyrir hönd ráð- herra. Bréfið markar tímamót Magnús Pétursson, forstjóri LSH, segir bréfið marka nokkur tímamót. Ákvörðunin falli vel að þeirri stefnu sjúkrahússins að auka göngu- og dagdeildarstarfsemi að vissu marki. Skoðun stjórnenda spítalans sé að lækningar séu stöð- ugt að færast meira í dag- og göngudeildarform og að því hafi verðið unnið á LSH. Hvað augn- lækningar varði sé það í þágu sjúk- linga að samfella í þjónustu sé ávallt sem best. Til þess að spítalinn geti orðið við þessari kröfu þurfi að huga að aðstöðu inni á sjúkrahúsinu, bæði mannafla og húsnæði. Hingað til hafi skoðanir sem um ræðir verið framkvæmdar á stofum sjálfstætt starfandi augnlækna utan spítalans. Í bréfi ráðuneytisins kemur fram að ákvörðunin hafi verið tekin að lokinni yfirferð yfir starfsemi sjálf- stætt starfandi augnlækna. Sú vinna hafi leitt í ljós að undirbúningur fyr- ir aðgerðir á sjúkrahúsum, aðallega í tengslum við augasteins- og gláku- aðgerðir, hafi færst í auknum mæli yfir á samning sjálfstætt starfandi augnlækna ásamt skoðunum eftir slíkar aðgerðir. Þá segir í bréfinu að mikilvægt sé að þau sjúkrahús sem sinnt hafa biðlistaaðgerðum grípi til þeirra að- gerða „sem nauðsynlegar eru til að þau geti annast alla þjónustu tengda biðlistaaðgerðum á [þessu ári], þ.e. að tekið verði tillit til kostnaðar vegna forskoðana og eftirfylgni.“ „Á augndeild Landspítalans skap- ar þetta talsverð vandamál sem við erum að reyna að leysa úr. Þessi ákvörðun kom með skömmum fyr- irvara [14. desember 2006] þannig að við höfðum ekki marga vinnu- daga til þess að undirbúa og laga okkur að þessu,“ segir Einar Stef- ánsson, prófessor í augnlækningum við Háskóla Íslands og yfirlæknir augnlækningadeildar LSH. Einar starfar einnig á Augnlækningastofu Reykjavíkur. „Þetta þýðir verulega fjölgun á skoðunum [á LSH] sem hafa sumar hverjar verið gerðar á stofum augnlækna úti í bæ. Þær þurfa þá að flytjast inn á göngudeild spítalans og þar skapast flöskuháls. Við óttumst að þetta muni leiða til þess að þessum aðgerðum muni fækka.“ Ekkert fjármagn fylgi ákvörðuninni. „Við reynum að bæta úr þessu af bestu getu með því að skipuleggja hlutina eins vel og við kunnum. En málið er að bæði hús- næði og mannskapur var nokkuð fullnýttur fyrir, þannig að svona mikil aukning sem þetta er og svona skyndilega, hún veldur truflunum, það er óhjákvæmilegt.“ Einar segir ákvörðunina auk þess setja sjálfstætt starfandi augn- lækna, sem sinnt hafa þessum rann- sóknum, í klemmu. Svar við kröfum augnlækna „Það er eðlilegt að viðeigandi rannsóknarstarfsemi sé fyrst og fremst þar sem aðgerðirnar eru framkvæmdar og sé þannig sam- hangandi hluti af dæminu,“ segir Jón Sæmundur Sigurjónsson, for- maður samninganefndar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Hann segir augnlækna hafa leitað til ráðu- neytisins í sumar þar sem stefnt hafi í að þeir færu verulega fram úr þeim fjárheimildum sem samningur þeirra við ráðuneytið kveður á um. „Þegar sjúkrahúsin, sem fram- kvæma aðgerðirnar, senda rann- sóknir sem þeim tengjast út á mark- aðinn, er verið að ganga á þann kvóta augnlækna sem þeir hafa samið um að nota til að sinna sínum sjúklingum.“ Ráðherra hafi brugðist við kvört- unum augnlækna og látið fara fram talningu á fjölda rannsókna vegna augnaðgerða á sjúkrahúsum, en þær reyndust vera sem svaraði 102 þúsund einingum sem hver kostar á 220 kr. eða rúmlega 22,4 milljónir króna. Niðurstaða ráðherra var sú að bæta augnlæknum upp þá skerð- ingu sem þessi þjónusta hefði ann- ars valdið. Jón Sæmundur segir að þetta ástand geti í einhverjum mæli átt við um fleiri sérgreinar. Hins vegar sé því svo farið í mörgum tilfellum, t.d. varðandi bæklunaraðgerðir, að þær eru að stórum hluta gerðar ut- an sjúkrahúsa. „Ef sérgrein lækna sér ekki ástæðu til að grípa til að- gerða til verndar samningi sínum, þá sér ráðuneytið það heldur ekki að öðru jöfnu,“ svarar Jón Sæmund- ur spurður um hvort ráðuneytið muni skoða fleiri sérgreinar með til- liti til þessa. Rannsóknir vegna augnað- gerða verði gerðar á LSH Morgunblaðið/Kristinn Augljóst Ákvörðun ráðherra að færa allar rannsóknir vegna augnaðgerða LSH inn á sjúkrahúsið þýða að líklega þarf að bæta við mannafla og aðstöðu en sjálfstætt starfandi læknar hafa sinnt mörgum þessara rannsókna. Í HNOTSKURN»Árið 2005 voru 1.512augnaðgerðir gerðar á dagdeild LSH í augnlækn- ingum. »Á tímabilinu janúar tilnóvember á síðasta ári voru aðgerðirnar þegar orðn- ar fleiri eða 1.560. »Augasteins- og gláku-aðgerðir eru einnig fram- kvæmdar á FSA og á St. Jós- efsspítala í Hafnarfirði. STEFÁN Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segir við- ræður í gangi milli lögreglunnar, dómsmálaráðu- neytis og borg- aryfirvalda um fjölgun eftir- litsmyndavéla lögreglunnar í borginni. „Stefna lög- reglunnar er skýr, við telj- um mikilvægt að fjölga myndavélum,“ segir Stefán. Um átta löggæsluvélar eru í mið- borginni en ekki hefur verið ákveð- ið hversu margar vélar þyrftu að bætast við. „Það er ljóst að við þurfum að ná yfir stærri hluta mið- bæjarins og jafnframt höfum við velt því fyrir okkur hvort eigi að setja upp vélar annars staðar á höf- uðborgarsvæðinu,“ segir Stefán. Aðspurður segir hann Garðastræt- ismálið eitt þeirra ófáu sakamála þar sem eftirlitsmyndavélar hafa nýst mjög vel. Nefnir hann nauðg- unarmál sem upplýstist á síðasta ári með aðstoð öryggismyndavéla á bensínstöð í Breiðholti sem lögregla fékk aðgang að í þágu rannsókn- arinnar. Garðastrætismálið er nú að fullu upplýst hjá LRH og er yfir- heyrslum yfir öllum málsaðilum lokið. Játningar liggja fyrir og lík- legt er að sakamálið fari í ákæru- meðferð og saksókn hjá ákærudeild LRH. Mikilvægt að fjölga löggæslu- vélunum Stefán Eiríksson Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÁBERANDI fá sakamál komu til kasta ríkissak- sóknara árið 2005 miðað við árin á undan. Þetta kemur fram í ársskýrslu embættisins fyrir árið 2005. Fjöldi mála 2005 var 380 en málin voru 532 árið á undan og 405 árið 2003. Árið 2002 var fjöldi mála 533. Þótt sakamál ársins 2005 séu langtum færri en árin á undan er ákæruhlutfallið á hinn bóginn það hæsta sem sést hefur frá 2001. Þannig var ákært í 67% málanna 380 árið 2005 en hlutfall áranna á undan var frá 57% til 63%. Einnig er áberandi fyrir árin 2004 og 2005 í hversu fáum málum er fallið frá saksókn miðað við árin á undan. Þannig var fallið frá saksókn í 1% til- vika árið 2005 og 0,6% árið 2004. Árin á undan hafði þetta hlutfall verið nokkuð hærra eða frá 1,8% til 3,6%. Svipaða þróun má sjá hjá embættinu þegar töl- ur um niðurfelld mál eru skoðaðar. Þá kemur í ljós að tæp 32% mála voru felld niður árið 2005 en þetta hlutfall var um og yfir 40% á árunum á und- an, að undanskildu 2002 þegar hlutfallið var tæp 33%. Svipaða þróun má sjá hjá embætti ríkislög- reglustjóra með því að málum sem tekin voru til rannsóknar fækkaði árið 2005 en hins vegar er hlutfall niðurfelldra mála svipað og árin á undan, eða í kringum 16%. Þess má geta að sakamál er fellt niður þegar ákærandi telur að það sem komið hefur fram við rannsókn sé ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis. Hægt er að falla frá saksókn samkvæmt heimild í lögum þótt ákærandi telji það sem komið hefur fram við saksókn líklegt til sakfellis. Ákært í minna en helmingi kynferðisbrotamála Varðandi kynferðisbrot sem komu til kasta rík- issaksóknara árið 2005 má segja að rétt tæplega annað hvert mál leiði til ákæru á hendur sakborn- ingi. Þannig var alls 121 kynferðisbrotamál tekið fyrir 2005 og ákært í 54 þeirra. Fallið var frá sak- sókn í tveimur málum. Ef tekin eru eingöngu þau kynferðisbrotamál sem varða við 194. til 198. grein hegningarlaga, þ.e. nauðgunarmál, kemur í ljós að 52 slík mál bár- ust ríkissaksóknara. Í skýrslunni er tekið fram að „eins og áður er hlutfall niðurfelldra mála í þess- um málaflokki hátt og voru 32 mál felld niður, á grundvelli 112. gr. laga um meðferð opinberra mála,“ segir í skýrslunni. Fíkniefnamál voru áberandi mörg hjá embættinu árið 2005, eða 12 talsins en voru á bilinu 4 til 9 á ár- unum 2002 til 2004. Í málunum 12 var ákært í þeim öllum og sakfellt í öllum tilvikum í héraðsdómi. Segja má að sprenging verði í þeim málaflokki sem fjallar um manndráp á árinu 2005 því á árinu bárust 9 slík mál og var ákært í þeim öllum. Fjöldi þessara mála hafði verið 2 til 5 árin á undan. Afdrif málanna 9 fyrir dómstólum urðu þau að héraðsdómur sýknaði í flestum þeirra eða 6 og sakfelldi í 3 málum. Tveim málum var áfrýjað til Hæstaréttar sem sakfelldi í tveim þeirra. Fá sakamál komu til kasta ríkissaksóknara árið 2005 ♦♦♦ HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur dæmt 25 ára karlmann til átta mánaða fangelsisvistar fyrir umferðarlagabrot og gripdeild. Hann var að auki sviptur ökuleyfi ævilangt og gert að greiða 126 þúsund krónur í sakarkostnað. Ákærði gerði sig m.a. sekan um aka bifreið undir áhrifum áfengis í júlí sl. þar til hann velti henni. Í stað þess að hringja eftir hjálp ýtti ákærði ásamt farþegum bifreiðinni aftur á hjólin og hélt akstri áfram. Samkvæmt sakarvottorði hefur akstur mannsins ítrekað verið stöðvaður vegna ölvunar auk þess sem hann var dæmdur í febrúar sl. m.a. fyrir að aka 14 sinnum án ökuréttinda. Hann hefur að auki ítrekað rofið skilorð sem honum hefur verið gert að sæta og því um hegningarauka að ræða. Héraðsdómarinn Ástríður Grímsdóttir kvað upp dóminn. Gunnar Örn Jónsson fulltrúi flutti málið af hálfu ákæruvaldsins og Sigurður Sigurjónsson hrl. varði manninn. Ók ítrekað ölvaður FIMMTÁN ára stúlka, sem lögreglan í Neskaupstað spurð- ist fyrir um seint á föstudags- kvöld, kom í leitirnar á Akur- eyri í fyrrinótt. Að sögn lögreglunnar á Ak- ureyri var stúlkan heil á húfi og amaði ekkert að henni. Kom fram á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.