Morgunblaðið - 07.01.2007, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 07.01.2007, Qupperneq 13
villtir og eru leiðsögninni fegnir.“ Kristján Valur er sammála þessu. „Stundum hefur fólk engan ráðgjafa nema sorgina og þegar hún er dýpst er sorgin ekki góður ráðgjafi.“ Vinir og vandamenn leita oft til presta og spyrja hvað þeir geti gert til að hjálpa aðstandendum hins látna. „Ég segi þessu fólki alltaf að mesta hjálpin sé fólgin í nálægðinni. Hættið ekki að þekkja syrgjendur eins og um holdsveikt fólk sé að ræða,“ segir Pálmi. „Ef fólk vill styrkja aðstandendur fjárhagslega hef ég bent því á að hlaupa t.d. undir bagga með erfidrykkjuna. Ég finn æ oftar fyrir því að vinahópar vilji leggja sitt af mörkum, sérstaklega unga fólkið sem er yfirleitt um- hyggjusamt og vill gefa af sér.“ Bálförum fer fjölgandi Jarðarfarir eru enn algengastar á Íslandi en bálförum hefur fjölgað MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 13 Fyrirhugað er að leggja fyrir Al- þingi frumvarp til laga um breyt- ingar á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu. Séra Krist- ján Valur Ingólfsson, sem átti sæti í nefndinni sem vann tillögurnar, segir að verksvið nefndarinnar hafi aukist á starfstímanum og endur- skoðun laganna orðið víðtækari en ráð var fyrir gert í upphafi. Hann vonast til að frumvarpið verði lagt fyrir þingið á þessu vormisseri. Þessar voru helstu breyting- artillögur sem nefndin gerði:  Nefndin setur hvarvetna inn orð- ið „kirkjugarðsstjórn“ þar sem gildandi lög tala um fleiri aðila í samræmi við gildandi reglur.  Lagt er til að heiti laganna verði breytt og orðinu „grafreiti“ bætt þar inn.  Lagt er til að flytja skuli lík í lík- hús eftir að læknir er búinn að úr- skurða mann látinn og að tilgreina skuli hámarks dagafjölda sem megi vera frá andláti að útför.  Lagt er til að óheimilt sé að greftra lík eða brenna nema það sé í kistu og hjúpað líkklæðum eða öðr- um klæðnaði. Kristján Valur bendir á að Kirkjuþing hafi lagt til að gefin yrði undanþága ef um sérstaka trúarhópa væri að ræða sem hefðu þann sið að grafa án kistu.  Bætt er við sérstökum kafla um flutning kistu eða duftkers milli landshluta eða milli landa og lagt til að ráðuneytið setji leiðbeinandi reglur um flutninginn.  Í nýjum kirkjugörðum er skylt að gera ráð fyrir óvígðum reit og sér- stökum reitum fyrir önnur trúar- brögð en kristin.  Sérstakur kafli er um kirkju- garða og grafreiti og friðhelgi þeirra. Þar kemur fram að heimilt sé að afmarka sérstaka reiti fyrir mismunandi trúarbrögð og einnig óvígðan reit ef hlutaðeigandi kirkjustjórn samþykkir. Auk þessa er bætt við ákvæði um sérstakan minningarreit við kirkju vegna horfinna, látinna og drukknaðra er skuli njóta sömu friðhelgi og leg- staður.  Sérstakur kafli er um útför og þá sem koma að útförum og þjónustu við látna og aðstandendur þeirra. Kristján Valur segir að prestar í kirkjunni ættu ekki að koma að út- förum þar sem ekki sé óskað eftir kirkjulegum yfirsöng heldur að leyfa hinum látnu að halda sínum sið.  Lagt er til að heimild verði veitt til að taka gjald í líkhúsi til að tryggja eftirlit.  Lagt er til að heimilt verði að grafa kistu ungbarns í leiði.  Lagt er til að heimilt verði að gera þjónustusamning við Kirkju- garðasamband Íslands. Í þeirri grein er einnig vakin athygli á því að reglugerð um kirkjugarðasjóð hefur aldrei verið sett og nauðsyn- legt sé að bæta úr því.  Niðurstaða nefndarinnar varð- andi siðareglur fyrir útfararstofur var sú að tefla fram alþjóðlegum reglum sem væru rammi að sér- stökum siðareglum sem stéttin sjálf setti sér. NÝTT FRUMVARP Í BURÐARLIÐNUM  Launasjóður fræðiritahöfunda Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, www.rannis.is Auglýsing um starfslaun Launasjóður fræðiritahöfunda auglýsir eftir umsóknum um starfslaun úr sjóðnum sem veitt verða frá 1. júní 2007. Rétt til að sækja úr Launasjóði fræðiritahöfunda hafa höfund- ar alþýðlegra fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku. Meginhlutverk Launasjóðs fræðiritahöfunda er að auðvelda samningu bóka, og verka í stafrænu formi, til eflingar íslenskri menningu. Starfslaun eru veitt til hálfs árs, eins árs, til tveggja ára eða þriggja. Þeir sem hljóta starfslaun úr sjóðnum skulu ekki gegna föstu starfi meðan á starfslaunatímanum stendur. Starfslaun miðast við núgildandi kjarasamning félags háskólakennara. Umsóknarfrestur er 23. febrúar nk. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á Rannsóknamiðstöð Íslands, Rannís, að Laugavegi 13, sími 515-5800, eða á heimasíðu Rannís - www.rannis.is. Umsóknir sendist til: Launasjóður fræðiritahöfunda Rannís Laugavegi 13 101 Reykjavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.