Morgunblaðið - 07.01.2007, Side 29

Morgunblaðið - 07.01.2007, Side 29
tónlist MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 29 Orgelið sem er af Sauer-gerð, var smíðað í Frank-furt am Oder, eftir for-skrift Páls Ísólfssonar, en hann var organisti við Fríkirkjuna frá 1926 til 1939, en þá varð hann organisti við Dómkirkjuna í Reykjavík eftir lát Sigfúsar Ein- arssonar,“ segir Haukur Guð- laugsson, fyrrum söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, en hann hefur oft leikið á þetta orgel, þekkir það vel eins og margir fleiri mætir org- elleikarar á Íslandi og víðar. Orgelið í Fríkirkjunni í Reykja- vík mun ekki bara vera merkilegt sakir aldurs heldur ekki síður vegna þess að það er að mestu óbreytt og eitt fárra hljóðfæra sem svo háttar til um í heiminum Það hefur líka mikið sögulegt gildi en með rökum má halda því fram að fá, ef nokkurt hljóðfæri á Íslandi, hafi haft meiri áhrif á framvindu tónlistarmála hér á landi, því það festi Pál Ísólfsson endanlega hér heima en hann hafði forystu um allt er laut að tónlist hér á landi frá því hann kom heim úr námi 1921 og næstu 40 árin þar á eftir. Rómantískt hljóðfæri „Í tíð Pavel Smith var orgelið stækkað um nokkrar raddir,“ segir Haukur Guðlaugsson enn fremur. „Það voru einnig settar á það raf- stýringar. Í þessu orgeli eru svip- aðar raddir og í orgelinu í Tóm- asarkirkjunni í Leipzig í Þýskalandi en þetta er þó mun minna. Í ráðum við raddavalið mun tvímælalaust hafa verið hafður með kennari Páls, Karl Straube. Hljóð- færið er eins og kallað er; róm- antískt.“ Þess má geta að Ortulv Plummer, fyrrverandi organisti við Háteigs- kirkju, nú búsettur í Austurríki, skrifaði fyrir um 15 árum grein um orgelið í Morgunblaðið þar sem hann vakti athygli á því hvers kon- ar verðmæti væri um að ræða og að vernda bæri orgelið. Þess bera að geta að Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri í um- hverfisráðuneytinu, á töluvert af upplýsingum í fórum sínum um orgelið sem faðir hans, Sigurður Ís- ólfsson, tók saman en hann var org- anisti við Fríkirkjuna frá 1939 til 1983 og aðstoðarorganisti Páls bróður síns nokkur ár á undan. Morgunblaðið/Ómar Falleg Fríkirkjan í Reykjavík er falleg kirkja og virðuleg. Merkilegt orgel Fríkirkjunnar í Reykjavík Ljósmynd/Loftur Guðmundsson/Þjms 80 ára Orgelið í Fríkirkjunni varð 80 ára í nóvember sl. Frumkvöðull Páll Ísólfsson Orgelleikari Hauk- ur Guðlaugsson Orgelið í Fríkirkjunni í Reykjavík varð 80 ára í nóvember síðastliðinn. Guðrún Guðlaugsdóttir kynnti sér sögu þess. gudrung@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.