Morgunblaðið - 07.01.2007, Page 33

Morgunblaðið - 07.01.2007, Page 33
á ári. Og hefur gengið vel? „Já, svona stundum.“ Hún fylgist með stórmótum á skautum og uppáhaldskautadrottn- ingar hennar erlendar eru Michelle Kwan og Sasha Cohen. Til gamans og fyrir meistara Frakkinn Guillaume Kermen leið- beindi stelpunum á ísnum en hann kom hingað til lands í fyrra ásamt hinni sænsku Jennifer Molin til að þjálfa. Þau hafa bæði mikla reynslu af þjálfun og keppni og hafa skautað saman í parakeppni. „Við vildum vinna saman og duttum niður á þetta,“ segir hann. „Skautaíþróttin er í þróun á Ís- landi sem er mjög gott,“ segir Guil- laume, sem vildi þó að þróunin væri enn hraðari. „Þar sem íþróttin er svo ný hérlendis tekur það tíma fyr- ir hana að ná virkilega háum hæð- um. En við vonum öll að það líði ekki á löngu þar til við höfum ís- lenskan keppanda á Evrópu- og heimsmeistaramóti. Það er mark- miðið.“ Norðurlandamót í skautaíþróttum verður haldið hér árið 2008 og segir Guillaume það gott fyrir íþróttina. „Mótið á eftir að vekja meiri athygli á henni. Vandamálið hér er að íþróttin er ekki nógu áberandi. Það er alltaf handbolti í sjónvarpinu eða fótbolti. Íþróttir á borð við fimleika og skauta eru mjög góðar fyrir börn. Skautar koma fólki í almennt mjög gott form. Maður notar ekki bara fótleggina eða handleggina og íþróttin er líka mjög góð fyrir sam- hæfingu. Maður þarf að geta hreyft fæturna og á meðan gert eitthvað annað með höndunum. Þetta er líka mjög góð jafnvægisæfing.“ Strákarnir eru fáir en þó byrja margir hokkíleikmenn í listhlaupi á skautum og Guillaume telur að þeir standi sterkari að vígi fyrir vikið. Um LSR segir hann. „Hérna er- um við með allan skalann, við höfum fólk sem vill virkilega verða meist- arar og aðra sem vilja bara hafa gaman af þessu og við reynum að sinna báðum hópum.“ Hann bendir á opna tíma í Skautahöllinni fyrir byrjendur á hverju fimmtudagskvöldi milli klukkan 22 og 23 á meðan æfinga- tímabilið stendur yfir. Þar gefist gott tækifæri til að prófa sig áfram. Margir fullorðnir mæta skuldbind- ingarlaust í þessa opnu tíma. „Það er hægt að læra heilmikið á klukku- tíma með þjálfurum og fólk getur þá verið mun öruggara með sig næst þegar það fer á Tjörnina eða ann- að.“ Þeir sem hafa áhuga á að fá sér nýtt áhugamál á nýju ári eða end- urnýja gömul kynni við ísinn geta brugðið sér í Skautahöllina í Laug- ardal eða í Egilshöll eða á annað svell í nágrenni sínu. Athygli Stelpurnar fylgdust vel með franska þjálfaranum Guillaume Ker- men sem leiðbeindi þeim á ísnum. Dugleg Hólmfríður Karen Karlsdóttir, 10 ára nemi í 5. bekk Selásskóla, er búin að æfa listhlaup á skautum í tvö og hálft ár. Tjörnin Fall er fararheill. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Melavöllurinn Fjöldi manns á skautum á Melavellinum árið 1976. » Þar sem íþróttin er svo ný hér- lendis tekur það tíma fyrir hana að ná virkilega háum hæðum. En við von- um öll að það líði ekki á löngu þar til við höfum íslenskan keppanda á Evrópu- og heimsmeist- aramóti. Það er markmiðið. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 33 www.skautasamband.is www.skautafelag.is www.skautahollin.is www.egilsholl.is ingarun@mbl.is föstudaginn 12. janúar kl. 8.15 - 10.30 á Grand Hótel Reykjavík Dagskrá: Nýlegar breytingar og úrskurðir Áslaug Gunnlaugsdóttir, verkefnisstjóri á skatta- og lögfræðisviði Deloitte Afdráttarskattar Andri Gunnarsson, sérfræðingur á skatta- og lögfræðisviði Deloitte Fundarstjóri: Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands Skráning á www.deloitte.is eða á netfanginu skraning@deloitte.is og í síma 580 3000. Fundarsalur: Gullteigur, Grand Hótel Reykjavík. Léttur morgunverður, verð kr. 2.500. Setning: Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Deloitte Samkeppnishæfni skattkerfisins - viðvarandi viðfangsefni Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Skoðun á skattamálum félaga Davíð Guðmundsson, forstöðumaður á skatta- og lögfræðisviði Deloitte P I P A R • S ÍA • 7 0 0 3 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.