Morgunblaðið - 07.01.2007, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 07.01.2007, Qupperneq 33
á ári. Og hefur gengið vel? „Já, svona stundum.“ Hún fylgist með stórmótum á skautum og uppáhaldskautadrottn- ingar hennar erlendar eru Michelle Kwan og Sasha Cohen. Til gamans og fyrir meistara Frakkinn Guillaume Kermen leið- beindi stelpunum á ísnum en hann kom hingað til lands í fyrra ásamt hinni sænsku Jennifer Molin til að þjálfa. Þau hafa bæði mikla reynslu af þjálfun og keppni og hafa skautað saman í parakeppni. „Við vildum vinna saman og duttum niður á þetta,“ segir hann. „Skautaíþróttin er í þróun á Ís- landi sem er mjög gott,“ segir Guil- laume, sem vildi þó að þróunin væri enn hraðari. „Þar sem íþróttin er svo ný hérlendis tekur það tíma fyr- ir hana að ná virkilega háum hæð- um. En við vonum öll að það líði ekki á löngu þar til við höfum ís- lenskan keppanda á Evrópu- og heimsmeistaramóti. Það er mark- miðið.“ Norðurlandamót í skautaíþróttum verður haldið hér árið 2008 og segir Guillaume það gott fyrir íþróttina. „Mótið á eftir að vekja meiri athygli á henni. Vandamálið hér er að íþróttin er ekki nógu áberandi. Það er alltaf handbolti í sjónvarpinu eða fótbolti. Íþróttir á borð við fimleika og skauta eru mjög góðar fyrir börn. Skautar koma fólki í almennt mjög gott form. Maður notar ekki bara fótleggina eða handleggina og íþróttin er líka mjög góð fyrir sam- hæfingu. Maður þarf að geta hreyft fæturna og á meðan gert eitthvað annað með höndunum. Þetta er líka mjög góð jafnvægisæfing.“ Strákarnir eru fáir en þó byrja margir hokkíleikmenn í listhlaupi á skautum og Guillaume telur að þeir standi sterkari að vígi fyrir vikið. Um LSR segir hann. „Hérna er- um við með allan skalann, við höfum fólk sem vill virkilega verða meist- arar og aðra sem vilja bara hafa gaman af þessu og við reynum að sinna báðum hópum.“ Hann bendir á opna tíma í Skautahöllinni fyrir byrjendur á hverju fimmtudagskvöldi milli klukkan 22 og 23 á meðan æfinga- tímabilið stendur yfir. Þar gefist gott tækifæri til að prófa sig áfram. Margir fullorðnir mæta skuldbind- ingarlaust í þessa opnu tíma. „Það er hægt að læra heilmikið á klukku- tíma með þjálfurum og fólk getur þá verið mun öruggara með sig næst þegar það fer á Tjörnina eða ann- að.“ Þeir sem hafa áhuga á að fá sér nýtt áhugamál á nýju ári eða end- urnýja gömul kynni við ísinn geta brugðið sér í Skautahöllina í Laug- ardal eða í Egilshöll eða á annað svell í nágrenni sínu. Athygli Stelpurnar fylgdust vel með franska þjálfaranum Guillaume Ker- men sem leiðbeindi þeim á ísnum. Dugleg Hólmfríður Karen Karlsdóttir, 10 ára nemi í 5. bekk Selásskóla, er búin að æfa listhlaup á skautum í tvö og hálft ár. Tjörnin Fall er fararheill. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Melavöllurinn Fjöldi manns á skautum á Melavellinum árið 1976. » Þar sem íþróttin er svo ný hér- lendis tekur það tíma fyrir hana að ná virkilega háum hæðum. En við von- um öll að það líði ekki á löngu þar til við höfum íslenskan keppanda á Evrópu- og heimsmeist- aramóti. Það er markmiðið. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 33 www.skautasamband.is www.skautafelag.is www.skautahollin.is www.egilsholl.is ingarun@mbl.is föstudaginn 12. janúar kl. 8.15 - 10.30 á Grand Hótel Reykjavík Dagskrá: Nýlegar breytingar og úrskurðir Áslaug Gunnlaugsdóttir, verkefnisstjóri á skatta- og lögfræðisviði Deloitte Afdráttarskattar Andri Gunnarsson, sérfræðingur á skatta- og lögfræðisviði Deloitte Fundarstjóri: Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands Skráning á www.deloitte.is eða á netfanginu skraning@deloitte.is og í síma 580 3000. Fundarsalur: Gullteigur, Grand Hótel Reykjavík. Léttur morgunverður, verð kr. 2.500. Setning: Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Deloitte Samkeppnishæfni skattkerfisins - viðvarandi viðfangsefni Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Skoðun á skattamálum félaga Davíð Guðmundsson, forstöðumaður á skatta- og lögfræðisviði Deloitte P I P A R • S ÍA • 7 0 0 3 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.