Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.01.2007, Blaðsíða 35
Orður ganga reyndar ekki í arf – því þarf að breyta! En skáldið Steingrímur Thor- steinsson kom eftirfarandi vísdómi í orð hér á árum áður: Orður og titlar, úrelt þing – eins og dæmin sanna – notast oft sem uppfylling í eyður verðleikanna. Í lögum um fálkaorðuna segir m.a.: „Stórmeistari (forseti) getur, að ráði orðunefndar, svipt hvern þann, sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana.“ Hefur virkilega aldrei komið til þess þrátt fyrir ærin tilefni? Einstaka menn hafa síðan hafnað viðtöku orðunnar og er málarinn Jó- hannes S. Kjarval einn þeirra. Mér finnst nú að hann hefði getað látið svo lítið að taka við orðunni þegar Reykjavíkurborg var búin að taka við ævistarfi hans að gjöf. Var orðan ekki kvittun fyrir meintri gjöf Kjarvals til handa Reykjavík- urborg? Brottför bandaríska hersins og hinu nýfengna sjálfstæði landsins ber að fagna þó að við eigum eftir að hirða upp eftir Kanann sorpið um ókomna tíð. Rétt fyrir áramót bar síðan hæst í erlendum fréttum opinbera aftöku Saddams Husseins. Ég minntist þess að dóttir mín eldri varð afar aum um árið er Saddam fannst í holu nokkurri og grátbað mig um að skjóta skjólshúsi yfir gamla mann- inn. Síendursýnd lúsaleit og tann- skoðun á Saddam fengu tárin til að brjótast fram úr augunum á barninu. Ég gat ekki orðið við þeirri bón hennar að hýsa karlinn um árið og varð að hryggja hana með því nú að hægt væri að fylgjast með aftöku hans í sjónvarpinu. Það gladdi mig að það skyldi vekja hjá henni furðu og óhug að opinberar aftökur tíðk- uðust og væri jafnvel sjónvarpað um víða veröld. Á nýársdag horfði ég síðan á ára- mótaskaupið á Netinu. Það fór um það eins og þegar ég fór í leikhúsferð með foreldrum mínum til Helsinki sem barn og horfði á finnskar leik- sýningar kvöld eftir kvöld. Ég botn- aði hvorki upp né niður í neinu sem þar fór fram ekki frekar en í skaup- inu. Stökk ekki bros enda kannski fátt sem vakti kátínu á árinu sem var að líða. íslensk hönnun | stólinn MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 35 PÉTUR B. Lúthersson, hús- gagnaarkitekt, hefur hannað stóla í tugavís allar götur síðan hann út- skrifaðist úr lista- og hönn- unarskóla í Kaupmannahöfn 1964. „Stundum finnst mér ég varla gera annað en að hanna stóla,“ segir hann í gríni. Að vísu ekki alls kostar rétt eins og kemur í ljós þegar vefurinn hans, pbldesign- .com, er skoðaður. Þar gefur að líta fjölbreytt úrval húsgagna að ógleymdum lömpum og ljósakrón- um sem hann hefur hannað í ár- anna rás. Nýju stólarnir úr smiðju Péturs nefnast einu nafni Funi og fást í þremur hæðum og mörgum og fjörlegum litum. Sóló húsgögn framleiða Funa og selja í sam- nefndri verslun og einnig eru stól- arnir seldir í Design Center í Knightsbridge í London. Pétur segir stólana ætlaða jafnt í sam- komusali og stofnanir sem á heim- ili. „Þeir eru nettir, meðfærilegir og staflanlegir auk þess sem hægt er að fá sérstaka vagna fyrir þá þegar þeir eru ekki í notkun eða til flutninga. Stólarnir eru mjög þægilegir og til að auka enn frek- ar við þægindin er ráð að setja í þá lausar sessur sem fást úr kross- viðarplötum, fóðruðum með svampi og með fallegu áklæði,“ upplýsir hann og tekur fram að plastskelin, sem er stærsti partur stólsins, eigi rætur að rekja til Þýskalands og sé 40 ára gömul hönnun. „Skeljarnar hafa verið til sölu út um allan heim, en fram til þessa aðeins boðist með mattri áferð, sem er þeim ókostum búin að soga í sig óhreinindi, og í brúnum og gráum lit. Ég sá þær hins vegar fyrir mér með glansáferð og í sterkum litum eða hálfgagnsæjar og þá líka í sterkum litum og gat samið við framleiðandann um að útvega mér þær þannig.“ Stólgrindina hannaði Pétur úr krómuðum stálpípum með plast- töppum fyrir teppi eða með filt- töppum fyrir parket- og flísagólf. Þar sem grindin er framleidd í mismunandi hæð, 45 cm, 60 cm og 90 cm, getur Funi sómt sér jafn vel sem venjulegur stóll, eldhús- stóll eða barstóll. Fjör- legur Funi Frönskunámskeið hefjast 15. janúar Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Taltímar og einkatímar. Viðskiptafranska og lagafranska. Námskeið fyrir börn. Kennum í fyrirtækjum. Tryggvagata 8, 101 Reykjavík, fax 562 3820. Veffang: www.af.is Netfang: alliance@af.is Innritun í síma 552 3870 8.-13. janúar  Margrgét Scheving félagsráðgjafi og sálgæsluþjónn Ráðgjöf, stuðningur, meðferð og fræðsla. Fyrir einstaklinga, hjón, fjölskyldur og hópa. • Ég vinn út frá heildarsýn á líf einstaklingsins. • Samtalsmeðferð, einstaklings og lausnamiðuð nálgun. • Hugræn atferlismeðferð. • Fyrir þau sem vilja öðlast meiri lífsgæði. • Sem hafa orðið fyrir ofbeldi, líkamlegu, tilfinn- ingalegu, kynferðis, trúarlegu • Þau sem eru að kljást við fíknir, og aðstandendur þeirra. • Fyrir þau sem þjást af depurð og kvíða. • Eru yfir kjörþyngd eða eiga við átröskun að stríða • Þau sem eru að feta sig eftir tólf sporunum. Upplýsingar og tímapantanir í síma 699-5709. margretscheving@simnet.is Geymið auglýsinguna Hef opnað stofu að Suðurlandsbraut 6, 2. hæð th. ISARPAC SÁLGÆSLUÞJÓNN, frá International Schoolof Abuse (sexual) Related Pastoral Counseling, 1999. Isarpac.dk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.