Morgunblaðið - 07.01.2007, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 07.01.2007, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 37 mikið um innihald þeirrar þjónustu sem bæði aldr- aðir og öryrkjar eiga heimtingu á að fá. Þegar starfsmaður ritstjórnar Morgunblaðsins heimsótti nokkur dvalarheimili fyrir aldraða fyrir ári kom það sjónarmið aftur og aftur fram í við- tölum við starfsfólk að bygging slíkra stórhýsa, þar sem öldruðu fólki er safnað saman, væri tíma- skekkja. Í stað þess að leggja milljarða í fjárfest- ingar í slíkum byggingum ætti að leggja áherzlu á að gamla fólkið gæti búið á heimilum sínum en fengi þjónustu þar á staðnum. Í stað þess að byggja stórhýsin, sem kostar milljarða að byggja og halda við, ætti að byggja upp öfluga heimaþjón- ustu. Þegar þetta er sagt sýnist það skynsamlegt. En umræður á opinberum vettvangi um slíka grund- vallarstefnubreytingu í málefnum aldraðra hafa ekki verið miklar. Það er hins vegar ástæða til að þær fari fram. Því hér væri um grundvallarstefnu- breytingu að ræða. Hver er afstaða stjórnmálaflokkanna til slíkrar stefnubreytingar? Hver er afstaða samtaka aldr- aðra til þessara mála? Þetta er eitt af þeim málum sem eiga að vera í brennidepli umræðna í kosn- ingabaráttunni í vor og bæði þingmenn og ráð- herrar verða að vera tilbúnir að taka þátt í þeim umræðum. Það hefur líka verið lögð áherzla á að byggja yf- ir öryrkja og vafalaust hefur þorri þeirra þak yfir höfuðið þótt það sé svartur blettur á samfélagi okkar að á undanförnum árum hafa borizt fréttir um að allt að 100 geðfatlaðir einstaklingar séu á götunni. Árni Magnússon, þáverandi félagsmála- ráðherra, lagði hins vegar með myndarlegum hætti drög að því að úr yrði bætt. En hvað um innihaldið í lífi þessa fatlaða fólks? Getur verið að verulegur hluti þess húsnæðis sem fatlað fólk býr í sé fyrst og fremst geymslu- staðir sem er illa við haldið og þar sem viðunandi þjónusta er ekki til staðar? Umræður um málefni öryrkja eru oft sérkenni- legar. Það er of mikið sagt að talað sé niður til þeirra í opinberum umræðum en spurningarnar eru háværar um hvers vegna svo margir öryrkjar séu á Íslandi. Hvers vegna eru svona margir of- beldisfullir unglingar á Íslandi? Hvað er það í samfélagsgerð okkar sem veldur því að svo margir einstaklingar eiga við geðfötlun að stríða? Er ekki meiri ástæða til að spyrja þessarar spurningar? Hver er rót vandans? Hin mjúku mál Þ au málefni sem hér hafa verið rædd eru stundum flokkuð í hópi svo- nefndra „mjúkra“ mála. En það er ekkert mjúkt við þau þegar teppinu er lyft upp og kíkt undir það. Þá blasir við veruleiki sem þorri þjóð- arinnar vill sennilega ekki horfast í augu við eða heldur að ekki sé til. Partur af þessum vandamálum er einfaldlega fátækt. Sumt af því fólki sem þarf á reglulegri þjónustu í heilbrigðiskerfinu að halda er einfald- lega fátækt á nútímamælikvarða okkar Íslend- inga. Hið sama á við vissa hópa meðal aldraðra og öryrkja. Og við getum ekki verið þekkt fyrir þá fá- tækt á sama tíma og við veltumst um í ríkidæmi. Mjúku málin eiga að verða eitt helzta umræðu- efni frambjóðenda í kosningabaráttunni. Hún þjónar tilgangi ef hún getur orðið til þess að at- hyglin beinist að þessum málaflokkum og að um- ræðurnar leiði fram skynsamlega stefnumörkun sem almenn samstaða getur orðið um. Það kann vel að vera að stjórnmálamennirnir eigi erfitt með að breyta um takt og tón og taka upp umræður um þessi mál og önnur slík. En þeir verða að gera það. Hinir ofbeldisfullu unglingar sem skilja ekki hvað þeir eru að gera þegar þeir ráðast á annað fólk og ganga þannig að því að það sem gerist á nokkrum mínútum verður aldrei aftur tekið, hvorki hjá fórnarlambi né árásarmanni, eru aug- ljóst merki um sjúkt þjóðfélag. Hið sama má segja um ómerkilega umræðuhætti landsmanna og ekki sízt fjölmiðla sem virðast telja að mannasiðir eigi ekki við þegar hið ritaða orð kemur til sögunnar. Falinn veruleiki í lífi margra aldraðra og ör- yrkja er líka til marks um sjúkt þjóðfélag. Sam- félag sem vill ekki horfast í augu við sjálft sig. Samfélag sem þorir ekki og vill ekki tala um hin raunverulegu vandamál í kringum okkur. Þetta er samfélag í sálarkreppu ekkert síður en ungling- arnir sem vikið var að í upphafi. »Ein af ástæðunum fyrir þessum breyttu áherzlum er auð-vitað sú að okkur hefur tekizt svo vel að byggja upp hinar efnahagslegu undirstöður þjóðfélags okkar en kannski höfum við gleymt að líta í kringum okkur í þeirri velgengni. Ríkidæmi okkar skiptir hins vegar engu máli þegar horft er til ástandsins á götum Reykjavíkur. rbréf Morgunblaðið/G. Rúnar Skemmtileg birta við gamla kirkjugarðinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.