Morgunblaðið - 07.01.2007, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 07.01.2007, Qupperneq 42
FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Grjótás - Garðabæ. Glæsilegt parhús á útsýnisstað. Stórglæsilegt 200 fm parhús á fallegum útsýnisstað með 29 fm innb. jeppabíl- skúr. Eignin er innréttuð á vandaðan og smekklegan hátt og skiptist m.a. í stórt opið rými sem í eru eldhús með eyju og vönduðum innréttingum frá Alno og stofa/borðstofa með útgangi á lóð til suðurs. Arinstofa er innaf borðstofu, þrjú rúmgóð herbergi auk fataherbergis og tvö glæsileg baðherbergi. Stórar svalir eru til suðvesturs með útsýni til sjávar og að Snæfellsjökli. Hiti er í stórum hluta gólfa hússins sem og aukin lofthæð á báðum hæðum hússins. Laust til afh. við kaupsamn. Verð 53,5 millj. Ránargata - 3ja herb. með suðursvölum. Mjög falleg um 70 fm 3ja herb. íbúð á 1. hæð og í kjallara. Á hæðinni eru for- stofa/hol, snyrting, samliggjandi bjartar skiptanlegar stofur með útgangi á nýjar svalir til suðurs, fallegt eldhús með uppgerðum innréttingum og 1 svefnherb. og í kjallara eru geymsla og rúmgott nýlega endurnýjað sturtuherbergi. Allt gler nýlegt. Verð 19,7 millj. Háaleitisbraut Glæsilegt 289 fm einbýlishús á tveimur hæðum með innb. bílskúr. Eignin skipt- ist m.a. í samliggjandi stofur með arni, stórt eldhús með ljósum viðarinnrétting- um, 5-6 herbergi auk fataherbergis, 2 flísalögð baðherbergi, gesta w.c. auk um 20 fm nýlegs skála sem byggður var við húsið. Rúmgóðar suðursvalir út af stof- um. Falleg ræktuð og skjólgóð lóð með nýlegri verönd og nýlega hellulagðri innkeyrslu með hita í. Einnig hiti í tröppum upp að húsi. Verð 76,9 millj. Hrísmóar - Garðabæ. Glæsileg íbúð á efstu hæð með frábæru útsýni. Glæsileg 186 fm íbúð á efstu hæð í litlu fjöleignarhúsi með 37 fm innb. bílskúr. Íbúðin skiptist m.a. í eldhús og borðstofu í einu stóru rými, rúmgóðar stofur með allt að 4,5 metra lofthæð, 2-3 herb. og stórt flísalagt baðherb. með miklum innréttingum. Á efri hæð íbúðarinnar er 32,6 fm rými og er í dag nýtt sem sjón- varpsstofa, en auðvelt að breyta í herbergi. Flísalagður sólskáli út af stofum og þaðan útg. á svalir til suðausturs. Fallegar innréttingar í eldhúsi. Frábært útsýni er út á Arnarnesvoginn, að Jökli og víðar. Hús í góðu ástandi að utan. Verð 37,9 millj. Eden - Hveragerði Um er að ræða fyrirtæki sem hefur fest sig í sessi sem leiðandi fyrirtæki á sínu sviði þ.e. þjónustu- og afþreyingarmið- stöð fyrir ferðamenn, sem byggir starf- semi sína á því hvað hægt er að gera með íslenskum jarðhita í ræktun á plöntum auk verslunar- og veitinga- sölu. Miklir möguleikar eru í að þróa starfsemina frekar og tengja hana í ríkari mæli við Hveragerði sem er vaxandi bær fyrir heilsutengda þjónustu. Fyrir ligg- ur tillaga að deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir 1.500 fm stækkun gróðurhúsa og tengibyggingar aftan við núverandi veitingasal. Einnig er gert ráð fyrir fjögurra hæða hótelbyggingu með fjölda herbergja, auk kj., á austurhluta lóðarinnar. All- ar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. 42 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VERÐTILBOÐ Falleg 2ja herb. 69,2 fm. íbúð á 1 hæð með sérinn- gangi í hjarta borgarinnar. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Lofthæð um 3 metrar. Þvottahús er innan íbúðar. Möguleiki á að hafa gæludýr. Skipti möguleg á annarri eign. Ólafur tekur á móti gestum s. 824 6703 Fr u m Tryggvagata 4-6 - 101 Rvk Opið hús í dag kl. 15:00 - 17:00 FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. Reisulegt og fallegt einbýlishús á þremur hæðum á eftirsóttum stað. Húsið er samtals 253,9 fm, þar af bílskúr 28 fm. Í kjallara er góð íbúð með sérinngangi. Húsinu hefur ver- ið vel viðhaldið, það býður uppá mikla mögu- leika og hefur fallega aðkomu. Þetta er ein- stök eign á rólegum og góðum stað. TUNGUVEGUR - 108 RVK Hafir þú áhuga á nánari upplýsingum eða skoð- un er velkomið að hafa sambandi við Þóru Þrastardóttur sölufulltrúa í síma 822-2225. NÝLEGA birti Finnska vís- indaráðið greiningu á stöðu finnskra vísinda í samanburði við aðrar þjóðir innan OECD. Sá samanburður byggist annars vegar á fjölda greina sem birtar eru í alþjóðlega við- urkenndum vís- indaritum og hins vegar á fjölda tilvitnana í þessar sömu greinar. Hið síðarnefnda er al- mennt viðurkenndur mælikvarði á það hvaða athygli birtar vís- indagreinar hafa vakið meðal annarra vísindamanna eða starfssystkina á sömu fagsviðum um allan heim. Þess- ir tveir kvarðar mæla þannig annars vegar afköst og hins vegar gæði vís- indastarfs og áhrif á þróun vísinda eða fræða. Samanburður varðandi fjölda birtinga eða afköst vísindanna er miðaður annars vegar við höfða- tölu. Samanburður milli landa varð- andi fjölda tilvitnana er mældur með vísitölu þar sem teknar eru allar birt- ingar allra OECD-landanna og reikn- að út meðaltal tilvitnana en staða ein- stakra landa er sýnd sem frávik frá meðaltali OECD-landanna. Sam- anburðurinn er þannig óháður höfða- tölu. Í greiningu Finnska vísindaráðsins eru tölur um Ísland teknar með. Nið- urstöður eru afar athyglisverðar. Í ljós kemur að Íslendingar voru árið 2005 fjórðu í röðinni á heimsvísu að því er varðar fjölda birtra vís- indagreina miðað við höfðatölu en voru í 12. sæti árið 1995. Miðað við fjölda tilvitnana voru þeir í fimmta sæti árið 2005 og í 7. sæti ár- ið 1995. Þau lönd sem eru fyrir ofan okkur í fjölda birtinga árið 2005 eru lönd eins og Sviss, Bandaríkin, Danmörk og Finnland en í tilvitn- unum standa Sviss, Bandaríkin, Danmörk og Holland framar okkur. Þegar miðað er við fjölda tilvitnana á 6 sviðum vísinda er staðan þessi:  Í náttúruvísindum er Ísland 3ja í röðinni með vísitöluna 1,23 á eftir Bandríkjunum og Sviss sem bæði eru með vísitöluna 1,30.  Í læknavísindum er Ísland einn- ig í 3. sæti með vísitöluna 1,29 á eftir Sviss með 1,36 og Band- ríkjunum með 1,30.  Í landbúnaðarvísindum eru Ís- lendingar númer 2 í röðinni með vísitöluna 1,48 á eftir Finnum sem eru með vísitöluna 1,56.  Í verkfræði og tækni eru Ís- lendingar í 23. sæti með vísitöl- una 0,84.  Í félagsvísindum eru Íslend- ingar í 16. sæti með vísitöluna 0,81.  Í hugvísindum eru Íslendingar svo í 4. sæti með vísitöluna 1,33 á eftir Grikkjum með vísitöluna 1,94, Dönum með 1,64 og Hol- lendingum með 1,60. Ekki verður sagt annað en þetta sé góður árangur og greinilegt að vax- andi athygli beinist að Íslendingum á þessu sviði eins og komið hefur fram í mati margra erlendra aðila á sam- keppnistöðu Íslands í alþjóðlegu sam- hengi. Segja má að við uppskerum eins og við sáum því við erum einmitt í 4.–5. sæti meðal OECD þjóða í fjár- framlögum til rannsókna og þróunar sem hlutfall af landsframleiðslu og er það í samræmi við frammistöðuna sem rakin er hér að ofan. Þess má geta að sóknarárangur ís- lenskra vísindamanna í samstarfs- áætlun Evrópusambandsins um rannsóknir og þróun hefur verið langt umfram það sem gerist og gengur og endurspeglar ofangreind styrkleikasvið, þ.e. í læknavísindum, umhverfisvísindum, orkurann- sóknum, matvælafræði og mat- vælatækni. Hugvísindin hafa ekki komið eins mikið fram á völlinn í Evr- ópusamstarfi en eiga greinilega fullt erindi miðað við þann styrk sem þau sýna í ofangreindum samanburði Finnanna. Við greiðum nú 16,5 millj- ónir evra inn í sameiginlegan rann- sóknarsjóð 6. rammaáætlunar ESB samkvæmt EES-samningnum en nú eru allar horfur á því að Íslendingar fá um 25 milljónir evra úr honum í samkeppnisstyrkjum eða um 50% meira en við greiðum í hann. Þetta fæst í harðri alþjóðlegri samkeppni og endurspeglar því að nokkru leyti vísindalega samkeppnisstöðu þjóð- arinnar og staðfestir þannig grein- ingu Finnanna. Nú skal tekið fram að allir svona mælikvarðar orka tvímælis. Hvorki fjöldi vísindagreina né tilvitnanir í þær eru einhlítar. Einnig verður að spyrja hvernig þessi góða vísindalega og þekkingarlega frammistaða verð- ur okkur til framdráttar. Þar ræður ekki síður geta til að hagnýta þennan styrk til nýsköpunar bæði í fram- leiðslu og þjónustu og auka mátt okk- ar til að sækja fram í hnattvæddu samfélagi þjóða. Þá þarf margt fleira að koma til, bæði stuðningur hins op- inbera sem og frumkvæði atvinnulífs- ins og fjármagn úr framsæknu fjár- málakerfi. Það skal einnig tekið fram að þótt tilvitnanatíðni birtra greina í verk- fræði og félagsvísindum sé nokkru lægri en á hinum fjórum sviðunum segir það ekkert um hagnýtt framlag þessara sviða til íslensks samfélags. Gæti skýringin á lægri tíðni tilvitnana verið sú að einmitt í þessum greinum séu menn meira uppteknir af íslensk- um veruleika en alþjóðlegri þróun þessara fræðasviða. En eitt er alveg víst að í þeirri stöðu vísinda og tækni á Íslandi sem birtist í greiningu Finn- anna felast ný tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir sem tvímæla- laust þarf að nýta. Það blasir m.a. við að Háskóli Íslands ætti að geta kynnt sterka frammistöðu sína á sumum þessara sviða og komast á blað í al- þjóðlegum samanburði á gæðum há- skóla eins og stefnt er að. Framúrskarandi staða íslenskra vísinda Vilhjálmur Lúðvíkson skrifar um stöðu íslenskra vísinda í samanburði við aðrar þjóðir innan OECD »… Íslendingar voruárið 2005 fjórðu í röðinni á heimsvísu að því er varðar fjölda birtra vísindagreina miðað við höfðatölu … Vilhjálmur Lúðvíksson Höfundur er skrifstofustjóri vís- indaskrifstofu menntamálaráðuneyt- isins. Fáðu úrslitin send í sím- ann þinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.