Morgunblaðið - 07.01.2007, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 07.01.2007, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 55 AUÐLESIÐ EFNI Saddam Hussein, fyrr-verandi for-seti Íraks, var hengdur í Bagdad 30. desember sl. Sjítar fögnuðu af-tökunni en súnní-arabar for-dæmdu hana. Íraska sjón-varpið sýndi síðar frá því er snara var sett um háls Saddam, og lík hans var einnig sýnt eftir af-tökuna. Skiptar skoðanir eru hjá stjórn-mála- og trúarleið-togum heims um hvort af-takan marki tíma-mót í átt til friðar eða hvetji til enn frekari átaka í Mið-Austurlöndum. Margaret Beckett, utanríkis-ráðherra Bret-lands, sagði að Saddam hefði þurft að svara til saka fyrir hræði-lega glæpi sína gegn írösku þjóðinni en for-dæmdi um leið dauða-refsinguna. Tals-menn Evrópu-sambandsins voru sam-mála henni. Mannréttinda-fulltrúi Sam-einuðu þjóðanna, hefur skorað á stjórn-völd í Írak að taka ekki af lífi 2 gamla samstarfs-menn Saddams. Saddam Hussein tekinn af lífi Reuters Vopnaðir menn mót-mæla af-töku Saddams í Írak. Ban Ki-moon tók við stöðu fram- kvæmda-stjóra Sam-einuðu þjóðanna á þriðju-daginn. Hann sagði við það tæki-færi að ástandið í Darfur væri efst á fram- kvæmda-listanum. Hann sagðist vonast til að finna mætti friðsam-lega lausn á borgara-stríðinu sem hefur staðið þar í næstum 4 ár. Kofi Annan var framkvæmda-stjóri Sam-einuðu þjóðanna í 10 ár á undan Ban. Ban, sem var utanríkis-ráðherra Suður-Kóreu, er ráðinn framkvæmda-stjóri SÞ til 5 ára. Ban Ki-Moon tekinn við Ban Ki-moon Jón Kalman fær viður-kenningu Rit-höfundurinn Jón Kalman Stefánsson hlaut hina ár-legu viður-kenningu Rithöfunda-sjóðs Ríkis-útvarpsins á gamlárs-dag. Viður-kenningunni fylgdi 600.000 króna styrkur. Jón Kalman fékk ís-lensku bókmennta-verðlaunin árið 2006 fyrir skáld-söguna Sumar-ljós og svo kemur nóttin og er nú til-nefndur fyrir sömu bók til Bókmennta-verðlauna Norðurlanda-ráðs 2007 sem verða veitt í byrjun mars. Flug-vél lenti í ó-kyrrð Þrír úr áhöfn hlutu minni háttar meiðsli, er Boeing 757 farþega-þota Icelandair lenti í gríðar-legri ókyrrð þegar hún var hálfnuð á leið sinni til Parísar á þriðju-daginn. Matar-vagnar tókust á loft og og flest laus-legt þeyttist um far-rýmið Far-þegunum var boðin áfalla-hjálp þegar vélin lenti á Charles de Gaulle flug-vellinum í París. Indiana Jones snýr aftur Fjórða myndin um Indiana Jones verður frum-sýnd á næsta ári. Harrison Ford mun leika aðal-hlutverkið sem fyrr, en hann er nú orðin 64 ára. Það hefur ekki verið stað-fest hvort Sean Connery muni leika föður hans. Fyrsta myndin um kappann var frum-sýnd árið 1981. Stutt Reynir Tómas Geirsson, sviðs-stjóri kvenna-sviðs LSH, segir að sala Heilsuverndar-stöðvarinnar við Barónsstíg séu stærstu mis-tök sem gerð hafi verið í heilbrigðis-kerfinu. Ríki og borg seldu einka-aðila Heilsuverndar-stöðina fyrir 980 milljónir króna í lok árs 2005. Hús-næðið hefur síðan verið aug-lýst til sölu. Starf-semin er nú flutt í leigu-húsnæði í Mjódd í Breiðholti. Mið-stöð mæðra-verndar þar á meðal en sökum mann-eklu verður ekki hægt að senda sér-fræðinga um áhættu-meðgöngu til starfa í Mjóddinni. Salan er mis-tök Flugstoðir ohf. og Félag íslenskra flugumferðar-stjóra (FÍF) hafa undir-ritað samkomu-lag og reiknað er með að flugumferðar-stjórar ráði sig nú hjá Flugstoðum ohf. Flugstoðir ohf. er hluta-félag í eigu ríkisins sem tók til starfa 1. janúar. Það sér um flugvalla-rekstur og flugleiðsögu-þjónustu fyrir innanlands-flug og alþjóð-legt flug yfir N-Atlants-hafi. Aðeins 26 af 89 flugumferðar-stjórum réðu sig hjá Flugstoðum því þeir voru óánægðir með kjara-málin, þá sérstak-lega lífeyris-réttindin. Þeir vildu njóta sömu kjara og þeir höfðu hjá Flugmála-stjórn Íslands. Sturla Böðvarsson samgöngu-ráðherra sagðist ánægður með að náðst hefði samkomu-lag milli deilu-aðila. Ólafur Sveinsson, for-maður stjórnar Flug-stoða, sagði að báðir aðilar væru sáttir og að öll starf-semi flug-umferðar yrði nú eðli-leg á ný. Báðir aðilar sáttir Morgunblaðið/ JT Samgöngu-ráðherra með flugumferðar-stjórum. For-seti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi 14 Íslendinga riddara-krossi, heiðurs-merki hinnar íslensku fálka-orðu, á Bessa-stöðum á nýárs-dag. 14 sæmdir riddara-krossi Morgunblaðið/Kristinn For-seti Íslands Ólafur Ragnar ásamt riddarakross-höfunum. Í vikunni var ljóst að Einar Hólmgeirsson, leik-maður Grosswallstadt og landsliðs-maður í handknatt-leik, verður frá keppni í 8–10 vikur. Hann getur því ekki tekið þátt í heimsmeistara-mótinu í handknatt-leik sem hefst í Þýska-landi 19. janúar. Einar fékk þungt högg á þumal-fingur vinstri handar, skot-handarinnar, í kapp-leik á laugardaginn, svo lið-bönd í fingrinum slitnuðu og hann þarf að gangast undir að-gerð. Nú hefur því Einar Örn Jónsson, leikmaður GWD Minden í Þýskalandi, verið kallaður inn í íslenska lands-liðið í handknatt-leik í stað hans. Einar Hólmgeirs- son er meiddur Morgunblaðið/RAX Einar Hólmgeirsson Netfang: auefni@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.