Morgunblaðið - 07.01.2007, Side 61

Morgunblaðið - 07.01.2007, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 2007 61 menning JÓGA – DANS – PILATES www.man.is MANNRÆKT Í MOSÓ GAMANLEIKARINN Will Ferrell virðist ætla að leika sama leikinn og Jim Carrey, en Ferrell hefur smám saman verið að feta sig úr trúðs- hlutverkinu yfir í „alvarlegri“ hlut- verk í kvikmyndavali sínu. Aðahlut- verk Ferrells í Skrýtnara en skáldskapur eða Stranger than Fict- ion er gott dæmi um þetta, en hér er á ferðinni kvikmynd sem á ýmislegt sameiginlegt með The Truman Show, kvikmyndinni þar sem Jim Carrey sannaði breidd sína sem leik- ari. Skrýtnara en skáldskapur teflir fram frumlegu handriti sem snýr veruleikalögmálunum á hvolf, þó svo að ekki sé beinlínis hægt að setja hana í sama gæðaflokk og fyrr- nefnda Truman Show. Í Skrýtnara en skáldskapur segir af einstæð- ingnum Harold Crick (Will Ferrell), sem er starfsmaður hjá skattinum og lifir mjög regluföstu lífi. Dag einn heyrir Harold undarlega rödd af himnum ofan sem lýsir daglegum at- höfnum hans um leið og þær eiga sér stað. Þegar röddin tekur að lýsa því sem á eftir að koma fyrir Harold, fer hann að gruna að hann sé að- alpersónan í sögu, og að röddin á himnum sé rödd sögumannsins. Þegar röddin hins vegar spáir fyrir um sviplegt fráfall Harolds líst hon- um ekki á blikuna og leitar ráða hjá bókmenntafræðiprófessor (Dustin Hoffman) um hvernig færa megi sagnasmíðina til betri vegar. Kostir myndarinnar felast í frum- legu handriti og skemmtilegri sjón- rænni útfærslu á þeim veru- leikasnúningum sem hún gengur út á. Þegar öllu er á botninn hvolft eru þó róttækir möguleikar í handritinu ekki nógu vel nýttir og lausnirnar á þeim vandamálum sem þar koma fram oft of einfeldningslegar. Mynd- in er vel búin leikurum, Will Ferrell túlkar hinn dauðyflislega Harold einkar vel og Maggie Gyllenhaal er mjög góð í hlutverki stúlkunnar sem Harold verður skotinn í. Þá er Dust- in Hoffman góður að vanda, þó svo að persóna hans, sem er hreinlega ekki nógu skemmtilega útfærð, setji honum ákveðnar hömlur. Engu að síður getur myndin talist nokkuð vel heppnuð, einkum framan af, sökum frumlegs efniviðar og skemmtilegra vangaveltna um samband lífsins og skáldskaparins. Alvarlegur „Will Ferrell túlkar hinn dauðyflislega Harold einkar vel.“ Sögu- flétta lífsins KVIKMYNDIR Sambíóin Álfabakka, Kringlunni og Akureyri Leikstjórn: Marc Forster. Aðahlutverk: Will Ferrell, Maggie Gyllenhaal, Emma Thompson, Dustin Hoffman og Queen Latifah. Bandaríkin, 113 mín. Skrýtnara en skáldskapur (Stranger than Fiction)  Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.