Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vikuferð með hálfu fæði frá 69.990 Heimsferðir bjóða frábært tilboð á skíðaferð til Austurríkis. Flogið verður í beinu morgun- flugi til Salzburg. Nú er byrjað að snjóa í Austurríki og frábær aðstaða fyrir skíðamenn t.d. í Zell am See, Flachau eða Lungau. Frábær og fjölbreytt tilboð. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu á skíði til Austurríkis 24. febrúar eða 3.mars frá kr. 29.990 Nú snjóar á fullu í Austurríki Munið Mastercard ferðaávísuninaVerð kr.59.990 "Stökktu tilboð" 24. febrúar Netverð á mann. Innifalið: Flug, skattar og gisting í tvíbýli með morgunverði í 7 nætur, m.v. "stökktu tilboð". Verð kr.64.990 Vikuferð með hálfu fæði 3. mars Netverð á mann. Innifalið: Flug, skattar og gisting á Skihotel Speiereck í Lungau í tvíbýli með hálfu fæði í 7 nætur, 3. mars. Verð kr.29.990 Netverð á mann. Flugsæti með sköttum 3. mars. Ath. takmarkaður fjöldi sæta í boði á þessu fargjaldi. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „LOKSINS,“ sagði Lárus H. Bjarnason, rekt- or Menntaskólans við Hamrahlíð í Reykjavík, þegar nýbygging skólans var vígð í gær. Skól- inn hefur verið án íþróttaaðstöðu frá upphafi en í nýbyggingunni er meðal annars íþrótta- hús með fjórum sölum. Gjörbylting og nýtt líf Mikil gleði ríkti í skólanum við vígsluna í gær. „Þetta er gjörbylting í íþróttakennslu skólans,“ sagði Guðmundur Kristján Jónsson, sem er á þriðja ári. „Hingað til höfum við eig- inlega þurft að stunda allar íþróttir utan- dyra.“ Úlfhildur Þorsteinsdóttir á fyrsta ári tók í sama streng. „Nú getum við gert miklu meira og þurfum ekki að fara annað,“ sagði hún. Logi Ólafsson hefur verið íþróttakennari við skólann í 18 ár. Hann segir að Hilmar Björnsson, fyrsti íþróttakennari MH, hafi meðal annars kennt í íþróttahúsi Kennarahá- skólans og lengi vel hafi skólinn fengið inni í íþróttahúsi Vals, en frá 1994 hafi íþrótta- kennslan farið fram í hátíðasal skólans eða ut- anhúss. Til að bregðast við vandanum hafi verið búnir til ýmsir áfangar eins og til dæmis fjallgönguáfangi, jógaáfangi, sundáfangi og hjólreiðaáfangi. Undanfarin ár hafi nemendur líka fengið að æfa í Laugum gegn vægu gjaldi og eins notið velvilja stjórnenda Hlíðaskóla og meðal annars fengið að fara þar í sturtu. „Við höfum svo sannarlega verið á faraldsfæti,“ segir Helga Gunnarsdóttir, íþróttakennari við MH síðan 1995. Kennararnir segja að með íþróttasölunum hefjist nýtt líf. Helga bendir á að miklu muni að hafa allt til alls á einum stað og Logi segir að þetta sé mikill hægðarauki fyrir nem- endur. Nú geti þeir farið í líkamsrækt innan veggja skólans í stað þess að fara í rútum og strætisvögnum hingað og þangað um bæinn, sem ekki sé boðlegt. „Við höfum alltaf verið upp á aðra komin, troðið okkur inn hingað og þangað, þannig að þetta er geysilega mikill munur fyrir kennara og nemendur,“ segir Logi. „Hér æfum við heilsunnar vegna. Við reynum ekki að búa til afreksfólk í íþróttum heldur höfðum til heilsunnar.“ Auk rektors fluttu Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, menntamálaráðherra, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, ávörp. Nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð fá langþráð íþróttahús Morgunblaðið/RAX Aðstaða Íþróttakennararnir Helga Gunnarsdóttir og Logi Ólafsson eru ánægðir með langþráða íþróttaaðstöðu Menntaskólans við Hamrahlíð. Bylting Guðmundur Kristján Jónsson og Úlfhildur Þorsteinsdóttir fagna breytingunni og segja gjörbyltingu verða í íþróttakennslunni. Morgunblaðið/Kristinn Barátta Olga Lísa Garðarsdóttir, íþróttakennari við MH, var með líkamsræktartíma fyrir nemendur sína á Austurvelli í apríl 1996 til að vekja athygli alþingismanna á aðstöðuleysinu. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÉG er ofboðslega stolt af fyrsta blaðinu. Þetta er eins gott og við þorð- um að vona, því maður veit náttúrlega aldrei hvernig blaðið lítur út fyrr en maður fær það í hendurnar,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, ritstjóri Krónikunnar, en fyrsta tölublað fréttatímaritsins kom úr prentun í gær og kemur út í dag. Eins og fram hefur komið er Krón- ikan gefin út af útgáfufélaginu Fréttir ehf., sem er í eigu Sigríðar Daggar og eiginmanns hennar, Valdimars Birg- issonar. Að sögn Sigríðar Daggar er útgáfan fjármögnuð með lánsfé frá ýmsum fjársterkum aðilum, m.a. Björgólfi Guðmundssyni kaupsýslu- manni. Aðspurð segist Sigríður Dögg hafa fengið afar góð viðbrögð við hinu nýja vikuriti, jafnt frá auglýsendum sem og almenningi. „Það virðist vera mik- ill áhugi fyrir blaði af þessari gerð, þ.e. blaði sem fer aðrar leiðir en hinir fjölmiðlarnir á Íslandi, setur hluti í samhengi og fer dýpra í málin,“ segir Sigríður Dögg og minnir á að stærst- ur hluti blaðamanna á ritstjórn blaðs- ins hafi hver allt að 10–15 ára reynslu í blaðamennsku af öllum helstu fjöl- miðlum landsins. „Ég held að við get- um miðlað mikilli þekkingu um það hvernig eigi að matreiða fréttir á spennandi og aðgengilegan hátt,“ segir Sigríður Dögg og nefnir í því samhengi fréttaskýringu um Baugs- málið, sem er meðal efnis í fyrsta ein- taki Krónikunnar, undir yfirskrift- inni: „Allt sem þú vildir vita um Baugsmálið en þorðir ekki að spyrja!“ Af öðru efni í fyrsta tölublaðinu má nefna viðtal við Hannes Smárason, forstjóra FL Group, umfjöllun um sjóræningjaveiðar í Barentshafi, við- tal við leikarann og leikstjórann Gísla Örn Garðarsson, fréttaskýring um bandaríska öldungadeildarþing- manninn Barack Obama og umfjöllun um læknadramað Grey’s Anatomy. „Þetta er eins gott og við þorðum að vona“ Morgunblaðið/Júlíus Fyrsta tölublaðið Valdimar Birgisson og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Krónikan hefur göngu sína í dag MENNTASKÓLINN við Hamrahlíð var stofn- aður 1966 og þá hófst umræða um byggingu íþróttahúss við skólann. Lárus H. Bjarnason, rektor MH, sagði í ávarpi sínu í gær að tvö helstu baráttumál nemenda hefðu verið bygging íþróttahúss og að bandaríski herinn færi úr landi. Síðan skólinn hefði hafið göngu sína hefðu verið teknar margar táknrænar skóflustungur að íþróttahúsi og farið í marg- ar kröfugöngur en innst inni hefðu allir trúað að um ókomin ár myndu nemendur iðka íþróttir utanhúss undir öruggri vernd hersins á Miðnesheiði. Á 40 ár afmælisári skólans hefðu báðar kröfurnar óvænt horfið. Í íþróttahúsinu eru auk búningsklefa einn aðalsalur, jógasalur, skvasssalur og þreksal- ur með hlaupabrettum, þrekhjólum, stig- vélum og lyftingatækjum. Í viðbyggingunni er bókasafn og auk þess 11 eða 12 kennslu- stofur eftir skilgreiningu, þar af átta sér- hannaðar raungreinastofur. Frábær aðstaða til líkamsræktar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.