Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 28
Það var bók sem vakti meðmér drauminn um að heim-sækja Marokkó. HideousKinky eftir Esther Freud (já barnabarnabarn hins eina sanna Sigmund Freud) en sem barn ferðað- ist hún um landið ásamt systur sinni og hippanum móður sinni – sem var í leit að sjálfri sér. Fyrsta stopp mitt var Marrakesh, stundum nefnd höfuðborg Suður- Marokkó. Litrík, krydduð og sólrík. Marrakesh hefði varla getað verið „marokkóskari“ ólíkt t.d. iðnaðar- borginni Casablanca sem geymir fátt af sínum fornu töfrum. Að mæta ör- þreyttur upp á hótel og uppgötva að fyrir bókunarmistök var „rétti“ gisti- staðurinn í 200 km fjarlægð vakti þó takmarkaða kátínu, sem og hótel- leitin í yfirfullri borg um miðja nótt sem fylgdi í kjölfarið. Eftir það fór Marrakesh hins vegar bara batnandi. Spennandi kokkteill Það er líka auðvelt að láta heillast af þessari 970.000 manna borg þar sem nútíð og fortíð tvinnast saman í marokkó-afrískan kokkteil með frjálslegri umferðamenningu, dæld- uðum bílum og þar sem Fiat Uno virðist með einróma samþykki hafa verið krýndur konungur leigubíl- anna. Slíkt eykur þó aðeins á sjarm- ann sem Marrakesh býr yfir. Hún kann líka að teygja sig yfir töluvert stórt svæði en það er þó að- allega hlutinn innan gamla bæjarins eða medínunnar, svæði sem nær yfir um 10 km radíus, sem heillar ferða- menn og því gott að velja náttstað með það í huga. Að gista í hefð- bundnu marokkósku húsi – riad – innan veggja medínunnar sveipar dvölina óneitanlega vissum ævin- týraljóma, en getur líka reynst dýrt eigi gististaðurinn að mæta vestræn- um stöðlum. Fjölda hótela er enda að finna við útmörk medínunnar. En það er inn í medínuna sem ferðamaðurinn leitar aftur og aftur, með stuttum hléum í nútímalegum Guéliz-bæjarhlutanum, þar sem kaffihús og verslanir í vestrænum anda veita hvíld frá miðaldastemn- ingu og mannþröng. Prúttmarkaður Mannþröngin á götunum í nágrenni Djemaa el-Fna er mikil og auðvelt að týnast. Ljósmynd/Hannes Sverrisson Litríkir félagar Þeir eru óneitanlega skrautlegir á að líta þessir menn og að sjálfsögðu kröfðust þeir greiðslu fyrir myndatökuna. Gosflöskuveiðar Kvöldskemmtan heimamanna á Djemaa el-Fna. Mögnuð Marrakesh Hún er ævintýraleg, sólrík, krydduð og með litskrúðugara og fjölbreytilegra mannlífi en við eigum að venjast hér heima á Fróni. Marokkóska borgin Marra- kesh náði að heilla Önnu Sigríði Einarsdóttur upp úr skónum. ferðalög 28 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Laust blaðberastarf í þínu sveitarfélagi! Sandgerði/Garður Harpa Lind, s. 845 7894 Hveragerði Úlfar, s. 893 4694 Selfoss Sigdór, s. 846 4338 Borgarnes Þorsteinn, s. 898 1474 Akranes Ófeigur, s. 892 4383 Keflavík Elínborg, s. 421 3463, 820 3463 Grindavík Kolbrún, s. 847 9458 Hringdu núna:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.