Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Í GÆR FÓR ÉG OG LÍSA ÚT AÐ BORÐA OG SÍÐAN Á FYRIRLESTUR FYRIRLESTURINN HÉT, „LÍFSHLAUP BANDORMSINS“ ÉG HEFÐI EKKI ÁTT AÐ PANTA MÉR SPAGETTÍ ERTU AFTUR ORÐINN SVANGUR? GOTT AÐ ÞÚ HEFUR METNAÐ TIL AÐ VERÐA LÆKNIR AUÐVITAÐ ER EKKI AUÐVELT AÐ FARA Í ÁTTA ÁRA NÁM... ÁTTA ÁR? HAMINGJAN SANNA! ÉG HELD AÐ ÉG VERÐI FREKAR BARA ATVINNU- MAÐUR Í AMERÍSKUM FÓTBOLTA! KOMA SVO, KASTAÐU BOLTANUM!! SJÁÐU, ÞESSIR KRAKKAR ERU AÐ GEFA DÝRUNUM MAMMA, MÁ ÉG FÁ HNETUR TIL ÞESS AÐ GEFA DÝRUNUM? ÉG ER EKKI MAMMA ÚPS! HVERNIG LÍTUR MAMMA ÞÍN ÚT? ERTU TÝNDUR? FYRIR NEÐAN HNÉ LÍTUR HÚN ALVEG EINS ÚT OG ÞÚ KOMDU KALL! HRISTA ÆI! OSTRUSKELIN ER AÐ SPYRJA MIG HVER SÉ ÞJÓNUSTUAÐILINN MINN HVAÐ Á HÚN EIGINLEGA VIÐ? LÁTUM OKKUR SJÁ... ÞÚ ÞJÓNUSTAR FLÆR, LÝS, KLÁÐAMAURA... ERTU AÐ SEGJA AÐ ÉG SÉ ÞJÓNUSTUAÐILI ?!? LIRVUR, BANDORMA, NJÁLG... ÉG VEIT AÐ ÞAÐ ER EITTHVAÐ AÐ HJÁ LALLA, EN ÞEGAR ÉG SPYR HANN ÞÁ SEGIR HANN AÐ ALLT SÉ Í LAGI AF HVERJU VILL HANN EKKI SEGJA MÉR HVAÐ ER Í GANGI? ÞAÐ ER BARA EIN SKÝRING Á ÞESSU SEM ÉG GET FUNDIÐ... ÞETTA ER ÚT AF MÉR! ÆI ÉG VONA AÐ ÞAÐ SJÁIST EKKI Á BLÓÐPRUFUNNI SEM VAR TEKIN ÚR MÉR AÐ ÉG SÉ KÓNGULÓRAMAÐURINN Á EINKASTOFU DR. SMITHSON... BLÓÐIÐ HANS PARKER ER MJÖG SKRÍTIÐ... ÚPS ÉG HELLTI SVOLITLU AF BLÓÐINU YFIR Í GLASIÐ MEÐ SÝKTA BLÓÐINU Félag viðskiptafræðinga,MBA frá HÍ og MBA-námsbraut Háskóla Ís-lands, standa á morgun, föstudag, fyrir ráðstefnu á Hótel Nordica um samkeppnishæfni ís- lenskra fyrirtækja í alþjóðlegum við- skiptum. Yfirskrift ráðstefnunnar er Roots of competitinevess en ráð- stefnan fer fram á ensku. Rósbjörg Jónsdóttir situr í stjórn félags MBA-nema og er einn skipu- leggjenda ráðstefnunnar: „Á ráð- stefnunni munum við leitast við að svara þeim spurningum er brenna á fólki nú þegar íslensk fyrirtæki eru að sækja fram og hasla sér völl með góðum árangri á alþjóðavettvangi. Hvað ræður mestu um samkeppn- ishæfni íslenskra fyrirtækja, hvaða þættir skipta mestu máli og hvernig má efla samkeppnishæfnina enn frek- ar?“ segir Rósbjörg. „Það er mik- ilvægt fyrir fyrirtæki að gera sér góða grein fyrir þessum þáttum og nýta til hins ýtrasta þau tækifæri sem bjóðast. Reynslan hefur sýnt að þó við búum við lítinn heimamarkað er heimurinn stór og tækifærin víða. Ís- lensk fyrirtæki eru í auknum mæli farin að skoða eigin möguleika í breiðara samhengi, og huga að þeim mörgu samverkandi þáttum sem hafa áhrif á samkeppnishæfni þeirra bæði hér heima og erlendis.“ Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er dr. Christian Ketels frá Institute for Strategy and Competitiveness við Harvard Business School. „Við not- um óhefðbundna nálgun við efnið á ráðstefnunni,“ segir Rósbjörg. „Fyrst taka til máls stjórnendur fjög- urra íslenskra útrásarfyrirtækja og fjalla um samkeppnishæfni á al- þjóðamarkaði út frá eigin reynslu. Það eru Sigurjón Þ. Árnason hjá Landsbanka Íslands, Jónas Tryggva- son hjá Actavis, Hilmar Bragi Janus- son hjá Össuri hf. og Erlendur Hjaltason hjá Exista. Í framhaldinu mun dr. Christian Ketels fjalla um lykilþættina sem skipta máli fyrir samkeppnishæfni íslenskra fyr- irtækja með hliðsjón af fyrirlestrum fulltrúa íslensku fyrirtækjanna.“ Eftir hádegishlé verða haldnar samhliða fjórar vinnustofur þar sem kafað verður enn dýpra ofan í reynslu fyrirtækjanna fjögurra í ljósi fram- lags Ketels: „Viðskiptafræðingar MBA frá Háskóla Íslands munu leiða umræður ásamt fulltrúum fyrirtækj- anna, og verður mjög spennandi að sjá hvernig til tekst, og gaman að varpa ljósi á viðfangsefnið með þessu móti,“ segir Rósbjörg. Ráðstefnan á föstudag hefst kl. 9 og er áætlað að dagskráin vari til 16, en iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti býður upp á léttar veitingar í lok dag- skrár. Ráðstefnustjórar eru dr. Run- ólfur Smári Steinþórsson og Hákon Gunnarsson. Nánari upplýsingar má finna á http://mba.hi.is og www.mba.is. Ráð- stefnan er öllum opin, en skráning fer fram á heimasíðu ráðstefnunnar. Félag viðskiptafræðinga, MBA frá Háskóla Íslands, var stofnað árið 2004. Félagið hefur það meðal annars að markmiði að stuðla að faglegri um- ræðu um íslenskt viðskiptalíf og ýta undir starf félagsmanna í þeim til- gangi. Er ráðstefnan ein af fleiri ár- legum viðburðum sem félagið hyggst halda með miðlun þekkingar og reynslu að leiðarljósi. Viðskipti | Ráðstefnan Roots of Competitive- ness á Hótel Nordica á föstudag kl. 9 til 16 Alþjóðleg sam- keppnishæfni  Rósbjörg Jóns- dóttir fæddist í Reykjavík 1968. Hún lauk stúd- entsprófi frá MR 1988, BA-prófi í þýsku frá HÍ 1993, diplóm- anámi í markaðs- og alþjóða- viðskiptum frá EHÍ 1999 og MBA- námi fá HÍ 2002. Rósbjörg starfaði hjá Ferðamálaráði Íslands 2000– 2004 og var þar verkefnisstjóri Ráðstefnuskrifstofu Íslands. Hún var ráðgjafi hjá Viðhöfn í sam- keppni um byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss 2005. Rósbjörg hefur frá hausti 2005 verið sölu- og mark- aðsstjóri Hótel Holts. Rósbjörg hef- ur setið í stjórn félags MBA-nema frá stofnun árið 2004. Kona dregur barn á snjóþotu í bænum Pechi, um 60 kílómetra austur af Minsk í Hvíta-Rússlandi í gær. Mikill snjór og kuldi hefur verið á þessu svæði að undanförnu. Reuters Kalt í Hvíta-Rússlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.