Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ ER með ólíkindum hvern- ig skrif um sjúkraliðabrúna hafa þróast. Snúið er út úr orðum fólks, fólk rifið niður og mikilvægar upplýsingar rifnar úr samhengi. Greinaskrif í blöðin eru orðin vikuleg og haldið er úti bloggsíðu gegn þessu námsfyr- irkomulagi. Bloggsíðu sem er án ábyrgð- armanna og þar sem að mestu hefur verið skrifað undir nafn- leynd. Enginn veit lengur um hvað málið í raun og veru snýst og ábyrgðinni er varpað á formann félags sjúkraliða með miklum þunga. Ég skrifaði grein í Morg- unblaðið þann 20. desember 2006 þar sem ég fór yfir málið eins hnitmiðað og kostur var. Var sú grein svar við skrifum Guðrúnar Katrínar Jónsdóttur sjúkraliða. Orð mín þar hafa að sjálfsögðu verið tekin úr samhengi og ekki verið skoðuð með hliðsjón af upp- lýsingum. Ég ætla því að fara létt yfir þær athugasemdir sem hafa borist. Guðrún segir í svari sínu í Morgunblaðinu þann 11. janúar sl. „Smáskilning, en ekki fullan, vill Birkir sýna mér á þeim forsendum að það eru ekki nema þrjú ár síð- an ég útskrifaðist, þ.e. um jólin 2003. En mér er spurn; hvenær útskrifaðist Birkir, og hvaða reynslu hafði hann að baki þegar hann hóf sitt nám?“ Þarna er sam- hengi orða minna sundur tætt. Í þessu samhengi var rætt um orð Guðrúnar um að brúarnámið hafi verið illa kynnt og að hún hefði aldrei heyrt á það minnst fyrr en þá. Í kjölfarið fylgdu svo upplýs- ingar um málsmeðferð frá árinu 1999, eða fjórum árum fyrir út- skrift Guðrúnar. Sjálfur útskrif- aðist ég árið 2005 og hafði þá þeg- ar heyrt af vinnu vegna þessa námsfyrirkomulags, enda verið við nám í 3 ár þar á undan, og er maður sem fylgist með. Einnig vildi Guðrún benda mér á fyrri reynslu sína í málefnum sjúkra og að sjálfsögðu virði ég þá reynslu um leið og ég minni hana á að hún er að sjálfsögðu dýrmætust fyrir hana sjálfa. Þann 6. febrúar birtist svo grein eftir Dagbjörtu Stein- dórsdóttur þar sem eftirfarandi fullyrðing var sett fram: „Birki Egilssyni finnst grát- legt hvernig einangr- aður hópur leggist gegn brúarnáminu með illa rökstuddum yfirlýsingum og sé með leynifundi. Í sömu grein veit við- komandi ekki hvort brúin er 60 eða 80 einingar“. Þetta er eins og búast mátti við gjörsamlega óundirbúin full- yrðing. Ég kalla það að sjálfsögðu leynifélag þegar haldið er úti ábyrgðarlausri og nafnlausri bloggumræðu á netinu þar sem m.a. formaður sjúkraliðafélagsins er rifinn niður af félagsmönnum sínum. Þó skal tekið fram að Dag- björt sjálf hefur gert bót þar á í dag. Áfram fullyrðir Dagbjört: „Grátlegt er Birkir, að þú sért ekki búinn að kynna þér nákvæm- lega einingafjölda brúarnámsins áður en þú skrifar um það, en brúarnámið er 60 einingar“. Fag- legur hluti sjúkraliðanámsins er 60 einingar. Það er sá hluti sem lagt er upp með í brautarlýsingu brúarnámsins. Þó aðeins að öllum skilyrðum fyrir inntöku sé full- nægt. Á heimasíðu Fjölbrautaskól- ans við Ármúla stendur eftirfar- andi: „Þeir sem uppfylla eftirtalin skilyrði skulu að lágmarki ljúka eftirfarandi 60 eininga sérgrein- anámi sjúkraliðabrautar“. Ég vil endurtaka, „að lágmarki“, þ.e. hafi umsækjandi ekki uppfyllt öll skil- yrði 100% þarf hann frekari ein- ingafjölda til viðbótar. Inntöku- skilyrðin er hægt að sjá á slóðinni www.fa.is. Þetta hefði verið mjög auðvelt fyrir Dagbjörtu að athuga. Ég undrast mjög hvernig marg- ir þeirra sem eru óánægðir með þetta fyrirkomulag námsins láta höggin dynja á formanni okkar. Ábyrgðin hvílir ekki á herðum hennar einnar. Ábyrgðin liggur hjá stjórn SLFÍ og í raun öllum fulltrúum þess, hún liggur hjá menntamálaráðherra og ekki síst hjá skólunum sjálfum. Það er með ólíkindum hvernig umræðan hefur þróast út í einhvern kosningaslag innan félagsins. Verður það stefnumál mótframboðanna, komi til þeirra, að afnema brúna? Og þá í samráði við hvern? Ég ítreka stuðning minn við sjúkraliðabrúna, og tel hana mjög mikilvægt skref í málefnum fé- lagsins og í menntamálum hér á landi. Ég vona að fólk láti af árás- um á formann félagsins og fari að ræða málin með sættir í huga en ekki sundrungu. Ég vil líka beina þeim tilmælum til skólanna að virða inntökuskilyrðin, og gefa ekki meiri afslátt en lagt er upp með. Ég kalla líka eftir skilgrein- ingu á hugtakinu „umönnun aldr- aðra, sjúkra eða fatlaðra“ en heyrst hefur að einstaklingur (eða einstaklingar) sem starfar við flutning sjúklinga milli deilda hafi verið metinn inn í námið. Ég varpa því ábyrgðarhlutanum til skólanna, en fari þeir eftir því sem lagt er upp með á þetta að virka allt saman sem skyldi og megum við því búast við að fá gott fólk inn í félagið af „Brúnni“. Þar sem virðist vera unnið að því að gera málið að kosningaslag vil ég nota tækifærið og lýsa yfir fullum stuðningi við Kristínu Á. Guðmundsdóttur, formann Sjúkraliðafélags Íslands, og skora á hana að gefa kost á sér til áframhaldandi formannssetu. Kristín hefur leitt félagið með sóma og á stóran hlut í því hvað sjúkraliðar hafa náð langt í sínum kjaramálum síðustu ár. Höldum áfram að gera góða hluti og stöndum saman, því samstaða er afl. Sundurtætt umræða um sjúkraliðabrú Birkir Egilsson skrifar um málefni sjúkraliða og svarar greinum Guðrúnar Katrínar Jónsdóttur og Dagbjartar Steindórsdóttur »Ég kalla það að sjálfsögðu leyni- félag þegar haldið er úti ábyrgðarlausri og nafnlausri bloggum- ræðu á netinu Birkir Egilsson Höfundur er sjúkraliði. HUNDRAÐ ár eru liðin næsta haust, síðan Landgræðslan sem þá hét Sandgræðsla ríkisins sá dags- ins ljós árið 1907. Þá þegar var gróðureyð- ingin á landinu orðin svo gífurleg að mörg býli voru farin í eyði af sandfoki og mörg önnur í hættu. Það var því neyð- arráðstöfun að gera eitthvað í málunum. Ráðinn var sand- græðslustjóri Gunn- laugur Kristmunds- son í hlutastarf. Þetta veit ég því hann var kennari minn við Barnaskóla Hafnarfjarðar í fullu starfi á veturna. Í 40 ár barðist hann við uppblásturinn. Álit almennings á sand- græðslunni var ekki uppörvandi framan af. Þegar hann lét af störfum voru sand- græðslustöðvarnar orðnar 40 talsins og lengd sandgræðslu- girðingar á landinu um 425 km. Að hon- um látnum var sagt að stjórn hans hjá Sandgræðslunni sé lærdómsríkasta dæmi þess hverju óbilandi trúmennska og elja fái áorkað. Nú ætla ég að sýna ykkur hvað þessi eld- hugi, sem elskaði landið og ger- þekkti í gegnum störf sín, segir um siðlausa umgengni okkar við landið. Eftirmaður Gunnlaugs, Run- ólfur Sveinsson, fékk hann til að taka saman það sem vitað væri um sögu gróðurfarsins, breytingar þess og eyðingu hér á landi. Gunnlaugur fór til Danmerkur sumarið 1923 og í niðurlagi grein- ar sem hann skrifar um ferðina segir hann: „Danir eru við- urkenndir búmenn, þeir vinna af viti og hafa fyrir löngu byggt áætlanir og ráðstafanir á þekk- ingu. Landið ber þess líka vott. Ekki verður slíkt sagt um gömlu úthafsdrottninguna, fóstru okkar, ekkert minnir á liðna tímann ann- að en eyðilegging, blásin holt, sandauðnir og moldarflög. Það tal- ar allsstaðar sama ásökunarróm- inum. Ránbúskapur eigingjarnra, þekking- arsnauðra og hirðu- lausra manna, sem landið hafa byggt.“ Þetta er skrifað fyr- ir 80 árum af manni sem best þekkti nöt- urlegt ástand gróð- ureyðingarinnar vegna búskaparhátta okkar. Allir landgræðslu- stjórar okkar síðan hafa lýst áhyggjum sínum af rányrkjunni. Til dæmis sagði Run- ólfur Sveinsson, faðir núverandi land- græðslustjóra, í út- varpserindi 1947: „Ef reka á sauðfjárrækt hér á landi sem rækt- unarbúskap og ekki sem rányrkju og hálf- gerðan hirðingjabú- skap, þá þarf að hafa sauðféð í girðingum og að einhverju leyti á ræktuðu landi. Þetta var sagt fyrir 60 árum. Síðan þá hafa okkar bestu menn varað við skelfi- legum afleiðingum rányrkjunnar á hverf- andi kjarr og gróð- urhulu landsins. Og hvernig bregðast svo landsfeðurnir sem í okkar umboði eiga að gæta velferðar lands og þjóðar við? Grunnvandamálið er aldrei til umræðu af ótta við að missa at- kvæði bænda, ef hróflað væri við miðalda rányrkju búskaparlagi þeirra. Vandanum er bara velt á undan sér og á herðar afkomenda okkar sem stöðugt taka við stærra vandamáli. Sýndarmennska og rangar ákvarðanir hafa þó litið dagsins ljós af og til. Fjáraustur í landgræðslu er ekki til neins án þess að stöðva um leið orsakavald- inn: Rányrkjuna. Fjárframlögum til skógræktar hefur þurft að eyða að stórum hluta í víggirðingar ut- an um hvern gróðurreit vegna lausagöngu búfjár. Í stað þess væri hægt að girða af skepnur í beitarhólfum og losna þannig við allar girðingar. Hvenær losnum við úr þessum álögum? Ég lýsi eftir bjargvætti, stjórnmálamanni eða hugsjónahópi sem þorir að vinna að því að koma þessum málum í mannsæmandi horf. Kjósendur í vor: Ég skora á ykkur að gefa atkvæði ykkar þeim flokki sem lofar að koma hér á ræktunarbúskap svo við verðum ekki öðrum þjóðum til aðhlægis fyrir að láta skepnur éta undan okkur landið og það á 21.öldinni. Hundrað ára strit með lokuð augu Herdís Þorvaldsdóttir fjallar um landgræðslu og rányrkju Herdís Þorvaldsdóttir »Ég skora áykkur að gefa atkvæði ykkar þeim flokki sem lofar að koma hér á ræktunarbú- skap svo við verðum ekki öðrum þjóðum til aðhlægis fyr- ir að láta skepn- ur éta undan okkur landið … Höfundur er leikkona og fyrrverandi formaður náttúrverndar- félagsins Lífs og lands. ÞAÐ hefur líklega ekki farið framhjá mörgum að undanfarnar vikur hafa staðið miklar deilur í Mosfellsbæ varðandi vegalagninu við Varmána í Álafosskvos. Fram hefur komið að Varmáin er á nátt- úruverndarskrá frá upptökum til ósa, ein sárafárra varmáa í landinu. Þar sem hún rennur um Álafoss- kvosina er að finna eina sérstökustu nátt- úruperlu í þéttbýli á höfuðborgarsvæðinu. Þarna er að finna minjar úr iðnaðarsögu Íslendinga og á þessu svæði hefur byggst upp sérstakt og frið- sælt samfélag þar sem íbúarnir hafa veitt byggingunum andlitslyftingu án þess að skerða á nokkurn hátt náttúrulegt yfirbragð kvosarinnar. Ein helstu rök meirihlutans í Mosfellsbæ, vinstri grænna og sjálfstæðismanna, fyrir því að leggja skuli tengibrautina svo ná- lægt Kvosinni eru að vegurinn hafi verið á aðalskipulagi frá árinu 1983. Hvar værum við stödd ef að- alskipulagi væri aldrei breytt? Við- horf almennings til umhverfisins og verðmætis þess hafa gjörbreyst á þeim 23 árum sem lið- in eru frá þeim tíma. Þeir sem ekki skilja það eru fastir í viðjum gamaldags hugarfars sem setur steinsteypu, vegagerð og peninga- sjónarmið í öndvegi og skortir alla nútíma- lega umhverfishugsun og framtíðarsýn. Þau yfirvöld sem þykjast fullkomlega yfir það hafin að hlusta á íbúa milli kosninga eru gamaldags, stjórnlynd yfirvöld. Sem betur fer hefur fjöldi fólks skynjað hvað er að gerast í Ála- fosskvosinni og lagt sitt lóð á vog- arskálarnar. Má þar m.a. nefna tónleika þá sem haldnir verða til styrktar Varmársamtökunum hinn 18. febrúar í Verinu þar sem fjöldi frábærra tónlistarmanna kemur fram og þar fara fremstir meðal jafningja Sigur Rósarliðar. Umhverfismati neitað En gassagangurinn varðandi Álafosskvosina er því miður ekki eina árásin sem Varmáin verður fyrir af hendi VG og sjálfstæð- ismanna. Fyrirhugað er að leggja tengibraut yfir ána niður undir ós- um. Tengibraut sem mun fara mjög nálægt svæði sem er á nátt- úrminjaskrá og friðað skv. lögum. Þessi tengibraut á að liggja yfir í nýtt hverfi í Leirvogstungu, hverfi sem tekið var fram fyrir röðina í deiliskipulagsvinnu á síðasta kjör- tímabili. Reyndar var aðalskipulagi þar breytt, vegna óska landeig- enda, úr landbúnaðarsvæði yfir í íbúðasvæði. Þannig að menn kunna að breyta skipulagi, það er bara spurningin á hvaða forsendum það er gert. Samfylkingin vildi að farið yrði fram af fyllstu gætni við fram- kvæmdir við tengibrautina yfir í Leirvogtungu og lagði til í bæj- arstjórn Mosfellsbæjar í ágúst síð- astliðnum að umrædd framkvæmd yrði sett í umhverfismat. Einungis þannig fengjust bestu fáanlegar upplýsingar til að byggja á vand- aðar og vel ígrundaðar ákvarðanir. Þessa tillögu felldu vinstri græn- ir og sjálfstæðismenn. Það virðist sem VG og sjálfstæð- ismenn líti ekki á Varmána sem eina heild, heldur kjósa að skipta henni upp eftir áætlunum í vega- gerð og skoða þannig aldrei heild- aráhrif framkvæmda við ána, en hætta er á því að samlegðaráhrif vegaframkvæmdanna geti valdið óbætanlegu tjóni. En stóra spurn- ingin er, hvar liggja hreinar línur Vinstri grænna í Kraganum? Þær liggja augljóslega ekki við Varm- ána í Mosfellsbæ. Hvar liggja hreinar línur VG í Mosfellsbæ? Anna Sigríður Guðnadóttir fjallar um vegamál í Mosfellsbæ »En stóra spurninginer, hvar liggja hrein- ar línur Vinstri grænna í Kraganum? Þær liggja augljóslega ekki við Varmána í Mos- fellsbæ. Anna Sigríður Guðnadóttir Höfundur er formaður Samfylking- arinnar í Mosfellsbæ. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.