Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 21 SUÐURNES Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is NÝR ferðamannavegur milli Staf- ness og Hafna, svonefndur Ósa- botnavegur, hefur verið akfær um tíma þótt verktakinn hafi ekki náð að skila honum af sér. Er veg- urinn orðinn vinsæll í helgarferð- um, ekki síst í tengslum við skoð- un á strandaða flutningaskipinu við Hvalsnes. Með veginum opn- ast ný hringleið á Reykjanesi og aðgangur að merkum sögustöðum. Lagður er nýr vegur á tveimur stöðum og einnig er nýttur vegur sem varnarliðið notaði. Nýi veg- urinn er með malarslitlagi en veg- urinn sem varnarliðið skildi eftir er malbikaður. Hluti nýja vegar- ins er með afar grófu yfirlagi þar sem verktakar náðu ekki að ljúka verkinu á tilskildum tíma fyrir veturinn. Jónas Snæbjörnsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar, segir að vegurinn sé vel akfær þótt ekki takist að ljúka honum fyrr en í apríl. Að sögn Jónasar verður ákveðið við endurskoðun vegaáætlunar í þinginu í vetur hvenær bundið slitlag verður lagt á veginn en það segir hann að kosti 80 milljónir kr. Lengi lokað svæði Umrætt svæði hefur verið lokað í áratugi vegna starfsemi varn- arliðsins sem rak þar fjarskipta- stöð, Dye-5, og þar kom á land frægur kafbátanjósnakapall. Þarna standa ýmsar minjar frá varnarliðinu. Reynir Sveinsson, svæðisleiðsögumaður og forstöðu- maður Fræðasetursins í Sand- gerði, segir verst hvað náttúran hafi spillst mikið vegna starfsemi varnarliðsins. „Nýja leiðin skapar mikil sókn- arfæri fyrir ferðaþjónustuna. Þetta er nýr og skemmtilegur hringur um Suðurnesin. Nú getur fólk ekið þennan hring og komið við í Sandgerði, Garðinum og Reykjanesbæ, í stað þess að brenna beint í bæinn,“ segir Reynir. Þarna er farið með sjón- um alla leiðina frá Reykjanesi að Garðskaga og víða á því svæði má sjá stórkostlegt brim í suðvest- anveðrum. Þá segir hann að veg- urinn opni mikilvæga björgunar- leið. Meðal staða í nágrenni við nýja veginn má nefna verslunarstaðinn Básenda en þar lagðist verslun af eftir mikil sjávarflóð árið 1799. Gálgar eru háir klettar alveg við veginn. Þar er sagt að sakamenn hafi verið teknir af lífi. Þórshöfn var helsti verslunarstaður Þjóð- verja á 15. og 16. öld. Þar skammt frá strandaði enska vöruflutninga- skipið Jamestown á árinu 1881 og Suðurnesjamenn fengu mikið af úrvals timbri til bygginga. Vantar útskot Á svæði varnarliðsins eru góð bílastæði en Reynir saknar þess að ekki skuli hafa verið gert út- skot á veginn til móts við Básenda til að auðvelda ferðafólki að stöðva bílana þar og ganga niður að verslunarstaðnum. Jónas Snæ- björnsson telur að það ætti að vera sjálfsagt mál að gera stæði þar í nágrenninu, enda væri þessi vegur ekki síst hugsaður fyrir ferðafólk. Hann segir þó ekkert ákveðið í því efni. Ný hringleið á Reykjanesi með Ósabotnavegi sem orðinn er akfær Merkir sögustaðir opnast Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Í HNOTSKURN »Ósabotnavegur liggur meðströndinni milli Stafness og Hafna. »Vegurinn er grófur en ak-fær og lýkur lagningu hans ekki fyrr en í apríl. Eftir er að ákveða hvenær varanlegt slit- lag verður lagt á. »Svæðið var áður lokaðvegna umsvifa varnarliðs- ins sem skilur eftir sig töluvert rask á umhverfinu. »Með þessari leið opnast að-gangur að merkum sögu- stöðum. Grindavík | Bæjarstjórnir Grindavíkur og Voga eru hvattar til að hafna tillögum Landsnets um háspennulínuvæðingu Reykjanesskagans, segir í ályktun sem samþykkt var á opnum fundi samtakanna Sól- ar á Suðurnesjum í Grindavík í fyrrakvöld. Forsvarsmenn Landsnets hafa kynnt fyrstu hugmyndir sínar um orkuflutning vegna nýrra virkjana og ál- vers við Helguvík. Í ályktun fundarins í Grindavík segir að ótækt sé að orkuflutn- ingamannvirki verði látin skera Reykja- nesskagann endilangt og hjarta fólk- vangsins þvert. Rifjað er upp að Sandgerðisbær hafi þegar hafnað tillögum Landsnets um háspennulínur þvert yfir Stafnes um Ósabotna vegna þeirra um- hverfisspjalla sem slík mannvirki myndu valda. „Háspennulínur skerða og koma í veg fyrir aðra landnýtingu,“ segir þar. Rifjuð er upp jarðfræðileg sérstaða Reykjanesskagans á heimsvísu. Það, ásamt nálægð við Bláa lónið, flugvöllinn og höfuðborgina, skapi einstök tækifæri fyrir ferðaþjónustuna. Stóriðjuáform sam- ræmist illa langtímahagsmunum ferða- þjónustunnar. Gríðarleg tækifæri séu til útivistar en háspennulínur myndu rýra útivistargildi svæðisins til muna. Lítil umræða farið fram „Lítil sem engin umræða hefur farið fram um málið meðal íbúa Suðurnesja og þrátt fyrir skiptar skoðanir íbúa er unnið að framvindu málsins af fullum krafti. Áform um álver í Helguvík snerta íbúa allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum þar sem virkjanir með tilheyrandi umhverfisraski myndu rísa í landi Grindavíkur, Voga og Hafnarfjarðar, háspennulínur myndu fara um þessi sömu sveitarfélög auk Sand- gerðis, og álverið sjálft yrði staðsett í Garðinum og Reykjanesbæ,“ segir enn- fremur í ályktuninni. Bæjarstjórnir hafni línum ÚTRÆÐI var til forna á Básendum sem eru skammt sunnan við Staf- nes. Þar var ein af höfnum einokunarverslunarinnar og náði versl- unarsvæðið yfir Hafnir, Stafnes og Miðnes. Útgerðin náði hámarki á fyrstu tugum 18. aldar en þá voru milli 80 og 100 konungsbátar í Gull- bringusýslu. Básendar eru þó þekktastir fyrir sjávarflóðin sem gengu þar yfir að- faranótt 9. janúar 1799. Eru það ein mestu sjávarflóð sem sögur fara af við Íslandsstrendur. Þá missti kaupmaðurinn á staðnum allar eigur sín- ar. Fólk varð að flýja og sumir urðu að skríða upp um þekjuna til að komast út. Komst fólkið við illan leik til Stafness. Ein gömul kona fórst. Enn má sjá minjar á Básendum um útgerð og búsetu fólks. Verslunarstaðinn tók af í sjávarflóðum Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Fáskrúðsfjörður | Fjórða þjóðahá- tíðin á Austurlandi verður haldin á laugardag í félagsheimilinu Skrúð, Fáskrúðsfirði. Að hátíðinni stendur hálft hundrað manna af fimmtán þjóðernum, auk bakhjarla eins og Rauða krossins á Austurlandi. Kristín Arna Sigurðardóttir, eða Karna, er framkvæmdastjóri hátíð- arinnar. „Undirbúningur hófst í nóvember og fyrri þjóðahátíðir voru að ein- hverju leyti lagðar til grundvallar, en þó var ákveðið að hafa þema í hátíð- inni, sem er listir og handverk og þá sama hvort um er að ræða myndlist, tónlist eða sviðslistir“ segir Karna. „Við verðum með ljósmyndir, mynd- list, listasmiðju, tónlistaratriði, leir- og glerlist, íslenskt handverk og fleira.“ Karna segir hátíðina að þessu sinni með nokkuð öðru sniði en venjulega og í raun reynt að ná sam- an áhugasömu fólki og kafa ögn dýpra en áður. Hún beri þess einnig merki að eiga að höfða bæði til fólks erlendis frá sem hefur sest að á Austurlandi, sem og fólks sem starf- ar tímabundið í fjórðungnum. „Þetta skiptir máli og munstrið er breytt. Við ákváðum að reyna sérstaklega að ná til þeirra sem eru hér starfandi til skamms tíma og eru jafnvel á för- um.“ Ný skýrsla um innflytjendamál Þjóðahátíðin er haldin á konudag- inn og Karna segir eiginkonur margra karla sem starfa við fram- kvæmdirnar við Kárahnjúka og á Reyðarfirði muni taka beinan þátt í hátíðinni og vonandi lokka með sér fleira fólk. Dagskráin verður þannig að klukkan tvö verður hátíðin opnuð formlega með hátíðarræðu Helgu Jónsdóttur, bæjarstjóra Fjarða- byggðar. Þá flytur heiðursgestur há- tíðarinnar, Amal Tamini frá Alþjóða- húsi, ávarp. Þorvaldur Jóhannesson, framkvæmdastjóri Sambands sveit- arfélaga á Austurlandi, afhendir Magnúsi Stefánssyni félagsmálaráð- herra og Sæunni Stefánsdóttur for- manni innflytjendaráðs, nýja skýrslu um innflytjendamál á Austurlandi en sú skýrsla hefur verið í vinnslu und- anfarin misseri og er til þessa óbirt. Þá er von á Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra og ætlar hún að fjalla um mannréttindamál. Ræður verða allar túlkaðar á ensku. Ræðuhöldin verða brotin upp með tónlistaratriðum frá tónlistarskólum Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar þar sem nemendur og kennarar flytja heimstónlist. Þá syngja leik- skólabörn á Fáskrúðsfirði og loks flytja tónlistarkennarar frá Egils- stöðum tónlist frá Úkraínu, Finn- landi og Spáni af og til á hátíðinni. Í kjölfar þessa hefst hátíðin með allri sinni fjölbreytni og stendur fram undir kvöld. Rauðakrossdeildin á Stöðvarfirði verður með kaffisölu og býður upp á bollur og pönnukökur. Karna segir fólk áhugasamt um að mæta, hún hafi heyrt frá nokkrum sem mætt hafi á allar hátíðarnar þrjár og þeir hlakki til þessarar. Hún hefur ekki heyrt um skipulagðar ferðir fólks frá Kárahnjúkum eða Bechtel en segist muni leggja sitt að mörkum til að svo verði. Kostnaðaráætlun Þjóðahátíðar hljóðar upp á um átta hundruð þús- und krónur. Í sumarfríi frá Nýja Sjálandi Austfirðingurinn Karna býr um þessar mundir á Nýja-Sjálandi en þar sem nú eru sumarleyfi í landinu og frí frá iðnhönnunarskóla í Well- ington þar sem hún stundar nám, kaus hún að koma heim til þess m.a. að stjórna þjóðahátíðinni. Eftir þrjár vikur snýr hún aftur til að ljúka þeim tveimur árum sem eftir eru af nám- inu. Hugurinn stendur svo til leik- hússnáms í Tokýo. Kafað dýpra í marga menn- ingarheima Austurlands Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Nýbreytni Karna segir þjóðahátíð á Austurlandi verða með nýju sniði í ár. Þjóðahátíð Austfirð- inga haldin fyrir íbúa og aðkomufólk Djúpivogur | Sr. Sjöfn Jóhannes- dóttir í Djúpavogsprestakalli hafnar ásökunum Djúpavogshrepps um að vanræksla á viðhaldi prestsbústaðar á Djúpavogi sé af hennar völdum. Í lögum um prestssetur segir að prestssetrasjóður kosti viðhald prestssetra. Í starfsreglum um prestssetur segir að hvert lögboðið prestssetur sé hluti af embætti prestsins, sem sé vörslumaður prestsseturs og beri ábyrgð á því ásamt prestssetrasjóði. Í 4. gr. segir að prestur ábyrgist og kosti minni háttar lagfæringar og úrbætur sem verður þörf á á prestssetri vegna venjulegrar notkunar á því. Ef slíkra framkvæmda verði þörf vegna lak- legs ástands prestsseturs, sem presti verður ekki gefin sök á, eða þeirra er oftar þörf en eðlilegt má telja miðað við aðstæður allar, megi þó undanskilja prest ábyrgð og kostnaði á því. Ekki ábyrg fyrir viðhaldinu Egilsstaðir | Flugstoðir hafa ráðið Ársæl Þorsteinsson sem umdæm- isstjóra fyrirtækisins á Austur- landi. Ársæll gegnir nú starfi verk- efnastjóra hjá Héraðsverki og liggur ekki fyrir hvenær hann tek- ur við hinu nýja starfi. Ingólfur Arnarson gegndi áður starfi um- dæmisstjóra en sagði því lausu um áramót og hefur Jörundur Ragn- arsson gegnt því í millitíðinni. Flug- vellir eystra eru á Egilsstöðum, Hornafirði, Norðfirði, Vopnafirði, Breiðdalsvík og Fagurhólsmýri. Umdæmisstjóri Flugstoða ♦♦♦ AUSTURLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.