Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 29
Upplýsingar um borgina: www.ilove-marrakesh.com www. marrakesh.travell- erspoint.com Nokkrir góðir veitingastaðir innan veggja medínunnar: Le Marrakchi Place Jemaa el Fna, angle rue des Banques sími: (212) 44 44 33 77 Dar Mimoun 1 Derb ben Amrane (212) 44 44 33 48 Og ef peningar eru engin fyrir- staða þá er veitingastaðurinn í þessari 17. aldar höll þar sem sjálf- ur Winston Churcill gisti heim- sóknarinnar virði. Dar Essalam 170 Riad Zitoune El Kedim (212) 24 44 35 20 Trumbusláttur og töfrar Djemaa el-Fna Marrakesh var stofnuð árið 1062 af soldáninum Youssef ben Tachfin. Það er heldur ekki laust við að við borgina loði enn þeir austurlensku töfrar í anda 1001 nætur, sem aldalöng versl- un með munaðarvarning og litrík þjófagengi hafa gefið henni. Andi for- tíðar lifir að minnsta kosti góðu lífi á Djemaa el-Fna torginu sem myndar þungamiðju medínunnar. Það er enda ómögulegt annað en láta heillast af því sem fyrir augu ber, það er líka hér sem allt gerist og hingað draga fæturnir mann aftur og aftur. Djemaa el-Fna er jafnan iðandi af lífi, en það er þó fyrst er húma tekur að fjörið hefst fyrir alvöru. Þungir tónar trumbusláttar skapa undirleik fyrir ævintýralegt sjónarspilið sem fyrir augu ber – hljóðfæraleikarar, dansarar, fjöllistamenn, slöngutemj- arar og sögumenn í bland við kaup- menn, listafólk, almenna borgara og svo að sjálfsögðu túristana sem ýmsir líta á sem kærkomna bráð. Upp liðast svo reykurinn frá mat- sölubásunum á meðan sulturinn vaknar við ilm af krásum sem eru allt frá nýkreistum appelsínusafa til kryddmikilla marokkóskra rétta og jafnvel sviðahausa – sem reynast ekki séríslenskt lostæti eftir allt sam- an. Henna-skreytingar og þurrkuð skordýr eru svo meðal þess varnings sem er til sölu á torginu sjálfu en hefðbundnari sölubásar með leð- urvarning, vatnspípur, skart og fatn- að skapa tengingu við verslun- arhverfið, hið svonefnda „souq“, í útjaðri torgsins til norðurs. Prúttað, skoðað og slappað af Það er ekki óvarlegt að áætla að skoðunarferð um medínuna í Marra- kesh taki um tvo daga, þó vissulega sé auðvelt að dvelja þar mun lengur. Þannig er til að mynda auðvelt að ráfa tímunum og jafnvel dögum sam- an um verslunarhlutann þó því fari fjarri að það sé völundarhús af sama toga og medínan í menningarborg- inni Fes. Engu að síður má hér líka hafa mjög svo gaman af því að virða fyrir sér litríka kryddhrauka, lifandi fið- urfénað og handverksfólk við vinnu í verslunum og verkstæðum sem opn- ast út á þröngar göturnar. Þegar hitinn síðan reynist of mikill er kærkomið að tylla sér niður á einu litlu kaffihúsanna og panta glas af dí- sætu myntutei áður en haldið er á ný í prúttslaginn sem öll innkaup í med- ínunni fela óumflýjanlega í sér. Söguslóðir og fagrir garðar Skoðunarferð um Marrakesh þarf þó ekki bara að fela í sér ráf milli sölubása og verslana, því ekki er síð- ur gaman að virða fyrir sér mannlífið og þær sögufrægu byggingar sem borgin hefur að geyma. Konunglega hverfið – Kasbah – er þannig einkar skemmtilegur við- komustaður, sem og gyðingahverfið – Mella og ekki vekur Koutoubia- mínarettan, sem gnæfir yfir borginni, minni áhuga. En þessi 12. aldar 70 metra hái turn er elsta og best varð- veitta mínarettan sem um getur – jafnvel utan landamæra Marokkó. Ali ben Youssef, 12. aldar mosku sem er sú stærsta í borginni, geta þeir sem tilheyra öðrum trúarbrögðum en múslimar þá notið þess að virða fyrir sér utan frá, á meðan að allir eru vel- komnir Palai el-Badi, þekktustu höll Marrakesh sem byggð var á síðari hluta 16. aldar. Jardin Majorell- garðinn sem nú er í eigu hátísku- hönnuðarins Yves Saint Laurent er sömuleiðis vel heimsóknarinnar virði og leiðist mönnum dvölin innan borg- armúranna er alltaf auðvelt að bregða sér í dagsferðir út frá Marra- kesh. annaei@mbl.is Marokkóskt góðgæti Sviðin féllu í góðan jarðveg á matarmarkaðinum. Kaupmaður í medínunni Þurrkaðir ávextir, hnetur, fræ og krydd eru seld í tonnavís og ilmurinn í loftinu eftir því. Lostæti Matarvagn hlaðinn margskonar góðgæti. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 29 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Tökum einnig á móti hópum. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com            
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.