Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ● MÖRÐUR Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, bar fram fyrirspurn til menntamálaráðherra um rétt- arstöðu íslenskrar tungu og stöðu annarra tungumála í löggjöf og stjórn- kerfi. Hann sagði m.a. að aðeins á fá- einum stöðum í löggjöfinni væri fjallað um íslensku og stöðu hennar. T.d. sé ekkert sem bjóði þingmönnum að tala íslensku á Alþingi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði brýnt að stjórnarskrárnefnd tæki málið upp og mikilvægt væri að tryggja réttarstöðu íslenskrar tungu. „Að setja þetta inn í stjórnarskrána held ég að væri afar vel til fundið og undirstrikaði mik- ilvægi íslenskunnar.“ Taldi mennta- málaráðherra að þingheimur myndi fylkja sér um að tryggja réttarstöðu ís- lenskunnar. Íslenskan tryggð ● BJÖRGVIN G. Sigurðsson, þing- maður Samfylk- ingar, kvaddi sér hljóðs í upphafi þingfundar í gær um málefni grunn- skólakennara. Sagði hann vax- andi óánægju þeirra á meðal, m.a. eftir síðasta verkfall sem endaði með lagasetn- ingu ríkisstjórnarinnar. Nú blasi við að það stefni í óefni á nýjan leik. Al- varlegt ástand geti skapast í grunn- skólunum síðar á þessu ári og marg- ir kennarar hyggi á uppsagnir. Spurði Björgvin forsætisráðherra, í fjarveru menntamálaráðherra, hvort ráðu- neyti hans hafi formlega komið ná- lægt þessu máli. Geir H. Haarde forsætisráðherra svaraði því til að þingmanninum hlyti að vera kunnugt um að launamál grunnskólakennara og kjarasamn- ingar þeirra væru verkefni sveitarfé- laga og launanefndar þeirra. Launamál kennara Björgvin G. Sigurðsson ENGIN erindi, hvorki formleg né óformleg, hafa borist íslenskum stjórnvöldum um einhvers konar stuðning eða fyrirgreiðslu hér á landi vegna hugsanlegs hernaðar Bandaríkjamanna gegn Íran, að sögn Geirs H. Haarde forsætis- ráðherra á Alþingi í gær. Sagði Geir enn fremur að sér væri ekki kunnugt um nein áform Banda- ríkjamanna um innrás í Íran. Tilefni þessa svars forsætisráð- herra var fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar, alþingismanns VG, um hvort Bandaríkjamenn hefðu leitað hófanna hjá ríkisstjórninni um svipaðan stuðning og þeir fengu í aðdraganda innrásarinnar í Írak. Steingrímur sagði að á al- þjóðavettvangi væri vaxandi um- ræða um að Bandaríkin hygðu á hernaðaraðgerðir gegn Íran. Þætti mörgum viðbúnaður þeirra á Persaflóasvæðinu minna óþægi- lega á aðdraganda Íraksstríðsins. Hann sagði að enginn gerði lítið úr mikilvægi þess að Íranar færu að alþjóðalögum, virtu samning um bann við frekari útbreiðslu kjarnorkuvopna og leyfðu eftirlit í því sambandi. Geir sagði þróunina varðandi kjarnorkuáætlun Írans vera áhyggjuefni. Ýmis ríki beittu sér fyrir diplómatískum lausnum í því efni, sérstaklega þrjú stór aðild- arríki Evrópusambandsins. Hins vegar brytu Íranar bæði NPT- samninginn og gengju gegn ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. „Auðvitað hljóta allir að vona að það sé hægt að komast að friðsamlegri niðurstöðu. Að Ír- anar geti haldið áfram að þróa kjarnorkuna og nýta hana, án þess að auðga úran með þeim hætti að úr verði hægt að smíða kjarnavopn,“ sagði Geir. Steingrímur spurði einnig hvort ríkisstjórnin hefði skoðað það að afturkalla loforð sem gefin voru um afnot af íslenskum flug- völlum og lofthelgi. Geir sagði að heimild sem veitt var í mars 2003 til afnota af ís- lenskum flugvöllum og lofthelgi hefði miðast við aðgerðir sem þá voru í gangi gagnvart Írak. Sú heimild hefði ekki verið formlega afturkölluð „en hún á að sjálf- sögðu ekki við lengur,“ sagði Geir. Morgunblaðið/Sverrir Þingfundur Tuttugu fyrirspurnir voru á dagskrá fundar Alþingis í gær. Engin erindi vegna hernaðar gegn Íran Björn Bjarnason | 14. febrúar Stutt í góðan hljómburð Nú er unnt að telja árin á fingrum annarrar handar, þar til okkur gefst tækifæri til þess njóta frábærs hljómburðar hér á heimaslóð í tónlistar- húsinu, sem tekið er að rísa. Við allan undirbúning bygging- arinnar hefur verið lögð höfuðáhersla á að slaka alls ekki á neinu í kröfum um hljómburð. Ég er þess fullviss, að hinir metnaðarfullu menn, sem standa að Portus munu fylgja þessum kröfum fram af sama stórhug og ein- kenndi þá ákvörðun þeirra að hafa konsertorgel í tónleikasalnum. Meira: bjorn.is Ágúst Ólafur Ágústsson | 14. febrúar Jafnaðarmönnum treystandi Ríkisútgjöld vaxa tíðum mikið með- an hægrimenn eru við völd. Þeir tala og tala um lítið ríkisvald en eru engu að síður hall- ari undir að stækka það. Orð og gjörðir fara ekki saman. Engin áþreifanleg rök eru um það í ís- lenskri eða evrópskri stjórn- málasögu að jafnaðarmönnum sé ekki treystandi fyrir skynsamlegri stjórn efnahagsmála. Meira: agustolafur.blog.i. „STYTTING námstímans er ekki markmið í sjálfu sér heldur mikilvægur valkostur nemenda á fjöl- breyttum námsbrautum skólakerfisins,“ sagði Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra á Alþingi í gær. Hún svaraði þar fyrirspurn Björgvins G. Sig- urðssonar, þingmanns Samfylkingar, um hvað liði fyrirætlunum um styttingu á námstíma til stúd- entsprófs um eitt ár og hvenær gert væri ráð fyrir því að slíkar tillögur kæmu fram. „Er hættan fyrir framhaldsskólann liðin hjá? Hefur ráðherrann end- anlega hent þessum tillögum á pólitíska hauga eða vofir það ennþá yfir að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að skera niður og gengisfella íslenska framhalds- skólann með þeim hætti sem boðaður hefur verið,“ spurði Björgvin m.a. þegar hann fylgdi fyrirspurn sinni úr hlaði. Menntamálaráðherra rakti umræðuna um stytt- ingu náms og rifjaði upp samkomulag sem hún undirritaði 2. febrúar 2006 við samtök kennara um „tíu skref til sóknar í skólastarfi“. Þar hafi aðilar sammælst um að ráðast í tíu skilgreind verkefni sem unnin verði samhliða tillögum að breyttri námsskipan til stúdentsprófs. Margar nefndir og starfshópar, þar sem nær 100 fulltrúar helstu hags- munaaðila eiga sæti, hafa komið að þessari vinnu á sl. ári. Þótti ráðherranum ánægjulegt að finna sam- hljóm meðal þátttakenda um að auka sveigjanleika milli skólastiga. Flestir starfshóparnir og nefnd- irnar hafa nýverið skilað tillögum til ráðherrans en von er á þeim síðustu í febrúar. Þorgerður Katrín nefndi sérstaklega tillögur starfsnámsnefndar sem skipuð var til að efla stöðu starfsnáms. Ný hugsun um eitt stúdentspróf „Við gerðum okkur grein fyrir því þegar ég skip- aði þessa nefnd að þær tillögur myndu hugsanlega hafa áhrif á þær tillögur sem fyrir voru í ráðuneyt- inu,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún sagði að í skýrslu starfsnámsnefndar væri lögð áhersla á jafngildingu verknáms og bóknáms og eflingu starfsnáms í framhaldsskólunum. Þar væri ný hugsun um eitt stúdentspróf. Lagðar væru fram róttækar hugmyndir um nýskipan framhaldsskól- ans og endurskilgreiningu stúdentsprófsins. „Skólanum verði veitt frelsi til að skipuleggja og bjóða nám í samræmi við lokamarkmið námsins, þar með nemendakröfur næsta viðtökuskólastigs eða atvinnulífsins. Nemandi ljúki náminu á þeim tíma sem nauðsynlegur er með tilliti til þessara þátta. Námið miðist við inntak fremur en tíma,“ sagði Þorgerður Katrín. Nú starfa þrjár nefndir að endurskoðun laga um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Spurn- ingu Björgvins um hvort stefnt sé að því að leggja frumvörpin fram á þessu kjörtímabili svaraði ráð- herrann svo að hún bindi miklar vonir við að hægt verði að leggja fram til umsagnar og umræðu frum- vörp sem tengist breytingum á öllum skólastigum, leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólastigi. Inntak náms ráði meira en tími Frumvörp um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla verða brátt lögð fram ÞETTA HELST … ÞINGFUNDUR hefst í dag kl. 10.30 með framhaldi 3. umræðu um sigl- ingavernd. Þá eru samgönguáætl- un 2007–2018 og samgönguáætlun 2007–2010 einnig á dagskrá auk þriggja annarra mála. Dagskrá þingsins ÞINGMENN BLOGGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.