Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 25
staldra við eftir fyrsta skammt og kanna hvort seddutilfinningin sé farin að gera vart við sig.“ Uppskriftir eru heldur ekki lengur þær sömu og áður að sögn næringarfræðingsins. „Í nýjum matreiðslubókum er líka gert ráð fyrir að uppskrift dugi fyrir færri einstaklinga en áður eða þá upp- skriftin stækkuð í takt við þær skammtastærðir sem nú eru við lýði.“ Anna segir að ef matvælin sem tekin hafa verið í síðustu tveimur umfjöllunum Morgunblaðsins um skammtastærðir séu skoðuð sem hugsanlegt fæðuval einstaklings í einn dag séu niðurstöðurnar at- hyglisverðar. ,,Sá sem ekki gætir að skammtastærðinni borðar auð- veldlega tvöfalt það magn sem hann þarf, því að orkuþörfin er í kringum 2.000–2.500 kkal, eftir kyni. Stóru skammtarnir veita samtals rúmlega 4.000 kkal en þeir litlu samtal rúmlega 2.000 kkal. Með því að velja alltaf minnsta fáanlega skammt, í stað þess stærsta, er hægt að spara rúmar 2.000 kkal – einungis með því að takmarka skammta- stærðina. Hófsamt dæmi, sem ger- ir ráð fyrir að umframneyslan geti verið svipuð þessu einn dag í viku, segjum til dæmis alla laugardaga, jafngildir á einu ári (52 skipti) 105.820 kkal en það samsvarar heilum 15 kg af fituvef (sjá dæmi í töflu).“ Hvernig er hægt að meta eðlilega skammtastærð? Þegar skammtastærðir matvæla hafa stækkað jafnmikið og raun ber vitni auk mataríláta og upp- skrifta er erfitt fyrir neytandann að gera sér grein fyrir því hvað telst í raun og veru mikið og hvað er hæfilegt. „Sumir vísindamenn hafa stungið upp á einföldum ráð- um á borð við að miða við þumal, hnefa og lófa til að meta hæfilegar stærðir matvæla. Framan af þumli jafnast í því kerfi á við teskeið og þumalinn allur á við matskeið. Þumlamælinguna er gott að hafa sem viðmið fyrir feitar sósur, strá- sykur og fleira. Þægilegt er að miða skammta meðlætis, s.s. hrís- grjóna og pasta, við hnefann en lófastór skammtur er hæfilegur fyrir kjöt, fisk eða brauð. Í hverju tilviki er miðað við einn skammt, þannig að ef borðað er meira en þessi viðmið þá þýðir það fleiri skammtar, jafnvel þótt stykkið sé aðeins eitt.“ segir Anna. Eitt stykki ekki sama og einn skammtur „Rannsóknir benda til að við séum mjög föst í þeirri hugsun að eitt stykki sé einn skammtur, burtséð frá því hversu stórt stykk- ið er. Einfalt dæmi um það eru brauðsneiðar. Tvær brauðsneiðar í dag eru á við þrjár í kringum 1990, því hver brauðsneið hefur stækkað á þessu tímabili, en fólki finnst það samt vera að borða sama skammtinn og áður, tvær brauðsneiðar. Það er því mjög ólíklegt að það fái sér 1½ brauð- sneið nú, jafnvel þótt það myndi alveg duga því, eins og fyrir rúm- um 15 árum. Þessum hugsunar- hætti þurfum við að breyta.“ Næringarfræðingurinn segir að heppilegra sé að bera fram stóra snúða og kleinur í bitum en einn biti getur þá verið einn skammtur í stað þess að borða heilan snúð eða kleinu. „Við verðum einfald- lega að leifa matnum, séu skammtarnir of stórir, geyma hluta hans eða deila honum með öðrum. Önnur einföld ráð eru að setja minni skeið í sykurkarið og feitu sósuna. Margir hafa vanið sig á að fá sér alltaf tvær sykur- skeiðar út á grjónagrautinn og skiptir þá engu hvort um er að ræða te- eða matskeið. Með minni skeið fer minni sykur út á graut- inn. Á sama hátt er um að gera að setja sem stærsta skeið í græn- metisskálina, þá eru meiri líkur á að meira grænmeti sé borðað.“ Í HNOTSKURN » Hugsun fólks er of fast-bundin við að eitt stykki sé jafnt og einn skammtur. Því þarf að breyta því skammta- stærðir hafa breyst og stækk- að. Fólk þarf að endurmeta skammtastærðir og læra nýjar aðferðir til þess að borða hóf- lega. »Matarílát eins og diskar ogglös hafa stækkað síðustu 15–20 ár sem líka eykur magn matarins sem við skömmtum okkur. Ósjálfrátt setjum við meiri mat á stærri diska og meiri vökva í hærri og breiðari glös. »Uppskriftir í nýjum mat-reiðslubókum hafa líka stækkað. Þar er gert ráð fyrir að uppskrift dugi fyrir færri einstaklinga en áður eða upp- skriftir stækkaðar í takt við þær skammtastærðir sem nú eru við lýði. Með mælitæki við höndina! Framan af þumli er á við teskeið (5 ml) en þumallinn í heild á við mat skeið (15 ml) Hnefinn er um það bil eins og bolli (2-2,5 dl) Lófinn er á stærð við 100 g af kjöti eða fiski Breytileikinn í handastærð er auð vitað nokkur milli manna en ef við hugsum okkur hnefann sem hæfi- leg an fyrir meðlæti og lófann fyrir fisk- og kjötbitann, þá má hafa í huga að stærri höndum fylgir al- mennt stærri líkami sem má oftast við meiri mat. Þetta er þriðja og síðasta greinin í greinaflokki um breytingar á skammtastærðum íslenskra mat- væla og er samstarfsverkefni Lýð- heilsustöðvar og Morgunblaðsins uhj@mbl.is Tvær brauðsneiðar í dag eru á við þrjár í kringum 1990 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 25 E N N E M M / S IA • N M 26 14 2 18. mars - 1. apríl Ferðaklúbbur MasterCard, í samstarfi við Heimsferðir, býður korthöfum frábært tilboð á tveggja vikna ferð til Kúbu 18. mars. Í boði er gisting á nokkrum af hinum vinsælu gististöðum á hinni einstöku Varaderoströnd eða í Havana. Kúba er ævintýri sem lætur engan ósnortinn. Ekki aðeins kynnist maður stórkostlegri náttúrufegurð eyjunnar, heldur einnig þjóð sem er einstök í mörgu tilliti. Fjölbreyttir gistivalkostir í boði á frábæru verði. Þú velur hvort þú vilt dvelja í Varadero eða Havana í 14 nætur eða Havana í 7 nætur og Varadero í 7 nætur. MasterCard verð Almennt verð Varadero 14 nætur - m/morgunverði Hotel Villa Tortuga **+ 79.990 94.090 Varadero 14 nætur - m/allt innifalið Hotel Gran Caribe Barlovento ***+ 99.990 114.390 Havana 14 nætur - m/morgunverði Hotel Occidental Miramar **** 89.990 102.790 Havana 7 nætur m/morgunverði og Varadero 7 nætur m/allt innifalið Hotel Occidental Miramar **** & Gran Caribe Barlovento ***+ 99.990 124.090 Hotel Occidental Miramar & Barcelo Solymar ****+ 114.990 144.990 Innifalið: Flug, skattar, gisting í 14 nætur, fæði eftir þeim kosti sem valinn er og fararstjórn. Ferðir til og frá flugvelli eru ekki innifaldar. Sértilboð fyrir korthafa MasterCard Verð eru netverð á mann í tvíbýli. Nánari upplýsingar og bókanir á www.heimsferdir.is, á skrifstofu Heimsferða í Skógarhlíð 18 og í síma 595 1000. 14 nætur – frábært tilboð! Kynntu þér einnig frábært tilboð til Búda- pest 4. maí. Vegna vaxandi eftirspurnar eftir náttúrulegum vörum hefur Gallery kjöt við Grensásveg nú á boðstólum kjötfars, danskar kjötbollur og ítalskar bollur, sem eru með öllu án allra aukaefna. Að sögn Axels Ósk- arssonar, matreiðslumanns hjá Gall- ery kjöti, eru neytendur í auknum mæli farnir að spyrjast fyrir um náttúrulegar afurðir og meira en áð- ur farnir að spá í hvað sé í þeim mat- vælum, sem þeir hyggjast leggja sér til munns. Þetta sé þróun, sem greinilega sé komin til að vera, og má því fastlega gera ráð fyrir að vaxandi kröfur verði í þessa átt á næstu árum. Að sögn Axels verður bollugerðin í hámarki næstu daga enda er bollu- dagurinn næsta mánudag. Því væri ætlunin að mæta bollu-eftirspurn- inni með nægri framleiðslu af holl- um, náttúrulegum og sérunnum bollum. Eftir bolludaginn verða boll- urnar góðu áfram til sölu í Gallery kjöti við Grensásveg og koma til með að fást líka í þremur nýjum versl- unum sem Gallery kjöt og Fiskisaga áforma að opna upp úr næstu mán- aðamótum við Búðakór og Dalveg í Kópavogi og við Tjarnarvelli í Hafn- arfirði. Axel var að lokum spurður um uppskrift að góðri sósu með boll- unum og var köld tartarsósa fyrir valinu. Tartarsósa 1 laukur, smátt saxaður 2 harðsoðin egg, smátt söxuð 2 msk. capers 1 lítil dós majones ½ bolli sýrður rjómi salt og pipar eftir smekk. Öllu hrært saman og borið fram með bollunum og soðnum kartöflum. Morgunblaðið/Sverrir Bollur Axel Óskarsson, matreiðslumaður, með bolludagsbollur. Bollur án aukaefna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.