Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 45 herstöðvaandstæðinga, hávaxna og glæsilega með ljósan hármakkann – eitthvað svo meira íslensk en aðrar konur. Seinna þegar leiðir okkar lágu saman í Þjóðminjasafninu fyrir nær 19 árum fann ég að ég hafði eignast andlegan samherja og vin strax frá fyrsta degi. Fáar mann- eskjur hef ég þekkt sem voru jafn óeigingjarnar á sjálfar sig, og hún gaf sig af öllu hjarta vinum sínum. Hallgerður var kona réttlætis. Fylgin sér, trú skoðunum sínum og ófeimin að segja þær öllum sem heyra vildu. Þegar Hallgerður vissi að málstaðurinn var sannur var hún föst fyrir og lét ekkert tækifæri ónot- að til að berjast gegn og andmæla hvers kyns óréttlæti þessa heims og las betur en flestir aðrir í yfirborðs- mennsku, græðgi og heimsku verald- arinnar. Engu að síður var hún afar næm á hinn sammannlega streng sem býr í öllum manneskjum og kunni þá list að stilla þá saman, að laða fram hið góða og kímilega hjá samferðafólkinu. Hún var kvenna fyndnust og kunni þá hverfandi list að segja sögur og svo kunni hún að hlusta á aðra. Hún skrifaði óteljandi greinar og hélt fyrirlestra um ís- lenskan mat og matarhefð okkar Ís- lendinga, en þar ber hæst bókina Ís- lensk matarhefð, útg. 1999. Ósérhlífni hennar var við brugðið og ég minnist gleði hennar og fítons- krafts við textagerð og bókaskrif fyr- ir enduropnun Þjóðminjasafnsins. Þar fór fagmanneskja með gjörþekk- ingu á íslenskum þjóðararfi. Atorka Hallgerðar náði þó langt út fyrir hennar fræðasvið því hún var göngu- garpur mikill og fjallahind og skildi ekkert í okkur vinnufélögunum þeg- ar það óx okkur í augum að skreppa upp „fjarlægðarbláa“ Esjuna á sum- arsíðkvöldum eftir vinnu. Hún unni íslenskum fjöllum og hálendi, og ferðaðist um landið þvert og endi- langt hvenær sem færi gafst með Árna sínum eða öðrum úr sínum stóra frændgarðs- og vinahópi. Hæfileikar og áhugamál Hallgerð- ar lágu þó enn víðar því hún var ljóð- skáld gott og gaf út m.a. ljóðabókina Í ljós árið 2004 og einnig hlaut hún verðlaun og viðurkenningar fyrir skáldskap sinn. Í ljóðum hennar kemur áhugi hennar á andlegum málefnum og mystík vel fram, þar sem ljósið og birtan sem allt hneigist til verður sem leiðarhnoði í gegnum kvæðin. Því varð það svo að morguninn þegar andlát Hallgerðar bar að, þeg- ar ég sjálf var nýbúin að missa föður minn um nóttina, og ég horfði hnugg- in til ástkærrar Esjunnar okkar til að leita svara, þá allt í einu „skell- iskein sólin á grásprengdan Esju- koll“. Eitt augnablik lýsti sólin úr austrinu upp sortann og litaði Esju- hlíðar björtum purpuralit, sem minnti reyndar á hið fagra „ljósasjó“ sem Sigga hennar hafði haldið mér þegar hún hvarf á braut fyrir nær tíu árum. Þá vissi ég samstundis að Hallgerður og þær mæðgur voru að senda mér huggun og gamanyrði á sinn einstaka hátt og létu eitt og ann- að „í ljós“. Þá vissi ég að mystíkin, sem okkur varð svo tíðrætt um, var til staðar og að ekkert er sem sýnist. Þau voru marglit laufin hennar Hallgerðar og fögur, og við ferðalok finnst mér að við höfum kannski fundið saman brot af hinum Hreina Tóni. Fyrir það er ég ævarandi þakk- lát og bið nú almættið um að styrkja Árna, Gulla og Eldjárn, aldraða móð- ur Hallgerðar, systkini og aðra ást- vini í djúpri sorg. Gróa Finnsdóttir og fjölskylda. Ég bjó í sambýli með Höllu frá því að ég man fyrst eftir mér, þangað til þau fjölskyldan fluttu á Sörlaskjólið. Það var gaman að fá að alast upp í þessari nálægð við Höllu enda alltaf mikið líf í kringum hana. Það var allavega ekki lognmolla yfir fjöl- skyldulífinu í Háagerði. Í minning- unni var alltaf fullt hús af fólki, við sem þar bjuggum, auk ófárra gesta. Ég man eftir helgunum í Háagerði, þar sem Halla var í eldhúsinu og ef við krakkarnir hættum okkur þang- að inn meðan Halla var þar að störf- um var víst að leikurinn var á enda og við lent hvert í sínu horni við sína innstunguna að hræra rjóma í ein- hverja hnallþóruna (sem sjaldnast var ætluð okkur heldur einhverri veislunni sem Halla tók þátt í að und- irbúa). Í minningunni var hinn dæmigerði sunnudagur svona: Halla syngjandi eða kveðandi rímur yfir bakstri eða sláturkeppum, Árni að spila á gítar inni í stofu, við Gulli að spila undir á potta, milli þess að þeyta rjóma, mamma á annars konar þeytingi, Sigga í hrókasamræðum við allt og alla og mest sig sjálfa og Eldjárn að éta. Eftir hádegi var síð- an öllum skaranum hent út í Trab- antinn, fjölskyldubílinn, og farið í hellaskoðunarferð út í sveit. Halla bjó yfir mjög sérstökum og sterkum karakter, bæði hlédræg og ákveðin. Hún hafði mjög ákveðnar skoðanir á hlutunum sem hún fór alls ekki leynt með og var oft orðhvöss, en á sama tíma mjög umburðarlynd, hlý og trygg manneskja. Hún gerði ekki vandamál úr hlutunum og allt var einhvern veginn bara sjálfsagður hlutur. Hún hafði líka mikinn húmor og hló ég til dæmis alltaf jafn mikið yfir glottinu á andliti Höllu þegar Sigga dóttir hennar sagði afsakið vegna búkhljóða móður sinnar. Halla hafði einstaka lífssýn og æðruleysi sem ég hef ekki kynnst hjá öðru fólki. Ég hitti Höllu í janúar skömmu áður en hún fór á spítalann í síðasta skipti. Við vorum að ræða ný- liðið gamlárskvöld og ég fór að tala um að ég saknaði gamlárskvöldanna eins og þau voru þegar við eyddum þeim saman. Svar Höllu við því var stutt, laggott og henni líkt: „Af hverju hundskaðistu þá ekki til að koma og vera með okkur á gamlárs- kvöld?“ Þetta finnst mér lýsandi fyr- ir Höllu vegna þess að í hennar kokkabókum er bara „hundskast“ til að ganga í málin og takast á við breytingar sem á vegi manns verða. Kraftur hennar í veikindunum ber þess glöggt vitni, þar sem hún fór fárveik í gönguferðir til útlanda, tjaldferðalög, veislur, tónleika, heim- sóknir og annað sem var að gerast – harðákveðin í að njóta þess sem er og að hafa þetta af! Höllu verður mikið saknað af fjölda fólks. Árni, Gulli og Eldjárn, stórfjölskylda og vinir fá mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Þórunn Hafstað. Kveðja frá nemendum Undirritaðar nutu þeirra forrétt- inda að sitja tíma í Háskóla Íslands árið 2004 og drekka úr viskubrunni Hallgerðar Gísladóttur. Hún kenndi námskeiðið Matargerð fyrri tíma, sem fjallaði um matargerð bæði á Ís- landi sem og á Norðurlöndum. Bókin hennar Íslenskar matar- hefðir varð okkur opinberun hvað varðar hráefni og fjölbreytileika ís- lenskrar matargerðar. Í kjölfar námsins ákváðum við að reyna að koma á laggirnar starfsemi sem sinnti áfram þessari fræðslu og gæti jafnframt leyft fólki að smakka á réttum, sem í gegnum aldirnar hafa haldið lífi í íslenskri þjóð. Félagið Matur-saga-menning var stofnað fyrir ári og sat Hallgerður í stjórn þess. Vonandi berum við gæfu til að halda lífi í frumkvöðulskyndli Hall- gerðar varðandi íslenska matarhefð. Blessuð sé minning hennar. Birna Kristín Lárusdóttir, Margrét Gunnlaugsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir og Sigrún Ólafsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÞORSTEINN DANÍEL MARELSSON rithöfundur, Unufelli 27, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju föstu- daginn 16. febrúar kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Hólmfríður Geirdal, Margrét G. Þorsteinsdóttir, Bjarni Valur Valtýsson, Árni Freyr Þorsteinsson, Marel Þorsteinsson, Emilia Fonseca og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐBJARGAR JÓHANNSDÓTTUR, Búðagerði 5, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fríðuhúss og starfs- fólks Landakotsspítala fyrir góða umönnun og hlý- hug. Ásta G. Guðbrandsdóttir, Garðar Ágústsson, Jóhanna J. Guðbrandsdóttir, S. Stefán Ólafsson, Jón Marinó Guðbrandsson, Elín Elísabet Baldursdóttir, Anna Kristín Guðbrandsdóttir, Benjamín M. Kjartansson, Guðbjörg Jóna Jóhanns, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, MONU ERLU SÍMONARDÓTTUR, Aðalgötu 1, Keflavík. Sigurbjörn Reynir Eiríksson, Eiríkur Stefán Sigurbjörnsson, Jóhanna Pálína Sigurbjörnsdóttir, Wayne C. Wheeley, Valdís Sigríður Sigurbjörnsdóttir, Ægir Frímannsson, Sigurbjörn Reynir Sigurbjörnsson, Yolanda Alvarez, Símon Grétar Sigurbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamamma og amma, MARÍA G. SIGURJÓNSDÓTTIR frá Fosshólum, Furugrund 68, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni aðfaranótt þriðju- dagsins 13. febrúar. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 20. febrúar kl. 15.00. Ingibjörg Bjarnadóttir, Arndís Bjarnadóttir, Pétur Már Pétursson, Einar S. Bjarnason, Elín Þóra Sverrisdóttir, Guðrún Björk Bjarnadóttir, Páll Guðmundsson, Ásmundur Bjarnason, Sigrún Davíðsdóttir og barnabörn. ✝ Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, LAUFEYJAR VALGEIRSDÓTTUR húsfreyju, Bjarnarhöfn, fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 17. febrúar kl. 13.00. Jarðsett verður í Bjarnarhöfn. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Aðalheiður Bjarnadóttir, Jónas Þorsteinsson, Hildibrandur Bjarnason, Hrefna Garðarsdóttir, Sibilla Bjarnason, Ásta Bjarnadóttir, Bjarni Alexandersson, Sesselja Bjarnadóttir, Ríkharð Brynjólfsson, Jón Bjarnason, Ingbjörg S. Kolka Bergsteinsdóttir, Karl Bjarnason, Jóhanna Karlsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Signý Bjarnadóttir, Hjálmar Jónsson, Valgeir Bjarnason, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir. ✝ Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, BENEDIKTS HÁKONAR INGVARSSONAR frá Ytri Skógum. Sérstakar þakkir til Önnu Mörtu Guðmundsdóttur og dr. Ragnheiðar Karitasar Pétursdóttur. Brynhildur Sigtryggsdóttir, Ingibjörg Sigtryggsdóttir, Ólína Sigtryggsdóttir, Jóhanna Sigtryggsdóttir og fjölskyldur. Elsku besti vinur minn. Ég var nýbúin að hitta þig og var það alveg yndisleg stund. Við vorum að rifja upp margar skemmtilegar og yndislegar stundir sem við áttum í gamla daga. Við hlógum mikið og vorum mikið sam- mála um þessa tíma. Þetta var rosa- lega gaman og mér mjög dýrmæt stund. Þér leið vel og varst alltaf að segja mér að ég hefði verið besta vinkona þín. Mér þótti svo vænt um að heyra það. Þú kvaddir mig með þvílíkum faðmlögum og varst svo ánægður með lífið. Mér fannst of- boðslega gott að sjá þig svona glað- an. Þú varst alltaf svo glaður og allt- af svo gaman að vera í kringum þig. Tölvur voru þín skemmtun og gastu hangið endalaust í tölvunni þinni. Ég man að þú varst oft í svona myndvinnsluforriti og elskaðir alveg að fræða mig um þetta forrit. Það gat verið ansi snúið samt að skilja þig því mín kunnátta á tölvur var engin við hliðina á þér. Þú varst mér oft eins og stóri bróðir og varst allt- af svo góður við mig. Alltaf að passa Sævar Sigurðsson ✝ Sævar Sigurðs-son fæddist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 1. des- ember 1984. Hann lést á heimili sínu 31. desember síðast- liðinn og var hann jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju 12. janúar. þitt. Þú varst svo hreinskilinn og þér var ekki sama um þína vini. Þú hugsaðir vel um þá og varst alltaf til staðar fyrir þá sem þér þótti vænt um. Enda áttirðu enga óvini og varst vinur allra. Ég er búin að hugsa svo mikið um þig og af hverju ég gat ekki gert eitthvað en það virkar víst ekki þann- ig. Ég trúi að þú sért kominn á stað þar sem þér líður vel. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska og trúi ég því að hann þurfti bara á þínum dásamleika og hlýja hjarta að halda. En ég á alltaf eftir að sakna þín, elsku Sæsi minn. Mér hefur alltaf þótt svo vænt um þig og þótt þú sért á öðrum stað núna þá verður þú alltaf í hjarta mínu. Ég trúi því að núna sértu glaður. Ég er búin að hugsa svo mikið um gömlu stund- irnar og hvað þær voru skemmti- legar. Ég man að ég var alltaf hlæj- andi með þér og þú varst alltaf svo hress og nenntir ekkert að pæla í einhverju neikvæðu. Elsku Laufey, Sigurður og fjöl- skylda, ég vildi votta ykkur alla mína samúð. Megi guð vera með ykkur á þessum tíma og alltaf. Ég kveð þig hér, elsku Sæsi minn, og veit að Guð mun hugsa vel um þig. Þín vinkona að eilífu, Andrea Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.