Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞAÐ sýður á okkur kennurum þessa dagana og er ekki að furða. Við vorum svo „frek“ að fara fram á að launa- nefnd sveitarfé- laga skoðaði ákvæði í kjara- samningi okkar sem sagði, að ef efnahagsmál hér í landi breyttust að einhverju marki þá ætti að endurskoða þetta ákvæði og hækka okkur að við töldum. Viti menn, ASÍ, SA og flestir at- vinnurekendur hækkuðu sína starfsmenn um nærri 8% á síðasta ári vegna verðbólgu og nú ári seinna bjóða sveitarfélögin okkur kennurum 0,75%, váá, hvílíkt og annað eins. Haft var eftir launanefndinni í Morgunblaðinu 8. febrúar að kenn- arar gætu bara unnið meiri yf- irvinnu og svo kom það fram ein- hvers staðar að fyrst matarskattur- inn væri að lækka þá myndu kjör okkar kennara vænkast og er það eins og við séum eina stéttin sem kaupir mat. Hvað er að? Eru þessir „gæðingar“ sem eru í launanefnd- inni í takt við tímann, spyr ég. Þar eru að minnsta kosti tveir fyrrver- andi kennarar og hafa þeir örugg- lega flúið kennarastarfið vegna launa sjálfir. Í fyrsta lagi ættu sveitarfélögin að skipta út samninganefndinni sinni því þetta eru svo til sömu að- ilar er stóðu þar vaktina í síðasta verkfalli og virðast vera á góðri leið með að senda kennara aftur í verk- fall eftir aðeins eitt ár. Mikil tog- streita er á milli þessara aðila þrátt fyrir að við í KÍ höfum skipt flest- um okkar samningamönnum út. Munu kennarar e.t.v. fara að segja upp eins og leikskólakenn- arar sem hafa nú 30 þúsund krón- um meira í heildarlaun en kennarar og ég tala nú ekki um flug- umferðastjórar sem eru ennþá hærri? Þetta virðist vera eina raunhæfa leiðin til að fá þá aðila sem að þess- ari deilu koma til að gera eitthvað í málinu. Kennaraforystan er búin að tala við fjölmarga sveitarstjórn- armenn og vísa þeir bara á launa- nefndina. Ef sveitarfélögin vilja halda frið í skólum held ég að hvert og eitt þeirra ætti nú að semja sér við sína kennara og munu þau þá örugglega fá ennþá betra starfsfólk. Staðan er nú sú að verkföll eru annað til þriðja hvert ár, hótað er að setja lög á þá ef þeir verða ekki góðir. Eftir verkföll sitja grautfúlir og svekktir kenn- arar. Er það virkilega svona sem viðsemjendur okkar vilja hafa það? Foreldrar, nú verður ekki við okkur kennara að sakast því við höfum reynt að fara mjúku leiðina fram að þessu en ekki orðið ágengt. Nú eru það aðrir sem bera ábyrgðina ef eitthvað fer úrskeiðis í skólastarfinu. ÁSDÍS ÓLAFSDÓTTIR, íþróttakennari. Kennarar í verkfall! Frá Ásdísi Ólafsdóttur: Ásdís Ólafsdóttir MINN ágæti samfylking- arfélagi Guðríður Arnardóttir spyr í Morgunblaðs- grein hinn 11. febrúar hvers vegna ég treysti VG betur en Sam- fylkingu í ljósi verka R-listans? Því til viðbótar segir orðrétt: „Vinstri grænir og framsóknarmaðurinn í Reykjavík létu Degi B. Eggertssyni eftir að verja verk R-listans á meðan þau gengu fram eins og nýþvegið lín, svo er það nema furða að þeirra hlut- ur í R-listanum gleymist?“ Þar víkur Guðríður að því að ábyrgðin sé þriggja flokka. Hún minnist ekki á að þeir komu sér sam- an um flest nema umhverfismálin. VG var ekki til viðræðu um afslátt í þeim efnum. Samfylkingin greiddi götu Kárahnjúkavirkjunar og bæj- arstjóri hennar í Hafnarfyrði rær öll- um árum að stækkun álvers í bæn- um. Allir sem hugsa til framtíðar sjá afleiðingarnar fyrir börnin, sér- staklega hvað aukna mengun varðar. Nýting er allt annað en auðlindasó- un. Nú varir skemmdarstarfsemi og sóðaskapur gagnvart auðlindum vor- um og umhverfi. Enginn góður stjórnmálaflokkur er til á Íslandi. Aðeins misjafnlega lélegir. Þar af leiðandi er ég ekki sammála Guðríði eða öðrum sem telja núverandi flokka bestu vörn aldraðra og ör- yrkja og annarra sem ekki búa við styrk þrýstihópa. Allir sjá hvernig þetta fólk hefur verið látið dragast aftur úr í lífskjörum. Flestir stjórn- málamenn eru fyrir allra augum, að- eins sammála um að hækka eigið kaup og finna allar mögulegar skerð- ingarleiðir á greiðslur til þessa fólks. Svo langt ganga valdhafar að Trygg- ingastofnun er látin krefja aldraða og öryrkja um það sem þeir telja vera ofgreitt árið áður. Líklega ólög- legt og örugglega siðlaust og það er jafnvel verra, en meira seinna. Heil- brigðisráðherra og flokkur hennar eru þó óþægilegastir þessu fólki. Sýndarmennska flokkanna er svo hrikaleg að þeir skirrast ekki við að þykjast vera aðrir en þeir eru mán- uðina fyrir kosningar. Sorglegt hvað þeim tekst að blekkja marga. Auðvit- að átti framboð aldraðra og öryrkja rétt á sér og er í raun eina leið þess til betri kjara. En til þess að það gengi þurfti framlínan að vera skipuð hæfu fólki. Ekki strangtrúuðum póli- tíkusum úr hópi aldraðra eða frama- gosum. Guðríði Arnardóttur er ég innilega sammála um að núverandi ríkistjórn verður að falla í vor og eiga aldrei afturkvæmt. ALBERT JENSEN trésmíðameistari, Sléttuvegi 3, Reykjavík. Svar við grein Guðríðar Frá Alberti Jensen: Albert Jensen EINU sinni var maður sem skaut úr öflugum riffli út um gluggann á íbúðinni sinni án þess að huga að af- leiðingunum. Maðurinn var um- svifalaust handtekinn, úrskurðaður í gæslu- varðhald og látinn gangast undir geðrann- sókn. Annar maður, „vopnaður“ kraftmiklu ökutæki hugði heldur ekki að afleiðingunum þegar hann mundaði „vopn“ sitt innan um saklausa borgara í frið- sælu íbúðahverfi í Reykjavík. Byssumað- urinn slapp með skrekkinn. Hann slas- aði engan en hlaut þó þungan dóm fyrir að hætta lífi og limum samborgara sinna. Hinn ofbeldismaðurinn tók aftur á móti löglegt samgöngutæki og notaði sem hættulegt „leikfang“ með þeim afleiðingum að líf heillar fjölskyldu snérist upp í harmleik. Á vegi ofbeldismannsins á vélknúna ökutækinu varð saklaust ungmenni sem eftir „bílaleik“ vanþroska og sjálfumglaðs jafnaldra síns er ör- kumla í dag. Hvor þessara tveggja er meiri ofbeldismaður? Þessar tvær ólíku sögur eru raunveruleg dæmi úr íslenskum veruleika og undirstrika að ofbeldismenn um- ferðarinnar eru engu minni af- brotamenn en hinir sem beita ban- vænum vopnum til þess að fá útrás fyrir annarlegar hvatir sínar. Sakleysislegt ökutæki getur reynst hættulegt vopn í hönd- um þeirra sem ekki hafa þroska, vit né hæfileika til þess að nota það á réttan hátt. Og til þess að undir- strika óréttlátt mat dómsyfirvalda á vægi þessara tveggja of- beldisverka má geta þess að sá með byss- una hafnaði á bak við lás og slá en hinn fór frjáls ferða sinna, nán- ast áður en sírenuvæl sjúkrabílsins, sem flutti ungmennið, lífshættulega slasað, hafði þagnað. Það er hryggileg staðreynd að hlutfallslega stærsti hópur öku- manna, sem valda alvarlegum slys- um í umferðinni, er ungt fólk á aldr- inum 17-25 ára. Ástæðan er oftast sú sama: Ofmat á eigin hæfileikum sem ökumenn, fífldirfska og sjálf- umgleði. Margir átta sig því miður ekki á því fyrr en of seint að hest- öflin sem þeir ráða yfir er þeir sitja undir stýri geta reynst banvæn ef þau eru misnotuð sem leiktæki þar sem lífi og limum saklauss fólks er ógnað. Bíll eða vélhjól getur snúist upp í stórhættulegt manndrápstæki í höndum vanþroska óvita. Nöt- urlegust er sú vitneskja að við get- um komið í veg fyrir fjölda mann- legra harmleikja með því að haga okkur eins og viti bornar mann- eskjur í umferðinni. Þegar þetta er ritað hefur enginn látið lífið í umferðinni á Íslandi það sem af er þessu ári. Nú tökum við höndum saman. Við viljum ekki sjá meira blóð, fleiri tár og hnípna for- eldra, systkini, afa, ömmur og vini yfir moldum eða við sjúkrabeð ung- menna sem áttu lífið framundan. Tollur umferðarinnar er þegar orð- inn allt of stór. Nú er mál að linni. Allt of margir þekkja hinn bitra sannleika á bak við það að vera vit- ur eftirá. Eru afbrot umferðarinnar léttvægari en önnur afbrot? Ragnheiður Davíðsdóttir fjallar um umferðarmál Ragnheiður Davíðsdóttir » Tollur umferð-arinnar er þegar orðinn allt of stór. Nú er mál að linni. Höfundur er forvarnafulltrúi hjá VÍS. FÁIR flokkar hafa haft jafn- mikil áhrif á íslenskt þjóðlíf og Framsóknarflokk- urinn. Með miðju- stefnu flokksins hefur tekist að halda öfgum hægri- og vinstri- manna að mestu í skefjum. Framsókn- arflokkurinn hefur gengið í gegnum vin- sældir og óvinsældir enda ekki óalgengt með flokka sem sækja fylgi sitt á miðjuna og ekki eins auðvelt að staðsetja til hægri eða vinstri. Um skeið hafa verið gerðar til- raunir til að færa flokkinn til hægri og jafnvel að gera hann að borgaraflokki þar sem fylgið kæmi meira úr borg en byggðum lands- ins. Í flokkinn hafa gengið aðilar sem náð hafa töluverðum frama en staðið tiltölulega stutt við meðan aðrir hafa tekið borgaralegar hug- sjónir upp á sína arma og reynt að leiða flokkinn á þá braut og þráast enn við. Sjálfsagt eru margar skýringar á döpru fylgi flokksins undanfarið en ég tel að ein meg- inskýringin sé sú að sumir for- ystumenn og framámenn flokksins hafa verið svo uppteknir að skapa flokknum nýja ímynd að gleymst hefur að vökva grasrótina. Nýir vendir hafa sópað en gert lítið annað en að þyrla upp ryki sem enn hefur ekki sest. Það var því kjarkmik- ill maður sem tók við forystu flokksins í ágúst á síðasta ári og fékk það afar erfiða hlutverk að leiða flokkinn á rétta braut. Ég hef trú á að honum muni takast það. Það mun etv. þurfa lengri tíma en fram að kosn- ingum í maí, en með því að horfa inn á við og nýta sér styrk þann sem býr í hug- myndafræði og kjarna flokksins mun það takast. Framsóknarflokkurinn á að vitja upprunans í hugmyndafræði ung- mennafélaganna og samvinnu- hugsjónarinnar og laga hana áfram að nútímasamfélaginu. Báð- ar þessar hugsjónir eru enn í fullu gildi og lifa víða góðu lífi. Á þess- um hugsjónum hefur Framsókn- arflokkurinn byggt stefnu sína og störf og því verið í fararbroddi í þjóðfélagsbreytingum síðustu ára- tuga. Þannig á flokkurinn að starfa áfram, á því byggir hann fylgi sitt og þannig mun hann áfram gegna lykilhlutverki næstu áratugi. Framsóknarflokkurinn má ekki taka upp dægurstjórnmál vinstri flokkanna eða íhaldsstefnu hægri aflanna og enn síður verða notaður sem stökkpallur einstaklinga sem ekki horfa til kjarnans í flokknum. Frambjóðendur eins og Birkir Jón Jónsson alþingismaður, sem hvað harðast hefur talað fyrir upp- runalegum gildum flokksins, hafa staðið uppi sem sigurvegarar í prófkjörum síðustu vikna og mán- aða. Það sýnir okkur að kjarninn mun á endanum skila flokknum því sem hann þarf til að stefna hans verði áfram grundvöllur þjóð- félagsins. Framsóknarflokkurinn Gunnar Bragi Sveinsson skrifar um framtíð Framsóknarflokksins Gunnar Bragi Sveinsson »Með miðjustefnuflokksins hefur tek- ist að halda öfgum hægri- og vinstrimanna að mestu í skefjum. Höfundur er oddviti Framsókn- arflokks í sveitarstjórn Sveitarfé- lagsins Skagafjörður. KANNSKI vegna þess að ekki er fjallað um náskyld málefni á einum stað, heldur fjalla tvö ráðu- neyti um svipuð mál. Velferð- arráðuneyti er á mínum óskalista. Á sjúkrahúsum landsins og hjúkrunarstofnunum liggur fólk sem vel gæti verið heima hjá sér og þátttakendur í lífi og starfi ef félagsleg þjónusta væri í lagi. Einstaklingsmiðuð þjónusta er ekki bara siðferðilega rétt, heldur sparar stórar fjárhæðir fyrir þjóð- félagið í mjög mörgum tilvikum. Að vista einstakling á stofnun heil- brigðiskerfis er rándýrt en með því að félagskerfið útvegar ekki næga þjónustu þá sparar félagskerfið. Um þetta er fjöldi dæma. Þjóðfélagið í heild tapar auðvitað mest, að ónefndum einstaklingnum sem ekki nýtur sjálf- sagðra mannréttinda. Biðlistar eftir pláss- um á sjúkrahúsum lengjast vegna stíflu sem stafar af naumt skammtaðri fé- lagsþjónustu. Það er ákaflega mikilvægt að fé- lagsþjónusta sé rétt skömmtuð. Að láta vanta örfáa tíma í aðstoð á mánuði neyðir fólkið inná stofn- anir. Þar með sparast aurinn en krónunni er kastað. Það er engin hætta á að fólk biðji um meiri aðstoð en þörf er á. Að hafa aukamanneskju inná heimili er ekki gert að gamni sínu. Sem betur fer er í undirbúningi að breyta öllu aðstoðarkerfinu í félagsþjónustunni. Okkur liggur sumum lífið á og ríkisstjórnin verður öll að taka á málinu. Ekki þýðir fyr- ir Árna og Geir að sitja á aurunum og segja ráðherrum velferðarmála að hagræða í málaflokkum sem eru fjársveltir fyrir. Ég skora á alla stjórnmálamenn að sameinast um að gera eitthvað í málunum strax. Hvort sem veik- indi, slys eða fötlun kalla á að við þurfum aðstoð, þá eigum við rétt á þjónustu, það eru okkar borg- aralegu réttindi. Félagskerfið níðist á heilbrigðiskerfinu Guðjón Sigurðsson fjallar um félagslega þjónustu »Með ódýrum lausn-um félagslega væri vel mögulegt að spara mikið í heilbrigðiskerf- inu. Ég vil eitt ráðuneyti velferðarmála. Guðjón Sigurðsson Höfundur er formaður MND- félagsins og þarfnast aðstoðar samfélagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.