Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 37 ÞAÐ var 8. mars árið 1995 sem dyr sjúkrastöðvarinnar á Vogi lokuðust að baki mér og ég fór í slopp. Hjúkr- unarfræðingurinn sem tók við mér mældi blóðþrýsting og gaf mér að því loknu sprautu til að ég gæti sofið og trúlega til að koma í veg fyrir krampa. Ekki vanþörf á því að ástand mitt var alvarlegt eftir langvarandi stjórnleysi í baráttu við alkóhólismann og ekki mátti tæpara standa. Þetta sáu reyndar flest- allir aðrir en ég sjálfur en það er nú einu sinni þannig með þennan blessaða sjúkdóm sem nefndur er alkóhólismi að hann slær alla skyn- semi og rökhugsun út af borðinu og viðkom- andi sjúklingur deyr eða gengur af vitinu ef ekki næst að stöðva framþróun sjúkdóms- ins. Þennan tiltekna dag fyrir 12 árum tókst í mínu tilfelli að stöðva þá þróun. Alkóhólismi er einn grimmasti sjúkdómur sem hægt er að hugsa sér. Afleiðingarnar sem ég hef áður nefnt, þ.e. dauði eða geðveiki, eru kannski alvarlegasta birtingarmyndin en þó eru aðrar hliðar sem ekki má gleyma. Sjúkdómurinn ræðst nefnilega ekki bara á alkóhólistann heldur einnig að- standendur sem ganga þurfa göng- una með þeim sjúka. Það er því ekki að ástæðulausu að talað er um alkó- hólisma sem fjölskyldusjúkdóm. Það þarf ekki að kynna sér lög þessa lands lengi til að átta sig á því að áfengis- og vímuefnasjúklingar eiga fullan rétt á heilbrigðisþjónustu enda hefur það verið viðurkennt með ýmsum hætti frá hendi hins opinbera. Hér á árum áður rak ríkið deildir á nokkuð mörgum stöðum þar sem menn og konur fóru í gegnum afeitr- un og eftirmeðferð. Í dag er trúlega einungis um eina deild að ræða á veg- um ríkisins sem býður úrræði fyrir þá sem ánetjast áfengi og öðrum vímu- gjöfum, þ.e. deild 33A á Landspít- alanum. Um þau 15 pláss sem þar eru í boði og starfið sem þar er unnið er ekkert nema gott að segja. Þróunin undanfarna áratugi hefur verið sú að ríkið hefur valið að beina veikum áfengis- og vímuefnasjúklingum til einkaaðila. Stór hluti þeirra sjúklinga sem hafa þurft á meðferð að halda hafa farið í gegnum Sjúkrastöð SÁÁ á Vogi í afeitrun og þaðan í einhverja af þeim eftirmeðferðarstöðvum sem SÁÁ hefur boðið uppá fyrir skjólstæð- inga sína. Engum blöðum er um það að fletta að SÁÁ hef- ur lyft grettistaki í með- höndlun á alkóhólisma enda fer þar saman ára- löng reynsla og mikil og fjölbreytt fagþekking. SÁÁ hefur eins og eðli- legt er fengið fé frá rík- inu. En það er löngu orðið ljóst að það þarf að stór- auka fjárframlög til SÁÁ eigi samtökin að vera þess megnug að mæta sí- vaxandi þörf fyrir með- ferðina sem þar er í boði. Aftur og aft- ur hefur þjóðin verið minnt á fjárþurrð samtakanna þegar for- ráðamenn SÁÁ hafa komið á framfæri áhyggjum sínum vegna bágrar stöðu. Aftur og aftur hafa þeir þurft að íhuga lokanir á deildum og til þeirra hefur reyndar komið, t.d. á Staðarfelli þar sem eftirmeðferð hefur farið fram. SÁÁ er nánast eini fagaðilinn utan heilbrigðiskerfisins sem hefur til að bera þá þekkingu sem nauðsynleg er til að geta sinnt meðferð jafn bráð- veikra einstaklinga og hér um ræðir. Þó er rétt, þannig að á engan sé hall- að, að halda því til haga að Krýsuvík- ursamtökin hafa haldið úti meðferð fyrir fíkla og að þeirri meðferð koma aðilar sem bæði hafa fagþekkingu og reynslu á þessu sviði. Öðru gildir um ýmsar aðrar stofnanir og aðila sem verið hafa í umræðunni síðustu vikur. Að undanförnu hefur verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að þessir aðilar hafa engar faglegar forsendur til að meðhöndla fárveika áfengis- og vímuefnasjúklinga. Að fela slíkum að- ilum að taka við jafn alvarlega veiku fólki og um ræðir hér er að mínu mati stórvarasamt og að auki sorgleg sóun á fjármunum. Ég er einn af þeim lukkunnar pam- fílum sem slapp lifandi úr helgreipum alkóhólismans. Gangan mín var löng og ströng. Ítrekað þurfti ég að leita mér aðstoðar. Sem betur fer gat ég, þrátt fyrir síendurtekna ósigra, alltaf leitað til SÁÁ í veikindum mínum því að í orðaforða þeirra sem störfuðu hjá SÁÁ var ekkert til sem hét vonlaus alkóhólisti. Enda fór svo að með dyggri aðstoð SÁÁ lærði ég loksins að skilja eðli sjúkdómsins og finna leið- ina til bata. Íslenska þjóðin er ótrúlega lánsöm að eiga samtök eins og SÁÁ. Ofnæmi fyrir alkóhóli og vímuefnum er líf- fræðileg staðreynd sem sumir sleppa blessunarlega við. Á aðra ræðst þetta ofnæmi strax við fyrstu reynslu af hinum svokölluðu gleðigjöfum. Sú reynsla breytist því fljótt í martröð og martröðin einungis magnast og versnar nema tekið sé í taumana. Það er því brýnt að fyrir hendi sé öflug þjónusta sem veitt getur þessum ein- staklingum sem og aðstandendum þeirra faglega meðferð. Margoft hef- ur verið sýnt fram á þjóðhagslegan ávinning af starfsemi SÁÁ. En mik- ilvægast af öllu er þó að þar er mannslífum bjargað. Ég skora á þá aðila sem stýra fjár- veitingum til þessa málaflokks að eyða allri óvissu um framtíð SÁÁ með því að gera þjónustusamning við sam- tökin sem tryggir þeim öruggan rekstur um ókomna framtíð. Að bjarga mannslífum Pálmi Gunnarsson fjallar um alkóhólisma og starfsemi SÁÁ »Margoft hefur veriðsýnt fram á þjóð- hagslegan ávinning af starfsemi SÁÁ. En mik- ilvægast af öllu er þó að þar er mannslífum bjargað. Pálmi Gunnarsson Höfundur er tónlistarmaður. ÖSSUR Skarphéðinsson fór mik- inn í sölum Alþingis við upphaf þing- fundar mánudaginn 12. febrúar sl. Í síðari ræðu sinni virtist kappanum hlaupa nokkurt pólitískt kapp í kinn. Um leið og hann otaði fingrum sínum ógnandi að prúðmenn- inu Jóni Kristjánssyni þá hafði hann uppi stór orð um „sekt“ Fram- sóknar í Byrgismálinu alræmda. Satt best að segja kom þessi um- ræða mér nokkuð á óvart og minnti óneit- anlega á fræga ræðu formanns Samfylking- arinnar þar sem hún taldi óhæfuverk barna- níðinga vera eitt dæmið af mörgum um vonda ríkisstjórn. Í raun dæma ræður formanns- ins núverandi og fyrr- verandi sig sjálfar. Hins vegar er það graf- alvarlegt þegar stjórn- málamenn nota harm- leiki á borð við Byrgismálið og barna- perrana til að slá póli- tískar keilur. Mér finnst það misindi af verstu gerð og umræddum stjórnmálamönnum til skammar. Auðvitað vakir ekkert annað fyrir þeim með slíkum um- mælum. Koma höggi á pólitíska andstæðinga og láta sig litlu varða þó þau níðist þannig póli- tískt á ógæfu annarra. Í umræðunni kom nefnilega ekkert nýtt fram – ekkert sem varpaði nýju ljósi á mál- in. Hins vegar eru allir jafn miður sín yfir þeirri ógæfu sem leidd hefur verið yfir fórnarlömbin í þessum málum. Vilja hjálpa okkar minnstu … Um málefni Byrgisins má segja að þar komu margir að – einstaklingar innan þings og utan, fyrirtæki og stofnanir. Ætli nærri helmingur þingheims hafi ekki heimsótt Byrgið og orðið snort- inn vegna starfsins er þar virtist fara fram. Forvarnardeild lög- reglunnar í Reykjavík hvatti pólitíkusa til að halda Byrginu gang- andi því starfsemi þess héldi ógæfufólki af götunni. Ólafur fyrr- um landlæknir starf- aði sem verndari og læknir Byrgisins vegna þess að honum fannst krafturinn þar og markmið starfsins göfug. Sama gilti um þá stjórnmálamenn er heimsóttu Byrgið eða létu málefni þess til sín taka. Sama gilti um þá einstaklinga og fyr- irtæki er gáfu peninga og aðrar gjafir til að efla starfsemi Byrg- isins. Sama bjó líklega að baki þegar einstaka þingmenn stjórn- arandstöðu skömmuðu stjórnarþingmenn fyr- ir að verja ekki nógu fé í Byrgið. All- ir hygg ég hafi gert þetta í góðri trú og haft að vopni viljann til að hjálpa okkar minnstu bræðrum og systrum. Og sannarlega var ástæðan ærin. Djöfull í mannsmynd? Fyrir allt þetta fólk, og er und- irritaður á engan hátt undanskilinn, urðu fréttirnar af Byrginu algjört reiðarslag. Þær urðu okkur öllum mikið áfall vegna þess að við trúðum því statt og stöðugt að þarna væri unnið göfugt og gott starf. Ekkert okkar hafði ímyndunarafl til að láta sér detta í hug að á bak við göf- uglyndið virðist hafa leynst sjúkleg- ur ósómi og misnotkun á fólki sem gat sér engar varnir veitt – einkum ungar stúlkur. Í margræddri skýrslu félagsmálastjóra Kópavogs er í raun mælt með því að ríkisvaldið semji til lengri tíma við Byrgið um áframhaldandi starf. Og gleymum ekki því að margir fyrrum skjól- stæðinga Byrgisins komust á legg og lifa nú heilbrigðu lífi í samfélag- inu. Þeirra lífi var bjargað. Aðfinnsl- urnar lúta fyrst og fremst að því að Byrgið bæti bókhald sitt og rekstur. Engum datt í hug annað en Byrg- isfólk væri að bjarga mannslífum. Þess vegna erum við hrygg og hnuggin, þess vegna erum við beygð. Vegna þess að svo virðist sem á bak við kristilega yfirbragðið hafi dulist djöfull í mannsmynd – djöfull sem misnotaði traust hinna nið- urbrotnu. Og það er þess vegna sem mér finnst það aumur og ljótur leikur hjá pólitíkusum að nota þetta mál til að lyfta sjálfum sér á einhvern tilbúinn stall. Mér finnst þetta eitt aumasta bragð sem ég hef orðið vitni að á 12 ára ferli í stjórnmálum. Vona ég svo sannarlega að kosningabaráttan, sem framundan er, færist ekki niður á þetta soralega plan. Landsmenn eiga það ekki skilið. Pólitísk misnotkun Hjálmar Árnason fjallar um Byrgismálið og stjórnmál » Vona ég svosannarlega að kosningabar- áttan, sem framundan er, færist ekki nið- ur á þetta sora- lega plan. Landsmenn eiga það ekki skilið. Hjálmar Árnason Höfundur er alþingismaður. HVERJU nýju ári fylgja ákveðnar væntingar, vissar vonir og þrár sem við öll ölum í brjósti í rík- um mæli. Ég er hér ekki að tala um væntingarnar í fjármálaheiminum þar sem græðgi fárra ræður ríkjum, þar sem enginn fær saðningu, heldur skapar græðgin aðeins ofurgræðgi hjá þeim sem halda að lífsgæfan fel- ist í fjármunum og þeim sem allra mestum og gleymast þá gjarnan hin gömlu sannindi að valtur er verald- arauður. Nei, ég er eðlilega að tala um vonir um sanna lífsgæfu sem allra flestum til handa, þann innri auð sem ekkert fær grandað í raun. Heilsan er einn þeirra dýrmætustu þátta sem þann auð skapa, heil- brigðir lífshættir í hverju einu eiga sinn ríkulega hlut og þar er að efni þessa grein- arkorns komið umfram annað. Daprar fregnir fjölmiðlanna um and- stæður þessara hollu lífshátta hrópa á okkur dag hvern. Afleiðing- arnar oft hörmulegar og þó er sjaldnast öll sagan sögð, allra sízt unnt að færa fram all- an þann sálarskaða svo ofurmargra er fyrir hafa orðið á einhvern veg. En næg, alltof næg, eru hin hryggilegu dæmi um það hversu áfengi og önnur eit- urefni leika menn grátt og ekki bara þá sem þessara eiturefna neyta held- ur svo hræðilega marga aðra, að- standendur máske allra helzt. Af- leiðingarnar birtast okkur hvarvetna og það sem mig hryggir mest er það, hversu ætíð er reynt að fela hið raunverulega samhengi milli neyzlu og athafna, alveg þó sér í lagi þegar áfengið á í hlut, þeir eru nefnilega anzi margir í okkar samfélagi sem ekki vilja koma óorði á „blessað“ brennivínið svo vitnað sé í fleyg um- mæli þessu tengd, þó í öðru sé við- miðunin einnig. Fjölskylduharm- leikir eru sífellt að gerast og um þá sjaldnast haft hátt nema úr öllu hófi keyri, ofbeldisverk þar alltof tíð en einnig svo víða á vettvangi og aftur segi ég að þáttur áfengisins sé alltof oft falinn eða þá farið þar um mild- um orðum. Umferðarslys, allt yfir í banaslys, koma hér skelfilega inn í myndina einnig. Hamingjuhrun svo hræðilega margra, sumt aldrei aftur tekið, jafnvel yfir í sjálfa lífsförg- unina, alltof oft áfenginu tengt. Þarf að segja meira um allar þær sann- anlegu afleiðingar sem þessi eitur- efni hafa í för með sér, en áfram er dýrðarsöngurinn sunginn um gleði – og gæfugjafann góða, margvottaður með „virðingu og heill“ í bak og fyrir í auglýsingum og kynningum sem alls staðar blasa við, enda er áfeng- isauðvaldið óspart á fjármunina og víða nóg af feitum þjónum til að éta af jötunni. Og fjöld- inn flýtur sofandi að feigðarósi, því miður. Ég el raunar þá veiku von í brjósti að ein- hvern tímann gangi svo fram af fólki það alvar- lega og hættulega ástand sem ríkjandi er, að það rísi upp til varn- ar og sóknar. Þá er líka rétt að minna enn einu sinni á það órofasamhengi sem er á milli áfeng- isneyzlunnar og neyzlu annarra eit- urefna, vandaðar rannsóknir sýna að neyzla ólöglegra eiturefna hefst nær eingöngu í kjölfar áfengisneyzlu. Staðreynd sem alltof margir vilja loka augunum fyrir, þeir sem vilja skipta eiturefnunum í vond og góð, þar sem áfengið trónir í gæðaflokkn- um. Á nýju ári leggjum við bindind- ismenn enn sem fyrr aðaláherzlu á að staðreyndir séu dregnar í dags- ljós fram, hversu svo sem mönnum finnast þær óþægilegar. Við skorum á alla þá mörgu sem aðhyllast sömu lífsskoðun og við í þessum þýðing- armikla þætti heilbrigðismála að fylkja með okkur liði og láta í sér heyra, þannig að rödd okkar hljómi ekki eins og hrópandans í eyðimörk eiturefnanna, heldur verði sam- hljóma styrkur kór sem kallar á nýja sýn, nýjar áherzlur öllu samfélagi okkar til farsældar. Gleðilegt bar- áttuár! Hugsað upphátt í ársbyrjun Helgi Seljan fjallar um bind- indis- og heilbrigðismál. » Afleiðingarnar birt-ast okkur hvarvetna og það sem mig hryggir mest er það, hversu ætíð er reynt að fela hið raunverulega samhengi milli neyzlu og athafna, alveg þó sér í lagi þegar áfengið á í hlut ... Helgi Seljan Höfundur er formaður fjölmiðlanefndar IOGT. Fréttir á SMS HÚSEIGN Í ÞINGHOLTUNUM EÐA NÁGRENNI MIÐBORGARINNAR ÓSKAST Traustur kaupandi óskar eftir 200-400 fm húseign á framangreindu svæði. Staðgreiðsla í boði. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.