Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Kynni okkar Höllu hófust fyrir um tíu árum þegar við ásamt henni fór- um á árs námskeið um öndun. Sam- vinna og vinskapur hélst áfram.Við kunnum vel að meta í fari hennar elsku, umburðarlyndi, fordómaleysi og einnig djúpt, kvenlegt innsæi. Í samstarfi okkar streymdi frá henni sterkur, elskuríkur kraftur sem hvatti okkur áfram. Uppáhaldsorðið hennar úr „öndunarfræðunum“ var „úrkraftur“ – þýðist frumkraftur. Í veikindum Höllu kom þessi kraftur hennar og þrautseigja sterkt í ljós. Við gátum ekki annað en dáðst að þeirri reisn sem hún sýndi í gegn um veikindin. Hún var líka skemmtileg og ljóðelsk og vitnaði stundum í þjóð- legan fróðleik, sem var hennar sér- svið. Skáldagáfa var henni líka gefin og eru ljóð hennar vitni þar um. Þau eru í senn rík af húmor, næmu feg- urðarskyni og þeim krafti sem ein- kenndi hana. Lát Höllu skilur eftir sig sáran söknuð en minningin um kosti henn- ar og vináttu í gegnum árin vekur þakklæti og hlýju í hjarta. Eitthvað innra með mér hefur fundið staðinn þar sem öll veröldin andar lofsöngvar um ódauðleika og hin miklu mjúku ský í lungum Guðs … Úr öndunarljóði eftir Vincent Newlin í þýðingu Hallgerðar. Við sendum fjölskyldu Höllu inni- legar samúðarkveðjur. Ólöf Sesselja og Guðrún Arnalds. Kraftmikill fræðimaður, öndvegis samstarfsmaður og góður félagi hef- ur kvatt okkur. Hallgerður helgaði starfskrafta sína þjóðháttafræði og sagnfræði og starfaði á Þjóðminja- safni Íslands í áratugi. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir um aldarfjórð- ungi þegar Hallgerður hafði umsjón með þjóðháttasöfnun á elliheimilum á Íslandi fyrir hönd Þjóðminjasafns- ins. Þá var ráðinn hópur sagnfræði- nema til að leggja land undir fót með segulbönd og ritvélar í farteskinu til að taka viðtöl við eldri borgara um allt land um uppvaxtarár þeirra, launavinnu, dagamund og daglegt líf, auk margvíslegra annarra efna. Í því verkefni sem öðrum sem Hallgerður tók sér fyrir hendur kom ljóslifandi fram áhugi hennar, elja og hug- myndaauðgi, og ekki síst hæfni til að fá með sér hóp af fólki til áhuga- verðra verka. Þetta var mikilvægt og lærdómsríkt skref fyrir margan nemann að taka þátt í þessu starfi í upphafi níunda áratugarins. Síðustu fimm árin auðnaðist mér að eiga Hallgerði að sem samstarfs- mann á Þjóðminjasafninu. Góðar ✝ HallgerðurGísladóttir, cand. mag., fags- tjóri Þjóðháttasafns á Þjóðminjasafni Ís- lands, fæddist í Sel- dal í Norðfirði 28. september 1952. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 1. febrúar síð- astliðinn og var jarðsungin frá Nes- kirkju 9. febrúar. minningar eru tengd- ar þessum árum, óbil- andi kraftur hennar við vinnu við opnun nýrrar grunnsýningar á Þjóðminjasafninu, þar sem hún gegndi mikilvægu hlutverki í textagerð á sýning- unni og ritstýrði um- fangsmiklu margmiðl- unarefni sem útbúið var í tengslum við hana. Uppbygging þjóðháttasafnsins var að öðru leyti hennar aðalstarfsvettvangur innan Þjóð- minjasafnsins, og hélt hún áfram brautryðjandastarfi fyrirrennara sinna í starfi með samningu og út- sendingu spurningaskráa um marg- víslegar hliðar mannlífisins. Undir hennar forystu var m.a. efnt til viða- mikils rannsóknarverkefnis um trúarhætti þjóðarinnar. Hættir og venjur samtímans komust á dagskrá og hafa auðgað mjög það heimilda- safn sem Þjóðminjasafnið geymir. Sem fræðimaður hefur Hallgerður lagt fram drjúgan skerf, verk sem við sem eftir lifum fáum að njóta um ókomna tíð. Rannsóknir á matar- menningu landsins ber þar hæst, og hafði hún hugann við það efni fram á síðustu vikur. Varpaði fram hug- myndum um grein um miðaldamat- arvenjur og hvernig bjóða mætti upp á matseðla í þeim anda. Hallgerður var alla tíð virk í bæði alþjóðlegu samstarfi, faglegu starfi safnamanna á innanlandsvettvangi, sem og í fræðilegri umræðu innan faghópa þjóðfræðinga og sagnfræðinga á ráð- stefnum og bókafundum. Hún lét þó ekki staðar numið sem viðtakandi, miðlun til almennings var henni mjög hugleikin. Hún hélt fjölmarga fyrirlestra á starfsævinni, flutti út- varpsþætti, gerði sjónvarpsþætti og mikið liggur eftir hana í skrifum í bókum, tímaritum og blöðum. Hallgerðar er sárt saknað meðal starfsfélaga og vina. Fjölskyldu og aðstandendum eru sendar innilegar samúðarkveðjur. Hrefna Róbertsdóttir. Við hittumst síðast í draumi, þú birtist mér, björt, kvik og nakin. Þú varst að þvo þér hátt og lágt við vask- inn, við sögðum ekkert en horfðumst á. Við hittumst fyrst á Þjóðminja- safninu þar sem ég hafði ráðið mig sem sýningarstjóra. Þú varst þessi Hallgerður sem ég vissi af og tengdi hinu þjóðlega, matarhefðinni sem og baráttu fyrir auknum réttindum kvenna. Þú tókst mér vel og smám saman kynntumst við betur eftir því sem leið á hið stóra sameiginlega verkefni stofnunarinnar, enduropnun Þjóð- minjasafnsins og nýrrar grunnsýn- ingar með öllum sínum margbreyti- legu verkefnum. Þú varst þessi orkumikla kona, jákvæð og bjartsýn þrátt fyrir mikið álag, því víðsvegar varstu til kölluð í ólík verk, þekkt sem fær fræðimaður, vandvirkur starfsmaður með kjölfestu og færni í mennskunni. Þér var falið að ritstýra margmiðlunarefni grunnsýningar- innar og að vera einn af aðalhöfund- um að texta sýningarinnar. Þar að auki skrifaðir þú um eldhús, matföng og munaðarvöru í bókina Hlutavelta tímans – Menningararfur á Þjóð- minjasafni sem gefin var út í tilefni af nýju grunnsýningunni. Þetta var ekki allt, því þú varst líka ritstjóri sýningarbókarinnar Í eina sæng, Ís- lenskir brúðkaupssiðir sem kom út samhliða sérsýningu með sama heiti í Bogasal við enduropnun safnsins. Þetta gerðir þú allt meðfram hinu hversdagslega amstri og vílaðir ekki fyrir þér! Verkefnin man ég og sam- veruna í kringum þau. Þó man ég best góða viðmótið, kraftinn, blikið í augunum, hvatninguna, brosið og hláturinn. Ég skynjaði og kynntist að þarna færi kona með djúpar ræt- ur og gríðarlegan styrk. Takk fyrir, Hallgerður! Ég sendi Árna, Gulla og Eldjárni mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Guðrún Guðmundsdóttir. Kveðja frá Félagi íslenskra safna og safnmanna Hallgerður Gísladóttir tók virkan þátt í starfi og mótun Félags ís- lenskra safna og safnmanna. Hún var framúrskarandi fræðimaður og virkur þátttakandi í starfi safn- mannafélagsins og formaður þess frá árinu 1991 til ársins 1993. Við fráfall hennar er stórt skarð höggvið í raðir safnmanna. Óeigingjarnt starf henn- ar og mikilsvert framlag til íslenskra fræða verður seint fullþakkað. Hug- ur okkar er hjá eiginmanni hennar, börnum og fjölskyldu sem við vottum okkar dýpstu samúð. Undankoman var jafnan vís: öryggi draumanna tryggð orðanna ljóð gripin sem hálmstrá fljúgandi tónar: upp upp mín sál… bakvið myrkrið framtíð í öllum regnbogans litum! (Ingibjörg Haraldsdóttir) F.h. Félags íslenskra safna og safnmanna, Karl Rúnar Þórsson og Hanna Rósa Sveinsdóttir. Hallgerður Gísladóttir er alltaf svo nálæg í minningum mínum. Í af- mælisveislum okkar krakkanna, tertur og brauð, á hægri ferð á Lödu sport, frekar illa skóuð upp um fjöll í góðum félagsskap. Allar veislurnar Halla með kjöt og sósur. Ég er eilíf- lega þakklát fyrir fjallagrasabrauðin sem hún færði mér á sængina og sterku huggandi hendurnar sem heiluðu og hlýjuðu. Eilíflega þakklát fyrir að hafa alist upp í þægilegri ná- lægð við Höllu. Hugurinn er hjá frændum mínum sem misst hafa svo mikið. Mennirnir elska missa gráta og sakna. Ásdís Þórólfsdóttir. Vinátta og kynni okkar Höllu stóðu lengi. Við sáumst ekki oft í seinni tíð, en áttum dagstund saman á sjúkrahúsi á síðastliðnu ári. Henni var greinilega brugðið, en þó var þessi dæmalausa reisn yfir henni. Í mínum huga var hún einstök. Sann- kölluð íslensk fjallkona, falleg, vitur, góð, einstaklega skemmtileg og gat hlegið af hjartans lyst. Veikindi Höllu hófust fyrir löngu, en með þrotlausri leit að ráðum tókst henni að kveða þennan ófögnuð nið- ur, krabbameinið, og allt var gott um langa hríð. En stundum er eldurinn falinn. Ekki veit ég hvenær hann gaus upp aftur, en nú er Halla mín öll. Ég get ekki annað en minnst henn- ar, því hún er mér svo hugstæð. Ógleymanleg. Hún var mér líka betri en enginn þegar sorgin knúði dyra hjá mér og tók óþyrmilega á sál og líkama. Hún hafði reynsluna og gaf mér góð ráð til að afbera tilveruna. Halla var dásamleg manneskja. Mig langar til að senda Árna, Gulla, Eld- járni og Stebbu, systur Höllu, þessar línur sem ég setti á blað þegar sorgin var alveg að fara með mig. Þegar sorgin knýr dyra verður þú að bjóða henni inn eins og hverjum öðrum gesti hún á við þig dýrmætt erindi. Hún stendur við hlið þér við eldavélina sest á undan þér við eldhúsborðið horfir með þér á sjónvarpið tekur jafnvel þátt í sápunni á skjánum. Hún hjálpar þér að tína niður úr hillunum í búðinni bíður eftir þér úti í bíl þegar þú kemur úr bankanum hjálpar þér að búa til endalausar áhyggjur af þeim sem eftir lifa og eru þér svo kærir. Hún ætlar að vera lengi, lengi í hverjum krók og kima líkama þíns og sálar. Hún yfirgefur ekki hús þitt fyrr en hún hefur kennt þér til fullnustu að ekkert líf er án dauða, enginn dauði án lífs að lífið er stutt og það er hættulegt að lifa. Hún kennir þér að ekkert er sjálfgefið en að sólin er á sínum stað, og verður og blómin, bláminn á himninum og mynd hins látna óafmáanleg í huga þínum. Margrét Örnólfsdóttir. Seldalur gengur suðvestur úr Norðfjarðarsveit kringdur háfjöllum og inn af honum Lambeyrarskarð lægst til Eskifjarðar í 800 m hæð. Þetta er gróðursæl snjóakista og mikill vatnagangur þegar vorar. Þarna urðu ábúendaskipti rétt eftir 1900 þegar Friðrik Jónsson og Guð- ríður Guðmundsdóttir tóku að yrkja jörðina og eignuðust Sigríði fyrir dóttur og fjóra syni einn af öðrum, Gísli þeirra elstur. Friðrik bóndi féll frá rétt hálffimmtugur 1920 en Guð- ríður hélt áfram búskap í tvo áratugi með synina sér við hlið. Gísli var námfús og gekk í Eiðaskóla við upp- haf kreppunnar en tók við jörðinni að móður sinni látinni og deildi sambýli með bræðrum sínum Jóni og Guð- laugi. Þá var komin til sögunnar ung og fönguleg mær seyðfirsk, Sigrún Dagbjartsdóttir frá Hjalla við Vest- dalseyri. Einnig hún hafði aflað sér góðs veganestis í Húsmæðraskólan- um á Hallormsstað. Ungu hjónin í Seldal voru vel undir lífið búin og þar var laukur í túni. Úr þessum jarðvegi uxu börnin níu talsins, Hallgerður sú fimmta í röðinni. Árin sem ég kenndi við Gagnfræðaskólann í Neskaupstað kynntist ég sem nemendum systrun- um Ínu og Hallgerði. Báðar voru þær í fremstu röð, fluttu með sér andblæ og reynslu sem kennarinn fékk að kynnast af mæltu og rituðu máli þeirra og margir hafa notið síðan. Hallgerður var hlédrægari en eldri systirin, íbyggin og þó kankvís. Þær systur fóru með glans gegnum nál- arauga landsprófsins og við báðum fannst mér blasa menntavegurinn í striklotu. Áhugi þeirra beindist hins vegar í margar áttir og efnin heima fyrir voru ekki mikil. Ína festi snemma ráð sitt og lifði sig inn í þjóð- sagnaheim og sögu æskuslóðanna sem margir hafa síðan notið af leið- sögn hennar í sumarferðum. Hall- gerður fór að vinna fyrir sér og hélt svo á hússtjórnarskóla á Jótlandi. En hún kom til baka og settist í fram- haldsdeild Gagnfræðaskólans haust- ið 1970, reynslunni ríkari og búin að ráða við sig hvert halda skyldi. Það var unun að kenna þessum námfúsa hópi íslensku, þýsku og náttúru- fræðigreinar. Í hlut Hallgerðar komu aðeins ágætiseinkunnir, hvar sem borið var niður. Hún geislaði af áhuga, upplitsdjörf og broshýr en skildi ekki við sig eðlislæga varfærni. Þannig fetaði hún sinn stíg og fékk snemma til fylgdar við sig Árna Hjartarson, fótvísan og skemmtileg- an ævifélaga. Hallgerður hefur kvatt okkur í blóma lífsins umlukin áformum um nýja landvinninga. Samt skilar hún ævistarfi sem sérhver metnaðarfull- ur fræðimaður gæti verið fullsæmd- ur af. Þar ber framlag hennar til þjóðfræði og þjóðhátta hæst og brauðryðjandastarf hennar í rann- sóknum á matarmenningu Íslend- inga. Enginn mun horfa framhjá hlut hennar á því sviði. Þegar við göngum um endurskapaða sýningarsali Þjóð- minjasafnsins og rýnum í texta sem Hallgerður var aðalhöfundur að njót- um við næmrar leiðsagnar hennar og innsæis í sameiginlega fortíð. Arfur- inn frá Seldal og Hjalla reyndist henni notadrjúgur. Við Kristín hugsum til Hallgerðar og hennar nánustu með hlýhug og þakklæti. Hjörleifur Guttormsson. Gengin er merkileg kona, skap- andi, greind og klár og mikil fé- lagsvera. Halla, eins og hún var jafn- an kölluð, er af sextíu og átta kynslóðinni og tók virkan þátt í þeim samfélagshræringum sem áttu sér stað á áttunda áratugnum og ekki síður þeim níunda. Ég sá Höllu í fyrsta skipti árið 1976. Hún bjó þá í kommúnu í Skólastræti ásamt öðru ungu róttæku fólki sem var að prófa sig áfram með nýtt sambýlisform. Þar sat hún umkringd fjölskyldu og vinum og söng baráttusöngva. Næstu klukkutíma var ekkert hlé á söngnum heldur tók hvert lagið við af öðru. Halla leiddi sönginn og rak aldrei í vörðurnar. Ég þekki engan sem kunni önnur eins ógrynni af textum. Þetta söngglaða fólk varð síðar kjarninn í Alþýðumenningar- kórnum sem var stofnaður undir lok áttunda áratugarins og söng á ýms- um baráttusamkomum. Halla og Árni, en þau eru einhvern veginn alltaf spyrt saman í huga manns, voru þar fremst í flokki og söng Halla stundum einsöng með kórnum. Þau voru líka mikill drifkraftur í Ferðafélaginu Vinir og vandamenn sem fór í sína fyrstu árlegu göngu- ferð sumarið 1982. Árni átti það til að taka sig út úr hópnum og þræða ein- hverja torfæruna þrátt fyrir mót- mæli Höllu sem vildi sem minnst af þessum glæfraferðum vita af ótta við að hann færi sér að voða. Leiðir okkar Höllu lágu einnig saman í Rauðsokkahreyfingunni. Svo kallaðir basishópar voru mikið í tísku hjá róttækum kvennahópum á þessum árum. Eftir leit að sam- félagslegri skýringu á kúgun kvenna fóru konur að líta inn á við og skoða nærumhverfið í leit að skýringu. Heilan vetur var setið og rýnt inn á við en kjarkurinn var ekki meiri en svo að umræðan snerist upp í eitt- hvað allt annað, ekki síst var farið í hugmyndafræðilegar pælingar sem Halla var snillingur í. Um tíma sáum við um vikulega jafnréttissíðu í Þjóð- viljanum ásamt Guðrúnu Ögmunds, Kristínu Ástgeirs og Ingibjörgu Sól- rúnu og var greiðslan fyrir skrifin notuð til að greiða niður leiguna á Sokkholti, aðsetri Rauðsokkahreyf- ingarinnar. Þó að Halla hafi aldrei starfað mikið með Kvennaframboðinu átti hún sinn þátt í að framboðið varð að veruleika. Í janúar 1981 kviknaði hugmynd hjá nokkrum rauðsokkum um framboð kvenna til borgarstjórn- arkosninga vorið 1982. Þó að hug- myndin kæmist á flug gerðist lítið fyrr en Halla bauð til garðveislu heima hjá sér í maí eftir fund í Rauð- sokkahreyfingunni. Þennan sól- bjarta sumardag voru strengd tvö heit. Annars vegar að bjóða fram kvennalista í borgarstjórnarkosn- ingum vorið eftir og hins vegar að fjarlægja „himinmiguna“ úr Tjörn- inni. Atlagan að gosbrunninum var gerð þennan sama dag af nokkrum konum án árangurs. Halla komst ekki með en sagðist síðar hafa verið hálffegin að vera löglega afsökuð því að henni óaði hálfpartinn við þeim femíníska ofurkrafti sem fór að bein- ast að gosbrunninum. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Höllu og hennar fjöl- skyldu og vinum. Hennar er sárt saknað og lífið hefði verið litlausara án hennar. Elsku Árna, Gulla og Eld- járni sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Kristín Jónsdóttir. Úrsvalur blær fer um skóginn og hvíslar í limi trjánna meðan hann tínir burt marglit laufin (Vilborg Dagbjartsdóttir) Ég hafði vitað um hana Hallgerði þó nokkru áður en ég hóf störf með henni á Þjóðminjasafninu. Ég hafði séð til hennar við hlið Árna í 1. maí göngum og á útifundum Hallgerður Gísladóttir                   15-50% afsláttu r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.