Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ María Péturs-dóttir fæddist í Hovi á Suðuroy í Færeyjum 3. októ- ber 1929. Hún lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Kumbaravogi 9. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Petur Hentze, f. 20.2. 1906, d. 10.6. 1978, og Olivia Tavsen, f. 6.9. 1905, d. 18.1. 1945. Systkini Mar- íu eru Elisabeth Hentze, f. 8.7. 1931, d. 17.12. 1999, Hjördís Hentze Magnússon, f. 7.9. 1932, og Sjúrður Hentze, f. 22.9. 1940. María giftist 5. apríl 1950 Jens A. Péturssyni frá Nesi á Suðuroy í Færeyjum, f. 22.7. 1922. María og Jens eignuðust fjögur börn, þau eru: 1) Oddgeir Jensson, f. 11.11. 1950, í sambúð með Finn- björgu Holm, f. 25.3. 1967. 2) Agnes Jensdóttir, f. 9.1. 1952, í sambúð með Óttari Guð- laugssyni, f. 23.2. 1943. Agnes á fjög- ur börn, Arnar, Maríu, Ingólf og Rakel. 3) Hjalti Sævar Jensson, f. 31.12. 1955, kvænt- ur Hildi Gunn- arsdóttur, f. 25.3. 1957, þau eiga fimm börn, Önnu, Írisi, Hjördísi, Katrínu og Gunn- ar. 4) Pétur Jensson, f. 6.10. 1960, kvæntur Bjarnheiði Ást- geirsdóttur, f. 2.1. 1969, þau eiga þrjú börn, Daníel, Davíð og Dagnýju. María á sex lang- ömmubörn. María verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Okkur langar að minnast elsku- legrar móður og tengdamóður með þessum fátæklegu orðum. Best er að orna sér við allar góðu minning- arnar sem koma nú upp í hugann og reyna að gleyma veikindum og erf- iðleikum. Þú varst mjög félagslynd og tókst þátt í mörgum kristilegum félaga- samtökum, hvort sem það var á Færeyska sjómannaheimilinu, hjá kristniboðssambandinu eða Gideon. Alltaf vildir þú láta gott af þér leiða og máttir ekkert aumt sjá. Heilsu þinni hrakaði mjög hratt undanfarna mánuði þannig að þegar kallið kom þá var það líkn fyrir þig að fá að fara. Við söknum mest þeirra stunda þegar við gátum setið að spjalli, hvort sem það var á Selbrekkunni á Selfossi eða í Hafnarfirðinum. Sjúk- dómurinn rændi þig persónuleika þínum þannig að það voru mörg ár síðan að við gerðum okkur grein fyrir því að þú varst að yfirgefa okk- ur smátt og smátt. Þrátt fyrir þessa erfiðleika stóð pabbi sem klettur þér við hlið og hafði þig heima lengur en nokkurt okkar óraði fyrir að væri hægt. Við kveðjum þig með söknuði, elsku mamma. Hvíl í Guðs friði. Pétur og Bjarnheiður. Elsku amma mín, nú ertu komin á betri stað. Þó að þú hafir verið veik svona lengi þá er samt ótrúlega sárt að kveðja þig. Það eru svo margar góð- ar minningar sem koma upp í hug- ann. Þú tókst alltaf á móti mér opnum örmum, ég sótti alltaf svo mikið í þig og afa þegar ég var lítil stelpa. Þegar ég kom um helgar og þú bak- aðir pönnsur handa mér, sem þú kenndir mér svo að gera þegar ég bjó hjá þér og afa. Við áttum ófáar stundirnar í eldhúsinu í Selbrekk- unni þar sem ég fylgdist grannt með hverri hreyfingu í matargerðinni. Við töluðum um allt og ekkert, og ef manni leið eitthvað illa þá gat ég alltaf leitað til þín. Takk, elsku amma, fyrir að leið- beina mér og kenna mér að meta líf- ið. Þú varst ótrúleg kona sem ég lít mjög mikið upp til og þú átt stórt pláss í hjartanu mínu. Þín Íris Ósk. Elsku systir, nú þegar þú kveður koma margar minningar upp í hug- ann. Leiðir okkar hafa legið saman í gegnum lífið frá því við vorum litlar stúlkur í Færeyjum og leit ég alltaf upp til þín sem stóru systur. Enn styrktust systraböndin þegar við fórum til móðursystur okkar fljót- lega eftir að móðir okkar lést. Þú fluttir síðan hingað til lands og kom ég í heimsókn til þín og ákváðum við báðar að setjast hér að. Eftir að við giftum okkur og áttum börnin var gott að geta leitað til þín. Við vorum duglegar að heimsækja heimahag- ana og hitta þar systkini okkar, El- ísabetu og Sjúrð, sem þar bjuggu og svo síðar syni okkar sem settust þar að. Þitt aðaleinkenni var glaðlyndi og jákvæðni og mun það eflaust hafa hjálpað þér mikið í gegnum þau veikindi sem þú þurftir að takast á við í gegnum lífið. Ég á eftir að minnast þín með gleði og þakklæti í hjarta fyrir allar góðu stundirnar. Elsku Jens og fjölskyldu vottum við dýpstu samúð. Sov blítt og søtt, og droym um sól, sum lýsir yvir garð. Guð faðir, hann í himni er, skal ansa eftir tær. Tær einglar sínar sendir hann, um vøggu standa teir; tí kanst tú sova trygt og væl og óttast einki mær. (Hans A. Djurhuus) Hvíl í friði, elsku systir. Dísa og fjölskylda. Elsku amma. Okkur þykir mjög leitt að þú sért farin frá okkur. Nú verður mjög skrítið að fara aftur í vinnuna á Kumbaravogi þar sem þú dvaldir og skrítið að sjá þig ekki koma brosandi á móti okkur og knúsa okkur. Við söknum þess mjög að koma í Hafnarfjörðinn til ykkar afa og fá vínarbrauð og alls kyns kræsingar á meðan þú prjónaðir í stólnum þínum og horfðir á Glæstar vonir og Nágranna. Við vildum að við gætum endurtekið ferðina sem við fórum til Danmerkur og Fær- eyja, það var mjög góð ferð. Við skulum passa upp á afa fyrir þig. Þín ömmubörn Daníel, Dagný og Davíð. Ég vil lofa þig, Drottinn, af öllu hjarta, segja frá öllum þínum dásemdarverkum. Ég vil gleðjast og kætast yfir þér, lof- syngja nafni þínu, þú Hinn hæsti. (Sálmarnir, 9:2-3). Þessi orð koma svo sterk upp í hugann þegar við minnumst hennar Maríu. Hún vildi svo sannarlega bera Drottni sínum og frelsara vitni í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var mikið Guðs barn og endurspeglaðist trú hennar í daglega lífinu. Þeir sem umgengust þessa góðu konu komu alltaf ríkari af hennar fundi. Kærleikur og ljúflyndi var það sem einkenndi allt hennar líf og margar ómetanlegar stundir höfum við í bænahópnum, sem nú er nær þrítugu, átt á heimili þeirra hjóna. Undanfarnir mánuðir hafa verið henni erfiðir vegna veikinda, en nú hefur Drottinn tekið hana heim til sín þar sem hún er laus úr viðjum veikinda sinna. Við kveðjum Maríu með þakklæti og virðingu og biðjum Guð að blessa minningu hennar. Jens og allri fjöl- skyldu hennar vottum við okkar dýpstu samúð. Bænahópurinn. Í dag kveðjum við góða vinkonu, Maríu Pétursdóttir frá Hofi í Suður- ey í Færeyjum. María, oftast kölluð Maja, kom til Íslands 1949 og bjó fyrstu árin á Akureyri ásamt manni sínum Jens Péturssyni, frá Nesi í Vági. Til Reykjavíkur fluttust þau 1953 og bjuggu þar um hríð, en fluttu síðar í Kópavoginn og svo bjuggu þau seinni árin í Hafnarfirði. Maja og Jens hafa alla tíð tekið mikinn þátt í kristilegu starfi, m.a. Hjálpræðis- hernum á Akureyri og í Reykjavík, Kristniboðsstarfinu, KFUM og K, Ungu fólki með hlutverk og svo Ís- lensku Kristskirkjunni. Við sem kveðjum hana hér með þessum orð- um minnumst hennar þó mest og best úr Færeyska Sjómanskvinnu- ringnum sem starfað hefur saman í yfir 40 ár, með Maju sem formann síðustu 13 árin. Fyrstu árin var hist á gömlu sjómannastofunni sem var við Skúlagötu í Reykjavík. Stutt var við sjómannastarfið eins og kostur var, m.a. með því að prjóna og útbúa jólagjafir fyrir sjómenn sem voru að heiman um jólin. Einnig var stutt við starf trúboða sem komu frá Færeyjum og störfuðu á sjómanna- stofunni. Það kom að því að sjó- mannastofan varð of lítil og því var farið að huga að byggingu nýs sjó- mannaheimilis sem gæti séð fólki fyrir gistingu og jafnframt sinnt þjónustu meðal sjómanna og ann- arra Færeyinga sem voru margir á Íslandi á þeim árum. Færeyski Sjómanskvinnuringurinn tók fullan þátt í þessu starfi. Árlega var hald- inn myndarlegur basar og kaffisala sem mikið orð fór af, svo að jafnvel komu fullar rútur fólks frá öðrum byggðum til þess að styðja við þetta góða starf og hittast með góðum vinum. Á þessum tíma var mikil gleði og hugur í fólki, konurnar tóku þátt í að halda stórt happdrætti og sátu þær þá til skiptis í bíl í mið- bænum sem var aðalvinningurinn og seldu happdrættismiða til fjáröfl- unar. Einnig tóku þær ásamt mönn- um sínum fullan þátt í uppbyggingu nýja hússins, m.a. með því að nagl- hreinsa og skafa timbur. Færeyska Sjómannaheimilið við Brautarholt í Reykjavík var svo vígt 1991. Í kvinnuringnum er samheldinn hóp- ur kvenna, sem hefur ferðast mikið saman. Ein eftirminnileg ferð hóps- ins var til Færeyja á mót færeyskra kvinnuringa sem komu frá mörgum stöðum í Færeyjum og hittust í Nesvík til þess að uppörva og hvetja hver aðra. Maja var alltaf glaðlynd og mikill kraftur fylgdi henni. Hún hafði gleði af söng og hún var fljót til þegar henni gafst tækifæri til að dansa færeyska dansinn. Hún var vinmörg og fljót að ná góðu sambandi við fólk. Hún var lagin við að halda utan um hópinn og fylgdist vel með líðan fólks. Maja og Jens voru dugleg við að heimsækja þá sem sjúkir voru eða áttu um sárt að binda og þannig komust þau í kynni við fjölda fólks. Heimili þeirra hjóna var einnig allt- af opið og þar var oft stór hópur gesta sem naut gestrisni þeirra. Síð- ustu árin hefur Alzheimersjúkdóm- urinn farið illa með hana Maju okk- ar, en einnig þar höfum við séð samheldni þeirra hjóna. Við biðjum Guð að blessa fjöl- skylduna og þökkum Maju yndis- lega samfylgd og biðjum þess að friður Guðs fylgi henni áfram. Vinkonur úr Færeyska Kvinnuringnum. Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér, þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi því, sem eilíft er. (Valdimar Briem.) Elsku Maja mín. Nú er tími þinn á þessari jörð lið- inn og þú ert komin til Guðs þar sem ég veit að vel hefur verið tekið á móti þér. Ef við erum dæmd af verkum okkar á þessari jörð þá ert þú örugglega komin til Himnaríkis. Ég var svo lánsöm að fá að kynn- ast þér og Jens, manninum þínum þegar ég sem unglingur fékk skjól hjá ykkur þá aðeins 16 ára gömul, nýorðin mamma og náttúrlega allt of ung fyrir það hlutverk en þú tókst mig undir þinn verndarvæng og varst mér betri en nokkur hafði reynst mér áður. Þú hafðir enda- lausa þolinmæði fyrir mig og varst tilbúin að leiðbeina mér í einu og öllu og alltaf var hægt að leita til þín, þú varst ein af þeim mann- eskjum sem eru eins og klettur, sama á hverju gengur. Hvort það var með ungbarnaupp- eldi eða matargerð, bakstur, handa- vinnu, þar sem þú varst snillingur, eða í skóla lífsins, þú varst alltaf til staðar fyrir mig. Ég hef oft sagt að mér hafi verið úthlutað nokkrum bjargvættum á lífsleiðinni og þar með talin eru þú og Jens, ekki veit ég hvernig líf mitt hefði orðið ef ég hefði ekki kynnst ykkur. Ég vil þakka þér, elsku Maja mín, fyrir allt sem þú hefur verið mér. Ég veit að Lykla-Pétur hefur verið fljótur að opna þegar þú komst og nú fær Himnaríki að njóta nærveru þinnar. Guð blessi Jens og fjölskyldu þína á þessum tímamótum. Enn og aftur, takk fyrir allt. Edda. María Pétursdóttir ✝ Alfons Guð-mundsson fæddist í Reykjavík 10. ágúst 1930. Hann lést á Sól- vangi í Hafnarfirði sunnudaginn 4. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guð- mundur Guð- jónsson vélstjóri í Reykjavík, f. á Hurðarbaki í Vill- ingaholtshreppi í Árnessýslu 10. des- ember 1883, d. 16. júní 1978, og Guðrún Jónsdóttir, f. á Vakurs- stöðum í Vindhælishreppi í A- Hún. 7. júní 1901, d. 10. maí 1977. Föðurforeldrar voru Guð- jón Jónsson bóndi og Guðbjörg Jónsdóttir og móðurforeldrar Jón Jónatansson og Kristín Sig- valdadóttir. Alfons kvæntist 22. júní 1963 Önnu Þorleifsdóttur, f. á Ísa- firði 12. janúar 1939. Foreldrar hennar voru Þorleifur Örnólfs- son, f. á Suðureyri í Súg- andafirði 29. október 1905, d. 16. desember 1963, og Ástrún Þórðardóttir, f. á Munaðarnesi í Árneshreppi í Strandasýslu 3. maí 1901, d. 31. maí 1989. Börn Önnu og Alfonsar eru: a) Þorleifur Örn, f. 23. ágúst 1963, d. 6. júní 1968. b) Gunnar Jón, f. 14. október 1964. c) Guð- mundur Rúnar, f. 12. janúar 1968, maki Hildur Krist- ín Hilmarsdóttir. Sonur Guðmundar er Atli, f. 18. októ- ber 2001. d) Þor- leifur Kristinn, f. 7. ágúst 1971, maki Lovísa Agnes Jónsdóttir, dætur þeirra eru Hrafnhildur Anna, f. 10. desember 2000 og Agnes Lára, f. 11. febrúar 2003. Alfons stundaði nám í Iðn- skólanum í Reykjavík og vél- virkjanám í Vélsmiðjunni Keili 1950–1954, lauk vélstjóraprófi í vélskólanum í Reykjavík 1956 og rafmagnsdeild 1957. Hann var vélstjóri hjá Eimskipafélagi Íslands hf. 1957–1967, starfaði hjá Landhelgisgæslunni 1968– 1970. Eftir það hóf hann störf hjá Ísal og vann þar þangað til hann komst á aldur. Alfons verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elskulegur mágur minn er látinn. Þegar bróðir minn hringdi og til- kynnti mér lát hans setti mig hljóða, þó að ég vissi að hverju dró. Baráttu hans var lokið. Minningarnar líða hjá eins og myndir á tjaldi. Alfons var traustur og góður vinur, sem öll- um vildi hjálpa ef hann gat. Við átt- um margar góðar stundir saman í gleði og sorg. Hann var trúaður maður, trúði því fastlega að annað tæki við að þessu lífi loknu. Hann las mikið um trúmál og hafði yndi af því að ræða þau. Alfons var mínum börnum einstaklega góður. Hann miðlaði af þekkingu sinni sem vél- fræðingur til strákanna minna þegar þeir voru að læra í Vélskólanum og síðar. Rúnar Þór sonur minn dvaldi hjá honum og Önnu meðan hann lauk námi í vélfræði. Við barnabörn- in mín var hann eins og hann ætti þau sjálfur. Leikföngin sem hann keypti fyrir börnin mín þegar að hann sigldi á „Fossunum“ í gamla daga eru notuð enn. Ég minnist bíl- túranna þegar hann söng fyrir strákana sína KFUM-söngva fullum hálsi. Það var oft glatt á hjalla í Mos- gerðinu. Ættingjarnir áttu þar samastað. Stundum var sofið um öll gólf. Gaman var þegar Alfons söng með sinni fallegu tenórrödd „Ljúfa Anna“. Sorgin barði líka að dyrum hjá Önnu og Alfons þegar þau misstu elsta drenginn sinn á fimmta ári. Það var erfiður tími. Fyrir nokkrum árum fór að bera á heilabilun hjá Alfonsi. Undanfarið hefur hann dvalið á Sólvangi í Hafn- arfirði. Þar hefur hann notið frá- bærrar umönnunar starfsfólks, um- hyggju og hlýju. Fyrir um mánuði heimsótti ég Alfons þá þekkti hann mig ekki en bað mig að passa stelp- una sem var með mér. Hann þekkti ekki Önnu sína. Anna og synirnir hugsuðu vel um hann. Söknuður þeirra er mikill, en gleðjast um leið að þessari erfiðu baráttu er lokið. Minning um góðan mann lifir. Ef stendur þú við leiði látins manns og leggur á það blóm með trú í hjarta þá mun blómið gróa í garði hans og geislar sólar, lífsins fegurð skarta. (Höf. ók.) Elsku Anna mín og fjölskyldan öll. Guð styrki ykkur á sorgar- stundu. Ég og fjölskylda mín þökk- um Alfonsi fyrir allt. Þórdís (Dísa). Ég legg frá mér símann eftir sam- tal við æskuvin minn, hann Gunnar, daginn sem tilkynnt er um andlát hans Alfons. Það hellast yfir mig minningar um þau áhrif sem Alfons hafði á líf mitt. Hann kom sterklega inn í mitt líf þegar ég þarfnaðist þess. Auðvelt er að sjá nú, mörgum árum seinna, að það eru þessi ung- lingsár sem móta okkur svo mikið. Við uppgötvum löngu síðar hverjir koma sem englar inn í líf okkar. Þessar stundir sem ég átti á heimili Fonsa og Önnu í Mosgerðinu voru mér mikilvægar. Ég lærði eitt og annað varðandi vélaviðgerðir í skúrnum en það sem gerði gæfu- muninn voru samtölin. Heimspeki- legar umræður um daginn og veg- inn, eða ekki neitt. Kannski voru það bara samvistirnar. Þegar komið var fram við mig unglinginn sem fullorð- inn eða einfaldlega sem fullgildan einstakling þar sem skoðanir mínar voru virtar þá gerðist eitthvað innra með mér. Líklega er það einmitt það sem ég minnist, einfaldlega vellíðan og kærleikur. Já, Alfons, í mínu lífi varst þú réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Þó að heimsóknum mínum hafi fækkað eftir að ég eignaðist fjöl- skyldu hefur þú ávallt átt stað í hjarta mínu. Ég sé það nú að margir englar hafa verið í mínu lífi og þú ert einn af þeim. En það var ekki fyrr en þú féllst frá sem mér var það ljóst. Ég mun reyna að gefa þá gjöf áfram til minna barna sem þú gafst mér. Megi minning þín verma hjarta mitt þar til við hittumst á ný. Bergsteinn R. Ísleifsson (Bessi). Alfons Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.