Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. NÓG KOMIÐ AF MÆLINGUM, NÚ ÞARF AÐGERÐIR Reykjavíkurborg gerði ekkertmeð niðurstöður mælinga,sem gerðar voru við fjölda leikskóla fyrir tæpum áratug og sýndu að svifryksmengun var þar víða yfir heilsuverndarmörkum. Þær komu varla til umræðu í hinu póli- tíska kerfi borgarinnar. Forsíðufrétt Morgunblaðsins um þetta efni hefur greinilega valdið einhverjum titringi í borgarkerfinu, sem reynir að bera fyrir sig að Reykjavíkurborg hafi nú samt verið í forystu í baráttu gegn svifryksmeng- un. Og það er rétt, svo langt sem það nær. Það dugir bara ekki til. Foreldrar barna á leikskólum eiga ekki gott með að hugsa til þess að mengun við leikskóla barna þeirra sé yfir þeim mörkum, sem talin eru for- svaranleg með tilliti til áhrifanna á heilsu þeirra, hér í „borg hreina loftsins“. Það má hugsanlega virða þeim til vorkunnar, sem um málið véluðu í borgarkerfinu á valdatíma Reykja- víkurlistans, að vitneskja og vitund um skaðsemi svifryksmengunar var ekki eins útbreidd fyrir áratug og nú er. Nýjar rannsóknir, sem m.a. hefur verið sagt frá í greinum Baldurs Arnarsonar, blaðamanns hér í Morg- unblaðinu, sýna hins vegar að svif- ryk frá umferðaræðum hefur skað- leg áhrif á lungu barna og ungmenna. Þetta mál er engu að síður vand- ræðalegt fyrir þá, sem á þessum tíma töluðu mikið um umhverfismál, en virðist hafa skort pólitískt þrek til að bregðast við sláandi niðurstöðum um mengun við leikskólana, þar sem börn leika sér úti á hverjum degi. Núverandi borgarstjórnarmeirihluti hefur hins vegar tækifæri til að gera meira en að mæla og skoða með því að grípa til aðgerða sem duga til að draga úr svifryksmenguninni. Tillögur starfshóps umhverfisráð- herra, sem skilaði skýrslu fyrir stuttu, ættu að geta orðið leiðarvísir í því efni. Hópurinn ræddi m.a. um möguleika á að þvo göturnar til að skola af þeim svifrykið og um eflingu almenningssamgangna. Árangurs- ríkasta aðgerðin til að minnka svif- ryk er þó væntanlega að draga úr notkun nagladekkja. Svifryksmengun minnkaði merkj- anlega í Ósló í lok síðasta áratugar, þegar borgaryfirvöld tóku upp nagladekkjagjald. Hér á landi blasir við að leggja annaðhvort slíkt gjald á nagladekk eða gera það hagkvæm- ara að aka á ónegldum dekkjum. Í ljósi þess að nagladekk eru sjaldnast nauðsynleg í innanbæjarumferð ættu slíkar aðgerðir að geta dregið verulega úr nagladekkjanotkun og þar með svifryksmengun. Svo mikið er víst að aðgerða er þörf gegn þessum vanda. Málið snýst ekki aðeins um mengun við leikskóla þótt hún sé auðvitað sláandi. Það snýst um loftgæði og lífsgæði í borg- inni sem heild. ÞÖRF SKÝRSLA UM KYNÞÁTTAFORDÓMA Skýrsla Evrópunefndar gegn kyn-þáttafordómum og skorti á um- burðarlyndi um ástand þessara mála á Íslandi má gjarnan verða stjórn- völdum hér hvatning til að gera bet- ur. Í frásögn Morgunblaðsins í fyrra- dag af skýrslunni eru tínd til ýmis atriði, sem hægt hefur gengið að bæta úr þrátt fyrir miklar umræður og gagnrýni undanfarin ár. Eitt þeirra er að íslenzkukennsla fyrir útlendinga sé ekki þeim að kostnaðarlausu. Nú hillir loks undir breytingar í þeim efnum; bæði verður settur nýr kraftur í námsefnisgerð og námskeiðahald og jafnframt dregið úr kostnaði fyrir fólk, sem vill tryggja sér þann aðgöngumiða að íslenzku samfélagi, sem góð kunnátta í tungu- málinu er. Morgunblaðið hefur áður bent á að útgjöld til íslenzkukennslu fyrir útlendinga munu skila sér marg- falt til baka í virkari þátttöku þessa fólks í samfélagi og atvinnulífi og færri vandamálum og árekstrum. Annað er að erlendum ríkisborg- urum verði veitt atvinnuréttindi milli- liðalaust að uppfylltum skilyrðum, en að það sé ekki gert í gegnum vinnu- veitendur þeirra. Það kerfi, sem nú gildir fyrir fólk frá löndum utan EES, þýðir í raun að atvinnurekandinn hef- ur öll ráð viðkomandi í hendi sér, sem oft leiðir til þess að fólk segir ekki frá því þótt brotið sé á rétti þess. Þriðja atriðið er að börnum, sem aðhyllast aðra trú en kristni, sé gef- inn kostur á annars konar trúar- fræðslu í skólum. Þótt ekki eigi að draga úr kennslu um kristindóminn verður að efla fræðslu um öll helztu trúarbrögð heims, í þágu skilnings og umburðarlyndis. Skólakerfið hefur verið alltof seint að bregðast við í þessu efni. Það sama á við um við- brögð við brottfalli nemenda af er- lendum uppruna sem oft tengist lé- legri íslenzkukunnáttu þeirra. Ef ungmenni af útlendum uppruna ljúka almennt ekki framhalds- eða há- skólanámi munu þau festast í lág- launastörfum og aldrei eiga sömu möguleika og innfæddir jafnaldrar þeirra. Það væri bein ávísun á vand- ræði sem ber fyrir alla muni að forð- ast. Í skýrslunni er vikið að þeirri stað- reynd að múslimum á Íslandi hefur gengið treglega að fá úthlutað lóð fyrir mosku og íslamska menningar- miðstöð. Það er nóg til af lóðum fyrir slíka starfsemi og borgaryfirvöld í Reykjavík eiga að sýna afstöðu sína til fjölmenningarlegs samfélags í borginni í verki með því að afgreiða það mál hratt og örugglega. ECRI-skýrslan veitir stjórnvöld- um, fjölmiðlum og fleirum, sem hafa áhrif á viðmót og afstöðu gagnvart innflytjendum, þarft aðhald. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Sem samgönguráðherra ferég með það lögformlegaverkefni að marka stefnuum uppbyggingu og rekst- ur samgöngukerfisins. Við þá stefnumörkun þarf ég að taka tillit til óska og þarfa almennings og at- vinnulífsins í landinu öllu, horfa til umferðar-, flug- og siglingaöryggis og taka tillit til náttúrunnar og um- hverfisins. Ég er mjög hreykinn af því að hafa við gerð þessarar áætl- unar fengið tækifæri til að marka nýja sýn á uppbyggingu samgöngu- kerfisins, sem er byggð á lögum um umhverfismat áætlana,“ segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. Hann mun í dag mæla fyrir tillögu til þingsályktunar um samgöngu- áætlun til ársins 2018 og sundurlið- aðri áætlun til næstu fjögurra ára. Nú fylgir umhverfismat í fyrsta skipti með samgönguáætluninni. Þar er m.a. fjallað sérstaklega um hálendisvegi og er niðurstaða þess sú, að meiri umfjöllun og almenn umræða þurfi að fara fram um nýt- ingu og skipulag hálendisins áður en hægt verði að gera tillögur um lagn- ingu heilsársvega um hálendið. -Hvernig líst þér á nýjar áætlanir um heilsársveg yfir Kjöl? „Mér líst ágætlega á þessa stytt- ingu leiðanna en ég hef áhyggjur af áhrifunum á hálendið. Ég vil fara mjög varlega og að fram fari umfjöll- un um skipulag hálendisins og vand- að umhverfismat. Ég hef óskað eftir því að Ferðamálaráð fjalli um fyr- irhugaðan hálendisveg á forsendum ferðaþjónustunnar og að ég fái síðan umsögn þess um hálendisveg. Ég vil því ekki taka af skarið um þetta verkefni fyrr en það hefur verið met- ið gagnvart umhverfinu og skipulagi á hálendinu og gagnvart áhrifum á ferðamennsku. “ Auka uppbyggingu í flugi Sturla segir að í samgönguáætl- uninni séu mótaðar mjög skýrar lín- ur til næstu ára og þar eru sett fram meginmarkmið um greiðari sam- göngur, hagkvæma uppbyggingu, sjálfbærar samgöngur gagnvart um- hverfinu, öryggi samgangna og já- kvæða byggðaþróun, sem nú er í fyrsta skipti sett fram sem markmið í samgönguáætlun. Umferðaröryggismálin eru sér- staklega mikilvægt markmið að mati Sturlu. „Nú gerum við ráð fyrir að á næstu fjórum árum verði 1.763 millj- ónum varið í sérstakar aðgerðir til að bæta öryggi í samgöngum til við- bótar við þær aðgerðir sem snúa að vegagerð. Ég tel að þessi hluti sam- gönguáætlunar sé mjög mikilvægur. Ég legg mikla áherslu á þessi mál og ekki síður á öryggismál flugs og sigl- inga. Í fluginu ber okkur að fylgja al- þjóðlegum flugöryggisreglum. Við höfum gert ýmsar breytingar á fyr- irkomulagi þessara mála. Flug- málastjórn Íslands hefur það hlut- verk að sinna flugöryggiseftirlitinu gagnvart flugrekendum, flugþjón- ustu og með flugvöllum. Innanlands- flugið er að aukast og það hefur orð- ið algjör sprenging í millilandafluginu. Þá má ekki gleyma því að flugfélögin eru í útrás og eru sérfræðingar okkar í flug- öryggismálum á vegum Flugmála- stjórnar Íslands á ferð um allan heim að sinna skráningu og eftirliti með flugvélum, sem eru skráðar hér. Auk þess ber að nefna að við gerðum samning við Flugstoðir ohf., sem er hluti af samgönguáætluninni. Þar er um að ræða bæði uppbyggingu og rekstur flugvallanna og flugumferð- arstjórnina á hafinu og við landið, sem er geysilega mikilvægt verk- efni. Við reiknum með útgjöldum vegna þessa í samgönguáætluninni samgöngunefnd Alþingis u línur sem þarna eru lagðar hvað sé tekist á um einstak arkafla og forgangsröðun s landsbyggðar og höfuðborg hefur ekki verið deilt um ne stefnumarkandi atriði,“ seg „Það er rétt að þetta er m aðarfull áætlun og ástæðan atvinnulífið og almenningu inu kalla á betri samgöngur að við Íslendingar höfum ek því að verja ekki fjármunum byggingu samgöngukerfisi þeirrar skoðunar að núna s að því að setja mikla fjármu göngumálin og að önnur ve verði að bíða.“ -Við erum hér að tala um kvæmdir sem samtals vega 30% af vergri landsframlei engin ástæða til að hafa áhy þensluáhrifum? „Á síðasta kjörtímabili va mjög mikið í samgöngumál tókum ákvörðun um það í r isstjórninni að hægja á ferð vegna áhrifa af uppbygging unnar. Það má því segja að bygging samgöngumannvir hafi fengið það hlutverk að þensluáhrif framkvæmda m framkvæmdum var frestað Núna tel ég að komið sé að uppbygging samgönguman anna fái aukið rými og að h verði á öðrum framkvæmdu efnahagslífið krefst þess. M alveg ljóst að við verðum að þess að stöðugleikinn haldi lít svo á að bráðnauðsynleg hrinda þessari samgönguáæ framkvæmd vegna atvinnu Það er t.d. kvartað undan m flutningskostnaði. Ástæðan vegirnir þola ekki flutninga við þurfum að grípa til þung markana. Þungir flutninga á milli landshluta með dagv ekki verður siglt með og þe að sæta því að minnka mag öxulþungatakmarkana, sem þess að einingaverðið í flutn hækkar. Það er algerlega ó anlegt. Ég er því þeirrar sk að atvinnulífið og almennin landinu þurfi á því að halda förum í þessar miklu framk sem er í raun bylting í samg málum. Ef á þarf að halda v og einnig fyrir nokkurri uppbygg- ingu í flugvöllunum. Þannig verður t.d. suðvestur/norðaustur flug- brautin í Keflavík, sem hefur verið lokuð, tekin í notkun á sama tíma og við munum loka samsvarandi braut á Reykjavíkurflugvelli. Við gerum einnig ráð fyrir að unn- ið verði að lengingu flugvallarins á Akureyri á árunum 2008 og 2009. Á öðru og þriðja tímabili samgöngu- áætlunar [2011-2014 og 2015-2018] verði metin þörfin fyrir lengingu Eg- ilsstaðaflugvallar og ráðist í end- urbætur flugvalla á Þingeyri og Bíldudal,“ segir Sturla og bendir einnig á fyrirhugaðar framkvæmdir við nýja samgöngumiðstöð á Reykja- víkurflugvelli. „Öll þessi verkefni eru í samgönguáætlun og með þess- ari stefnumótun mörkum við þá skýru línu að við viljum auka upp- byggingu í flugi.“ Sturla rifjar upp að þegar núgild- andi lög um samgönguáætlun 2002 voru sett, hafi framkvæmdir við vegi, flugvelli og hafnir verið teknar saman í eina samgönguáætlun og þá hafi verið tekin ákvörðun um að draga saman seglin í uppbyggingu hafnanna. „Við áætluðum ekki fjölg- un hafna en með bættum vega- samgöngum og tengingu milli hafn- arsvæða yrði rekstur hafnanna hagkvæmari.“ Ekki séu því neinar stór- framkvæmdir fyrirhugaðar við hafn- argerð á næstu tólf árum, að undan- skilinni mögulegri ferjuhöfn í Bakkafjöru. Hins vegar verði hvergi slegið af við að bæta aðstöðu í höfn- um, s.s. við endurbætur, dýpk- unarframkvæmdir o.fl., sem nauð- synlegar eru vegna þróunar fiskiskipaflotans og breyttra þarfa hans fyrir þjónustu í höfnum. Stærsta einstaka verkefnið á þessu sviði í samgönguáætlun er möguleg gerð ferjuhafnar í Bakka- fjöru, sem á að geta verið tilbúin 2010 og smíði nýrrar Vest- mannaeyjaferju. Sturla segir að nefnd sem hann skipaði, undir for- ystu Páls Sigurjónssonar, verkfræð- ings og fyrrum forstjóra Ístaks, hafi lagt það til sem fyrsta valkost að byggð yrði ný ferjuleið milli Eyja og Bakkafjöru. Í samgönguáætlun sé gert ráð fyrir ákveðinni fjárupphæð vegna þessa en stefnt er að því að bygging og rekstur Bakkafjöruferju eigi sér stað í einkaframkvæmd. Öryggismál siglinga eru stór hluti samgönguáætlunar og segir Sturla að gert sé ráð fyrir hertu og auknu eftirliti með siglingum við strendur landsins. ,,Árið 2003 fékk ég sam- þykkt lög um Vaktstöð siglinga sem hefur aukið öryggi og eftirlit við strendur landsins en Vaktstöðin fylgist með umferð skipa við strend- ur landsins.“ Sturla segir að ganga megi út frá stóraukinni skipaumferð við landið á næstu árum, ekki síst mikilli aukn- ingu ferða flutningaskipa til og frá landinu vegna stóriðju. Mikla fjármuni í samgöngur -Heildartekjur og framlög til sam- gönguáætlunar á næstu tólf árum eru ríflega 380 milljarðar kr. Óhætt er að fullyrða að um sé að ræða um- fangsmestu samgönguáætlun sem litið hefur dagsins ljós hér á landi og sett eru metnaðarfull markmið. Hversu stefnumarkandi er áætlun af þessu tagi sem lögð er fram stuttu fyrir kosningar og nær að auki yfir þrjú kjörtímabil? „Ég tel að hún sé mjög stefnu- markandi,“ segir Sturla. „Reynslan er sú, að þegar fyrsta samgöngu- áætlunin var samþykkt 2003 og hún síðan endurskoðuð 2005, var sú tólf ára áætlun afgreidd nánast sam- hljóða. Það hefur verið mikil sátt í Ísland verður Lagðar eru línur um stórtækar framkvæmdir í samgöngumálum á næstu árum í nýrri sam- gönguáætlun til 2018. Ómar Friðriksson ræddi við Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra. Samgöngur „Núna tel ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.