Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT GEIMFERÐASTOFNUN Banda- ríkjanna, NASA, hyggst skjóta á loft burðarflaug af gerðinni Delta II á morgun, föstudag, og í flaug- inni verða fimm litlir gervihnettir sem eiga að fara á braut um jörðina til að rannsaka norðurljósin næstu tvö árin. Markmiðið er að rannsaka hvern- ig og hvar segulhvolfshviður mynd- ast nákvæmlega í háloftunum en þær valda segulljósunum sem við köllum norðurljós eða suðurljós eft- ir því við hvort heimsskautið þau sjást. Með því að rannsaka orsakir hviðanna geta vísindamenn fengið mikilvægar upplýsingar um tengsl jarðarinnar og sólarinnar og hvernig segulhvolfið starfar, að sögn bandarísku geimferðastofn- unarinnar. Segulhvolfshviðurnar tengjast sólvindum, straumi hlaðinna agna, einkum róteinda og rafeinda. Hluti þessara agna kemst inn í segulsvið jarðar, streymir í átt að segulskautunum og rekst á loft- hjúpinn. Orkan í þessum ögnum örvar frumeindir og sameindir sem senda síðan orkuna frá sér sem sýnilegt ljós í háloftunum, það er að segja norðurljósin eða suðurljósin. Gervihnettirnir fimm sem eiga að rannsaka þetta fyrirbæri eru nefndir THEMIS, sem er skamm- stöfun á ensku og jafnframt skír- skotun til Þemisar, gyðju laga, rétt- lætis, visku og ráðsnilldar í grískri goðafræði, dóttur Úranusar og Gaiu.  Meira á mbl.is | ítarefni NASA rannsakar norðurljósin Doha, Washington. AFP, AP. | George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann gæti ekki fullyrt að æðstu leiðtogar Írans væru beinlín- is á bak við sendingar háþróaðra vopna til uppreisnarmanna í Írak, eins og talsmenn Bandaríkjahers í Bagdad höfðu áður sagt. Hins veg- ar væri enginn vafi á að Al-Qods, deild í sveitum Byltingarvarðarins í Íran, stæði fyrir aðstoðinni við vígahópa sjía-múslíma. Bush sagði það „yfirgengilegt“ að stjórn hans væri nú sökuð um að ljúga til um fjandsamlegar aðgerðir af hálfu Írans til að fá þannig afsök- un fyrir því að hefja stríð en slíkar raddir hafa heyrst. Byltingarvörðurinn heyrir undir ajatollah Ali Khamenei, æðstaklerk í Íran og voldugasta mann ríkisins. Fyrrverandi forseti Írans, klerk- urinn Akbar Hashemi Rafsanjani, vísaði í gær á bug öllum ásökunum um aðild Írana að átökunum í Írak. „Þetta er það sem Bandaríkjamenn og zíonistarnir [Ísraelar] eru stöð- ugt að segja,“ sagði Rafsanjani og bætti við að Íranar vildu að Írakar yrðu áfram sameinaðir í einu ríki. Bílsprengja varð 11 liðsmönnum Byltingarvarðarins að bana við landamærin að Pakistan í gær. Vígahópur súnní-múslíma, Her- deild Guðs, lýsti verknaðinum á hendur sér. Hópnum hefur áður verið kennt um árásir á íranska hermenn. Segir ljóst að íranskir aðilar séu á bak við vopnasendingar George W. Bush Akbar Hashemi Rafsanjani KLEÓPÖTRU, drottningu Egyptalands og hinni frægu ástkonu Júlíusar Sesars og síðar Markúsar Antoníusar, hefur öldum saman verið þannig lýst, að hún hafi verið svo fögur, að aðrar konur hafi bliknað í samanburði við hana, að sögn breska útvarpsins, BBC. Brjóstmyndir, sumar kannski gerðar löngu eftir hennar daga, sýna hana þó ekki svona íðilfagra og nú hefur fundist peningur frá 32 f.Kr., sem þykir taka af allan vafa um, að hún hafi verið jafnfögur og af er látið. Pening- urinn sýnir skarpnefjaða konu með lágt enni, áberandi kinnbein og þunnar varir. Peningurinn er nú til sýnis í Shefton-safninu í Newcastle en Lindsay Allason-Jones, forstöðumaður forngripadeildarinnar við háskólann í New- castle, segir, að fornir peningar gefi yfirleitt nokkuð sanna mynd af útliti þeirra valdamanna eða -kvenna, sem létu slá þá. „Rómverskar heimildir herma, að Kleópatra hafi verið vel gefin og að- laðandi og ákaflega mjúkmál og tælandi við karlmenn. Í þeim er þó aldrei nefnt, að hún hafi verið tiltakanlega fögur,“ segir Allason-Jones. Kleópatra, sem var grísk og ríkti með föður sínum, Ptolemiusi XII, átti eitt barn með Sesari og þrjú með Markúsi Antoníusi. Eftir ósigur í orrustu gegn Oktavíanusi, er síðar varð Ágústus keisari, fyrirfór hún sér. Efasemdir vaxa um fegurð Kleópötru drottningar TALSMENN Bandaríkjahers sögðu í gær, að hinn róttæki sjítaklerkur Moqtada al-Sadr hefði flúið frá Írak og væri nú í Íran. Væri ástæða flóttans sú, að írösk stjórnvöld og Bandaríkjaher hefðu skorið upp herör gegn vopnuðum sveitum trúarhópanna beggja, súnníta og sjíta. Stuðningsmenn Sadrs neita raunar þessum fréttum og halda því fram, að hann sé hlynntur ör- yggisáætlunum stjórnarinnar og hyggist afvopna sveitir sínar þegar búið verði að koma á lögum og reglu. Bandaríkjamenn segja, að sveitir Sadrs séu þær hættulegustu í borg- arastríðinu í Írak og saka þær um að hafa myrt hundruð súnníta. Stjórnmálaflokkur Sadrs er með 32 menn á íraska þinginu og hefur sex ráðherra í ríkisstjórn Nuri al- Malikis forsætisráðherra. Segja róttæka sjítaklerkinn al-Sadr hafa flúið til Írans Moqtada al-Sadr ÞINGMENN á Evrópuþinginu hafa samþykkt skýrslu um leynilegt fangaflug á vegum CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, en þar segir, að það hafi farið fram með vitund evr- ópskra ríkisstjórna. Var samþykkt að fordæma þær fyrir það. Vissu um flugið AL-QAEDA-samtökin hvöttu í gær til þess að ráðist yrði á olíu- mannvirki ríkja utan Mið- Austurlanda sem selja Bandaríkj- unum olíu. Venesúela undir stjórn Hugo Chavez er eitt þessara ríkja en einnig má nefna Kanada og Mexíkó. Reuters Hvetja til árása NÝR forseti Túrkmenistan, Gur- banguli Berdymukhmadedov, sór í gær embættiseið sem forseti lands- ins. Hann fékk að sögn kjörstjórnar nær 90% atkvæða í kosningunum sl. sunnudag enda höfðu fimm meintir keppinautar hans sig lítið í frammi. Yfirburðasigur FIMM breskir hermenn voru í gær sýknaðir af ákærum um að þeir hefðu misþyrmt borgaralegum, íröskum föngum í borginni Basra árið 2003. Meðal hinna ákærðu var 43 ára gamall ofursti. Misþyrmdu ekki Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is FRAM kemur í nýrri skýrslu frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, um velferð barna í 21 að- ildarríki OECD, að hún er mest í Hollandi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi en minnst í Bandaríkjun- um og Bretlandi. Ísland var ekki formlega með í könnuninni vegna ónógra gagna. Í könnuninni var hugað að ýmsum þáttum, meðal annars að efnalegri velferð barnanna, heilsufari þeirra og öryggi, kennslu, fjölskyldulífi, hegðun þeirra og þeim hættum, sem henni geta tengst, og einnig var stuðst við mat barnanna sjálfra á eigin högum. Í skýrslunni segir, að alls staðar megi eitthvað finna að að- búnaði barnanna. Fátækar fjölskyldur eru skil- greindar sem þær, sem hafa aðeins helming meðaltekna og samkvæmt því eru rúmlega 15% barna í Bret- landi, Bandaríkjunum, á Írlandi, Spáni, í Portúgal og á Ítalíu fátæk. Fátækt meðal breskra barna er helmingi meiri nú en hún var 1979. Ungt fólk í Bretlandi sker sig úr þegar kemur að áfengisdrykkju, gá- lausu kynlífi og fíkniefnaneyslu. Sem dæmi má nefna, hefur næstum þriðj- ungur 11, 13 og 15 ára barna þar drukkið sig fullan oftar en tvisvar en meðaltalið innan OECD er 15%. Ekki bein tengsl við þjóðarframleiðslu Fram kemur í skýrslu UNICEF, að engin bein tengsl virðast vera milli þjóðarframleiðslu og velferðar barnanna. Sem dæmi um það er Tékkland nefnt, sem er ofar ýmsum ríkari löndum, t.d. Frakklandi, Aust- urríki, Bandaríkjunum og Bretlandi. Þá vekur athygli, að samskipti barna við foreldra sína og önnur börn eru lökust í Bandaríkjunum og Bretlandi. Bandaríski prófessorinn Jonathan Bradshaw, einn höfunda skýrslunnar, segir þá niðurstöðu vera afleiðingu þess samkeppnis- anda eða „frumskógarlögmáls“, sem ríki í löndunum. Talsmaður breskra stjórnvalda vísuðu því á bug í gær að staða barna þar í landi væri jafn slæm og lýst er í skýrslu UNICEF. Mikið af gögnun- um sem stuðst hefði verið við gerð hennar hefðu verið úrelt og þess vegna kæmi til dæmis ekki fram að mikill árangur hefði náðst á síðustu árum við að fækka þungunum hjá táningsstúlkum. Tíðni slíkra þung- ana væri nú lægri en hún hefði verið í 20 ár. Einnig væri hlutfall barna sem byggju á heimilum þar sem foreldrar væru atvinnulausir lækkað en at- vinnuleysi er nú lítið í Bretlandi. Talsmaður Íhaldsflokksins sagði hins vegar að skýrslan sýndi að Verkamannaflokkurinn hefði brugð- ist heilli kynslóð barna. Staðan best í Hollandi en verst í Bretlandi Ísland ekki formlega með vegna ónógra gagna Ný skýrsla frá UNICEF um velferð barna í iðnríkjunum                      !"#$             %&%                    %(  )     !&     !"#$*   !"#$*                                    !   "  #     $     " %                  $        %     &   %%            %         '  ()  * &+    ,    "                        "  * &,   -                  +             +  )          ,   -     &    & #      . *  &  &         +       .)   &    
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.