Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í FROSTSTILLUM und- anfarið hafa fegurstu vetr- arblóm vaxið og dafnað í rík- um mæli. Fjölbreytni í gerð er óendanleg og vaxtarstaðir sömuleiðis. Þó má segja að kjöraðstæður séu þar sem lít- ilsháttar volg uppgufun er úr gjá eða gjótu. Bílstjóri á ferð austan Mývatns þarf ekki annað en fara rétt út fyrir vegkantinn til að skoða þessa undraveröld. Á myndinni hafa ískristallar náð að vaxa utanum eitt visið strá, sem fyllist stolti og reynir að halda reisn sinni. Ísblómið þroskast og vex dag frá degi á meðan lognið er. En lítill vindblær eyðir því á svip- stundu. Fjölbreytt vetrarblóm í norðlenskri undraveröld Morgunblaðið/Birkir Fanndal MEÐ breytingu á reglugerð um greiðslur úr Fæðing- arorlofssjóði og greiðslu fæðingarstyrks sem Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra undirritaði í febrúar 2007 var horfið frá því að greiðslur úr Fæðing- arorlofssjóði vegna fyrra fæðingarorlofs yrðu lagðar til grundvallar við útreikning greiðslna úr Fæðing- arorlofssjóði í síðara fæðingarorlofi. Þeir foreldrar sem fengið hafa greiðslur úr Fæð- ingarorlofssjóði á framangreindum forsendum frá 1. janúar 2005 skulu senda Fæðingarorlofssjóði beiðni um að fæðingarorlofsgreiðslur þeirra verði endur- ákvarðaðar á grundvelli breyttra reglna, segir í frétt frá félagsmálaráðu- neytinu. Í framhaldi af endurskoðun Fæðingarorlofssjóðs munu foreldrar fá leið- réttingu á umræddum greiðslum komi í ljós að viðkomandi hafi orðið fyrir skerðingu á þeim vegna fyrra fæðingarorlofs. Nánari upplýsingar er að finna á vefnum www.faedingarorlof.is Fá leiðréttingu á greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði FERÐAFÉLAG Íslands hefur ráðið skálavörð í skála félagsins í Land- mannalaugum nú yfir vetrarmán- uðina. Skálavörðurinn tók til starfa 9. febrúar og sinnir gæslu í skál- anum um helgar fram yfir páska. Ferðafélagið endurnýjaði í haust hitavatnsleiðslur að skálanum og verður í framhaldi af því heitt og kalt rennandi vatn í skálanum í vet- ur sem og vatnssalerni og hægt að komast í sturtu, eftir að skálavörð- urinn er mættur til starfa. Ferðafélagið hefur áður haft skálaverði í skálum félagsins yfir vetrarmánuðina og eykur það þjón- ustu og þægindi fyrir ferðamenn til muna. Komið er að skálanum heit- um og heitt kaffi á könnunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Aukið öryggi Skálavörðurinn get- ur fylgst með ferðamönnum. Gæsla í Land- mannalaugum FERÐAKLÚBBURINN 4x4 hefur mótmælt harðlega öllum áformum um uppbyggingu Kjalvegar í einkaframkvæmd, klúbburinn mót- mælir einnig þeirri sjónmengun og hávaða- mengun sem þessar framkvæmdir hafa í för með sér. „Vegur af þeirri gerð sem hér er rætt um sviptir hálendið sérkennum sínum og þeirri öræfastemningu sem ferðamenn sækjast eftir. Hálendi landsins hefur mik- ið gildi fyrir þjóðina og með því að leggja uppbyggða samgönguæð í gegn- um eitt helsta hálendissvæðið er verið að spilla verulega þeirri upplifun sem menn sækjast eftir á Kili. Kjölur verður aldrei samur eftir að slík framkvæmd hefur verið heim- iluð," segir einnig í ályktun frá Ferðaklúbbnum 4x4. 4x4 mótmælir Kjalvegi FRANZ Árnason, Norðurorku, var nýlega kjörinn formaður stjórnar Samorku og tekur hann við for- mennsku af Friðriki Sophussyni, Landsvirkjun. Þórður Guðmunds- son, Landsneti, kemur nýr í stjórn. Leiðir Samorku UNNUR A. Valdimarsdóttir hefur verið ráðin dósent og forstöðumað- ur Miðstöðvar HÍ í lýðheilsufræði. Lýðheilsufræði er nýtt þverfræði- legt meistara- og doktorsnám. Nýtt nám við HÍ VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð heldur landsfund um aðra helgi, 23.-25. febrúar. Á fundinum verða áherslur flokksins í komandi kosningum kynntar svo og fram- bjóðendur í hverju kjördæmi. Yf- irskrift fundarins verður „Allt ann- að líf!“ Á fundinum verður forysta flokks- ins kosin en ekki er búist við að mikil breyting verði á henni. Sérstakt mál- þing verður á laugardeginum þar sem fjallað verður um þá möguleika sem búa í íslensku atvinnulífi. Landsfundur VG Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „VIÐ erum að undirbúa næst skref. Nú eru línurnar skýrar, það verður haldið áfram á þeirri braut sem við höfum verið á frá upphafi, að vera þverpólitískt þrýstiafl og hugmynda- veita,“ segir María Ellingsen, leik- kona og stjórnarmaður í Framtíðar- landinu, en á félagsfundi í síðustu viku var tekin bindandi ákvörðun um að félagið muni ekki vinda sér í slag framboðs- og flokkastjórnmála fyrir kosningarnar í vor. Stjórnar Fram- tíðarlandsins bíður því það verkefni að leiða félagið áfram undir óflokks- bundnum merkjum og jafnframt að sameina og samtvinna ólíkar hug- myndir félagsmanna um eðli sam- takanna. María segir stjórn Framtíðar- landsins hafa verið tilbúna að fara báðar leiðir, þ.e. halda áfram á sömu braut eða að undirbúa framboð. Það hafi hins vegar verið undir fé- lagsmönnum komið. „Báðar leiðirn- ar hafa ótvíræða kosti. En þetta er sú leið sem við höfum verið á og það er því mjög einfalt fyrir okkur að halda áfram. Við erum með í und- irbúningi margþætta aðgerðaáætlun sem verður hrint í framkvæmd á næstu vikum.“ María vill ekki fara nákvæmlega út í í hverju aðgerðir Framtíðar- landsins felast að svo stöddu. Hún segir samtökin ætla að beita sér af afli fram að kosningum. „Þetta verð- ur aðgerðaáætlun í anda Framtíðar- landsins sem vonandi mun vera upp- lýsandi og veita innblástur, styðja við okkar málefni, skapandi atvinnu og undanhald stóriðju.“ Viðar Þorsteinsson, vefritstjóri Framtíðarlandsins, segir margt á döfinni. „Við ætlum að stuðla að því að umhverfismál verði kosningamál og við munum gera okkar besta til að svo megi verða.“ María segir að frá upphafi hafi Framtíðarlandið lagt áherslu á að nota ákveðin gildi sem áttavita, en þau eru ábyrgð, náttúruvernd, virð- ing, fjölbreytni, sjálfstæði, sköpun- argleði, kjarkur og frumkvæði. Einnig vilji samtökin ýta undir skap- andi og skemmtilegar hugmyndir. „Við sýndum fram á það á haustþingi okkar að við sitjum á eldfjalli verð- mætra hugmynda í þessu landi sem gerir gamaldags hugmyndir eins og stóriðju algjörlega óþarfar. Ekki nóg með það heldur skyggja þær á og skemma fyrir öllum öðrum mögu- leikum.“ María segir af heilmörgu að taka varðandi valmöguleika við álver og aðra stóriðju. „Við vorum með mál- þing í heilan dag þar sem var svo mikill straumur af góðum hugmynd- um, bæði sem eru í gangi og eru í far- vatninu, að við hefðum getað setið í marga daga. Það skortir ekki hug- myndirnar, alvöru og risastórar hug- myndir sem m.a. byggjast á því að fá að vera í friði fyrir stóriðju.“ María segir Framtíðarlandið telja ástæðu til að láta staðar numið í stór- iðjuframkvæmdum og hverfa frá hugmyndum um tvö álver til viðbót- ar og stækkun þess þriðja. „Við get- um ekki bæði átt kökuna og étið hana, það er svo einfalt.“ María segist vona að Framtíðar- landið veiti stjórnmálaflokkunum í landinu „aðhald, innblástur og stuðning til góðra verka,“ í aðdrag- anda kosninga. Búið er að koma upp öflugri heimasíðu Framtíðarlandsins og málefnahópar innan samtakanna eru að komast á fullt skrið. Hver hópur fjallar um afmarkað efni; Náttúru, lýðræði, menntun eða atvinnulíf. Nýta á tölvutæknina og Netið til vinnunnar svo að fólk hvar sem er á landinu geti tekið þátt. Ekki á leið í framboð Margir hafa velt fyrir sér hvort María ætli sjálf út í pólitík þótt Framtíðarlandið hafi ákveðið að hverfa frá slíku. María segir slíkar hugmyndir hafa komið nokkuð flatt upp á sig, sérstaklega þar sem hún hafi verið í fararbroddi innan sam- takanna hvað varðar þverpólitískar áherslur. „En ég er sem sagt ekki á leiðinni í framboð en mun beita mér mjög ötullega á vettvangi Framtíð- arlandsins.“ María játar því að stjórnmálaflokkar hafi falast eftir kröftum hennar en hún líti svo á að þeim sé best varið innan vébanda Framtíðarlandsins. Morgunblaðið/Kristinn Framtíðin María Ellingsen, stjórnarmaður í Framtíðarlandinu, segir samtökin ætla að veita stjórnmálaflokkum aðhald, innblástur og stuðning til góðra verka í aðdraganda kosninga til Alþingis í vor. „Við sitjum á eldfjalli verðmætra hugmynda“ Framtíðarlandið vill að kosið verði um umhverfismálin í vor Í HNOTSKURN » Framtíðarlandið ætlar aðbeita sér á ýmsan hátt fyr- ir kosningarnar í vor og fyrir því að umhverfismál verði kosningamál. » Um 2.800 félagar eru íFramtíðarlandinu. Koma þeir alls staðar að af landinu og úr öllum stjórnmálaflokk- um. » Á vef samtakanna, fram-tidarlandid.is má nálgast vikulegt fréttabréf sem og annan fróðleik. MARÍA Ellingsen er með mörg járn í eldinum því fyr- ir utan tímafreka vinnu fyrir Framtíðarlandið er hún upptekin við að leika, leikstýra, framleiða og skrifa handrit. „Ég er nýbúin að klára mitt fyrsta leikstjórnarverk- efni fyrir Þjóðleikhúsið, leikrit um ástina á tímum erfðagreiningar,“ segir María og á þar við Sælueyjuna sem sýnd er í Kassanum. Verkinu lýsir hún m.a. sem vísindaskáldsögu innblásinni af íslenskum veruleika. Þá er María að undirbúa verk ásamt Charlotte Bø- ving. „Þetta verk smíðum við saman en það heitir Mamma. Við höfum safnað sögum kvenna og vinnum þetta í hópi listakvenna, þvert á listirnar.“ Báðar munu þær koma fram í sýningunni þegar þar að kemur. Að auki vinnur María að verki með Bjarna Hauki Þórssyni. „Þetta er flott, nýtt, ástralskt verk, skemmti- legt drama,“ segir María. Í verkinu leika fjórir leikarar og hefjast æfingar væntanlega í vor í Iðnó. Með mörg járn í eldinum Morgunblaðið/Kristinn Leikhús Úr Úlfhams sögu sem María leikstýrði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.