Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 13 ÚR VERINU FÖSTUDAGINN 16. febrúar kl. 12.30 flytur Höskuldur Björnsson flytur á morgun erindið Togveiðar á Íslandsmiðum: Hugleiðingar um svæðatakmarkanir. Erindið verður flutt í fundarsal á fyrstu hæð Skúlagötu 4 klukkan 12.30. Áhrif togveiðarfæra á hafsbotn hafa verið mikið í umræðunni á undanförnum árum og talsverðar rannsóknir farið fram á þeim. Hef- ur komið í ljós að í sumum til- fellum hafa togveiðarfæri valdið verulegum skaða á hafsbotni, í ein- hverjum tilfellum afturkræfum en öðrum ekki. Í fyrirlestrinum verður litið á það hve mikið er hægt að tak- marka þau svæði þar sem togveið- ar eru leyfðar með lágmarksáhrif- um á afla. Skoðuð er sú leið að halda eingöngu þeim svæðum opn- um þar sem mikið hefur verið tog- að, en friða alveg fyrir togveiðum þau svæði þar sem lítið hefur verið togað. Er forsenda nálgunarinnar sú að nóg sé að toga tiltölulega sjaldan yfir svæði til að hafa áhrif á viðkvæm botnsamfélög en hins vegar skipti ekki öllu máli í þessu samhengi hvort togað sé árlega eða mjög oft á ári. Fyrirlesturinn fjallar eingöngu um svæðatakmarkanir út frá þess- ari einu forsendu en ekki er tekið tillit til botngerðar, tegunda og stærðarsamsetningar fisks og fleiri þátta sem taka þarf tillit til við beitingu svæðatakmarkana. Erindi um áhrif togveiða á botninn Fyrirtækið á von á tveimur nýj- um frystiskipum, því fyrra í nóv- ember 2008. Til þess tíma munu hin frystiskipin í eigu félagsins, Sig- urbjörg ÓF og Mánaberg ÓF, sjá um bolfiskveiðar fyrirtækisins. Kleifabergið er selt án aflaheimilda og verður afhent 30. marz næst- komandi. „Þetta er eðalskip og við ætlum að halda útgerð þess áfram með sama hætti og Þormóður rammi ÞORMÓÐUR rammi Sæberg hefur selt frystitogara sinn Kleifaberg ÓF 2 til Brims hf. Áhöfninni hefur verið boðið að halda plássum sín- um, að minnsta kosti út árið. Ólafur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Þormóðs ramma Sæ- bergs, segist ánægður með þessi viðskipti og ánægður með að áhöfn- inni hafi verið tryggt pláss á skip- inu áfram. Hann vill ekki gefa upp söluverð skipsins. Sæberg hefur gert. Við eigum næg- ar veiðiheimildir fyrir skipið og þurfum ekki að draga úr hjá öðr- um,“ segir Guðmundur Krist- jánsson, forstjóri Brims. Hann segir að þetta sé bara við- bót við flota Brims og öllum verðið boðið að halda áfram um borð. En hvar verður skipið skráð? „Það er ekki ákveðið, en mér skilst að það sé gott að vera með togara á Ólafsfirði.“ Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Fiskveiðar Útgerð Kleifabergsins hefur gengið vel og aflaverðmæti þess orðið 8 milljarðar króna á níu og hálfu ári. Brim kaupir Kleifaberg Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is „OKKUR í áhöfninni lízt bara vel á það að verið sé að selja skipið. Það skiptir okkur litlu máli hvort útgerðin heitir Brim eða Þormóð- ur rammi Sæberg. Aðalatriðið er að við höldum plássum okkar þar til „Ramminn“ fær nýja skipið haustið 2008,“ segir Ágeir Snorri Þorsteinsson, matsveinn á Kleifa- berginu. Víðir Jónsson skipstjóri er einn- ig sáttur við sölu skipsins. „Fyrst það þurfti að selja skipið, hefur þetta líklega verið bezti kosturinn. Við kvíðum því í engu að fara að vinna fyrir Guðmund Kristjánsson, aðalatriðið er að halda vinnunni. Okkur stendur svo til boða pláss á nýju skipunum, þegar þar að kem- ur. Við erum því bara brattir,“ segir Víðir Jónsson. Léttir að sölunni Ásgeir Snorri segir að þeim standi til boða að koma yfir á nýja skipið þegar það komi og í raun sé léttir aðsölunni. Það hafi alltaf leg- ið fyrir að skipið yrði selt en menn hafi kannski ekki átt von á því að það yrði svona fljótt. „Við höldum öllum réttindum okkar og verði landað annars stað- ar en í heimahöfn á Ólafsfirði er okkur tryggður ókeypis flutningur á milli staða. Ég held að við höfum ekki getað fengið betri niðurstöðu úr þessu,“ segir Ásgeir Snorri. Ásgeir Snorri hefur verið á Kleifaberginu frá því það kom fyr- ir 10 árum og háseti þar til nú. Þetta er fyrsti túrinn sem kokkur. „Ég kann ágætlega við mig sem kokkur. Nú getur maður ráðið því hvað er í matinn. Annars er þetta líka góð tilbreyting og strákarnir eru að minnsta kosti sáttir við mig ennþá,“ segir kokkurinn. Útgerðin á Kleifaberginu hefur gengið vel. Það hefur fiskað fyrir 8 milljarða á níu og hálfu ári. Nú er skipið búið að vera 15 daga á sjó og þegar komið með aflaverðmæti upp á 81 milljón króna. Aldrei í sögu þess hefur aflaverðmætið orðið jafnmikið á jafnstuttum tíma, en nú eru um 10 dagar eftir af túrnum. Aflinn er mest ýsa, en einnig grálúða og þorskur. Skipið landaði síðast í janúar eftir 24 daga og var aflaverðmætið þá um 84 milljónir króna. Roðlaust og beinlaust Áhöfnin á Kleifaberginu er þekkt fyrir roðlaust og beinlaust í tvennum skilningi. Nær allur fisk- ur um borð er unnin í roð- og bein- lausar pakkningar og svo hefur áhöfnin slegið í gegn með hljóm- diskinum Roðlaust og beinlaust, sem hún hefur leikið og sungið inn á. Þar er að finna gömul og góð sjómannalög. Það er því óhætt að segja að andinn um borð sé góður, þó kokkurinn taki ekki lagið á diskinum, hvernig sem á því stend- ur. Líklega verið bezti kosturinn Aflaverðmæti Kleifabergsins nú 81 milljón eftir 15 daga Í HNOTSKURN »Við höldum öllum rétt-indum okkar og verði landað annars staðar en í heimahöfn á Ólafsfirði er okk- ur tryggður ókeypis flutn- ingur á milli staða. »Við kvíðum því í engu aðfara að vinna fyrir Guð- mund Kristjánsson, aðal- atriðið er að halda vinnunni »Útgerðin á Kleifaberginuhefur gengið vel. Það hef- ur fiskað fyrir 8 milljarða á níu og hálfu ári. SAUTJÁN fiskverkanir hafa verið reistar á síðustu tíu mánuðum í argentínsku borginni Mar del Plata. Verksmiðjuhúsin þekja um 7.000 fermetra og skapa 620 ný störf. Um 43,7% brúttótekna borg- arinnar og nágrennis koma úr sjávarútvegi. Nú vilja menn auka umsvifin, bæði í veiðum og vinnslu og auka vinnsluvirði afurðanna. Markmiðið er að framleiða vörur í neyt- endapakkningar eða sem næst því vinnslustigi. Útflutningsverðmæti afurða frá Mar del Plata er um 31 milljarður króna og af því eru sjávarafurðir um 22,4 milljarðar, eða um 70%. Góður gangur stafar fyrst og fremst af aukningu í veiðum á smokkfiski og rækju. 17 fiskvinnsluhús reist Kynning í Hygea Smáralind og Kringlunni fimmtudag, föstudag og laugardag Hygea Kringlan : 553 4533 | Hygea Smáralind : 554 3960 Sérfræðingur frá Shiseido kynnir nýju litalínuna og veitir ráðgjöf í umhirðu húðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.