Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 57 / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI eeeee - B.S. FRÉTTABLAÐIÐ Golden Globe VERÐLAUN m.a. besta myndin3 FRÁ HANDRITSHÖFUNDI RAIN MAN OG GOOD MORNING VIETNAM GÆTI ÞESSI MAÐUR ORÐIÐ NÆSTI FORSETI? Sjáið grínistann Robin Williams fara á kostum sem næsti forseti Bandaríkjanna GOLDEN GLOBE BESTA MYND ÁRSINS ÓSKARSTILNEFNINGAR m.a. sem besta mynd ársins7 ÓSKARSTILNEFNINGAR m.a. fyrir aðalhlutverk karla/ Leonardo dicaprio5 FRÁ LEIKSTJÓRA “THE LAST SAMURAI” eeee L.I.B. - TOPP5.IS eeee S.V. MBL. ÓSKARSTILNEFNINGAR8 RELDRAR KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON eeee H.J. MBL. eeee LIB - TOPP5.IS eeee FRÉTTABLAÐIÐ HJÁLPIN BERST AÐ OFAN eee S.V. - MBL SÝND BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI ÓSKARSTILNEFNING besta teiknimynd ársins1 SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is EDDIE MURPHY BEYONCÉ KNOWLES JAMIE FOXX 20% AFSLÁTTUR EF GREITT ER MEÐ SPRON-KORTI ALPHA DOG kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i.16 .ára. ALPHA DOG VIP kl. 8 - 10:30 B.i.16 .ára. PERFUME kl. 5 - 8 - 10:50 B.i.12 .ára. MAN OF THE YEAR kl. 8 - 10:30 B.i. 7 .ára. BLOOD DIAMOND kl. 5 - 8 - 10:50 B.i.16 .ára. FORELDRAR kl. 6 LEYFÐ BABEL kl. 8 - 10:50 B.i.16 .ára. BABEL VIP kl. 5 B.i.16 .ára. VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ ALPHA DOG kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára MAN OF THE YEAR kl. 10:30 B.i. 7 ára BLOOD DIAMOND kl. 8 B.i. 16 ára DIGITAL VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ DIGITAL CHARLOTTE´S WEB m/ensku tali kl. 6 LEYFÐ DIGITAL THE PRESTIGE kl. 10:30 B.i. 12 ára HAPPY FEET m/ensku tali kl. 6 LEYFÐ DIGITAL SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI DÖJ,KVIKMYNDIR.COM eeee LIB, TOPP5.IS eee SV, MBL Til greina kemur að Si-enna Miller verði næsta Bondstúlka. Fregnir herma að hún muni leika á móti Daniel Craig – sem hún átti í stuttu ástarsam- bandi við – í næstu Bond- mynd. Breska blaðið Daily Star hefur eftir heimildar- manni að Sienna þyki hafa allt til að bera, fegurð og hæfileika, og þar að auki sé hún bresk og fyrirmynd annarra kvenna í tísku. Sjálf viðurkenndi hún fyrir ekki löngu að hún væri til í að leika í Bond- mynd: „Hver getur sagt nei við James Bond?“ Bresku þungarokkararnir í IronMaiden hyggjast halda tón- leika í hallargarði í Bangalore, en þetta yrðu fyrstu tónleikar sveit- arinnar á Indlandi. Tónleikarnir eiga að fara fram þann 17. mars nk. og að sögn hljómplötuútgefand- ans EMI verður þetta í fyrsta sinn sem fræg þungarokkshljómsveit heldur tónleika í landinu. Hljóm- sveitin var stofnuð árið 1975 og nýjasta plata hennar náði öðru sæti indverska hljómplötulistans. Iron Maiden hefur staðfest að hljóm- sveitin muni halda 12 tónleika í mars og júní, þeir munu m.a. spila á Eyðimerkurrokkhátíðinni í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæm- unum hinn 9. mars. Þá munu þeir félaga spila á Download-hátíðinni í Donington Park á Englandi og á Fields of Rock hátíðinni í Zwolle í Hollandi, en báðir þessir tónleikar verða haldnir í júní. „Það er okkur afar kært að geta spila fyrir nýja aðdáendur í löndum sem við höfum aldrei komið til áður,“ sagði söngv- ari Iron Maiden, Bruce Dickinson. „Við höfum heyrt að indversku aðdáendurnir séu afar háværir og fíli þungarokkið í botn.“ Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Einsog er ertu tengdur spádómi sem er að rætast. Ef þér líkar ekki hvern- ig máli eru að þróast, er ekki of seint að breyta spádómnum. Persóna í meyjarmerkinu getur hjálpa þér að snúa málum við. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ástin er ekki eintal. Hún er samtal við aðra sál. Ef einhver blaðrar og blaðr- ar án þess að hlusta á hverju þú svar- ar, þá er mál til komið að grípa inn í. Þú hefur rétt á því að á þig sé hlust- að. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er nóg að gerast í félagslífinu hjá þér. Kannski af því að þig langar til að vera innan við fólk. Eða kannski af því að þú ert svo skemmtilegur núna. Mundu að bíða eftir hlátrinum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Í dag koma vandræðalega andartök þar sem allt höktir, þar sem þér finnst þú ekki raunverulegur og aðstæður koma upp sem einhver veginn virka ekki. Þegar þú lítur tilbaka verða þetta bestu hlutar dagsins. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þegar þú ert öruggur, einblínir þú á minnstu agnarögn af gagnrýni. En þegar þér líður vel, einsog núna, þá heyrirðu, sérðu og lest bara hluti sem ýta undir sjálfsánægjuna. Og þannig á það líka að vera. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú setur markið hátt og nærð því. Að gera betur en fólk ætlast til af þér er orðið þitt aðaláhugamál. Þú ættir að gera slíkt hið sama þegar kemur að persónulegum samböndum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú kemur í veg fyrir rifrildi af því að þú hefur kerfi sem virkar. Virðing þín fyrir hugmyndum og áliti annara skapar fjölbreytileika og vinnur gegn ótta. Vonandi eru aðrir tilbúnir til að hlusta á þig. Sjáðu til þess. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þér er að takast að klára málið. En gengurðu fyrir adrenalíni í stað nátt- úrulegrar orku? Athugaðu ástand þitt. Heilalaus starfsemi er helsti óvinur sannra afreka. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þér er að takast að finna leiðina í gegnum flókið völundarhús. Þú gætir sparað þér tíma og orku með því að tala við lærimeistara þinn. Eða finna einhvern sem hefur farið leiðina á undan þér. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Leggðu traust á liðið þitt. Þeim sem þykir vænt um þig munu styðja þig nóg til að sanna fyrir þér að þeir halda með þér, en eru samt það mikil áskorun að þú ferð ekki að breyta langtíma markmiðum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Afslöppun er ómissandi hluti af upp- skrift þinni að velgengni. Garðrækt, matreiðsla eða sundferð gefa undir- meðvitundinni frelsi til að leysa vandamál án þess að þú truflir hana. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er bæði öryggi og styrkleiki í töl- um. Lausnin felst í að fá allan hópinn til að vera fulltrúi þess sama. Ef ein- hver getur gert það, þá er það þú. Þú hefur samkennd með ólíkasta fólki. stjörnuspá Holiday Mathis Hvað er vatnsberi? Hann er sá sem færir fólki sínu lífsdrykkinn sem það getur ekki lifað án. Kannski að þú hafir nóg af vatni – það kemur úr krana heima hjá þér. Með tungli og sól í vatnsbera skaltu hins vegar huga að því að færa fólki aðr- ar lífsnauðsynjar, eins og hina einu sönnu ást. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „AKKÚRAT núna er ég bókaður öll laugardagskvöld út október sem plötusnúður og alla föstudaga út maí í X-Factor og svo eru skólakrakk- arnir að rífast um virku dagana,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson plötu- snúður og tónlistarmaður um dag- skrána hjá sér á næstunni. „Reynd- ar verð ég fljótt uppbókaður því ég tek alltaf tveggja vikna frí á tveggja mánaða fresti til að hlaða batteríin.“ Það eru ákveðna helgar og at- burðir sem Páll Óskar er alltaf bók- aður á eins og þegar Gay Pride á sér stað eða menningarnótt auk þess sem Evróvisjón-söngvakeppnin er háannatími. „Ég spila á Nasa ef það er eitthvað stórmerkilegt í gangi en ég fíla ekki að spila á þessu almenna djammi, mér finnst miklu skemmti- legra að spila á árshátíðum og skóla- böllum. Á þeim skemmtunum er tímarammi og fólk þekkist persónu- lega, þá er mun auðveldara að ná upp stemningu, meðan maður er stöðugt að lesa í liðið á djamminu.“ Ný plata í vinnslu Spurður út í þessar vinsældir sem skífuþeytir hlær Páll Óskar og segir að þær komi örugglega til vegna þess að hann láti alltaf eins og fífl í vinnunni. „Ef maður stendur sig vel dreifist orðsporið mjög hratt. Ég er rosa þakklátur fyrir að vera bókaður langt fram í tímann í bransa þar sem atvinnuöryggið er lítið sem ekkert. Ég elska vinnuna mín, hún er mitt áhugamál, og ég held að það sé m.a. ástæðan fyrir velgengninni,“ segir hann með mikilli áherslu. Auk skífuþeytinganna spilar Páll Óskar heilmikið með Móniku hörpu- leikari og kemur reglulega fram með Milljónamæringunum. „Svo í öllum þessum látum þykist ég að vera að gera nýja plötu sem kemur vonandi út í lok sumars. Fyrsta smáskífan af plötunni, með laginu „Allt fyrir ástina“, fer í spilun von bráðar. Þetta er rosa teknóp- lata, ég hef verið að máta lögin í vinnunni og þau svínvirka.“ Tvö uppáhaldslög Ekki er hægt að tala við Pál Óskar án þess að spyrja hann út í Söngva- keppni Sjónvarpsins í ár sem hann segir vera nokkuð spennandi enda ekki gefið hver fer með sigur af hólmi. „Ég á tvö uppáhaldslög í keppn- inni; „Ég og heilinn minn“ sem Heiða syngur af stakri snilld og þokka og „Ég les í lófa þínum“ með Eiríki Haukssyni, hann er töffari með flott lag. Mér finnst líka tími til kominn að gefa rokkinu og jað- artónlistinni smápláss í Evróvisjón.“ Að lokinni undanúrslitakeppninni í Sjónvarpinu á laugardaginn verður Páll Óskar með Evróvisjónpartí á Nasa þar sem hann þeytir skífum og treður upp auk Mihai Traistariu frá Rúmeníu og nýkrýndum fulltrúa Ís- lendinga í Evróvisjón, hver sem það verður. Páll Óskar er uppbókaður skífuþeytir með plötu í vinnslu Lætur eins og fífl í vinnunni Upptekinn „Reyndar verð ég fljótt uppbókaður því ég tek alltaf tveggja vikna frí á tveggja mánaða fresti til að hlaða batteríin,“ segir Páll Óskar. Evróvisjónpartí Páls Óskars á Nasa, laugardagskvöldið 17. febr- úar. Forsala á Nasa á föstudaginn milli 13 og 17 og við innganginn. Miðaverð kr. 1.900, húsið opnað kl. 23 og aldurstakmark 20 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.