Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 31 Stundum er gott að líta ámál frá öðru sjónarhornien venja er til þess aðátta sig á samhengi hlut- anna. Í þessari grein færi ég rök fyrir því að brátt spörum við Ís- lendingar heimsbyggðinni meiri CO2 (koldíoxíð) losun en við mengum sjálf með bílum okkar, skipum, flugvélum og atvinnu- rekstri. Það er svo sem ekki okk- ur sjálfum að þakka heldur því að við búum í landi, sem er óvenju ríkt af mengunarlausri orku sem er að auki endurnýjanleg. Fyrir áratugum fórum við að hita húsin okkar með jarðhita og er það sennilega stærsta skref sem nokkur þjóð hefur stigið til að minnka losun koldíoxíðs þó að það hafi alls ekki verið aðalhvati þeirra framkvæmda heldur arð- semin. Eru nú nær 90% allra húsa í okkar kalda landi hituð með jarðvarma og flest annarra húsa eru hituð með umhverf- isvænu rafmagni, orku sem losar óverulegt magn CO2, en sú loft- tegund er af mörgum talin m.a. valda gróðurhúsaáhrifum, þ.e. hitnun jarðar. Framleiðsla áls Fyrir um 40 árum hófst fram- leiðsla áls hér á landi og er það að öllu leyti flutt út. Það er í raun út- flutningur á vist- vænni orku og spar- ar sannanlega koldíoxíðmengun í heiminum. Stór hluti af áli í heiminum er nefnilega framleitt með rafmagni, sem unnið er í auknum mæli með brennslu kola, olíu eða gass sem allt veldur gíf- urlegri koldíox- íðlosun. Mannkynið býr á einum hnetti og þess vegna skiptir það ekki máli gagnvart hlýnum jarðar hvar CO2-losunin á sér stað. Nú er stóraukning í framleiðslu áls í þróunarríkjum sem nota kol, olíu og gas í mikl- um mæli til að framleiða rafmagn í risavaxnar álbræðslur sínar. Það má því færa rök fyrir því að ef ekki væri framleitt neitt ál hér á landi myndi sama magn af áli verða framleitt annars staðar með rafmagni, sem að hluta til krefst brennslu kola, olíu eða gass og losar því CO2. Sú CO2-losun sem verður til við framleiðslu áls vegna notk- unar kolefnisskauta er svipuð í öllum álverksmiðjum í heiminum svo hún verður hvorki meiri né minni þó að álverið sé staðsett annars staðar. Þessi losun, 1,5 tonn fyrir hvert áltonn, hefur ver- ið mikið í umræðunni, sem er merkilegt því hún fylgir ál- framleiðslunni hvar á hnettinum sem hún á sér stað. Þess vegna er hægt að sleppa þeirra losun þegar metin er hagur mannkyns af því að framleiða ál hér á landi með nærri mengunarlausu raf- magni. Hvað sparast mikil CO2-losun með því að framleiða ál hér á landi? 38% af því rafmagni, sem notað er til álframleiðslu í heim- inum er framleitt með brennslu jarðefna. Slíkt rafmagn losar að meðaltali um 11,6 tonn af CO2 fyrir hvert framleitt tonn af áli. Þetta hlutfall nota ég í útreikn- ingum mínum. Rétt er að benda á að 63% af því rafmagni, sem not- að er almennt í heiminum, er framleitt með brennslu jarðefna. Enn fremur notar stór hluti nýrra álvera rafmagn, sem eingöngu er framleitt með brennslu jarðefna. Svo líklega er þessi sparnaður vanmetinn með þessari forsendu. Á næstu 4 árum eru spáð þref- öldun á útflutningi okkar á áli. Ef allt það ál yrði framleitt erlendis myndi sú framleiðsla krefjast raf- magns, sem myndi að meðaltali valda losun CO2 á heimsvísu eins og sést á meðfylgjandi línuriti miðað við þessa varkáru for- sendu. Framleiðsla rafmagns hér á landi veldur nánast engri losun á CO2. CO2-bókhald Á vef Umhverf- isstofnunar er tafla sem sýnir CO2-losun hér á landi eftir at- vinnugreinum til 2004. Þar er þó ekki sýnd losun vegna millilandaflugs og millilandasiglinga. Eðlilegt er að þeirri losun sé bætt við. Jafnframt er eðlilegt að sleppa CO2-losun vegna stóriðju, sem myndi flytjast með henni til út- landa. Ef þessar tölur eru fram- reiknaðar til 5 ára miðað við síð- ustu 5 ár sést að CO2-losun vegna allra bíla, skipa, flugvéla okkar og atvinnureksturs (án stóriðju) er mjög stöðug eða 3,2 milljónir tonna á ári eða rúm 10 tonn af CO2 á íbúa. Á línuritinu sést að á næsta ári, 2008, munum við Íslendingar spara heimsbyggðinni meiri CO2- losun en við losum sjálf og er það eflaust einsdæmi á meðal ríkja heims. Kárahnjúkavirkjun á stærstan þátt í að koma okkur í þessa stöðu. Það vekur athygli að 23% af raforkuframleiðslu heimsins er unnin með kjarnorku. Þó að þessi framleiðsla valdi lítilli sem engri CO2-losun eru stór óleyst um- hverfisvandamál tengd henni. Einnig má hafa í huga að raf- orkuframleiðsla með vatnsafli í heitum löndum og volgum uppi- stöðulónum er talin valda nokk- urri CO2-losun vegna rotnunar auk þess sem gróðursæl land- svæði (skógar) fara oft undir vatn, sem ella hefðu bundið CO2. Slíkar virkjanir eru því ekki eins umhverfisvænar og vatnsafls- virkjanir hér á landi sem valda nánast engri losun. Hér er gengið út frá því að ál- framleiðsla heimsins haldi áfram óháð framlagi okkar. Auðvitað skiptir Ísland engum sköpum í því sambandi og ef ál er ekki framleitt hér verður það nokkuð örugglega framleitt annars stað- ar. Hins vegar getur fólk með réttu spurt hvort yfirleitt eigi að framleiða ál sem veldur svona mikilli CO2-losun. Því hefur verið svarað þannig að ál sé mjög auð- velt og ódýrt að endurvinna önd- vert við önnur efni. Það spari mikla orku (og þar með CO2- losun) þegar það er notað í far- artæki eða í dósir og aðrar um- búðir vegna þess hve létt það er. Flugferðir væru nánast óhugsandi án áls. Dökk skýrsla um umhverfismál Hér hefur útflutningur orku verið metinn með tilliti til fram- leiðslu á áli. Það er samt alls ekki eini möguleiki okkar til útflutn- ings á orku og má jafnvel segja að nægilega mörg egg séu komin í þá körfu. Betra er að dreifa áhættunni efnahagslega á fleiri þætti eins og t.d. starfrækslu gagnageymslu eða útflutning (og innflutning) um sæstreng. Einhver kann að benda á að flestar vörur sem við flytjum inn valdi líka CO2-losun þegar þær eru framleiddar. Ábendingin er réttmæt en umræðan hefur ekki snúist um að takmarka eða hætta innflutningi á vörum heldur að við ættum ekki að framleiða ál. Láta aðra í heiminum um það. Umræð- an hefur heldur ekki snúist um hvort öll þessi mikla neysla og ferðalög séu nauðsynleg fyrir heill og hamingju manna þó að sú umræða sé kannski ekki síður þörf en hún snýst kannski meira um mörkin á milli þarfa og græðgi. Umhverfisvernd er mikið til- finninga- og hitamál. Sumir mega ekki til þess hugsa að skaða nátt- úru landsins og flestir vilja fara varlega þegar náttúran er annars vegar. Við hverja einustu virkjun þarf að horfa til þeirrar náttúru, sem hún skaðar, nákvæmlega eins og við þurfum að horfa til þess tjóns sem önnur starfsemi eins og t.d. vegalagning, byggð eða ferða- mennska veldur náttúrunni. Mik- ilvægt er að landinu verði skipt sem fyrst niður í svæði; svæði sem við ætlum að nýta og svæði sem ætlað er að vernda til fram- búðar og þá jafnvel loka fyrir allri starfsemi, líka þungri ferða- mennsku. Þannig verði fundin málamiðlun á milli náttúru lands- ins, þarfa okkar til búsetu og líf- kjara og þarfa ferðamanna. Dökk nýleg skýrsla um að hitn- un jarðar sé enn líklegri en áður var talið kallar á að hætt verði að framleiða (raf-) orku með brennslu jarðefna og stóraukin verði nýting mengunarlausrar orku. Að sjálfsögðu líka í þróun- arríkjunum, sem eru jú á sama hnetti. Skýrslan mun líklega hækka verð á orku umtalsvert, sem er jákvætt fyrir okkur þar sem við flytjum út meiri orku en við flytjum inn. Krafa mun vaxa um að nýta meira vistvæna orku t.d. jarðhita- og vatnsorku. Hvar sem er í heiminum. Við Íslend- ingar skulum því búa okkur undir að þurfa að verjast öflugum er- lendum umhverfisvernd- arsamtökum sem í nafni hnatt- rænnar umhverfisverndar munu krefjast þess að við virkjum hvern einasta foss. Jafnvel Gull- foss. Vér umhverfis- englar Eftir Pétur H. Blöndal »Krafa mun vaxa umað nýta meira vist- væna orku t.d. jarð- hita- og vatnsorku. Pétur H. Blöndal Höfundur er alþingismaður. að bíða með framkvæmdir í þágu stöðugleikans. Byggingariðnaður- inn verður þá t.d. að hægja á sér.“ -Umferðaröryggi og breikkun að- alvega út frá höfuðborginni hefur borið hæst í umræðunni að und- anförnu. Þessar framkvæmdir eru ekki tímasettar nákvæmlega í sam- gönguáætlun og var Sturla spurður hvað hann teldi að tvöföldun Vest- urlandsvegar og Suðurlandsvegar eigi að ganga hratt fyrir sig? Sturla bendir á að hér sé um stór- framkvæmdir að ræða sem taki nokkurn tíma og þurfi mikinn und- irbúning. „Við gerum ráð fyrir að á næsta ári ljúki tvöföldun Reykjanes- brautarinnar, sem þá hefur staðið yfir í fimm til sex ár. Tvöföldun veg- arins austur fyrir fjall og upp í Borg- arnes tekur að sjálfsögðu nokkurn tíma og við reiknum með því í sam- gönguáætlun að hún eigi sér stað á tveimur tímabilum samgönguáætl- unarinnar, nema verktakar bjóðist til að gera þetta á skemmri tíma. Áætlunin gerir ráð fyrir að þessi verkefni verði fjármögnuð með sér- stakri fjáröflun og að vegurinn á Kjalarnesi og upp í Borgarnes og svo vegurinn austur fyrir fjall að Selfossi, verði boðnir út sem einka- framkvæmd. Það fari fram sam- keppni um hönnun, lagningu og jafnvel um rekstur þessara brauta og um fjármögnun verksins. Hafður yrði mikill sveigjanleiki og sam- keppni um hver sé tilbúinn til að byggja á sem skemmstum tíma, fyr- ir sem lægst verð og með hagstæð- ustu endurgreiðslukjörum. Við munum setja þetta í slíka sam- keppni og þá gæti verkefninu lokið á skemmri tíma, en ég tel ekki raun- hæft að búast við öðru en að þessar framkvæmdir muni ná inn í næsta tímabil samgönguáætlunarinnar og að við sjáum fyrir verklok á árunum 2011 eða 2012. Það tæki m.ö.o. fimm til sex ár að ljúka þessum fram- kvæmdum. Hér er um mjög um- fangsmikið skipulagsverkefni að ræða og umhverfismat þarf m.a. að fara fram en við sjáum fyrst hvaða möguleikar eru fyrir hendi þegar við höfum fengið tilboð í forvali frá fjár- festum og framkvæmdaraðilum.“ -Hvenær er líklegt að forval fari fram? ,,15. mars verður væntanlega búið að afgreiða samgönguáætlunina á Alþingi og þá mun Vegagerðin fara á fulla ferð við undirbúning þessara verkefna.“ Jarðgöng í samfelldri röð Gert er ráð fyrir gerð jarðganga fyr- ir um 38 milljarða kr. í samgöngu- áætluninni. Borun Héðinsfjarð- arganga stendur yfir og segir Sturla að næsta skref verði að bjóða út jarðgöngin frá Skarfaskeri til Bol- ungarvíkur. „Ég vona að sú fram- kvæmd komist á mikla ferð í byrjun næsta árs,“ segir Sturla. Hann telur ekki raunhæft að ætla að hægt verði að hefjast handa við framkvæmdir á þessu ári þar sem hönnunarvinna á eftir að fara fram, þó það sé ekki úti- lokað. Að sögn Sturlu verður röð jarð- gangagerðar á næstu árum þessi: Bolungarvíkurgöngin eru næst á dagskrá og í beinu framhaldi af Héðinsfjarðargöngunum kemur að gerð jarðganga til Norðfjarðar en þau verða boðin út árið 2009. Jarð- göng á milli Arnarfjarðar og Dýra- fjarðar verða boðin út í beinu fram- haldi af gerð jarðganga um Óshlíðina. „Þessi fjögur verkefni verða því í samfelldri röð og þar á eftir eru svo fyrirhuguð göng undir Lónsheiði, sem er mjög mikilvæg aðgerð á hringveginum. Því næst gerum við ráð fyrir jarðgöngum á höfuðborgarsvæðinu [undir Öskju- hlíð]. Þessu til viðbótar er líka uppi sá möguleiki að Sundabraut verði í jarðgöngum en þau mál eru í athug- un núna,“ segir hann. Auk þessa er stefnt að gerð Vaðlaheiðarganga í einkaframkvæmd og hefja á við- ræður við hagsmunaaðila strax á þessu ári. „Öll þessi jarðgöng skipta miklu máli fyrir byggðirnar. Göngin tengja saman byggðir og stækka at- vinnusvæði. Þetta er geysilega um- fangsmikil jarðgangagerð og Ísland verður gjörbreytt þegar þessu er lokið.“ um þær . Þó eitt- ka veg- s.s. á milli gar, þá ein stór gir hann. metn- n er sú að r í land- r. Ég tel kki efni á m í upp- ins. Ég er sé komið uni í sam- erkefni m fram- a tæplega ðslu. Er yggjur af ar unnið lum en við rík- ðinni gu stóriðj- upp- rkjanna milda með því að ð um sinn. því að nnvirkj- ægja um ef Mér er það ð gæta ist en ég gt sé að ætlun í ulífsins. miklum n er sú að abílana og gatak- bílar fara vörur sem eir verða gnið vegna m leiðir til ningunum óásætt- koðunar ngur í a að við kvæmdir, göngu- verði aðrir r gjörbreytt Morgunblaðið/RAX að komið sé að því að uppbygging samgöngumannvirkjanna fái aukið rými.“ » „Ef á þarf að halda verði aðrir að bíða með framkvæmdir í þágu stöðugleikans.“ omfr@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.