Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 27
ferðalög MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 27 ÁHUGAMENN um byggingarlist ættu ekki að láta hina merkilegu turnbyggingu Turning Torso fram hjá sér fara næst þegar þeir eiga leið um Málmey eða Kaupmannahöfn. Turninn er staðsettur á hafnarsvæði við miðborg Málmeyjar og er verk spænska arkitektsins Santiago Cala- trava. Áður hafði hann gert skúlp- túrinn Twisting Torso sem kveikti hugmynd hjá forstjóra sænska fast- eignafélagsins HSB um að fá Cala- trava til að hanna turnbyggingu í svipuðum stíl. Þetta gekk eftir og var hafist handa við byggingu Turning Torso sumarið 2001 en hann var formlega tekinn í notkun í lok ágúst 2005. Hann er 190 metra hár og alls 54 hæðir en af öðrum mannvirkjum í Skandinavíu eru aðeins brúarstólp- arnir í Eyrarsundsbrúnni hærri. Byggingin er samsett úr níu kubbaeiningum sem hver um sig er fimm hæðir auk hæða sem eru milli kubbanna. Það sem gerir turninn hins vegar sérstakan er sveigjan eða snúningurinn sem á honum er. Alls er húsið um 4.200 fermetrar og í því er 147 íbúðir auk skrifstofurýmis. Engan útsýnispall er að finna í Turning Torso því talið var að slík aðstaða yrði of plássfrek og truflandi fyrir íbúa turnsins. Þó geta hópar leigt sér ráðstefnu- og fundar- herbergi á toppi byggingarinnar. Þá er upplýsingamiðstöð um mann- virkið að finna í nærliggjandi bygg- ingu. Þrátt fyrir að stutt sé liðið frá því að turninn var tekinn í notkun hefur hann þegar unnið til fjölda alþjóð- legra verðlauna og var m.a. í fyrra kjörinn besti nýi skýjakljúfurinn. Skýjum ofar í Malmö Turning torso Hann er óneitanlega bæði sveigður og snúinn. Að vera í nálægð við náttúr-una hefur löngum heillaðfólk og nú hafa Danir ákveðið að draga að ferðamenn með þetta í huga. Í sumar mun í fyrsta sinn í Kaupmannahöfn verða opnað fljótandi hótel niðri við höfn undir nafninu Copenhagen Living. Þar munu gestir geta notið þess besta sem bærinn býður upp á og líka þess besta sem hafið hefur fram að færa. Fyrirtækið Water- land stendur fyrir þessum ósköpum og ekkert verður til sparað, en hót- elið mun vera sérhannað í bak og fyrir og efniviðurinn í háum gæða- flokki. Þetta verður lúxushótel og herbergin koma til með að vera að- eins tólf talsins. Þau munu verða innréttuð bæði með sérhönnuðum húsgögnum og sígildum. Gluggar verða stórir svo hægt sé að njóta útsýnar yfir haf og himin. Flöskuskeyti út um gluggann Hótelið verður staðsett á höfn- inni, aðeins nokkur hundruð metra frá skipinu Viva sem er veitingahús sem sama fyrirtæki, Waterland, er að byggja en það mun þjónusta gesti hins fljótandi hótels í hví- vetna. Mikil uppbygging er í hót- elbransanum í Kaupmannahöfn um þessar mundir og áhugi fyrir hverslags nýjungum. Vaxandi eft- irspurn er til að mynda eftir hót- elum sem hafa mikla sérstöðu og svarið við þeirri eftirspurn er með- al annars fljótandi hótel. Danir vita sem er að sjórinn hefur aðdrátt- arafl hjá mannfólkinu og að þó svo að fólk sé statt í borg vilja þeir bjóða því upp á snertingu við hafið. Og þeir láta ekki duga að reisa fljótandi hótel, heldur stendur til að byggja fljótandi húsnæði við höfnina með íbúðum sem hinn al- menni borgari getur búið í. Margur heillast jú af tilhugsuninni um að geta hent flöskuskeyti út um gluggann heima hjá sér beint út í sjó sem svo mun kannski enda í New York eða Bombay. Þar sem höfnin í Kaupmanna- höfn er ekki lengur aðeins iðnaðar- svæði vilja Danir skoða sem flesta möguleika á hvernig megi nýta hana og breyta henni í kraftmikið og áhugavert svæði þar sem fólk getur komist í snertingu við náttúr- una og notið nálægðarinnar við haf- ið. Hafið skipar enda stóran sess í huga Dana og er stór hluti af sögu þeirra, allt frá steinöld og víkinga- tímanum fram til dagsins í dag. Heillandi höfn Danir vilja skapa kraftmikið svæði við höfnina. Fljótandi hótel í Kaupmannahöfn -hágæðaheimilistæki Miele ryksugur á einstöku tilboðsverði Miele S381 Tango Plus ryksuga með 1800W mótor Verð áður kr. 24.600 Tilboð: Kr. 15.990 Fáanlegir fylgihlutir t.d.: Hebafilter sem hreinsar loftið af ofnæmisvaldandi efnum. Kolafilter sem hreinsar óæskilega lykt. Hentar vel fyrri þá sem eru með gæludýr. Parketbursti úr hrosshárum sem skilar parketinu glansandi. Miele ryksugurnar eru traustar og kraftmiklar. Þær eru með stillanlegu röri og mikið úrval fylgihluta er innbyggt í vélina. Verið velkomin í Eirvík og kynnið ykkur Miele heimilistækin í einni glæsilegustu heimilistækjaverslun landsins. AFSLÁTTUR 35% vi lb or ga @ ce nt ru m .is Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri Sími 588 0200 | www.eirvik.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.