Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING SAGAN öll nefnist nýtt tímarit um söguleg efni sem kemur út í fyrsta sinn hér á landi fimmtudaginn 22. febrúar. Í blaðinu, sem kemur út mánaðarlega, verður fjallað um mannskyns- og Íslands- söguna í máli og myndum. Í fyrsta tölublaði er meðal ann- ars grein um fyrstu íbúa Reykjavíkur, sem kunna að hafa verið rostungaveiðimenn en ekki bændur eins og almennt hefur verið talið. Þá er stór grein eftir Guðna Th. Jóhannesson um hlerunarmál. Ritstjóri tímaritsins er Illugi Jökulsson. Tímarit Sagan öll á Íslandi Forsíða fyrsta tölublaðs. JAZZKLÚBBURINN Múlinn fagnar í ár 10 ára starfsafmæli sínu og blæs af því tilefni til sextán tónleika dag- skrár. Þeir fyrstu í röðinni fara fram í kvöld á Domo Bar í Þingholts- stræti 5. Þar stígur á stokk hljómsveitin The Riot en hana skipa þeir Björn Thoroddsen, Hall- dór Bragason, Jón Ólafsson, Jón Rafnsson og Ásgeir Óskarsson. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og er þúsund króna aðgangangseyrir, 500 krónur fyrir námsmenn. Tónleikar Múlinn fagnar 10 ára afmæli The Riot Á LAUGARDAGINN hefjast sýningar á Pétri og úlfinum í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu. Bernd Ogrodnik smíðaði allar brúðurnar og leikmyndina úr linditré og íslensku birki og stjórnar brúðunum sjálfur. Rússneska tónskáldið Sergei Prokofief samdi bæði texta og tónlist í Pétri og úlfinum á einni viku árið 1936 með það fyrir augum að leiða unga hlustendur inn í heim sígildrar tónlistar. Sýningar fara fram laugardaga og sunnudaga kl. 13.30 og 15.00. Nánari upplýs- ingar og miðasala eru á vef Þjóðleikhússins, www.leikhusid.is. Brúðuleikhús Pétur og úlfurinn í Þjóðleikhúsinu Bernd Ogrodnik Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Í KJÖLFAR þess að verkið Hvíta- sunnudagur eftir Kjarval kom ný- lega í leitirnar í Danmörku hafa margir velt fyrir sér hvort mikið af verkum eftir gömlu meistarana sé ófundið. „Það er líklega töluvert, sér- staklega á Norðurlöndunum þar sem myndlistarmenn okkar voru mikið við nám. Það er alveg viðbúið að það séu til verk sem eigi eftir að koma í ljós, sérstaklega eftir Þor- vald Skúlason, Svavar Guðnason og Nínu Tryggvadóttur og það eru örugglega ekki öll kurl komin til grafar hvað Kjarval snertir því að hann flæktist víða og var mik- ilvirkur,“ segir Aðalsteinn Ingólfs- son listfræðingur. Aðalsteinn segir að þau verk sem hann hafi mestan áhuga á að finna eigi að vera hér á landi. „Það var til maður sem hét Krist- inn Pétursson, hann var málari og það eru heimildir um að þegar hann bjó í Hveragerði, á árunum fyrir síð- ara stríð, hafi hann verið farinn að búa til abstrakt lágmyndir úr tré og þessar myndir hafi síðan allar verið eyðilagðar þegar hann flutti þaðan. Ég held að það komi aldrei í ljós en ef það gerist þætti mér það mjög áhugavert. Það var líka hálfíslensk kona sem hét Ingibjörg Stein Bjarnason. Hún var í slagtogi við franska abstrakt- listamenn í byrjun fjórða áratug- arins og eru heimildir um að þá hafi hún sýnt með þeim verk sem voru al- veg abstrakt. Það ganga sögur um það að eitthvað sé til af þessum myndum hugsanlega í París eða New York og það er annar fundur sem ég yrði mjög kátur yfir.“ Aðalsteinn segir að Íslendingar eigi að hætta að hafa áhyggjur af því sem er úti í heimi og frekar skoða það sem er nær og er að týnast. „Við eigum að setja peninga í að rannsaka sögu óþekktari listamanna sem skipta máli í listasögunni frekar en að vera að elta uppi örfá verk eft- ir þá þekktu.“ Borgaraleg skylda „Þessi verk sem ekki er vitað hvar eru niðurkomin eru líklega inni á einkaheimilum og þá getur auðvitað verið viss hætt á því að eigendurnir viti ekki hvað þeir eru með í hönd- unum, því verkið er kannski komið í hendur þriðju kynslóðar, og fer bara upp á háaloft,“ segir Harpa Þórs- dóttir, deildarstjóri sýningardeildar hjá Listasafni Íslands. Harpa er nú að setja upp sýningu á verkum Jóhanns Briem og Jóns Engilberts og segir að ágætlega hafi gengið að hafa uppi á verkum þeirra. „Við auglýstum bara hér á Íslandi og fengum ágæt viðbrögð. Ég treysti á að fólki þyki eftirsóknarvert að segja frá verkum sem það á ef við auglýsum sérstaklega eftir þeim og kannski mætti kalla þetta borg- aralega skyldu eða skyldu almenn- ings við íslenskan menningararf, ef má segja svo.“ Aðspurð hvaða verk hún væri sér- staklega til í að finna svarar Harpa að henni hefði þótt gaman að finna meira af veggteppum Júlíönu Sveinsdóttur fyrir sýningu sem hún vann að í Listasafni Íslands árið 2003. „Ég veit að þau er að finna í Danmörku, hún óf allt þar og sýndi. En það má heldur ekki gleyma því að það er ekki endilega kappsmál að fá öll verk heim. Það er líka gaman að vita af íslenskum verkum erlendis á söfnum og heimilum, við viljum frekar vita hvar verkin eru heldur en að draga þau öll heim.“ Harpa segir samt að þegar lyk- ilverk komi í leitirnar sé mjög gam- an að fá þau inn á söfn. „Listasöfnin hafa takmarkaða peninga til að kaupa gömul verk og eiga í erfiðleikum með að keppa við einstakling með fullar hendur fjár. Stundum verðum við að höfða til samvisku fólks gagnvart sameig- inlegu okkar menningu. Það er ekki óeðlilegt að verkið fari á því verði sem markaðurinn setur en þá má spyrja hvar verkið eigi heima út frá sögunni.“ Skráning grundvallaratriði Kristín G. Guðnadóttir listfræð- ingur, og einn höfundur bókarinnar um Kjarval, segir að þau hafi ekki fundið öll verkin sem þau leituðu að fyrir bókina. „Eftir ýmsum króka- leiðum fundum við mörg en það var erfiðara að finna þau sem voru er- lendis. Hvítasunnudagur var eitt af verkunum sem ég leitaði mikið að og varð því mjög ánægð þegar það kom í leitirnar.“ Kristín segir að skráning verka sé grundvallaratriðið upp á að vita hvar þau eru niðurkomin og því sé mik- ilvægt að söfnin fái nægt fjármagn og fólk til að vinna að því. Fleiri verk þekktra íslenskra listamanna eiga líklega eftir að koma í ljós Eigum að líta okkur nær JÓHANNES Kjarval málaði verkið á árunum 1917–1919 og er það undir kúbískum áhrifum. Verkið kom í leitirnar nýlega í Danmörku og verður selt á uppboði 27. febrúar hjá listaverkasalanum Bruun Rasmussen. Hvítasunnudagur UMSÖGN um Skuggaleik, óp- eru Karólínu Ei- ríksdóttur, birt- ist í febrúarhefti hins virta og víð- lesna óp- erutímarits Opera. Lokanið- urstaða gagn- rýnandans Hil- ary Finch er stutt og laggóð, að hér sé á ferð- inni ópera sem henti fullkomlega til að ferðast með og sýna á listahátíðum; Skuggaleikur geti - og ætti - að ná langt. Finch nefnir nokkur atriði nið- urstöðu sinni til grundvallar. Texti Sjóns er sagður henta vel hófstilltri en jafnframt blæðbrigðaríkri og orkumikilli tónlist Karólínu. Þá segir að þó leikmynd sé í lágmarki, sé sýningin „dáleiðandi sjónræn upplifun“, þökk sé lýsingu, hreyfi- myndum, búningum og hreyfingu söngvaranna. Að lokum segir að Guðni Franzson stjórni hljómsveit- inni af „máttugri nákvæmni“. Skuggaleikur, í leikstjórn Mess- íönu Tómasdóttur og Ástrósar Gunnarsdóttur, var frumsýndur 18. nóvember á síðasta ári. Um var að ræða samvinnuverkefni Strengjaleikhússins og Íslensku óp- erunnar. Fjallað um Skuggaleik í Opera Óperan sögð hafa burði til að ná langt Karólína Eiríksdóttir BANDARÍSKUR prófessor er handhafi einna hæstu verðlauna sem veitt eru á sviði ljóðlistar. Það er Claremont Graduate-háskólinn í Bandaríkjunum sem hefur umsjón með hinum eftirsóttu Kingsley Tufts-ljóðaverðlaunum sem í ár falla í skaut Rodney Jones, kennara í ensku við Southern Illinois- háskólann. Var ljóðabók hans Salvation Blues lögð valinu til grundvallar. Þó að upphefðin sé mikil felur það að vinna til Kingsley Tufts- ljóðaverðlaunanna í sér annað en heiðurinn einn þar sem verðlauna- féð nemur að andvirði tæpra sjö milljóna króna. Eric McHenry, ljóðskáld frá Seattle, hlaut Kate Tufts Disco- very-verðlaunin, einnig á vegum Claremont Graduate, fyrir bók sína Potscrubber Lullabies. Fær hann að andvirði 700.000 króna í sinn hlut. Sjö milljóna ljóðaverðlaun KAMMERKÓRINN Carmina mun flytja Requiem eða Sálumessu eftir spænska endurreisnartónskáldið Tomás Luis de Victoria í fyrsta sinn á Íslandi á tónleikum í Kristskirkju í mars nk. Victoria var fremsta tónskáld Spánverja á 16. öld og sálumessan þykir hans merkasta verk. Hún var samin við andlát Maríu keisaraynju árið 1603 en Victoria hafði verið hirð- tónskáld hennar um áratuga skeið. Sálumessan er samin fyrir sex radda kór og þykir tónlistin sérlega áhrifa- mikil. Auk sálumessunnar mun Carmina flytja verk eftir endurreisn- artónskáldin Cristóbal de Morales og Josquin des Prez. Kammerkórinn Carmina verður einnig meðal flytjenda á Stockholm Early Music Festival, stærstu hátíð Svíþjóðar á sviði endurreisnar- og barokktónlistar, sem fram fer í Stokkhólmi dagana 6.-10. júní nk. Tónleikar kórsins fara fram í Finnsku kirkjunni í miðbæ Stokk- hólms 8. júní kl. 18 og verða þeir hljóðritaðir af sænska ríkisútvarpinu. Á tónleikunum mun Carmina flytja íslenska efnisskrá með lögum úr Mel- ódíu, sem er íslenskt tónlistarhandrit frá miðri 17. öld. Carmina flutti sömu efnisskrá á Sumartónleikum í Skál- holti í fyrrasumar og er geisladiskur með tónlistinni væntanlegur innan skamms. Kammerkórinn Carmina var stofn- aður sumarið 2004 með það að mark- miði að flytja kórtónlist endurreisn- arinnar á Íslandi. Meðlimir kórsins eru allir þrautþjálfaðir söngvarar og hafa hlotið mikilsverða reynslu innan ýmissa kóra. Á tónleikunum í Kristskirkju munu fjórir söngvarar úr BBC Singers, The Tallis Scholars og Westminster Ab- bey-kórnum í Lundúnum slást í hóp með félögum í Carminu. Stofnandi Kammerkórsins Carminu og stjórn- andi á tónleikunum er Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur. Tónleikarnir í Kristskirkju verða 17. og 18. mars og hefjast kl. 16 báða dagana. Miðasala hefst í 12 tónum, Skólavörðustíg 15, í dag, fimmtudag, og er miðaverð kr. 2500 en 1000 fyrir námsmenn gegn framvísun nem- endaskírteinis. Kammerkórinn Carmina með tónleika í Kristskirkju í mars og í Stokkhólmi í júní Flytja kórtónlist endurreisnar- innar á Íslandi Tónleikar Kammerkórinn Carmina flytur Sálumessu eftir hinn spænska Tomás Luis de Victoria í Kristskirkju í mars, miðasala hefst í dag. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.