Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ GuðmundurIngason (Gúnni) fæddist í Reykjavík 21. júní 1951. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 5. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Elín Guð- mundsdóttir, f. 29. júní 1923, d. 27. febrúar 2003, og Ingi Jónsson, f. 16. desember 1921. Bræður hans eru: Jón Ingi, f. 5. júlí 1953, og Mark- ús, f. 10. febrúar 1955. Guðmundur kvæntist 21. ágúst 1971 Sólfríði Guðmundsdóttur, f. 3. október 1951 í Reykjavík. For- eldrar hennar eru Guðmundur Pálsson, f. 5. apríl 1926, og kona hans Salbjörg Matthíasdóttir, f. 2. desember 1929. Börn Guð- mundar og Sólfríðar eru: 1) Elín Björg, f. 5. júní 1973. 2) Pétur Ingi, f. 23. maí 1974, maki Ragn- heiður Guðjóns- dóttir, f. 25. maí 1977, barn þeirra er Sóldís Sara, f. 11. júní 2000. 3) Erla Dögg, f. 16. febrúar 1982, sonur hennar er Gunnar Ingi Gíslason, f. 20. febrúar 2001. 4) Eva María, f. 21. janúar 1984. Guðmundur lauk símsmiðanámi og starfaði við iðn sína frá unglingsaldri hjá Pósti og síma en samhliða stundaði hann ýmis önnur störf. Eftir að fjölskyldan fluttist til Bandaríkjanna árið 1995 stofnaði hann gistiþjónustu fyrir Íslend- inga í Sólhlíð við Beech Creek Drive, skammt frá Baltimore- flugvelli, og starfaði við það til æviloka. Útför Guðmundar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku besti pabbi minn. Ég trúi því ekki enn að þú sért farinn. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig svona langt fyrir aldur fram en ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna, laus við þjáningarnar. Þú barðist eins og hetja við sjúkdóminn sem sigraði þig að lokum. Þið mamma börðust í sameiningu og ég gleymi aldrei þeim stundum sem ég upplifði með ykkur á sjúkra- húsinu í Baltimore en sönn ástin ykkar á milli skein í gegn og snerti mig djúpt. Það verður tómlegt að koma á BWI-flugvöllinn eftir flug og þú verður ekki þar að taka á móti mér, brosandi og spenntur að fá stelpuna þína í heimsókn með Moggann og fréttir af fólkinu þínu á Íslandi. Ég veit að það var það sem þér þótti erf- iðast, fjarlægðin við fólkið þitt, en þú hafðir fundið þig vel í rekstrinum á gistiheimilinu Sólhlíð og ykkur mömmu leið vel í Ameríku. Þú lést fjarlægðina þó ekki hindra þig í að hafa samband og ég mun allt- af muna löngu símtölin sem við átt- um þar sem spjallað var um stjórn- mál, fjármál og bíla eins og við værum í sama herbergi. Elsku pabbi, ég er svo miklu ríkari að hafa fengið að eiga þig að þessi ár. Þín verður sárt saknað. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Hvíl í friði. Þín elskandi dóttir, Elín Guðmundsdóttir (Ella Björg). Við eigum bágt með að trúa að komið sé að kveðjustund en okkur langar að minnast pabba, tengda- pabba og afa okkar með örfáum orð- um. Við höfum þekkt hann mismun- andi lengi en hvort sem við höfum þekkt hann í 6, 14 eða 32 ár koma orð eins og góðmennska, kímnigáfa og stríðni strax upp í hugann. Traust, hjálpsemi og ósérhlífni fylgja í kjöl- farið og lýsa vel persónunni sem þú hafðir að geyma. Þú varst áhugasamur um menn og málefni líðandi stundar og þú hafðir gaman af því að segja sögur af fólki og fyrirbærum. Fjölskyldan var ávallt í fyrirrúmi og það skipti þig miklu hvernig okkur leið og gekk í dagsins önn. Það var alltaf hægt að leita til þín ef á þurfti að halda og fá góð ráð. Lífsgildin sem þú hafðir að leiðarljósi hafa mótað okkur og munu fylgja okkur áfram gegnum líf- ið. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að styðja þig í hetjulegri bar- áttu þinni við illvígan sjúkdóm síð- astliðin tvö ár. Við erum stolt af hug- rekkinu og þrautseigjunni sem þú sýndir í veikindum þínum. Við söknum þín sárt en treystum því að þú sért á öðrum og betri stað þar sem Guð og englarnir umvefja þig. Hugheilar samúðarkveðjur send- um við öllum þeim sem nú syrgja og biðjum góðan Guð að styrkja okkur öll í þessari miklu sorg. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Pétur Ingi, Ragnheiður og Sóldís Sara. Elsku pabbi minn, ég varðveiti dýrmætar minningar um okkar tíma saman í hjarta mínu og brosi alltaf breitt þegar ég hugsa til þeirra. Þú heldur í hönd mína og leiðir mig í gegnum lífið. Guð geymi þig og gefi þér frið. Ástarþakkir fyrir liðnar stundir. Eva María. Nú er fallinn frá elskulegur tengdasonur okkar, Guðmundur Ingason, eftir löng og erfið veikindi, aðeins 55 ára. Hann var góður maður og sjáum við mikið eftir honum. Margar voru ánægjustundirnar og mörg voru ferðalögin, sem við hjónin fórum með dóttur okkar og honum. Er þá minn- isstæðust Evrópuferð á bíl nafna míns, sem fluttur var fram og til baka með skipinu Eddu fyrir tuttugu og fjórum árum. Farið var í land í Edinborg, ekið gegnum England og ferja tekin til Frakklands, síðan áfram, Mónakó, Ítalía og til Rómar. Heimleiðis um Sviss, Austurríki, Þýskaland og Dan- mörku. Allan tímann ók Guðmundur og hafði gaman af, því hann naut þess að aka og virtist aldrei þreytast. Hann keyrði líka sérlega vel og aldr- ei of lengi í einu. Í þessari ferð var virkilega gaman, margt að sjá og margar góðar minningar. Eftir að þau fluttu til Bandaríkj- anna, þar sem þau bjuggu í 11 ár, fór- um við nokkrum sinnum í heimsókn og alltaf var nafni boðinn og búinn að keyra okkur, hvort sem var í stór- verslanir eða í langferðir, sem marg- ar voru farnar, eins og t.d. til New York, Amish-fólksins í Pennsylvaníu, Williamsburg í Virginíu og yfir lengstu brú í heimi, 27 km yfir flóann á leið til Norfolk. Síðasta ferðin var farin í apríl á liðnu ári. Þá fórum við til Kitty Hawk í Norður-Karólínu, þar sem Wright-bræður flugu vél- flugu í fyrsta sinn fyrir rúmum 100 árum. Gúnni átti mikil samskipti við margt fólk er hann var í Bandríkj- unum og alltaf var hann lipur, kurt- eis og sérstaklega þolinmóður, hvað sem gekk á. Þótt hann væri rólegur átti hann mikið af gamansemi og kímni. Svör hans komu mönnum oft til að hlæja og var hann glöggur að sjá hið skoplega við hlutina. Þau hjón eignuðust fjögur yndis- leg börn, sem öll eru fullorðin og hafa staðið sig vel í lífinu. Að lokum viljum við segja, að Sólfríður hefur staðið sig afar vel í að hjúkra honum í erf- iðum veikindum, sem og börn þeirra hafa líka gert. Við biðjum góðan Guð að styrkja þau í sorg þeirra, þótt erf- itt sé að glíma við það tómarúm, sem Gúnni skilur eftir sig. Drottinn er skjól mitt og athvarfið eina. Ó, þangað stefnir öll hjarta míns þrá. Ljúfust er hvíld þar og lækningin meina lifandi huggun, ef sorgirnar þjá. (B.J.) Salbjörg og Guðmundur. Nú er mágur minn, Gúnni (Guð- mundur Ingason), farinn yfir móð- una miklu. Hann lést 5. febrúar eftir erfið veikindi. Gúnni var einlægur og góður mað- ur. Hann var rólegur og þolinmóður og aldrei heyrði ég Gúnna segja styggðaryrði um nokkurn mann. Hann var vinalegur og notalegur í viðræðum. Hann hafði líka skopskyn og bara nú fyrir stuttu, þrátt fyrir veikindin, fékk hann okkur til að hlæja með gamansemi sinni. Ég kynntist Gúnna þegar ég var krakki og var mikið inni á heimili hans og Sólfríðar systur. Þar var alltaf jafn notalegt að koma og vera. Þau bjuggu á Kópaskeri um tíma og þá var ég hjá þeim yfir sumar að passa Ellu og Pétur. Þá var Gúnni óþreytandi að keyra okkur um og við sáum ekki bara næsta nágrenni, heldur allan landshlutann og fórum alla leið í Herðubreiðarlindir. Gúnni var nefnilega einstaklega góður ökumaður. Hann kunni vel við sig undir stýri. Svo hafði hann þolinmæðina sem til þurfti. En þessir hæfileikar Gúnna, auk þess hversu viðræðugóð- ur hann var, nýttust vel í rekstri heimagistingar hans og Sólfríðar í Bandaríkjunum. Þar keyrði hann Ís- lensku gestina út um víðan völl og sá vel um þá í Sólhlíð. Við vorum ein af mörgum sem fengum að njóta gest- risni þeirra. Gúnni var mikill bílaáhugamaður og vissi mjög mikið um bíla. Bílarnir hans voru alltaf hreinir og fínir og vel um þá hugsað. Mercedes Benz var í uppáhaldi. Eitt skiptið, þegar hann var að ná í mig til að gæta barnanna, leyfði hann mér að keyra fína bílinn. Ég gleymi ekki hvað ég var upp með mér. Ég var einmitt að læra á bíl þá og komst að því að Gúnni var ágætur kennari. Þau Sólfríður voru góð hjón og samhent og ferðuðust mikið, bæði innanlands og utan, með og án barna. Hann var góður faðir barnanna sinna og barnabörnin hans tvö voru líka mjög náin honum. Elsku Sólfríður systir, Ella, Pétur, Erla, Eva og fjölskyldur, missir ykk- ar er mikill. Algóður Guð styrki ykk- ur í sorg ykkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Svanhvít og fjölskylda. Nú ertu farinn frá okkur og það allt of fljótt, en það er einungis lík- ami þinn sem er farinn því þú munt alltaf vera með okkur og minningin um góðan mann mun lifa í hjörtum okkar. Minning um mikinn baráttu- mann sem virtist alltaf geta séð skoplegu hliðina á öllu, sama hvað á gekk. Þú háðir erfiða baráttu við þennan illvíga sjúkdóm, ásamt allri fjölskyldu þinni, sem stóð eins og heilt klettabelti við hlið síns manns og hvatti hann til dáða þegar þurfti. Fjarlægðin kom ekki í veg fyrir sam- stöðu þeirra og fannst manni stund- um eins og Gúnni væri á landinu vegna þess hversu duglegir krakk- arnir voru að fara út og hjálpa mömmu sinni og pabba. Svo kom að því að þrek þitt var farið að minnka allverulega, og þú ákvaðst að koma til Íslands, það var svo gott að fá þig. Þetta mun vera ógleymanleg stund fyrir fjölskyld- una að hafa getað eytt síðustu jól- unum öll saman heima á Íslandi. Við eigum öll góðar minningar frá heimsóknunum til fjölskyldunar í Sólhlíð, þar sem ávallt var tekið vel á móti fólki, sama hvernig ástand fjöl- skylduföðurins var. Við kveðjum þig í dag með góðar minningar í hjörtum okkar og vitum að þú munt alltaf vaka yfir okkur. Elsku Sóla, Ella, Pétur, Erla, Eva og fjölskyldur. Þið hafið staðið ykkur eins og sannkallaðar hetjur síðast- liðin tvö ár. Megi guð gefa ykkur enn meiri styrk í sorginni. Fjölskyldan Hlíðarhvammi. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. (Tómas Guðm.) Það er kalt núna í Vesturheimi. Gúnni, vinur okkar, hefur kvatt þessa jarðvist en bjarminn og hlýjan af kertaljósinu ásamt góðum minn- ingum ylja okkur um hjartarætur þegar við hugsum til ferðalags Gúnna á þessari jörð, hann var víð- förull gestur og hótelstjóri í sinni til- veru. Tilveru sem okkur finnst hafa ver- ið allt of stutt. Okkar kynni hófust fyrir mörgum árum í gegnum kennarastofu Hjúkr- unarskóla Íslands en við Sólfríður vorum þar samkennarar. Þessi ró- legi stóri maður kom á árshátíð kennara tilbúinn að taka þátt í leikj- um og því gríni sem þar fór fram. Það var mikið hlegið og bjart yfir hlutunum. Skömmu síðar fluttu þau hjón til Kyrrahafsstrandarinnar með fjögur börn svo Sólfríður gæti farið í framhaldsnám í hjúkrun. Eftir stutta veru á Íslandi héldu þau aftur til Vesturheims en nú á austurströnd- ina þar sem þau hafa búið undanfarin ár. Þar hélt Sólfríður áfram að vinna og nema sitt fag, en Gúnni ákvað að vera heima hjá börnunum sem voru enn í skóla og fór jafnframt að reka heimagistingu í húsi þeirra. Hann innréttaði og lagfærði það sem þurfti, enda mjög handlaginn. Heim- ili þeirra var alltaf opið öllum sem þurftu og vildu og það voru margir í gegnum árin. Jafnframt því að vera hótelstjóri heimagistingarinnar í Sólhlíð var honum trúað fyrir miklum verðmæt- um í millilendingu og tengiflugi inn- an Bandaríkjanna, Íslendingum á öllum aldri, sem voru að fara út eða heim og þurftu að fara í gegnum Baltimore. Hann sótti og fylgdi fólki út í vél og passaði upp á það af sömu nærfærni og hann passaði upp á fjöl- skyldu sína og ástvini. Gúnni var mikill fjölskyldumaður, sonurinn og dæturnar þrjár voru alltaf í huga hans og hann vissi alltaf hvað hver væri að gera og hvar, þó þau væru á hinum ýmsu stöðum í heiminum. Árið 1999 er við ákváðum að flytja til Vesturheims var það einhvern veginn svo sjálfsagt að gista hjá þeim á meðan við vorum að finna íbúð til að leigja og sem betur fer leigðum við nálægt þeim. Það reyndist okkur heillarík ákvörðun, Gúnni og Sóla greiddu götu okkar með ýmsu móti og ekki spillti það þegar Gúnni fór með okkur að versla, enda var hann sérfræðingur í Mollunum. Hans ann- að starf var að útrétta fyrir Íslend- inga það sem ekki fékkst á Íslandi og senda heim, eins og varahluti í bíla og síðar bíla sem hann keypti og keyrði í skip til Norfolk. Hann var mikill bílamaður, og voru þeir alltaf glansandi bónaðir. Þegar við spurð- um hann ráða um síðustu jól var svarið stutt, Merzedes Benz, það var hans uppáhald. Það var alltaf sjálf- sagt að rétta hjálparhönd og teygja sig eins og þurfti og oft lengra. Gúnni var símvirki að mennt og við göntuðumst oft með það að hann væri vel tengdur í alla staði. Gúnni hlustaði alltaf á fréttirnar og ís- lensku gufuna í gegnum Netið, enda vel inni í málum, bæði íslenskum og erlendum. Hann var greiðvikinn og mikil félagsvera, og það var gott að eiga hann að fyrir okkur, ókunnug í nýrri heimsálfu þegar einhverjar upplýsingar vantaði. Á okkar fyrsta Thanksgiving þeg- ar flest vantaði í eldhúsið, buðu þau okkur náttúrlega í mat, við skáluðum fyrir aldamótunum, héldum upp á fæðingu fyrsta barnabarns þeirra (American style, blöðrur og grill- partí á svölunum hjá þeim), fórum í frí til Flórída, og fleira mætti telja. Eftir að við fluttum suður (til Atl- anta) komu þau í eftirminnilega heimsókn, þar sem Sólfríður og Kristín dóttir okkar tóku á móti 36 hamstrabörnum á meðan við hin bið- um úti í bíl, við vorum nefnilega að fara í skoðunarferð. Við vorum alltaf nálægt þeim og vinskapurinn jókst. Sólfríður og Gúnni hafa alltaf verið samrýnd, efldu hvort annað og hófu líf hvort annars í hærra veldi. Að baki kraftmiklum manni stendur stórkostleg kona, sem er búin að standa eins og klettur sem brotið hefur á síðastliðin tvö ár. Ár sem hafa verið erfið og þurftu alla þá þekkingu sem Sólfríður hafði aflað sér í hjúkrun og hefur sýnt í verki hvers einkahjúkrun er megnug. Á milli veikinda og margra krafta- verka, hafa þau ferðast á Íslandi, innan Bandaríkjanna og til Evrópu, farið ferðir sem þau nutu á einstakan hátt, en þau hafa alla tíð verið mjög dugleg að ferðast og skoða umhverf- ið sem þau hafa búið í hvar svo sem þau hafa búið. Að njóta hvers dags og lífsins í heild var þeirra mottó. En það haustaði og vetraði, rétt fyrir jól vorum við fjögur samferða til Íslands. Það var erfitt að ganga út úr Sólhlíð við þessar aðstæður og takast á hendur ferðina heim. Ferðin gekk eins og í sögu, því allir englar himinsins voru með okkur í þessu flugi. Á flugvellinum tók Pétur á móti pabba sínum og fylgdi honum í stutt stopp uppi á Landspítala þar sem Ella beið og síðan komu Eva og Erla. Gúnni hefur verið í faðmi Sól- fríðar og barnanna alla tíð en aldrei eins sterkt og upp á síðkastið, þau hafa borið hann á höndum sér upp á sjúkrahús og heim aftur. Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með úr fjarlægð þeirri ást og umhyggju sem þau hafa sýnt hvort öðru. Ef hægt er að tala um góða einkahjúkrun þá fékk Gúnni þá bestu einkahjúkrun sem hægt var að fá. Kæra Sólfríður, Pétur, Ella, Erla, Eva og fjölskyldur, missir ykkar er mikill og við biðjum Guð að gefa ykk- ur styrk á þessum erfiðu tímum. Minningin um góðan eiginmann, föð- ur, tengdaföður, afa og vin lifir. Februarys angel is filled with so much love. Bearing all the fruit of life, God’s greatest gift above. Því miður getum við ekki verið með ykkur í dag en hugur okkar er hjá ykkur og íslenski fáninn blaktir í hálfa stöng á amerískri grund. Kæri Gúnni, þrautum þínum hefur linnt og litadýrð himnanna umvefur sál þína, hafðu bestu þakkir fyrir samveru og gæsku. Hver fögur dyggð í fari manns er fyrst af rótum kærleikans. Af kærleik sprottin auðmýkt er, við aðra vægð og góðvild hver og friðsemd hrein og hógvært geð og hjartaprýði stilling með. (Helgi Hálfdánarson.) Guð veri með þér. Björg og Þröstur. Vor sál er himnesk harpa helgum Guði frá. Vér lifum til að læra að leika hana á. Og þá sem ljúfast leika þau lög, sem Drottinn ann, við komu dauðans kallar í kóra sína hann. (Sr. G.Á.) Nú þegar vinur okkar Gúnni hefur verið kallaður í kór annars lífs, allt of snemma, er þakklæti og virðing efst í huga. Hann var einstaklega fær í að leika ljúft á hörpu sálarinnar og kom Guðmundur Ingason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.