Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Og hvaða knattspyrnufélag ætlar þú að kaupa þegar þú verður orðinn stór, Geiri minn? VEÐUR Það er ánægjulegt að dagblöðum erað fjölga. Þau eru að verða fimm eins og þau voru. Auk Morgunblaðs- ins, Fréttablaðsins og Blaðsins er Við- skiptablaðið, sem Óli Björn Kárason stofnaði á sínum tíma, orðið að dag- blaði, sem kemur út 5 daga vikunnar. Innan tíðar verður DV aftur gert að dagblaði, sennilega sex daga vik- unnar og í dag bætist nýtt vikublað í hópinn, sem er Króníkan.     Síðastnefnda blaðið mun ekki síztvekja athygli vegna þess að því er ritstýrt af kraftmiklum konum, sem láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Með því verður fylgzt hvort efnisval og efnistök verða önnur en á þeim blöðum, sem karlar stýra. Í þeim efn- um getur Króníkan orðið áhugaverð.     Það á eftir að koma í ljós hvort fjár-hagslegur grundvöllur er fyrir rekstri þessara blaða en sú staðreynd ein að svo mikill áhugi er á blaða- útgáfu á tímum netmiðla og annarra miðla nútímans hlýtur að hlýja þeim um hjartarætur sem lengi hafa unnið við blöð.     Gagnstætt því sem margir haldafagna þeir hinir sömu fjölgun blaðanna. Litróf þeirra verður breiðara og skemmtilegra. Sam- keppnin öðru vísi.     Margir hafa spáð því á und-anförnum árum að tími blað- anna sé að líða. Grózkan í útgáfu dag- blaða og vikublaða bendir ekki til þess. Fríblöðin hafa hleypt krafti í blaðaútgáfuna þótt þau standi nú í vaxandi mæli frammi fyrir alvöru lífs- ins bæði hér og annars staðar.     Morgunblaðið býður nýja keppi-nauta á blaðamarkaðnum vel- komna til leiks. STAKSTEINAR Lífleg blaðaútgáfa SIGMUND                   !   "# $! %!!  !  &' ( ) * ! -. -/ -0 -' -1 2'1 2-0 2- 2( '0 3 4! 3 4! 3 4! 4! 4! ) %  ! 5  3 4! 3 4!  )# + !  ,- .  ' / ! ! 0     +-  ! !   6 2( / 7 ( 8 7 / / ( 2' 4!   ! 4! 3 4! 3 4! 4! 4!    4! )*4!  ! "1 2  !     1  3    2- 2  4! 1! & 5# )67! 8 !!) 0 . ' 6 1 2-6 6 2( 7 2' . 4! 4! 9 4! 4!  ! 4! 4! 3 4! 4! 4! 9! : ;                                  #   : #  !* )        !  <2   < #  <2   < #  <2   !   :;    = 7- >         !!   < =2 =2*  *% 9      =2 > ?      @  2    2       /     * >3 2     3          <6  = * >-62-(:>)      2        "   9   2    >   ?  %   6 7  A9 *4  *B    "3(4? ?<4@"AB" C./B<4@"AB" ,4D0C*.B" 618 .-- 6>1 6>0 066 /6/ 8-0 ''- --'' -.'8 -016 (.. -/'6 -8'. ''6/ -1'. 8'1 816 8'. (0/ -(66 -/00 -/.( -/'/ '.'7 '6'8 .>0 ->8 ->' ->/ ->6 6>. 6>' 6>0 .>. ->/ ->- ->0 6>( 6>.            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Aðalheiður Jónsdóttir | 13. febrúar Beltin spennt Maður hefur varla við að fylgjast með breyttum kröfum í flugferðum. Undan- farið hef ég tekið eftir aukinni áherslu á að sitja kyrr í sætinu með sætisbeltin spennt, helst allan tímann. Þar áður var mikil áhersla lögð á að hreyfa sig sem mest um farþega- rýmið til að ferðin hefði ekki slæm áhrif á líkamann. Það er eins og þessar reglur séu settar til að bregð- ast við einhverju sem gerist […] Meira: fararstjorinn.blog.is Margrét Sverrisdóttir | 13. febrúar Mjög sátt þjóð Nú er það þjóðarsátt um náttúru- vernd og minnkandi stóriðju, en það vill svo vel til að hún á ekki lengur að vera aftur- virk – eins og skilja mátti á Jóni, formanni Framsóknar, í haust – heldur á hún að byrja að virka 2010 þegar búið verður að spilla Þjórs- árverum og fleiri náttúruperlum og setja niður nokkur smærri álver hér og þar á landinu. Þetta eru máttlaus viðbrögð […] Meira: margretsverris.blog.is Stefán Friðrik Stefánsson | 14. febrúar Dýrt spaug? Áramótaskaupið var mjög veglegt síðast, með þeim veg- legri frá upphafi. […] En það er stórundar- legt að kostnaður við þetta efni sé trún- aðarmál. Ríkisútvarpið er eign allra lands- manna og þar eiga engin leyndarmál að vera, allavega ekki í þessum geira að mínu mati. Ég verð því að taka undir það sem kemur frá stjórn- arandstöðunni og um leið undrast af hverju þögn er um kostnaðinn. Meira: stebbifr.blog.is Kristján Jónsson | 13. febrúar Fólk semur lög Lögfræðingar fóru hamförum gegn Morgunblaðinu fyrir að birta myndir af hæstaréttardómurum sem milduðu úrskurð héraðsdóms í máli gegn kynferðisglæpa- manni. Okkur er sagt að gagnrýni á hæstarétt sé aðför gegn þrískiptingu valdsins og sjálf- stæði dómstóla, hvorki meira né minna. Og ef við viljum herða refs- ingar gegn glæpum af þessu tagi sé rétt að krefja Alþingismenn svara. Þeir eigi að hækka refsirammann en dómarar verði alltaf að miða úr- skurði sína við lagabókstafinn og fordæmi, eldri dóma í sambæri- legum málum. Gott og vel. En nú gefur refsi- ramminn möguleika á miklu þyngri refsingu en reyndin varð og hvers vegna myndi það þá breyta ein- hverju að hækka rammann enn meira með nýjum lögum? Eiga ekki dómarar eftir sem áður að miða við gömlu fordæmin? Og í því sambandi mætti líka spyrja hve langt aftur í tímann þeir sæki fordæmin. Hvar eru mörkin? Getum við búist við því að einhvern tíma muni dómari vísa til þess að hegnt hafi verið fyrir stuld með húðstrýkingu, mörg for- dæmi séu fyrir því í gömlum dóm- um? Þetta sýnir fáránleikann í að segja málið útkljáð með því að vísa til dómafordæma. Notkun fordæma er háð tíðarandanum eins og annað og er ekki endanlegt svar við spurning- unni um persónulega afstöðu og ábyrgð dómara. Viðbrögð margra lögfræðinga við myndbirtingunni minna helst á óhljóðin sem sumir kollegar mínir í fjölmiðlastétt reka upp þegar einhver setur spurning- armerki við vinnubrögð okkar. Við erum ekki heilög – en það eru dóm- arar ekki heldur. Auðvitað eru dómarar oft í vanda, það er ekki rétt að þeir hlaupi stöð- ugt eftir sveiflum tíðarandans. En jafnframt verða þeir að sætta sig við að lög eru mannanna verk en ekki guðleg opinberun. Þess vegna er sjálfsagt að gagnrýna niðurstöður hæstaréttar ekki síður en annað sem gert er. Og stundum getur verið nauðsynlegt að hrista upp í rykfölln- um stofnunum með óvenjulegum að- ferðum, beita sjokkmeðferð. Meira: kjoneden.blog.is BLOG.IS STEFÁN Már Stefánsson, prófessor í Evrópurétti við Háskóla Íslands, segir að ef Ísland gangi inn í Evrópu- sambandið sé það bundið lagareglum þess hvað varðar stjórnun fiskveiða nema um sé að ræða beinar undan- þágur sem Ísland fái í aðildarsamn- ingum. Þá kunni einnig í aðildarvið- ræðum að koma upp kröfur um skaðabætur vegna tapaðra veiða hjá þeim ríkjum sem veitt hafi innan ís- lensku lögsögunnar fyrir útfærslu hennar á sínum tíma. Fram kom í fréttum Ríkisútvarps- ins fyrir skömmu að ráðgjafi sjávar- útvegsstjóra Evrópusambandsins segði að reglan um hlutfallslegan stöðugleika ætti að tryggja að Íslend- ingar myndu sjálfir ákveða hverjir veiddu í lögsögunni ef Ísland gengi í Evrópusambandið. „Ef við göngum inn í Evrópusam- bandið og ef við fáum ekki beinar undanþágur í aðildarsamningum er- um við bundin af lagareglum þess og getum engu breytt um það.“ Stefán Már sagði að það væri út af fyrir sig rétt að það væru teknar meirihlutaákvarðanir í ráðherra- ráðinu um hvað mætti veiða mikið og því væri síðan úthlutað til aðildarríkj- anna. Það væri gert á grundvelli regl- unnar um hlutfallslegar stöðugar veiðar. Hins vegar hefði ekki komið fram hjá aðstoðarmanninum að regl- an um hlutfallslegar stöðugar veiðar væri mjög laus í reipunum og að stofnanðri bandslagsins hefði mjög víðtækt mat um það hvað teldist hlut- fallslegar stöðugar veiðar og gætu hvernær sem er með lögjöf breytt því. Auk þess hefði framkvæmda- stjórnin gefið til kynna í Grænbók um fiskveiðar frá árinu 2001 að tekið yrði hugsanlega upp allt annað kerfi í framtíðinni. „Aðalatriðið er að ef við göngum inn í Evrópusambandið og fáum ekki beinar undanþágur í aðildarsamning- um þá erum við bundnir af þessu regluverki, sem er háð meirihluta- ákvörðunum,“ sagði Stefán Már. Hann sagði aðspurður að reglan um hlutfallslegar stöðugar veiðar kæmi fram í reglugerð frá árinu 2003 og hefði verið með einum eða öðrum hætti í eldri reglugerðum. Reglu- gerðum mætti hins vegar breyta með meirihlutaákvörðunum og því ekki á vísan að róa í þeim efnum. Við yrðum að hlíta slíkum ákvörðunum nema við fengjum beinar undanþágur í aðild- arviðræðum. Stefán Már sagði að einnig væri vert að hafa í huga að ef til aðildarvið- ræðna kæmi gætu komið fram kröfur um fiskveiðikvóta frá öðrum þjóðum, þar á meðal þeim þjóðum sem töpuðu rétti til fiskveiða á sínum tíma þegar fiskveiðilögsagan var færð út. Verðum bundin af lagareglum ESB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.