Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 39 MINNINGAR Oddný mín kæra, komið er að kveðju- stund. Undanfarnar vikur hefur hugurinn verið hjá þér og minningarnar hrannast upp. Mér varð litið út um endaglugg- ann á stofunni minni, það var kom- ið nýtt fólk í húsið hinum megin. Og viti menn, við blasti klukku- strengur á vegg, alveg eins og klukkustrengurinn á mínum vegg. Svo hittumst við í Meitils-rútunni og skellihlógum að þessari tilviljun. Þetta voru okkar fyrstu kynni fyrir 32 árum. En þú áttir eftir að hafa ótrúleg áhrif á líf mitt, því einn daginn spurðir þú mig hvort ég vildi ekki komast á skrifstofu, þig vantaði að fá afleysingu. Ég var til í slaginn en „afleysingin“ spannaði nákvæm- lega 23 ár. Þú komst þó sem betur fer fljótlega í vinnu aftur. Sterkur vinahópur varð til í vinnunni okkar og þau bönd halda þó við séum ekki alltaf að hittast. Þú dróst mig líka inn í annan vinahóp sem hittist árlega í tilefni þorra. Sá hópur fagnaði 30 ára af- mæli fyrir réttu ári. Höggið var þungt sem sló mig nokkrum dög- um síðar er ég frétti af veikindum þínum. Nú er enn kominn þorri og ákveðið að blóta hann í kvöld, (9. febr.) en þess í stað sit ég hér og minnist þín. Oddný hér og Oddný þar, það er með ólíkindum hvað þú hefur kom- ið miklu í verk á þinni allt of stuttu ævi. Ég vil trúa því að þér hafi verið skömmtuð þessi verkefni og æðri máttarvöld hafi komið þeim öllum fyrir á stuttum streng lífs- klukkunnar þinnar. Oddný mín, hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku Jakob, Ásta, Hanna, Anja, tengdasynir og ömmubörn, aðrir ættingjar og vinir, guð styrki ykk- ur og verndi á þessum erfiðu tím- um. Sigrún. Kiwanis-vinkona mín, hún Oddný Ríkharðsdóttir, er látin langt um aldur fram. Það er erfitt að hugsa skýrt, þegar ég skrifa þessar línur niður. Ég fékk að vita um andlát Odd- nýjar mánudagskvöldið 5. febrúar og nóttin var erfið. Lítið sofið og tárin streyma niður, minningar streyma fram. Mér varð hugsað til allra skemmtilegu stundanna þegar við unnum saman, en Oddný var búin að vera forseti síns klúbbs, Sól- borgar, ég held oftar en einu sinni, svæðisstjóri og nú síðast sem umdæmisféhirðir. Oddný var vinnusöm og fór allt vel úr hendi sem hún tók að sér, sérstaklega fyrir Kiwanis, það sem ég þekki til. Ég átti mörg samtölin við Odd- nýju. Við vorum ekki alltaf sam- mála en góðvildin og væntumþykja hennar til allra geislaði af henni. Hún hreif alla með sér og vildi gera helst alla sátta og glaða. Oddný var mikil félagsvera enda alltaf umvafin góðu fólki. Á tíu ára afmæli Sólborgar skrif- aði Oddný um félaga sinn í Sól- borgu, hana Jóhönnu Kjartans. Þetta var sumarið 2004 og hugsa sér, núna í byrjun árs 2007 er Oddný mín farin sömu leið. Báðar látnar úr sama illvíga sjúkdómi sem kallaður er krabbi. Elsku Oddný mín, það er og verður mikill sjónarsviptir að þér og Sólborgarklúbburinn er lamað- ur af sorg og söknuði. Það erum Oddný Ríkharðsdóttir ✝ Oddný Rík-harðsdóttir fæddist á Siglufirði hinn 27. febrúar 1953. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 2. febr- úar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafn- arfjarðarkirkju 12. febrúar. við líka Eldborgar- menn. Eiginmanni og börnum þínum send- um við einlægar sam- úðarkveðjur. Það er engin önnur Oddný Ríkharðsdóttir sem býður mér bros og koss. Oddný mín, þín minning mun lengi lifa um ókomin ár hjá öllu Kiwanisfólki. Magnús P. Sig- urðsson, Eldborg. Það var fyrir þrettán árum að við kynntumst Oddnýju vinkonu okkar. Kiwanisumdæmið stóð fyrir kynningarfundi fyrir konur í Hafn- arfirði í þeim tilgangi að stofna nýjan kvennaklúbb. Fundinn sóttu konur á ýmsum aldri og myndaðist strax ákveðinn kjarni kvenna sem gerðust stofnfélagar Kiwanis- klúbbsins Sólborgar. Á fundinum tóku fulltrúar umdæmisins sér- staklega eftir einum gestinum. Hún sýndi mikinn áhuga á stofnun nýs klúbbs og augljóst var að hún þekkti til Kiwanisstarfsins. Odd- nýju var falið það hlutverk að verða fyrsti forseti klúbbsins og sinnti hún því starfi af miklum dugnaði og alúð. Eftir því sem árin liðu og við fórum að kynnast betur, fundum við hversu ótrúlega heppin við vorum að fá að kalla hana vin- konu okkar. Oddný var alltaf samkvæm sjálfri sér og kom til dyranna eins og hún var klædd. Hún fór ekki í manngreinarálit og sagði skoðun sína umbúðalaust. Hún var fljót að sjá út styrkleika hvers og eins og var óþreytandi að hvetja fólk til dáða á sama tíma og hún sjálf dró ekki úr afköstum sínum hvort sem var í félagsstarfi eða öðru. Hún var alltaf svo jákvæð og ef hún þurfti að biðja um greiða þá var hún reyndar búin að tilkynna manni það áður að maður gat sagt „já“ eða „já já“. Eitt af því dýrmætasta sem manni getur hlotnast á lífsins leið er að eignast vini og því er það mjög erfitt að takast á við það að vinir manns veikist alvarlega, og þegar við fengum þær fréttir að vinkona okkar hefði greinst með lungnakrabbamein þá þyrmdi yfir okkur. Við gerðum okkur grein fyrir að baráttan gæti orðið henni og fjölskyldunni erfið. Í fyrstu gát- um við glaðst yfir góðum fréttum, að meinið hefði ekki stækkað og við fylltumst bjartsýni á að hún myndi yfirstíga þessa erfiðleika. Það var mjög erfitt, en um leið þroskandi, að fylgjast með vinkonu okkar takast á við þetta „verkefni“ eins og hún orðaði það. Jákvæðari manneskju er erfitt að finna og sögnin að gefast upp var ekki til í orðaforða hennar. Aðspurð hafði hún það alltaf gott. Hún var ótrú- lega dugleg og var ávallt full bjart- sýni, og það var aðdáunarvert að fylgjast með hvernig hún breiddi verndarvæng sinn yfir fjölskylduna sem var henni allt og hún var svo stolt af. Hún var huggarinn. Við viljum þakka vinkonu okkar fyrir samfylgdina. Hún hefur gefið okkur svo margar fallegar minn- ingar til að ylja okkur við, minn- ingar sem við getum sótt í þegar okkur líður illa. Dýrmætari gjöf er vart hægt að hugsa sér. Við biðjum góðan Guð að styrkja Jakob og fjölskyldu á erfiðum tíma. Halla, Guðmundur og fjölskylda. Það er sárara en orð fá lýst að þurfa að kveðja hana Oddnýju, sem var enn í blóma lífsins og hefði átt að eiga mörg góð ár fram- undan, því þetta geta oft verið bestu árin þegar börnin flest eru farin að heiman og gamla settið getur dúllað sér við ýmislegt sem bæði hafa gaman af. Eins og Obbi og Oddný voru svo dugleg við, ótrúlega samrýnd og gerðu margt saman. Ferðuðust hingað og þang- að, utanlands sem innan. Oddný var ekki bara konan hans Obba frænda, heldur var hún góð vinkona mín líka, og kom mér t.d. inn í Kiwanisklúbb sem hún stofn- aði ásamt fleiri konum í Hafnar- firði. Þar unnum við mikið saman og alltaf var hægt að leita til henn- ar ef mann vantaði upplýsingar í sambandi við Kiwanis eða það sem laut að félagsstarfinu. Þarna var hún algjör driffjöður og frábær fé- lagi okkar líka. Hún tók allt að sér sem hún var beðin um og rúmlega það. Síðasta verkið fyrir klúbbinn vann hún á spítalanum viku fyrir andlát sitt, en þá hjálpaði hún mér að vefja upp happdrættismiða fyrir gestafundinn sem átti að vera um kvöldið. Oddný var mjög virk og hafði gaman af félagsmálum og var búin að vinna mikið og óeigin- gjarnt starf í þágu sveitarfélagsins í Þorlákshöfn og Sundfélags Hafn- arfjarðar. Oddný gat verið mjög ákveðin og lá ekki á sínum skoðunum en var líka mjög fylgin sér. Hristi upp í ýmsum málum innan Kiwanis og lét það ekki stoppa sig þó hún væri jafnvel eina konan í þessu karla- veldi. Hún gat verið snögg upp á lagið og var fljót að svara fyrir sig en samt var ótrúlega stutt í mjúku hliðina á henni. Hún var hörkudug- leg og þekkti örugglega ekki orðið leti. Húmorinn var í góðu lagi hjá henni og mjög létt yfir henni. Hún var mikil fjölskyldukona og leið best í faðmi fjölskyldunnar, og hafði mjög gaman af að vera með barnabörnunum. Börnin mín nutu einnig góðs af henni og munu sakna hennar mikið. Hún spjallaði alltaf við þau og fylgdist vel með því sem þau voru að gera. Það hefur dunið á ýmsu í fjöl- skyldu okkar Jakobs og hefur hún reynst frábærlega í þeim áföllum öllum. Alltaf til taks og greiðvikin, boðin og búin ef hún gat eitthvað létt undir, enda líkaði öllum í fjöl- skyldunni vel við hana. Oddný var algjör baráttujaxl og á þessu ári sem hún er búin að berjast við veikindin lét hún engan bilbug á sér sjá. Hún ætlaði sér ekki að gefast upp og aldrei heyrð- ist hún kvarta þó henni liði ekki alltaf vel, það var ekki hennar stíll. Hún sagði alltaf „allt það besta“ ef maður spurði hvað hún segði, þar til svona í vikunni áður en hún dó þá sagði hún „svona þokkalegt“ og þá vissi maður að hún var orðin ansi slæm en í vinnuna dreif hún sig meira og minna þar til hálfum mánuði fyrir andlátið. Þó hún hafi þurft að lúta í lægra haldi fyrir sjúkdómnum þá er hún komin á góðan stað og líður vel núna. Góða nótt, Oddný mín, og takk fyrir samfylgdina. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur til Jakobs, dætranna og þeirra fjölskyldna. Guð veri með ykkur og styrki ykkur. Guðbjörg Pálsdóttir og fjölskylda. Hún Oddný kom inn í fjölskyldu Jakobs okkar sem ung stúlka en var alin upp hjá ömmu sinni og fjölskyldu á Siglufirði, yndisleg og dugleg við hlið Jakobs. Þau byggðu sér fallegt heimili og saman eignuðust þau þrjár dæt- ur og Jakob átti eina dóttur fyrir, sem var eins og þeirra. Ekkert mál var þegar Aðalheið- ur og Sturlaugur fluttu til þeirra í Þorlákshöfn og þar fór mjög vel um þau hjá samhentri fjölskyldu og þökkum við það innilega. Hún Oddný var gædd mikilli viljafestu, einurð og hispursleysi. Hún var góðviljuð og raunsæ og mat hennar á umhverfi sínu kom fram af skarpskyggni og festu. Það er erfitt að sjá á eftir þess- ari yndislegu konu og margir sem eiga um sárt að binda. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur til þín, elsku Jakob, dætur og fjölskyldur. Guð veri með ykk- ur. Margrét og Hjalti. ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRG SIGURRÓS JÓHANNSDÓTTIR, Mið-Mói í Fljótum, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 3. febrúar. Útför hennar fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugar- daginn 17. febrúar kl. 13.00. Jarðsett verður að Barði í Fljótum. Páll Ragnar Guðmundsson, Guðmundur Óli Pálsson, Guðrún Kristín Kristófersdóttir, Sigríður Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Sambýlismaður minn, faðir okkar, fósturfaðir og afi, ÁSGEIR SIGURÐSSON, Ljótarstöðum, Skaftártungu, andaðist á Landspítalanum aðfaranótt sunnudags- ins 11. febrúar. Útför hans fer fram frá Grafarkirkju laugardaginn 17. febrúar kl. 14.00. Helga Bjarnadóttir, Fanney Ásgeirsdóttir, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, Stella Sverrisdóttir, Ásta Sverrisdóttir og María Ösp Árnadóttir. ✝ Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi, lang- afi og langalangafi, TEITUR KJARTANSSON, Vörðum, Landsveit, áður bóndi í Flagbjarnarholti, verður jarðsunginn frá Skarðskirkju, Landsveit, föstudaginn 16. febrúar kl. 14:00. Brynjólfur Teitsson, Guðrún Þorleifsdóttir, Margrét Teitsdóttir, Kristrún Kjartans, Aðalbjörn Þór Kjartansson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, afi, tengdafaðir og fyrrver- andi eiginmaður, GÚSTAF R. ODDSSON leigubílstjóri, Espilundi 9, Akureyri, lést á heimili sínu mánudaginn 12. febrúar. Útför fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 23. febrúar kl. 13:30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjartaheill. Stella Gústafsdóttir, Ingimar Eydal, Markús Gústafsson, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Sonja Stelly Gústafsdóttir, Ute Stelly Oddsson og barnabörn. ✝ Elskulegur sambýlismaður minn, fósturfaðir okkar, bróðir og mágur, GUÐFINNUR STEFÁN FINNBOGASON, Miðhúsum, Strandabyggð, sem lést laugardaginn 10. febrúar, verður jarð- sunginn frá Kollafjarðarneskirkju laugardaginn 17. febrúar kl. 14.00. Arnheiður Guðlaugsdóttir, Rakel Guðfinnsdóttir, Kristján Garðarsson, Ásta Bjarnadóttir, Margeir B. Steinþórsson, Guðný Finnbogadóttir, Ragnar Þorleifsson, Sigurbjörn Finnbogason, Sigurbjörg Ísaksdóttir, Bjarney R. Finnbogadóttir, Óskar Fannberg Jóhannsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.