Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 43 Ásgeir Ármannsson lést hinn 2. febrúar, rétt tæplega 86 ára að aldri. Það má með sanni segja að þar hafi hæsti samnefnari Víkinga lokið keppni. Þegar ég gekk til liðs við Vík- inga fann ég fljótlega að þar var gott að vera enda hef ég oft sagt það að Víkingur sé eins og ein stór fjöl- skylda. Og höfuð þeirrar fjölskyldu; Ásgeir og Lára. Þótt liðið hafi gengið í gegnum öldudali hafa líka unnist glæstir sigrar og einstakur liðsandi hefur ríkt þar bæði innan vallar sem utan. Í þessu hafa hjónin Ásgeir og Lára tekið þátt frá því þau settust að í Ásgarðinum fyrir um 50 árum. Það er margs að minnast frá þeim árum sem ég hef þekkt Ásgeir og Láru. Ás- geir sá um búninga og leikskýrslu meistaraflokksins fyrir hvern leik þegar ég spilaði mína fyrstu leiki og gerði hann það af mikilli nákvæmni og samviskusemi. Og áður en leik- menn gengu til vallar í Víkinni stóð hann alltaf við stigann framan við búningsklefann og tók þéttingsfast í höndina á hverjum og einum leik- manni. Hið sama gerði hann líka í leikslok, hvernig sem úrslitin voru. Þegar leikið var að heiman gerðu Ás- geir og Lára sér oftar en ekki ferð í Ásgeir Ármannsson ✝ Ásgeir Ár-mannsson fædd- ist í Reykjavík 21. febrúar 1921. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 2. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaða- kirkju 9. febrúar. Víkina til að kasta á okkur kveðju áður en haldið var af stað. Og við heimkomu eftir langar rútuferðir eða flugferðir var maður aldrei hissa á að sjá gömlu hjónin á planinu eða í flugstöðinni, klappandi mönnum á bakið, hver sem árang- ur erfiðisins var. Mér er mjög minnisstætt þegar við komum með flugi frá Akureyri eitt árið. Sigur hafði unnist í erfiðum leik. Fluginu hafði seinkað og komið var langt fram yfir mið- nætti við komuna til Reykjavíkur. Það var ekki að spyrja að því, hjónin voru mætt og fögnuðu okkur við komuna. Ásgeir gegndi mörgum trúnaðar- störfum innan knattspyrnuhreyfing- arinnar og eitt af því var seta í aga- nefnd KSÍ til 25 ára. Ekki leið sá þriðjudagur, eftir fund aganefndar, að Ásgeir kæmi ekki með listann yfir þá menn, sem komnir voru á hættu- svæðið vegna fjölda gulra spjalda. Oftar en ekki þurfti hann að minna menn á staðreyndirnar í því. Það þarf ekki að hafa fleiri orð um hvaða mann Ásgeir hafði að geyma. Hann var sannur Víkingur og ljúf- menni hið mesta. Núna hefur Einar tekið við því starfi sem Ásgeir gegndi áður fyrir meistaraflokkinn og það er auðséð að hann hefur lært vel til verka, samviskusemin og nákvæmn- in er honum greinilega í blóð borin. Það sem ég sakna mest eftir að ég hætti að spila er að fá ekki traust handabandið frá honum fyrir leik og hlýtt faðmlagið eftir leik. Skarð hans verður ekki fyllt. Kæri vinur, þakka þér fyrir að fá að kynnast þér. Við sjáumst á vellinum í sumar. Elsku Lára og fjölskylda, mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra á þessum erfiðu tímum og megi Guð vera með ykkur. Þorri Ólafsson. Ásgeir, yngsti bróðir afa míns Jóns, er látinn. Ég man fyrst eftir Ás- geiri, Láru og börnunum á Bakkastíg 6 hjá langömmu Guðnýju en afi Jón og amma Lauga áttu þá heima á efri hæðinni. Ég var svo heppin að fá að gista hjá ömmu og afa þegar foreldrar mínir brugðu sér af bæ og fylgdist mjög vel með hverjir komu í heimsókn í húsið. Hljóðbært var í húsinu og ég var fljót að hlaupa niður ef einhver kom í heimsókn á neðri hæðina til lang- ömmu Guðnýjar, Siggu eða Óla. Þegar ég var 11 ára flutti ég í Bú- staðahverfið og fór fyrst í Breiða- gerðisskóla og síðan í Réttarholts- skóla en Ásgeir og Lára bjuggu beint á móti Réttó. Fannst mér þá tilvalið að skreppa í heimsókn til þeirra og heilsa upp á frændfólkið. Alltaf þegar ég kíkti inn tóku Ásgeir og Lára ein- staklega vel tekið á móti krakkanum með kökum, spurningum um hagi fjölskyldunnar og ávallt var ég knús- uð og kysst og látin finna að ég var velkomin. Síðan leysti Ásgeir mig ávallt úr húsi með Vikunni og fleiri blöðum til að taka með mér heim. Í þessum heimsóknum mínum kynntist ég frændsystkinum mínum, þeim Bubba, Árnýju og Einari, betur en annars. Vegna vinnu gat ég ekki kvatt Ás- geir eins og ég hefði viljað en minn- ingin um hlýjan og góðan frænda lif- ir. Elsku Lára, Ásgerður, Bubbi, Árný, Einar, makar og aðrir fjöl- skyldumeðlimir, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Helga Guðmundsdóttir og fjölskylda. Mig langar að minnast í fáum orð- um Ásgeirs „afa“ eins og ég fékk að kalla hann þegar ég var yngri, og leit á hann og Láru sem afa og ömmu númer 3. Ég kynntist þeim heiðurs- hjónum þegar ég fæddist 1974 þar sem pabbi spilaði með Víkingi og var í Íslandsmeistaraliðinu ’81 og ’82 og voru þau eins og afi og amma okkar, barna leikmannanna. Sama var hvort ég hitti þau á vellinum eða heima hjá þeim í Ásgarðinum, þá var mér tekið eins og ég væri eitt af barnabörnum þeirra. Það voru forréttindi fyrir mig sem lítill snáði að eignast svona einn auka afa og ömmu. Elsku Lára „amma“, ég vil votta þér og fjölskyldu þinni dýpstu samúð, megi minningin um einstakan mann lifa. Fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar. Bárður Steinn Jóhannesson. Einn af bestu sonum Víkings er fallinn frá eftir þó nokkuð langvar- andi veikindi, en þá á ég við Ásgeir Ármannsson. Ásgeir gekk í raðir Vík- inga eftir að þau hjónin Lára Her- björnsdóttir og hann settust að í Ás- garði 63, líklega á sjöunda áratugnum. Ég hef ávallt haldið því fram að stærsti sigur Víkinga í gegn- um tíðina gegn KR hafi verið þegar við fengum Ásgeir í okkar raðir. Hann var til fjölda ára farsæll stjórn- armaður í knattspyrnudeild Víkings, auk þess að sitja í mörg ár í stjórn KRR og KSÍ. Ásgeir og Lára voru af- ar dugleg að sækja leiki Víkinga, ekki bara í meistaraflokki heldur sáust þau á öllum þeim leikjum sem Vík- ingur tók þátt í, svo fremi að þau ættu heimangengt. Það var ekki að ástæðulausu að þau voru yfirleitt kölluð ,,afi og amma Víkingur“, enda þótti og þykir öllum mjög vænt um þau hjón. Börn þeirra og fósturbörn urðu öll einnig mjög áberandi í störf- um fyrir félagið. Þó Ásgeir hafi fyrst og fremst haft knattspyrnumál á sinni könnu urðu aðrar deildir einnig áþreifanlega varar við áhuga þeirra hjóna á starfinu þar. Til að mynda sáust þau oft á handboltaleikjum þar sem þau hvöttu sitt fólk til dáða. Einnig voru þau mjög virk í bridge- deild félagsins og Lára leiddi kvenna- deildina en þar var unnið mjög gott starf sem meðal annars fólst í að safna peningum til félagsins. Þegar ég var formaður borðtenn- isdeildar Víkings á áttunda áratugn- um kynntumst við ekki hvað síst vel- vilja Ásgeirs þegar deildin tók að sér að sjá um sölu getraunaseðla. Þá var Ásgeir fyrstur manna til að bjóðast til að selja fyrir okkur miða á sínum vinnustað líkt og hann hafði áður gert fyrir knattspyrnudeildina. Það er skemmst frá því að segja að hann seldi vel og skilaði deildinni miklum tekjum. Ég vil fyrir hönd borðtenn- isdeildar Víkings færa Ásgeiri okkar bestu þakkir fyrir hans óeigingjarna starf og hlýhug, því ávallt fylgdist hann vel með störfum borðtennis- manna félagsins og gladdist með okk- ur þegar vel gekk. Einnig vil ég og bræður mínir Þórhallur, Bergþór og Kristján, ásamt konu minni og börn- um, senda Láru og fjölskyldu okkar dýpstu samúðarkveðjur við fráfall Ásgeirs og við þökkum fyrir frábær kynni af góðum manni. Minning um góðan dreng lifir. Gunnar Jónasson, fyrrv. formað- ur borðtennisdeildar Víkings. Það er með þungum huga og trega í hjarta sem ég kveð minn góða vin Ásgeir. Allt frá því ég var sex ára polli að hlaupa á eftir tuðrunni í Hæð- argarðinum man ég eftir Ásgeiri standandi álengdar, hvetjandi okkur krakkana. Hughreysti okkur þegar illa gekk og hrósaði þegar á móti blés. Aldrei var skuldinni skellt á nokkurn eða styggðaryrði látið falla í nokkurs garð og gleðin sönn þegar vel gekk. Þó árin væru mörg sem skildu okkur að var velviljinn og einlægnin í stuðn- ingnum með eindæmum og eftir því sem árin liðu mynduðust með okkur vináttubönd. Það eru slík sambönd sem móta mann fyrir lífstíð og ég er betri maður fyrir kynni mín af Ás- geiri. Lára, Einar og fjölskylda, ég sam- hryggist ykkur á þessum erfiðu tím- um og veit að þið finnið styrk hjá mörgum góðum vinum sem þið öll hafið eignast í gegnum árin með sannri vináttu. Viktor Bjarki Arnarsson. Mig langar að minn- ast frænku minnar Kristjönu Ágústsdótt- ur, sem lést á Þorláksmessu. Við vorum systkinadætur og sam- skipti fjölskyldna okkar mikil alla tíð. Hún var Sjana frænka, sem á æskuárum mínum birtist oft glað- beitt og hress og tók okkur systkinin í bæjarferð, niður að höfn, að Tjörn- inni eða bara í nágrennið, t.d. í Fjólu- ís á Vesturgötunni. Dugleg var hún og verklagin og á Reykjavíkurárum sínum vann hún mest við framreiðslu- og matreiðslu- störf og fórst það vel úr hendi. Hún giftist Ingvari Brynjólfssyni úr Reykjavík, þau skildu eftir mörg ár. Fósturdóttir þeirra er Ólöf Guð- björg Guðmundsdóttir, f. 15. okt. 1939. Ég man heimsóknir með for- eldrum mínum á heimili þeirra á Hverfisgötu. Gleðin við völd, fóstur- dóttir á fyrsta ári komin á heimilið. Og tímar liðu. Um 1949 gerðist hún hótelstýra á Arngerðareyri við Ísafjarðardjúp nokkur sumur. Það var skemmtileg tilviljun, vorið 1950, að koma siglandi frá Ísafirði snemma morguns með Djúpbátnum að Arngerðareyri og hitta þar Sjönu frænku mína, glaða og gefandi stórum ferðahópi morg- unverð í gamla, reisulega gistihúsinu þar sem mikið hafði verið endurnýj- að og margir eflaust lagt hönd á plóg. Bjartsýnin skein af allri viðleitn- inni. Snyrtimennska og hreinlæti í fyrirrúmi, blóm úr haga á hverju borði í veitingasal. Hún kynntist Magnúsi Skóg ✝ Kristjana Ragn-heiður Ágústs- dóttir fæddist í Reykjavík 27. des- ember 1920. Hún lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi 23. desember síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Grafarvogskirkju 2. janúar. Rögnvaldssyni, kunn- um vegaverkstjóra í Dölunum, fæddum í Búðardal. Þau gengu í hjónaband í febrúar 1956 og bjuggu í Búð- ardal við góðan orðstír í áratugi. Kjördóttir þeirra er Elísabet Al- vilda Magnúsdóttir, f. 3. júní 1956, búsett í Reykjavík og var hún þeim hin besta dóttir. Auk þess voru þau ófá börnin og ungling- arnir sem dvöldu í skjóli þeirra tímabundið. Þau hjónin, Kristjana og Magnús voru með af- brigðum gestrisin og góð heim að sækja. Hún var mikil húsmóðir, fé- lagslynd og ætíð áhugasöm um menn og málefni. Hún tók virkan þátt í fé- lagsmálum sinnar sveitar sem og landsmálum. Magnús var einstakt prúðmenni, fróður og með skemmti- legan húmor. Hjá þeim dvöldu iðu- lega um lengri eða skemmri tíma, ættingjar og vinir. Nokkrir eru mér sérstaklega eftirminnilegir, þ. á m. Ragnar Þorsteinsson, kennari við Héraðsskólann að Reykjum í Hrúta- firði og biblíusafnari. Hann var hálf- bróðir Magnúsar og hans hægri hönd í vegagerðarmálum, sérstakur maður og margfróður. Árvissar voru ferðir okkar fjöl- skyldunnar í Búðardal þar sem dval- ið var hjá þeim hjónum og m.a. farið í berjamó á valda staði, t.d. í landi vina þeirra, Elsu og Guðbrands, sem áttu sumarbústað þar í sveitinni. Magnús lést árið 1972. Síðastliðin fjögur ár bjó Kristjana á dvalar- og hjúkrun- arheimilinu Grund í Reykjavík þar sem henni leið vel og var við sæmi- lega heilsu lengst af. Gengin er góð og eftirminnileg kona sem við mun- um lengi minnast. Ég og fjölskylda mín vottum aðstandendum Sjönu frænku okkar innilegustu samúðar- óskir. Kveðja, Guðrún Marinósdóttir. Kynni mín af Kristjönu Ágústs- dóttur hófust þegar ég flutti til Búð- ardals árið 1962. Mér varð strax ljóst að Kristjana var ein af þeim per- sónum sem lætur til sín taka í sam- félaginu. Hún var heiðarleg og hrein- skiptin og lét skoðun sína í ljós, skýrt og skorinort, hvort sem sú skoðun féll í kramið eða ekki. Kristjana vann af alhug að mörgum góðum málum og auðfundið var að hún vildi stuðla að framförum í samfélaginu. Hún tók virkan þátt í ýmis konar félagsstarfi. Hún var í Kvenfélaginu Þorgerði Egilsdóttur í Búðardal og var for- maður þess um tíma. Einnig var hún virkur þátttakandi í starfi Sambands breiðfirskra kvenna. Hún starfaði þar í áratugi í orlofsnefnd og var einnig formaður sambandsins um skeið. Ég vil fyrir hönd sambandsins þakka henni störf í þágu kvenna á sambandssvæðinu og Samband breiðfirskra kvenna sendir samúðar- kveðjur til ástvina hennar. Kristjana var ein þeirra sem beitti sér af alhug og dugnaði fyrir því að byggð yrði heilsugæslustöð í Búðar- dal, þegar ráðamenn heilbrigðismála sýndu lítinn skilning á því að það er ekki bara mannfjöldi sem skiptir máli, heldur vegalengdir og land- fræðileg staða. Einnig höfðu Krist- jana og Magnús mikinn áhuga á byggingu félagsheimilisins í Búðar- dal. Kristjana var félagslynd og hrókur alls fagnaðar á góðri stundu. Hún var alla tíð virkur félagi í Sjálf- stæðisflokknum og hafði mikinn áhuga á þjóðmálum og ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Kristjana vann ýmis störf um ævina sem eflaust aðrir þekkja betur til en ég, en það var afskaplega skemmti- legt að heyra hana segja frá t.d. rekstri veitingahúss á Arngerðar- eyri við Djúp. Á heimili Kristjönu og Magnúsar áttu heimili um lengri eða skemmri tíma mörg börn og ung- menni, sem öll virtust una sér þar vel. Það er svo margs að minnast að ekki er rými fyrir það allt í stuttri kveðjugrein en ég vil þakka Krist- jönu vináttu og samstarf um áratuga skeið, þakka henni samstarf í kven- félaginu, samveru í saumaklúbb og svo margt annað. Ég vil að lokum senda fjölskyldu hennar og vinum innilegar samúðarkveðjur frá okkur hjónunum og bið guð að blessa minn- ingu Kristjönu Ágústsdóttur. Þrúður Kristjánsdóttir Kristjana Ragnheiður Ágústsdóttir Það er margt sem kemur í huga manns, þegar sest er niður og farið í gegnum minn- ingarnar sem eru tengdar Kálfhóli. Við vorum ekki gömul þegar leiðin lá um hlaðið hjá afa og ömmu. Ekið var svo til um hverja helgi í alls konar bílum úr Fljótshlíðinni út að Kálfhóli. Er sjálf- sagt fyrsta minningin sú að ég sat aft- an í einhverjum jeppa og höfðum við Lilju í þvottakörfu á milli okkar svo að ekki hef ég nú verið gamall þegar það gerðist. Vinnulífið byrjaði sumarið þegar ég var sex ára og fór í sveit til gömlu hjónanna og endaði sú vera þegar afi sagði: „Nú ertu orðinn nógu gamall til að fara að finna þér launaða vinnu,“ og gerði hann þar með ekki ráð fyrir mér næsta vor enda orðinn 15. Áramótin þar á eftir var ég kall- aður í síðasta skipti sem vinnumaður á Kálfhól. Gömlu hjónunum hafði ver- ið boðið í brúðkaup upp á eitthvert fjall og það vantaði einhvern til að mjólka daginn þann. Nóttin var köld og ekki vildi betur til en svo að mjaltakerfið fraus og er þetta sjálf- sagt eina skiptið sem beljurnar á Kálfhóli voru ekki mjólkaðar fyrir há- degi. Það er erfitt að setjast niður og Auðunn Gestsson ✝ Auðunn Gests-son fæddist á Kálfhóli á Skeiðum 24. febrúar 1913. Hann lést á Kumb- aravogi á Stokks- eyri 26. desember síðastliðinn og var jarðsunginn frá Sel- fosskirkju 6. janúar. skrifa um Kálfhól nema að minnast eld- hússins. Enda var það sá staður þar sem allir söfnuðust saman og var oft þröngt setinn bekkurinn yfir ofnin- um undir eldhúsglugg- anum. Þessi bekkur sem var sjálfsagt ekki langur en í minningu barnsins styttist ár frá ári. Þegar maður kom inn kaldur frá útiverk- um var bekkurinn mældur í því að maður lagðist á hann endilangur til að reyna að fá hita í kroppinn. Að lokinni veru minni á Kálfhóli var bekkurinn ekki einu sinni nógu langur til að ná að hita mann allan. Þegar sest var að borðum var okkur krökkunum raðað á bekk- inn og fengum við tækifæri til að hlusta á þá eldri. Það má segja að þar lærði ég að hlusta, enda margur gest- urinn sem gat frá mörgu sagt. Þegar mest gekk á reyndum við að láta eins lítið á okkur bera og mögulegt var til að engum dytti í hug að senda okkur í rúmið. Enda var oft erfitt að sofna þegar maður heyrði hlátur og hávær- ar raddir ofan úr eldhúsi. Ég hef ekki átt leið í Kálfhól í ára- tugi. Ber ég þó ennþá merki dvalar minnar þar að því er sumir segja. Ég er talinn stórstígur. Það var langt á milli spora gamla mannsins þar sem hann gekk út í fjárhús og var erfitt að klofa á milli þeirra í snjónum. Nú eru afi og amma horfin úr þess- um heimi en eftir situr þakklætið og kærleikurinn sem enginn getur tekið frá okkur sem vorum það heppin að fá að dvelja hjá þeim á Kálfhóli. Eyvindur Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.