Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 48
HALLGRÍMUR Helgason opnar á morgun í Gallery Turpentine sýn- ingu undir heitinu „The Kodak Mo- ments“. Flokkurinn samanstendur af svart-hvítum grafíkverkum, 110 að tölu, sem unnin voru á árunum 2004–2007. Þau eru prentuð með nýjustu tækni og fjalla öll um lífið innan veggja heimilisins; sambönd og sambúð, foreldra, börn og barn- ing kynja. Að því er segir í frétta- tilkynningu er heiti myndaflokksins sótt í heim ljósmyndunar en Kodak- fyrirtækið hefur lengi kallað dýrustu augnablikin í lífi fólks „Kodak Mo- ments“. Hinsvegar hefur teiknarinn það fram yfir ljósmyndarann að geta kafað undir hamingjubrosandi yf- irborð gæðastundanna. Sýningin fjallar því ekki einungis um ham- ingjuástand hinnar vestrænu fjöl- skyldu heldur veltir einnig fyrir sér birtingarformi þess. Hallgrímur segir umfjöllunarefnið hafa kviknað sjálfkrafa fyrir þremur árum þegar listamaðurinn stofnaði til fjölskyldu sem nú telur fjóra á heimili. Hann dregur þó ekki upp beinar myndir af eigin fjölskyldu heldur er um að ræða verk sprottin fram úr leynihólfum undirmeðvit- undarinnar. „Bestu verkin koma þegar maður hættir að hugsa og leyfir myndinni sjálfri að fylla papp- írinn. Þá verður þetta eins og bein útsending úr sálinni. En fyrst verður maður auðvitað að ná að tengja sig, ná sambandi við þá gömlu, ekki ósvipað og miðlar gera: Afstilla hug- ann en beintengja hönd við hjarta.“ Á sýningunni er fjallað á hispurs- lausan hátt um skin og skúrir í sam- böndum fólks, um vandfundið jafn- vægi í samvinnu kynjanna, um ofurgleði og ofurþreytu foreldra- hlutverksins. Einnig er spegli brugðið upp að sambúð fólks og sambúðarformum, hamingju- og skilnaðarstundum, frumást jafnt sem endurást. Þá fjalla margar myndanna um hinn eilífa núning kynjanna og erf- iðleika þeirra við að leika þau nýju hlutverk sem tíminn hefur samið þeim. Þá er einnig tæpt á nokkrum hámálum samtíðar líkt og heimilis- ofbeldi, makameðvirkni að ógleymdu Byrgisheilkenninu. Gallery Turpentine stendur við Ingólfsstræti 5, 101 Reykjavík. Hallgrímur Helgason sýnir í Gallery Turpentine Móðir og barn Hallgrímur hefur lengi vakið athygli fyrir myndir sínar. Það er nóg að gera hjá Páli Ósk- ari Hjálmtýssyni þessa dagana, en hann tekur sér þó tíma til að hvíla sig inn á milli. » 57 fólk Hljómsveitirnar The Killers og Arctic Monkeys voru sigurveg- arar bresku tónlistarverð- launanna í gærkvöldi. » 51 verðlaun Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is H in hægláta og trygglynda eig- inkona Óðins, Frigg, féll betur að ímynd kvenna í kristnu samfélagi 13. aldar en hin sjálfstæða og óstýriláta frjósem- isgyðja Freyja. Af þeim sökum bregður Snorri Sturluson á það ráð að gera fyrr- nefndu gyðjunni hærra undir höfði í verkum sínum en ástleitinni kyn- systur hennar. Trúlegra er hins vegar að í heiðn- um sið fyrri alda hafi Freyja þótt allra kvengoða merkust og átrúnaður á hana verið meiri og lifað lengur en á aðrar gyðj- ur. Nokkurn veginn þannig hljómar kenning þjóðfræðingsins Ingunnar Ásdísardóttur sem sett er fram í ný- útkominni bók hennar, Frigg og Freyja Kvenleg goðmögn í heiðnum sið. Bókin er afrakstur rannsóknar sem Ingunn gerði fyrir meist- araritgerð sína við Háskóla Íslands og er gefin út í ritröðinni Íslensk menning á vegum Reykjavík- urAkademíunnar og Hins íslenska bókmenntafélags. „Rannsóknir síðustu áratuga hafa tengst mikið kvengoðum, bæði í nor- rænni goðafræði og víðar. Tilhneig- ingin hefur verið sú að slá öllum gyðj- um saman í eina alltumlykjandi móðurgyðju,“ segir Ingunn og út- skýrir að sig hafi langað að skoða það með tilliti til Friggjar og Freyju, helstu gyðja hinna tveggja goðahópa norræna goðaheimsins, ása og vana. Frigg betri fyrirmynd „Rannsókn mín tekur vitaskuld mikið mið af verkum Snorra Sturlu- sonar, en þau eru önnur okkar aðal- heimilda - hin er náttúrulega eddu- kvæðin. Snorri er að skrifa á kristnum tíma, hann er auk þess karl- maður og skáld. Af því draga bæði Heimskringla og Snorra-Edda mik- inn dám. Hann gerir t.d. Óðni kannski hærra undir höfði en ástæða er til. Það er alls ekki víst að Óðinn hafi verið æðsti guðinn eða sá guð sem mestur átrúnaður var á af karlg- uðunum, en skáldin setja hann í dálít- ið forsæti því hann er þeirra sérstaki guð.“ Ingunn segir Snorra róa á sömu mið varðandi Frigg: „Frigg er kona Óðins og hlýtur því að vera æðst. Hún er líka gyðja sem hentar betur þeirri kristnu heimsmynd sem komin er á þegar Snorri skrifar. Hún er ekkert mikið að hlaupa útundan sér frá eig- inmanni sínum og er einnig hin harm- ræna móðir Baldurs, sem grætur þegar hann deyr. Sú ímynd passar mjög vel við Maríumyndina og Frigg hæfir því betur sem æðsta gyðjan og fyrirmynd kvenna á kristnum tíma heldur en Freyja sem var frjósem- isgyðja, sjálfstæð og ástgjörn.“ Fyrst og fremst kennslurit í skáldskap og bragfræði Ingunn sýnir skáldskaparhug- sjónum Snorra engu að síður skiln- ing. „Tilgangur Snorra með Snorra- Eddu er að skrifa kennslubók í skáld- skap og bragfræði. Það þarf því ekki endilega að hafa verið grundvall- aratriði að segja frá heiðninni alveg rétt og hann virðist leyfa sér að laga hana til og setja fram mynd sem er ástættanleg í hans samfélagi. Hann er mjög áfram um að viðhalda skálda- listinni og notar til þess ýmis meðul.“ Hvort þessi framsetning Snorra hafi haft einhver áhrif á kvenímynd þess tíma segist Ingunn ekki vilja staðhæfa. „Á þessum tíma er kaþ- ólskan í öndvegi og ímynd Maríu sterk. Við vitum ekki um margar kon- ur sem voru að yrkja og þar af leið- andi að kynna sér þessi skáldskap- arfræði Snorra, svo ekki er gott að átta sig á því hvort þessi mynd hafi haft einhver afgerandi áhrif. Hitt er ljóst að Friggjarmyndin er í svo miklu meira samræmi við hina kristnu fyrirmynd að hún hefur bara bætt þar í.“ Snorri Sturluson gerði minna úr hlut- verki Freyju í heiðni en efni stóðu til Trygg Teikning Hans Racke- Madsens af hinni trygglyndu eig- inkonu Óðins. Sjálfstæð Ingunn Ásdísardóttir segir að í heiðnum sið hafi Freyja þótt allra kvengoða merkust. Hér getur að líta teikningu Hans Racke-Madsens af ást- argyðjunni í Úlfurinn bundinn. Maríuímynd Friggjar Ingunn Ásdísardóttir staðurstund Steinunn Sigurðardóttir fjallar um nýja franska kvikmynd um leikskáldið Moliere, sem hún segir mjög góða. » 50 kvikmyndir Noel Gallagher, forsprakki Oas- is, er búinn að semja átta lög fyrir næstu plötu sveitarinnar, og Liam bróðir hans tvö. » 56 tónlist Ekki er ólíklegt að breska leik- konan Sienna Miller verði næsta Bondstúlka, enda bæði falleg og hæfileikarík. » 57 fólk |fimmtudagur|15. 2. 2007| mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.