Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 60
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 46. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Grunn- og framhaldsnám við Háskóla Íslands er kynnt í Háskólabíói við Hagatorg Nýtt grunn- og framhaldsnám er kynnt í Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð Það gerist hjá okkur Stúdentar og kennarar Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands taka vel á móti þér á Háskóladeginum laugardaginn 17. febrúar kl. 11-16 www.khi.is www.hi.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Austan og norðaustan 13–23 m/s og rigning. Hvassast og mest úrkoma suðaustan til. Læg- ir síðdegis. » 8 Heitast Kaldast 8°C 1°C Í DAG verður opnuð endurinnréttuð verslun Bakarameistarans í Mjódd, en sú verslun var opnuð árið 1996, fyrst versl- ana fyrirtækisins fyrir utan upphaflegu verslunina í Suðurveri. Nú eru verslanirnar orðnar sex talsins og eru uppi áætlanir um að fjölga þeim enn frekar á næstu árum. Þannig hefur Bakarameistarinn fengið úthlutað 12.000 fermetra stórri lóð við Hádegismóa í Reykjavík. Starfsmenn Bakarameistarans eru nú 178 talsins en voru 28 árið 1995. Við- skiptavinir á degi hverjum eru nokkur þúsund og ársvelta fyrirtækisins nemur um 550 milljónum króna. | B12 Morgunblaðið/G.Rúnar Færa út kvíarnar Verslunum Bakarameist- arans fjölgað næstu árin Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÞORBJÖRG Helga Vigfúsdóttir, formaður leikskólaráðs Reykjavíkurborgar, segir að um- hverfissvið hafi markvisst unnið „öflugt starf“ til að draga úr svifryki. Rætt hafi verið um að e.t.v. þyrfti sérstakt átak í febrúar og mars þegar svifryksmengunin væri mest. Í Morg- unblaðinu í gær var skýrt frá niðurstöðum Jóns Benjamínssonar umhverfisfræðings um niturdíoxíðsmengun, NO2, við á fimmta tug leikskóla Reykjavíkur sem kynntar voru undir lok síðasta áratugar. Þar kom fram að NO2- mengunin var yfir heilsuverndarmörkum við 20 leikskóla í borginni, ef miðað er við núver- andi mörk. Þorbjörg segist aðspurð aldrei hafa séð þrjár skýrslur um niðurstöður mælinga Jóns en þær voru gerðar á árunum 1997–1999. Hún hefði spurst fyrir um loftmengunar- mælingar en aldrei fengið upplýsingar um þessar skýrslur. Jónína Lárusdóttir, leikskólastjóri Fálka- borgar í Breiðholti, sagði starfsfólk leikskóla lengi hafa beðið eftir aðgerðum til að minnka mengun. Hún segir mengunina við skólann, sem er í Elliðaárdal, stundum svo mikla að starfsmenn „fari helst ekki út“. Niðurstöð- urnar voru „sláandi“. „Við tökum eftir því að undir vissum kringumstæðum gefum við börn- um meira astma-púst heldur en venjulega,“ segir Jónína. „Þetta er orðið miklu algengara en það var. Við fögnum umfjölluninni. Þetta er það sem við höfum verið að tala um. Suma daga förum við ekki út með börnin […] Við bjóðum þeim ekki upp á þetta.“ Spurð um að- gerðir borgarinnar til að minnka mengun við skólana segist Jónína „alltaf hafa beðið eftir því að það yrðu viðbrögð“. „Það er orðið langt síðan þessar niðurstöður voru kynntar á leik- skólastjórafundi og þetta var bráðalvarlegt mál. Þetta var alveg sláandi. Það var nokkrum vörubílastæðum lokað á alvarlegustu svæð- unum í borginni og því ekki rétt sem kom fram í frétt Morgunblaðsins í gær að ekkert hefði verið gert.“ Börnin ekki út suma daga vegna svifryks  Allar niðurstöður | 15 Morgunblaðið/Ásdís SNORRI Sturluson gerði Frigg hærra undir höfði en Freyju í verkum sínum þar sem fyrrnefnda gyðjan féll betur að ímynd kvenna í kristnu samfélagi. Þetta segir Ingunn Ásdísardóttir, þjóðfræðingur og þýðandi, sem nýverið gaf út bókina Frigg og Freyja – Kvenleg goðmögn í heiðnum sið. Að sögn Ingunnar var tilgangur Snorra með Snorra-Eddu að viðhalda skáldalist- inni og því hafi hann leyft sér að setja fram mynd af heiðnum sið sem viðunandi var í hans samfélagi. Hin trygga eig- inkona Óðins og harmræna móðir Baldurs passi óneitanlega betur við Maríuímynd kristninnar en hin óstýriláta Freyja. Lík- legara er þó að til forna hafi Freyja þótt kvengoða merkust. | 48 Frigg hampað á kostnað Freyju Morgunblaðið/G.Rúnar STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra kveðst hafa áhyggjur af áhrifum mögulegs heilsársvegar yfir Kjöl. Segist hann ekki vilja taka af skarið um það verkefni fyrr en fram hefur farið mat á áhrifum af lagningu slíks vegar á umhverfi, skipulag hálendisins og á ferða- mennsku. Í umhverfismati sem fylgir nýrri samgönguáætlun er komist að þeirri niðurstöðu að meiri umfjöll- un þurfi að vera um nýtingu og skipulag hálendisins áður en hægt verði að gera tillögur um lagningu heilsársvega um hálendið. „Mér líst ágætlega á þessa stytt- ingu leiðanna en ég hef áhyggjur af áhrifunum á hálendið,“ segir Sturla spurður um þær hugmyndir sem kynntar hafa verið um heils- ársveg yfir Kjöl. „Ég vil fara mjög varlega og að fram fari umfjöllun um skipulag hálendisins og vandað umhverfismat. Ég hef óskað eftir því að Ferðamálaráð fjalli um fyr- irhugaðan hálendisveg á forsend- um ferðaþjónustunnar og að ég fái síðan umsögn þess um hálendis- veg. Ég vil því ekki taka af skarið um þetta verkefni fyrr en það hef- ur verið metið gagnvart umhverf- inu og skipulagi á hálendinu og gagnvart áhrifum á ferða- mennsku,“ segir Sturla. Komið að öðrum að hægja á Sturla segir í viðtali í Morgun- blaðinu í dag að tímabært sé orðið að settir verði miklir fjármunir í samgöngumálin og að önnur verk- efni verði að bíða. ,,Núna tel ég að komið sé að því að uppbygging samgöngumannvirkjanna fái aukið rými og að hægja verði á öðrum framkvæmdum ef þörf krefur í efnahagslífinu,“ segir Sturla og bætir við að ef á þurfi að halda verði aðrir að bíða með fram- kvæmdir í þágu stöðugleikans. Áhyggjur af áhrifunum Samgönguráðherra segist ekki vilja taka af skarið um heilsársveg yfir Kjöl  Miðopna BRIDGEHÁTÍÐIN hefst í kvöld og stendur fram á sunnudag en forspilið hófst klukkan sex í Ráð- húsi Reykjavíkur í gær. Hér sjást (f.v.) þeir Jón Steinar Gunn- laugsson hæstaréttardómari, Pakistaninn Zia Mahmood, Davíð Oddsson seðlabankastjóri en fjórði maðurinn er Pólverjinn Jacek Pszczola. Hátíðin er haldin í samstarfi Bridgesambands Íslands, Ice- landair og Bridgefélags Reykja- víkur. Efnt verður til óopinbers landsleiks milli íslenska landsliðs- ins og liðs Zia. Auk hans og Pszczola eru í því Sam Lev og Reese Milner. Hægt er að fylgjast með allri hátíðinni á vefnum bridgebase.com. Morgunblaðið/Árni Sæberg Forspil að Bridgehátíð í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.