Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 33 SJÚKRALIÐAFÉLAGIÐ hefur nú sent bréf til félagsmanna þess efnis að við megum koma á framfæri okkar skoðunum og leggja fram til- lögur til breytinga á brúarnáminu. Mér finnst jákvætt að fá eitthvað um þetta að segja, þó ég sé ekki alveg jafn hrifin af vinnubrögðunum í kringum fyrirspurn félagsins. Nú er þó hægt að koma því á framfæri við stjórnina að ég vil ekki hafa þetta nám nema fólkið fái annað starfsheiti, starfssvið og aðra kjarasamninga en ég. Hvað varðar að- finnslu mína um vinnu- brögð finnst mér að fyrirspurnin til fé- lagsmanna hafi verið send seint út, bréfið barst um miðjan janúar og ætlast er til að við séum búin að svara fyr- ir mánaðamótin jan- úar-febrúar. Tíminn er stuttur til að svara almennilega og fara vel yfir málin því sjúkraliðar vinna á mis- jöfnum vöktum, sjúkraliðar og trún- aðarmenn eru jafnvel í fríi eða veikir þegar bréfið berst þeim. Nú und- anfarið hef ég lesið greinar í Frétta- blaðinu um manneklu LSH, ná- kvæmar tölur eru yfir þá hjúkrunarfræðinga sem vinna ekki við sitt fag, en engar tölur eru yfir þann fjölda sjúkraliða sem ekki vinn- ur við sitt fag. Formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga bendir á að ein leiðin til að mæta mann- ekluvanda LSH sé sú að borga við- bótargreiðslu ofan á grunnlaun hjúkrunarfræðinga og bendir á að fordæmið sé til staðar en FSA fór þá leið að koma á viðbótargreiðslukerfi fyrir hjúkrunarfræðinga. Einnig vil ég taka undir það sem Elsa formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga bendir réttilega og furðar sig á, en það er að lögmálið um tengingu launa við hlutfall framboðs og eftirspurnar vinnuafls gildi ekki um hennar stétt og þá liggur líka ljóst fyrir að það sama gildir um sjúkraliða. Magnús Pétursson, forstjóri LSH, segist ekki útiloka það að þetta sé ein af þeim leiðum sem hægt sé að fara, þetta sé leið sem farin var í sumar þegar manneklan var sem mest. Af hverju var og er sjúkraliðum ekki boðið upp á þessar greiðslur? Hjúkr- unarfræðingar sem ég þekki gefa nú lítið fyrir þessar viðbót- argreiðslur því þær eru bara fyrir þá hjúkr- unarfræðinga sem vinna 100%, það er ekki þess virði að leggja á sig alla þessa vinnu fyr- ir viðbótargreiðslur. Ráðamenn ættu að fara að gera sér grein fyrir því að vinnu við að hjúkra fólki fylgir mikið álag og ábyrgð, að það þarf að hækka laun okkar heilbrigð- isstarfsmanna og 80% vinna ætti að vera borguð eins og 100%, þá færu hjólin að snúast. Í dag er staðan þannig að margir heilbrigðisstarfs- menn ráða sig ekki nema upp á ein- hverjar prósentur og taka svo auka- vaktir í staðinn til að fá hærri laun. Þetta er ekkert vit. Þetta er alþekkt vandamál sem hefur skapast vegna lélegra launa og skapast hefur órjúf- anlegur vítahringur í heilbrigðiskerf- inu sem þarf að leysa með hærri launum. Hvað yrði annars ef fólk tæki sig saman og tæki ekki auka- vaktir? Það þarf ekki að spyrja að leikslokum, kerfið myndi hrynja. Sjúkraliðar eru að vísu búnir að leggja sitt af mörkum og hegða sér eins og Rauði krossinn, útunga brú- arliðum til að mæta manneklu, svo að ekki þarf að bjóða þeim viðbót- argreiðslur til að laða þá til starfa. Guðmunda Steingrímsdóttir skrifar grein í Morgunblaðið 20. janúar og biður um að við sem erum á móti brú- arnáminu komum með lausn á skorti sjúkraliða, meðalaldur þeirra sé hár og nú vanti þúsund sjúkraliða til starfa. Lausn á skorti sjúkraliða eru hærri laun og betri menntun og að fella brúarnámið út. Brúarnámið leysir ekki neinn meðalaldursvanda því brúarnemarnir hafa sama með- alaldur og við sjúkraliðar. Ég er hjartanlega sammála Guðmundu um að það vanti fagfólk til starfa og ein lausnin væri sú að brúarnámið héld- ist, en ekki í sömu mynd og það er í dag. Breyta verður starfsheiti þeirra og kjarasamningum og hægt væri að bæta því inn í brúarnámskrána að út- skrift yrði ekki fyrr en nemarnir skil- uðu ári í „praktík“ inni á deild í vinnu á launum. Þannig myndu þeir nýtast kerfinu og um leið útskrifast sem betri starfskraftar. Guðmunda minn- ist á að við höfum sent núverandi og verðandi samstarfsfélögum okkar nöturlegar kveðjur með því að vera á móti brúarnáminu. Ég skal leiða hana af villigötum og benda henni á að ekki er rétt að rugla persónum og námi saman, þar er mikill munur á. Munurinn er sá að við persónugerum ekki námið og brúarnemar eru ábyggilega hið besta fólk, fólk sem fór í námið af því að það bauðst. Námið er aftur á móti firra frá upp- hafi til enda og mun ekki verða okkur sjúkraliðum til gæfu eða framdráttar í framtíðinni. Það er og mun verða dragbítur á sjúkraliðum. Brúarnámið er dragbítur Elína Elísabet Azarevich fjallar um málefni sjúkraliða »Hvað yrði annars effólk tæki sig saman og tæki ekki aukavakt- ir? Það þarf ekki að spyrja að leikslokum, kerfið myndi hrynja. Elína Elísabet Azarevich Höfundur er sjúkraliði. RAGNAR H. Hall hrl. ritaði grein í Morgunblaðið 13. febrúar með yfirskriftinni „Kjaftasögur frá ákæruvaldinu“ þar sem hann fullyrðir að undirritaður saksókn- ari hafi komið af stað kjaftasögu um að grein sem Róbert R. Spanó prófessor ritaði um refsiábyrgð einstaklinga vegna brota gegn 10. gr. samkeppnislaga og birtist í Tímariti lögfræðinga í október sl., hafi verið rituð að beiðni verjenda í máli forstjóra olíufélaganna. Af þessu tilefni vill undirritaður koma á framfæri eftirfarandi at- hugsemdum. Fyrir nokkru hringdi blaðamaður í mig og spurði hvort ég teldi koma til greina að Róbert R. Spanó hefði ritað umrædda grein að beiðni ákærðu í sk. olíumáli. Hann upp- lýsti mig jafnframt um að Róbert væri starfsmaður Logos lög- mannsþjónustu, sem ég hafði reyndar ekki hugmynd um. Aug- ljóst var að umræddur blaðamað- ur hafði aflað sér heimilda áður en hann hringdi og virtist hafa rætt við einhverja um þetta viðfangs- efni. Ég staðfesti að ég hafði feng- ið umrædda grein senda frá Ragnari H. Hall hrl., verjanda eins ákærðu, nokkru áður en Tímarit lögfræðinga sem greinin birtist í barst mér í pósti. Ég tók fram við blaðamanninn að ég teldi ekkert athugavert við það enda vissi ég að fleiri hefðu fengið um- rædda grein til yfirlestrar þar á meðal einn kunningi minn sem Róbert hafði fengið einhverjum vikum áður til að lesa greinina yfir og gera athugasemdir. Ragnar H. Hall hefur staðfest það sama við blaðamann. Ég sagði umræddum blaðamanni einnig að ég hefði enga minnstu ástæðu til að ætla að Róbert hefði ritað umrædda grein að beiðni nokkurs enda væri um fræðilega ritgerð prófessors að ræða en ekki álitsgerð af nokkru tagi. Kunnugt er að Ró- bert hefur áður ritað greinar um skýrleika refsiheimilda og um- rædd grein er framhald á þeim greinaflokki. Ég veit reyndar ekki til þess að neinn hafi sakað Róbert um að hafa ritað greinina að beiðni eins eða neins, en umræddur blaða- maður hefur ritað greinar í Fréttablaðið, m.a. 11. og 12. febr- úar, þar sem hann greinir frá at- vikum og samtölum en fullyrðir ekkert í þá átt. Spurningar um- rædds blaðamanns, eða það sem kalla mætti rannsóknarvinnu, eru algerlega hans viðfangsefni sem ekki byrjaði fyrir tilstilli undirrit- aðs ákæranda, né ákæruvaldsins, sem erfitt er að sjá hvar kemur að málinu. Við verðum að muna að blaðamenn eru hugsandi fólk og ekki við öðru að búast en ein- hverjum detti í hug að spyrja hvort greinin hafi verið rituð vegna umrædds máls og hvort það hafi verið gert að beiðni einhvers sakborninga eða verjenda þeirra. Það liggur fyrir að umrædd grein kom út á svipuðum tíma og ákæra var gefin út í málinu og að nið- urstaða greinarinnar er rökstuðn- ingur ákærðu, og síðar héraðs- dóms, fyrir því að þeim verði ekki refsað fyrir brot á 10. gr. sam- keppnislaga. Ég veit reyndar ekki hverju ég ætti að biðja Róbert Spanó afsökunar á, en það mætti velta því upp hvort rétt væri fyrir Ragnar H. Hall að biðja undirrit- aðan afsökunar á tilefnislausum dylgjum. Það hafa nefnilega fleiri en prófessorar starfsheiður. Helgi Magnús Gunnarsson Um kjaftasögur frá ákæruvaldinu Höfundur er saksóknari. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN er í óvenjulegri stöðu um þessar mundir. Undanfarna mánuði benda skoðanakannanir til þess að fylgi við flokkinn í næstu Al- þingiskosningum verði svipað og í þeim síð- ustu, kannski um 32– 33%. Það yrði mikil áfall enda voru úrslitin þá þau næstverstu í allri sögu flokksins. Í aðsendri grein Gunn- ars Örlygssonar, al- þingismanns, í gær op- inberast að óttinn beinist fyrst og fremst að Frjálslynda flokkn- um. Gunnar sjálfur benti á það fyrir tveimur ár- um að Frjálslyndi flokkurinn ætti mikið erindi í stjórnmálin og að hann gæti fengið 10–15% fylgi. Þar hef- ur hann reynst sann- spár eins og kannanir hafa sýnt í vetur. Þá sagði Gunnar um svip- að leyti um málefni eldri borgara að „þessi stóri hópur aldraðra er skilinn eftir á köldum klaka og dæmdur til fátæktar á ævikvöldi sínu“. Er nema von að Sjálfstæðisflokkurinn óttist stefnumótið við kjósendur í vor. Rík- isstjórnin stendur höllum fæti og mun falla ef Frjálslyndi flokkurinn fær góða kosningu. Að öðrum kosti eru mestar líkur á því að rík- isstjórnin muni halda velli. Lykillinn að stefnubreytingu í vor og stjórn- arskiptum liggur í árangri Frjáls- lynda flokksins. Samfylkingin og Vinstri grænir munu ekki fá hreinan meirihluta atkvæða. Það skulu menn hafa hugfast. Gunnar Örlygsson á greinilega eitthvað óuppgert við fyrrum fé- laga sína, formann og varaformann Frjáls- lynda flokksins, og ræðst á þá persónulega auk þess að hrakyrða aðra flokksmenn. Ég er ekki aðili að deilum hans og ætla ekki að blanda mér í þær, en vil þó í vinsemd benda hon- um á að stóryrði og per- sónuleg og meiðandi ummæli skila sjaldnast þeim árangri sem að er stefnt. Gunnar Örlygsson má minnist eigin um- mæla frá mars 2005 í Morgunblaðinu, þar sem hann tekur sér- staklega fram að „ég er ekki með þessu að kasta rýrð á störf Magnúsar eða Guðjóns“ með því að bjóða sig fram til emb- ættis varaformanns í Frjálslynda flokknum. Einnig segir hann: „Nei, síður en svo, Magnús hefur verið mjög duglegur og er mörgum góðum kostum búinn.“ Frjálslyndir fella ríkisstjórnina Kristinn H. Gunnarsson svarar grein Gunnars Örlygssonar Kristinn H. Gunnarsson » Gunnar Ör-lygsson á greinilega eitt- hvað óuppgert við fyrrum fé- laga sína, for- mann og vara- formann Frjálslynda flokksins … Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.