Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í GREIN minni sem birtist í Morgunblaðinu 19. desember síðast- liðinn gagnrýndi ég hvernig ráðning- armálum hjá Reykjavíkurborg væri háttað. Yfirmenn sviða eru ábyrgir fyrir faglegri stefnumótun og verða að þekkja faglegar hliðar sviðsins til að geta markað stefnu. Þeir ættu einnig að geta komið að faglegri stefnumótun und- irsviða. Tók ég dæmi um ráðningu í stöðu sviðsstjóra velferð- arsviðs en hann ætti t.d. að geta komið að stefnumótun, m.a. á sviði barnaverndar sem er afar mik- ilvægur málaflokkur. Rétt er að greinin fjallaði um ráðningu yf- irmanna og mikilvægi þess að ráða þá á fag- legum forsendum. Sigríður nefnir sér- staklega nokkur atriði og verður þeim svarað hér í stuttu máli.  Gagnrýni mín beindist ekki að barna- verndarstarfsmönnum Reykjavíkurborgar, heldur vinnulagi. Hjá Barnavernd Reykja- víkur starfar hið besta fólk og beinist gagnrýnin ekki að því persónulega.  Í rannsóknarvinnu minni hef ég yfirfarið mikinn fjölda mála og hefur verið ljóst að lítið hefur verið spurt um stöðu fjölskyldna og hagi þeirra, eða í það minnsta skráð og hefur upp- lýsingaöflun þannig verið afar ábóta- vant. Þessar upplýsingar hefðu ekki átt að koma á óvart þar sem þær hafa ítrekað komið fram á málstofum, síð- ast á ráðstefnu Félagsvísindastofn- unar og Félagsvísindadeildar Há- skóla Íslands í október síðastliðnum og á Barnaverndarstofu í nóvember síðastliðnum. Sambærilegar nið- urstöður hafa komið fram hjá öðrum rannsakendum, t.d. Sigrúnu Júl- íusdóttur prófessor við HÍ (Ævintýri á fjöllum) og Guðrúnu Kristinsdóttur prófessor við KHÍ (Child welfare and professionalization).  Tölur um hlutfall upplýsinga sem vantar um grundvallarþætti eins og t.d. menntun og atvinnustöðu for- eldra sýna að slíkar upplýsingar hef- ur vantað í ríkara mæli í Reykjavík heldur en hjá öðrum sveitarfélögum sem rannsóknir mínar hafa náð til. Úrtök þurfa ekki að vera hlutfallslega jafn- stór þar sem hlutfalls- tölur gera kleift að bera saman úrtök sem ekki eru af sömu stærð. Er- lendar rannsóknir hafa sýnt sterk tengsl milli menntunar mæðra sem og atvinnustöðu for- eldra annars vegar og líkum á tilkynningum um misbrest í aðbúnaði barna hins vegar. Ís- lensk rannsókn sem ég vann sýndi að helm- ingur fjölskyldna sem voru tilkynntar fyrir misbrest í aðbúnaði barna í fyrsta sinn höfðu þegið fjárhags- aðstoð áður. Einnig að menntun mæðra spáði fyrir um endurteknar barnaverndartilkynn- ingar. Þetta er dæmi um mikilvæga þætti sem ætti að skrá og vinna út frá í greiningu máls.  Varðandi mögulega skýringarþætti, þá hafa verið meiri skipulagsbreytingar í málaflokknum í Reykjavík heldur en í hinum sveit- arfélögunum tveimur. Auk þess virð- ast einungis 67% barnavernd- arstarfsmanna sem vinna almenna barnaverndarvinnu (m.a. að taka á móti tilkynningum, vinna könnun máls og gera áætlanir um úrræði) vera félagsráðgjafar. Félagsráð- gjafar er sú stétt sem er menntuð sérstaklega til almennrar barna- verndarvinnu. Í hinum sveitarfélög- unum er hlutfallið hærra. Í Kópavogi er það 71% í heildina en sé einungis litið til mála þar sem börn eru þol- endur (ekki áhættuhegðun unglinga) er hlutfallið 100%. Í Hafnarfirði er hlutfall félagsráðgjafa sem vinna al- menna barnaverndarvinnu 100%.  Varðandi það að dæmi væru um að lítið sem ekkert hafi verið aðhafst í mjög alvarlegum málum, þá er að sjálfsögðu hægt að túlka „mjög al- varleg mál“ á mismunandi hátt. Hægt væri að nefna einstök dæmi en læt ég duga hér að vísa í rannsókn mína um barnaverndartilkynningar er vörðuðu ofbeldi milli foreldra, en þar kom fram að einungis þriðjungur fjölskyldna fékk notið úrræðis eða tilvísunar í kjölfar tilkynningar. Í sumum tilfellum var um að ræða al- varlegt ofbeldi án þess að það leiddi til úrræða eða tilvísana af einhverju tagi. Það að tryggja öryggi og fullnægj- andi aðbúnað barna er markmið þeirra sem koma að vinnslu barna- verndarmála sem á sér stoð í barna- verndarlögum. Þegar fyrir liggja upplýsingar um að vinnulagi sé ábótavant er æskilegt að viðeigandi stjórnendur vinni að því að leita lausna og bæta úr með markvissum hætti. Það að bæta upplýsingaöflun, sem leiðir til nákvæmari greiningar á stöðu mála, er forsenda þess að brugðist sé við með stuðningi eða úr- ræðum sem henta. Það að ráða fé- lagsráðgjafa til starfa við almenna barnaverndarvinnu fremur en aðila með aðra menntun er einnig mjög mikilvægt, þar sem þeir hafa þann menntunargrunn sem býr þá undir starfið. Gott vinnulag af hálfu barna- verndaryfirvalda getur hreinlega skipt sköpum um líf og hagi fjöl- skyldna sem afskipti eru af. Mikilvægi fag- legrar stjórnunar Freydís Jóna Freysteinsdóttir fjallar um barnaverndarmál og ráðningar hjá Reykjavíkurborg Freydís Jóna Freysteinsdóttir » Gott vinnu-lag af hálfu barnavernd- aryfirvalda get- ur hreinlega skipt sköpum um líf og hagi fjölskyldna sem afskipti eru af. Höfundur er lektor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. LÖG um þjóðlendur hafa, frá því þau voru sett, valdið miklum deilum og túlk- un þeirra að margra mati gengið langt yfir eðlileg mörk. Ég ætla ekki að fara að rifja upp það sem gert hefur verið í þeim málum þó af mörgu sé að taka. Það sem fær mig til að lyfta penna er sú ótrú- lega hugmynd sem komið hefur fram að heimila einkaaðilum að byggja upp og eiga Kjalveg. Þjóðlendur eru þjóðareign Kjalvegur liggur að miklu leyti yfir þjóðlendur og sem slíkur ligg- ur hann því um land sem tekið hef- ur verið eignarnámi bótalaust í skjóli þjóðlendulaga. Ekki verður séð að lög um þjóðlendur frá 1998 með síðari breytingum geri ráð fyr- ir því að forsætisráðherra geti af- hent þjóðlendur undir einka- framkvæmd. Undirritaður sat í félagsmála- og umhverfisnefnd þegar lög um þjóð- lendur voru samþykkt frá Alþingi árið 1998. Ég sat einnig í allsherj- arnefnd þegar málið var tekið til umfjöllunar þar í upphafi. Þessi lagasetning var viðamikil og snerti mörg ráðuneyti eins og aðkoma þessara þriggja nefnda Alþingis sýnir. Skipulag miðhá- lendisins var fyr- irferðarmikið í um- fjöllun málsins, bæði í nefndum Alþingis og í þjóðfélaginu. Miðhá- lendið var af opinber- um aðilum talið einsk- ismannsland þar sem hver sem var gat ákveðið að reisa sér hús eða leggja veg að eigin geðþótta. Lög- gjafinn taldi það óvið- unandi ástand og varð niðurstaðan sú að miðhálendið heyrði stjórn- arfarslega undir forsætisráðu- neytið og yrði þjóðareign. Margir óttuðust að með þessari lagasetningu væri verið að loka há- lendinu eða takmarka aðgang al- mennings að því verulega. Ekkert slíkt var þó í huga þingmanna né stjórnvalda eftir því sem ég best veit. Ekki einkaveg um Kjöl Ég vil því leyfa mér að mótmæla þeim áformum að byggja upp veg í einkaeigu yfir Kjöl og heimila veggjald. Að mínu áliti er ónauð- synlegt að byggja nýjan upphækk- aðan veg yfir Kjöl, heldur má laga þann veg sem fyrir er. Vegir um miðhálendið eiga að vera í eigu rík- isins. Hvað verður næst, spyr ég, verður það vegur í einkaeigu yfir Sprengisand? Það var ekki ætlun löggjafans þegar lög um þjóðlendur voru afgreidd í gegnum Alþingi að afhenda miðhálendið einstaklingum eða fyrirtækjum. Það var aldrei hugmyndin að afhenda einkaaðilum lyklavöldin að hálendi Íslendinga. Lög um þjóðlendur gætu í þetta sinn sannað gildi sitt og bjargað miðhálendinu frá ráðagerðum um einkavæðingu og varðveitt það fyr- ir börn framtíðarinnar. Lyklavöldin að miðhálendinu Kristján Pálsson fjallar um þjóðlendur og vegagerð yfir Kjöl » Lög um þjóðlendurgætu í þetta sinn sannað gildi sitt og bjargað miðhálendinu frá ráðagerðum um einkavæðingu og varð- veitt það fyrir börn framtíðarinnar. Kristján Pálsson Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. UMFJÖLLUN Morgunblaðsins um læknamistök föstudaginn 9. febrúar sl. gefur til- efni til að koma á framfæri fróðleik um framkvæmd laga um sjúklingatryggingu nr. 111/2000. Þar heldur Dögg Páls- dóttir hrl. því fram um framkvæmd lag- anna að „…mat Tryggingastofnunar sé í engu samræmi við það sem löggjaf- inn ætlaðist til“. Þessi ummæli skjóta skökku við í ljósi þess að úrskurðarnefnd almannatrygg- inga hefur staðfest ákvarðanir stofnunarinnar um bótaskyldu í yf- irgnæfandi meirihluta tilvika. Enn fremur má geta þessa að í Dan- mörku er í gildi nánast samhljóða löggjöf um sjúklingatryggingu og er reynslan af málsmeðferð, máls- meðferðartíma og afgreiðslu mál- anna hér svipuð og þar. Það er full ástæða til að brýna fyrir sérfræðingum sem aðstoða sjúklinga við að nálgast rétt sinn samkvæmt lögum um sjúklinga- tryggingu að vanda málatilbúnað sinn. Það er óheppilegt ef þeir ala á tortryggni og vantrú í garð Tryggingastofnunar. Slík ummæli geta fælt sjúklinga sem orðið hafa fyrir tjóni frá því að sækja um bætur. Samkvæmt lögum um sjúklinga- tryggingu eru þeir sjúklingar tryggðir sem verða fyrir líkamlegu eða geðrænu tjóni í tengslum við rannsókn eða sjúkdómsmeðferð. Tryggingin nær til alls heilbrigð- iskerfisins og allrar heilbrigð- isþjónustu sem veitt er á Íslandi auk sjúkdómsmeðferðar erlendis á vegum Tryggingastofnunar. Tryggingastofnun annast sjúk- lingatryggingu fyrir heilsugæslu- stöðvar, sjúkrahús og aðra heil- brigðisþjónustu á vegum ríkisins. Sjálfstætt starfandi heilbrigð- isstarfsmenn kaupa sjúklinga- tryggingu hjá vátryggingafélögum. Í 2. grein laganna kemur fram að bætur skuli greiddar ef ætla megi að komast hefði mátt hjá tjóni ef betur hefði verið staðið að rannsókn eða meðferð en gert var. Ekki er skilyrði að heilbrigð- isstarfsmaður hafi sýnt af sér gá- leysi eða orðið á mistök. Bætur skal einnig greiða ef tjón hlýst af bilun eða galla í lækningabúnaði eða ef komast hefði mátt hjá tjóni með því að beita annarri aðferð eða tækni við meðferðina. Enn fremur fellur undir trygginguna tjón vegna fylgikvilla meðferðar ef tjónið er meira en svo að sann- gjarnt sé að sjúklingur þoli það bótalaust. Við mat á því ber að líta til þess hversu mikið tjónið er og einnig til sjúkdóms og heilsufars sjúklings að öðru leyti. Það er skil- yrði bóta að fylgikvill- inn sem sjúklingurinn varð fyrir sé bæði sjaldgæfur og alvar- legur í samanburði við sjúkdóminn sem lækna átti og afleið- ingar hans. Nokkuð hefur borið á þeim misskilningi varðandi sjúklinga- trygginguna að hún nái auk afleiðinga sjúkdómsmeðferðar einnig til af- leiðinga og fylgikvilla sjúkdóma. Hið rétta er að sjúklingatrygging- unni er eingöngu ætlað að bæta heilsutjón sem hlýst af sjúkdóms- meðferð. Sök er ekki skilyrði fyrir bótarétti og í lögunum felst ekki krafa um sök og skaðabótaábyrgð á sama hátt og í skaðabótarétti. Hjá Tryggingastofnun geta sjúk- lingar sem telja sig eiga rétt á bót- um skv. lögum um sjúklingatrygg- ingu sótt um bætur á eyðublaði sem hægt er að nálgast á www.tr.is. Eftir að umsókn hefur borist sér Tryggingastofnun um að afla gagna frá þeim sem veittu meðferðina. Það gengur oftast vel þó fyrir komi að gögn berist ekki fyrr en margítrekað hefur verið óskað eftir þeim. Að gagnaöflun lokinni tekur við málsmeðferð þar sem áhersla er lögð á vönduð vinnubrögð. Málið er lagt fyrir starfshóp Tryggingastofnunar um sjúklingatryggingu til skoðunar, en í honum sitja tveir læknar og þrír lögfræðingar. Ef þörf krefur er óskað eftir sérfræðiáliti ut- anaðkomandi læknis, sérfræðings á því sviði sem málið varðar. Þegar það liggur fyrir tekur starfshóp- urinn ákvörðun um bótaskyldu. Að því loknu, og ef réttur til bóta er staðfestur, tekur við annað ferli sem snýst um að ákveða upphæð bótafjárhæðar eftir því hvort um tímabundið tjón er að ræða eða varanlegt. Umsóknir um bætur samkvæmt lögum um sjúklingatryggingu voru 84 árið 2005 og 75 árið 2006. Fall- ist hefur verið á bótaskyldu í um það bil helmingi tilvika. Skilyrði fyrir bótagreiðslu er að tjón nái að lágmarki 61 þús. kr. miðað við verðlag 2006 og bætur eru ekki greiddar fyrir minna tjón. Hæstu bætur eru rúmlega sex milljónir kr. miðað við verðlag 2006. Starfs- menn Tryggingastofnunar hafa mælt með að þetta lögákveðna há- mark verði hækkað þar sem lítil sanngirni er í því að þeir sem verða fyrir minnstu tjóni fái það að fullu bætt en þeir sem verða fyrir mestu tjóni fái það aðeins bætt að hluta. Umsækjendur um bætur hjá Tryggingastofnun geta kært synj- anir um bætur til óháðrar nefndar, úrskurðarnefndar almannatrygg- inga, sem heyrir undir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Á ár- unum 2005–2006 voru 28 synjanir Tryggingastofnunar um bætur samkvæmt lögum um sjúklinga- tryggingu kærðar til úrskurð- arnefndarinnar. Einungis í einu til- viki af þessum 28 var úrskurðarnefndin ósammála nið- urstöðu Tryggingastofnunar. Nánari upplýsingar um sjúk- lingatryggingu má finna á vef Tryggingastofnunar, http:// www.tr.is/heilsa-og-sjukdomar/ sjuklingatrygging/. Einnig er starfsfólk Tryggingastofnunar reiðbúið að veita upplýsingar og aðstoð. Framkvæmd laga um sjúklingatryggingu Karl Steinar Guðnason fjallar um framkvæmd laga um sjúklingatryggingu í tilefni af umfjöllun Morgunblaðsins um læknamistök » Samkvæmt lögumum sjúklingatrygg- ingu eru þeir tryggðir sem verða fyrir lík- amlegu eða geðrænu tjóni í tengslum við rannsókn eða sjúkdómsmeðferð. Karl Steinar Guðnason Höfundur er forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins. Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.